Morgunblaðið - 30.12.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.12.2007, Qupperneq 28
|sunnudagur|30. 12. 2007| mbl.is Napur fjölmiðlaheimur U ng kona ræður sig í vinnu sem blaðamað- ur á dagblaði í Reykjavík. Hún er ekki fyrr tekin til starfa en hún fær í hendur það verk- efni að fjalla um morðmál sem brátt fer að vinda upp á sig. Um leið er sjálfur vinnustaður hennar vett- vangur daglegra átaka sem snerta fjölda fólks í þjóðlífinu með ágengum hætti. Þetta er í stuttu máli meginþráð- urinn í nýrri íslenskri spennuþátta- röð fyrir sjónvarp sem frumsýnd verður á Stöð 2 sunnudaginn 30. des- ember. Þættirnir nefnast Pressa og þeim vindur fram á ritstjórn íslensks dagblaðs sem sver sig í ætt við DV. Þættirnir eru unnir af Óskari Jón- assyni og Sigurjóni Kjartanssyni (en síðan voru ýmsir spennusagnahöf- undar fengnir til að skrifa hver sinn þátt). Þættir þessir eru kannski til marks um nýja tíma í gerð leikins ís- lensks sjónvarpsefnis. Hugmyndin að þeim spratt beint upp úr íslensk- um veruleika, þeir voru þróaðir og unnir hratt. Þessir þættir verða til nánast beint í kjölfar mikillar ólgu í þjóð- félaginu út af skrifum og stefnu DV og svonefnds Ísafjarðarmáls. Eru þau mál beinlínis kveikja að þátt- unum? „Já, algerlega,“ segir Óskar Jón- asson leikstjóri. „Það var beint í kjöl- far þeirra sem við Sigurjón fengum hugmyndina að þáttunum. Það ástand sem skapaðist í kringum DV er kannski meginkveikjan, hvernig málið þjappaði ritstjórninni saman svo hún sneri bökum saman og barð- ist. Samúð samfélagsins var ekki með þeim – og það skapaði strax mjög spennandi átök til að vinna með.“ Óskar kveðst ekki vilja meina að höfundar þáttanna taki sérstaka af- stöðu með eða á móti ritstjórnar- stefnu viðkomandi blaðs. „Við lítum bara á þetta sem mjög spennandi vettvang þar sem ekki er bara verið að grúska í einu tilteknu glæpamáli heldur mörgum málum eins og gerist og gengur á ritstjórn. Þar kemur svo margt upp og því er þetta kjörinn vettvangur fyrir þætti þar sem bæði koma upp einstök mál sem klárast í einum þætti en svo er líka annað og umfangsmeira mál sem spannar alla sex þættina. Þeir Óskar og Sigurjón fengu leyfi til að kynna sér starfshætti á rit- stjórn DV og Óskar segir það hafa verið mjög lærdómsríkt. „Aðalhvellurinn út af ritstjórnar- stefnu DV var í janúar. Við vorum komnir með þetta verk á koppinn um mánaðamótin febrúar-mars. Þá var nýbúið að skipta um ritstjóra og Páll Baldvin Baldvinsson tekinn við. Við fengum leyfi til að hangsa inni á rit- stjórninni, spjalla við blaðamenn og sitja á fundum. Þá átti DV ekki langt líf eftir í þáverandi mynd. Samúðin með blaðinu hafði hrunið eftir svo- nefnt Ísafjarðarmál og maður fann hvernig starfsmenn á ritstjórninni voru svolítið í sjokki eftir að öll þjóð- in hafði snúist gegn blaðinu. Það var ekki bara þetta Ísafjarðarmál, það var daglega einhver skandall á for- síðu og læti í kringum blaðið. Ástþór Magnússon kom einn daginn með körfubíl og tók ljósmyndir inn um glugga ritstjórnarinnar. Síðan komu einhverjir Fáfnismenn og ruddu öllu um koll. Svo bara þegar við vorum á ritstjórninni kom öskureið kona út af myndatöku af henni úr laugunum. Þetta var á versta tíma dagsins, um 6 Blaðamaður Arndís Hrönn Egils- dóttir: Stína blaðamaður. Umbrotsmaður Orri Huginn Ágústsson: Viggó umbrotsmaður. Símadama María Heba Þorkels- dóttir: Harpa símadama. Fréttastjóri Þorsteinn Bachmann: Gestur fréttastjóri. Morgunblaðið/Frikki Rökrænn leikur Óskar Jónasson segir Söru Dögg Ásgeirsdóttur hafa pælt óvenju mikið í rökfræðinni, hvar í ferlinu hún væri stödd. Ritstjórnin Karakterarnir spruttu úr vettvangskönnun handritshöfunda. Blaðamaður Stefán Hallur Stef- ánsson: Stefán blaðamaður. Stöð 2 frumsýnir nýja ís- lenska spennuþáttaröð, Pressu, sem vindur fram á ritstjórn íslensks dag- blaðs. Um leið vindur upp á sig morðmál sem ný- ráðin blaðakona fær til umfjöllunar og á sama tíma þarf hún að ráða fram úr ýmsum málum í einkalífinu. Hallgrímur Helgi Helgason hitti Söru Dögg Ásgeirs- dóttur, sem leikur blaða- konuna, og Óskar Jón- asson, en hann og Sigurjón Kjartansson eru höfundar verksins. Þeir fengu síðan nokkra helstu glæpasagnahöf- unda þjóðarinnar til að skrifa hver sinn þáttinn. »Dagurinn á svona ritstjórn byrjar frekar rólega en svo smáeykst spennan og um kaffileytið er ritstjórinn orðinn stressaður og farinn að öskra á menn. Þetta skilar sér held ég allt. daglegtlíf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.