Morgunblaðið - 30.12.2007, Page 28

Morgunblaðið - 30.12.2007, Page 28
|sunnudagur|30. 12. 2007| mbl.is Napur fjölmiðlaheimur U ng kona ræður sig í vinnu sem blaðamað- ur á dagblaði í Reykjavík. Hún er ekki fyrr tekin til starfa en hún fær í hendur það verk- efni að fjalla um morðmál sem brátt fer að vinda upp á sig. Um leið er sjálfur vinnustaður hennar vett- vangur daglegra átaka sem snerta fjölda fólks í þjóðlífinu með ágengum hætti. Þetta er í stuttu máli meginþráð- urinn í nýrri íslenskri spennuþátta- röð fyrir sjónvarp sem frumsýnd verður á Stöð 2 sunnudaginn 30. des- ember. Þættirnir nefnast Pressa og þeim vindur fram á ritstjórn íslensks dagblaðs sem sver sig í ætt við DV. Þættirnir eru unnir af Óskari Jón- assyni og Sigurjóni Kjartanssyni (en síðan voru ýmsir spennusagnahöf- undar fengnir til að skrifa hver sinn þátt). Þættir þessir eru kannski til marks um nýja tíma í gerð leikins ís- lensks sjónvarpsefnis. Hugmyndin að þeim spratt beint upp úr íslensk- um veruleika, þeir voru þróaðir og unnir hratt. Þessir þættir verða til nánast beint í kjölfar mikillar ólgu í þjóð- félaginu út af skrifum og stefnu DV og svonefnds Ísafjarðarmáls. Eru þau mál beinlínis kveikja að þátt- unum? „Já, algerlega,“ segir Óskar Jón- asson leikstjóri. „Það var beint í kjöl- far þeirra sem við Sigurjón fengum hugmyndina að þáttunum. Það ástand sem skapaðist í kringum DV er kannski meginkveikjan, hvernig málið þjappaði ritstjórninni saman svo hún sneri bökum saman og barð- ist. Samúð samfélagsins var ekki með þeim – og það skapaði strax mjög spennandi átök til að vinna með.“ Óskar kveðst ekki vilja meina að höfundar þáttanna taki sérstaka af- stöðu með eða á móti ritstjórnar- stefnu viðkomandi blaðs. „Við lítum bara á þetta sem mjög spennandi vettvang þar sem ekki er bara verið að grúska í einu tilteknu glæpamáli heldur mörgum málum eins og gerist og gengur á ritstjórn. Þar kemur svo margt upp og því er þetta kjörinn vettvangur fyrir þætti þar sem bæði koma upp einstök mál sem klárast í einum þætti en svo er líka annað og umfangsmeira mál sem spannar alla sex þættina. Þeir Óskar og Sigurjón fengu leyfi til að kynna sér starfshætti á rit- stjórn DV og Óskar segir það hafa verið mjög lærdómsríkt. „Aðalhvellurinn út af ritstjórnar- stefnu DV var í janúar. Við vorum komnir með þetta verk á koppinn um mánaðamótin febrúar-mars. Þá var nýbúið að skipta um ritstjóra og Páll Baldvin Baldvinsson tekinn við. Við fengum leyfi til að hangsa inni á rit- stjórninni, spjalla við blaðamenn og sitja á fundum. Þá átti DV ekki langt líf eftir í þáverandi mynd. Samúðin með blaðinu hafði hrunið eftir svo- nefnt Ísafjarðarmál og maður fann hvernig starfsmenn á ritstjórninni voru svolítið í sjokki eftir að öll þjóð- in hafði snúist gegn blaðinu. Það var ekki bara þetta Ísafjarðarmál, það var daglega einhver skandall á for- síðu og læti í kringum blaðið. Ástþór Magnússon kom einn daginn með körfubíl og tók ljósmyndir inn um glugga ritstjórnarinnar. Síðan komu einhverjir Fáfnismenn og ruddu öllu um koll. Svo bara þegar við vorum á ritstjórninni kom öskureið kona út af myndatöku af henni úr laugunum. Þetta var á versta tíma dagsins, um 6 Blaðamaður Arndís Hrönn Egils- dóttir: Stína blaðamaður. Umbrotsmaður Orri Huginn Ágústsson: Viggó umbrotsmaður. Símadama María Heba Þorkels- dóttir: Harpa símadama. Fréttastjóri Þorsteinn Bachmann: Gestur fréttastjóri. Morgunblaðið/Frikki Rökrænn leikur Óskar Jónasson segir Söru Dögg Ásgeirsdóttur hafa pælt óvenju mikið í rökfræðinni, hvar í ferlinu hún væri stödd. Ritstjórnin Karakterarnir spruttu úr vettvangskönnun handritshöfunda. Blaðamaður Stefán Hallur Stef- ánsson: Stefán blaðamaður. Stöð 2 frumsýnir nýja ís- lenska spennuþáttaröð, Pressu, sem vindur fram á ritstjórn íslensks dag- blaðs. Um leið vindur upp á sig morðmál sem ný- ráðin blaðakona fær til umfjöllunar og á sama tíma þarf hún að ráða fram úr ýmsum málum í einkalífinu. Hallgrímur Helgi Helgason hitti Söru Dögg Ásgeirs- dóttur, sem leikur blaða- konuna, og Óskar Jón- asson, en hann og Sigurjón Kjartansson eru höfundar verksins. Þeir fengu síðan nokkra helstu glæpasagnahöf- unda þjóðarinnar til að skrifa hver sinn þáttinn. »Dagurinn á svona ritstjórn byrjar frekar rólega en svo smáeykst spennan og um kaffileytið er ritstjórinn orðinn stressaður og farinn að öskra á menn. Þetta skilar sér held ég allt. daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.