Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKIL óánægja ríkir meðal íbúa í nágrenni Baldursgötu í Reykjavík vegna tillögu um nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Tillagan liggur nú frammi til kynningar á Skipulags- og byggingasviði til 11. janúar. Samkvæmt henni mun bygginga- magn aukast töluvert og gert er ráð fyrir hærri byggingum en nú eru á lóðunum. „Ekkert okkar sem eigum hags- muna að gæta fékk sendar upplýs- ingar um tillöguna,“ segir Helga Lára Þorsteinsdóttir, einn íbúa við Freyjugötu. Frestur til að skila inn athugasemdum hafi jafnframt verið óvenjustuttur, eða aðeins 14 dagar. Íbúarnir héldu fund sl. fimmtu- dagskvöld með Torfusamtökunum, þar sem farið var yfir málin. Þar var samin ályktun sem send verður skipulagsyfirvöldum. Telja að ekki hafi verið horft til byggðar sem fyrir er Meðal þess sem er gagnrýnt í ályktuninni er að „ekki [sé] horft til þeirrar byggðar sem fyrir er áður en fyrirmæli um niðurrif og gagn- gerar breytingar eru send á teikni- stofu“. Íbúarnir telja hagsmunum sínum ógnað og tala jafnvel um valdníðslu. „Okkur sem sátum fundinn virðist sem fjárfestingar okkar séu einskis virtar eða metnar með þessari tillögu,“ segir í álykt- uninni. Helga segir staðfestingu hafa fengist á því hjá Skipulagsráði að aðalhvatinn að skipulagsferlinu hafi verði hlutafélag í Kópavogi sem eigi eignir á Baldursgötu 32 og 34. Þeim eignum hafi verið illa sinnt og útigangsfólk m.a. hafst við á Bald- ursgötu 32. Hún segir að íbúar eigi erfitt með að sætta sig við að eig- endum Baldursgötu 32 og 34, sem hafi látið húsin við götuna drabbast niður, verði hampað á kostnað hagsmuna íbúanna. Byggðin sé í mjög grónu hverfi og íbúar fari fram á það við borgaryfirvöld að faglega verði staðið að skipulags- málum. Gagnrýna skipulagsáform Í HNOTSKURN »Íbúarnir héldu fund sl.fimmtudagskvöld með Torfu- samtökunum vegna tillögu um deiliskipulag fyrir svæðið. »Tillagan liggur nú frammi tilkynningar á Skipulags- og byggingasviði til 11. janúar. »Gagnrýnt er að frestur til aðskila inn athugasemdum hafi verið óvenjustuttur eða 14 dagar. Íbúar við Baldursgötu telja hagsmunum sínum ógnað og tala jafnvel um valdníðslu ORKUVEITA Reykjavíkur veitti eigendum sex húseigna á höfuð- borgarsvæðinu viðurkenningu fyrir skreytingar á eignum sínum. Af- hending viðurkenninganna fór fram í höfuðstöðvum Orkuveit- unnar fyrir helgi. Verðlaunaskreyt- ingarnar voru af ýmsum toga og glæsilegar þrátt fyrir einkar rysj- ótta aðventu með tíðum stormum. Eftirtaldar húseignir voru verð- launaðar: Vesturgata 115 B, Akra- nesi; Sæbraut 21, Seltjarnarnesi; Merkjateigur 1, Mosfellsbæ; Bæj- argil 36-44, Garðabæ; Laufásvegur 22, Reykjavík og Dalvegur 22, Kópavogi. Þriggja manna dómnefnd starfs- fólks Orkuveitunnar fékk fjölda ábendinga um fallega skreyttar húseignir og fór víða um veitusvæði fyrirtækisins í störfum sínum, en verðlaun voru veitt fyrir eina eign í hverju sveitarfélagi þar sem Orku- veitan sér um dreifingu rafmagns. Skreyting- ar verð- launaðar Allt í hófi Sighvatur Bjarnason og Ragnhildur Gottskálksdóttir voru verðlaunuð fyrir skreytingu sína á Sæbraut 21 á Seltjarnarnesi. Í umsögn dómnefndar sagði að skreytingin væri hófsöm og skemmtileg í einum lit. Húseigendur létu tíðarfarið ekki hafa áhrif á skrautið og ljósadýrðina ÞÓTT tvíorkubílar sem brenna et- anóli og bensíni séu orðnir sam- keppnishæfir í verði, og liggi fyrir hjá framleiðendum, stendur hníf- urinn í kúnni þegar kemur að fram- boði á eldsneytinu. Etanól er flutt inn á vegum Olís í litlu magni og er til á einni eldsneytisdælu og verið er að skoða möguleika á því að opna fleiri dælur, en þá vakna spurningar um hvort útsöluverðið á eldsneytinu geti skapað áhuga meðal neytenda, segir Þórður Jóns- son, framkvæmdastjóri sölusviðs Brimborgar. „Í dag er verðið of hátt vegna þess litla magns sem flutt er inn,“ bendir hann á. Eftirspurnin eftir etanólbílum hefur ekki aukist á liðnum miss- erum og aðeins örfáir bílar með þessum orkugjafa eru í notkun hér á landi. „Það er auðvitað spurst að- eins fyrir um þessa bíla en það strandar á eldsneytinu. Ef ekki er hægt að kaupa það, þá kaupir fólk ekki bílana.“ Af fleiri gerðum bíla sem ekki brenna hefðbundnu eldsneyti má nefna metan-/bensínknúna og raf- magns-/bensínknúna bíla. Stærsta verkefnið hjá Brimborg snýst hins vegar um etanólbílana sem þó eru háðir þeim takmörkunum sem að framan gat. Kaupa ekki etanólbíla ef eldsneytið vantar EKIÐ var á ljósastaur á Húsavík í fyrrinótt með þeim afleiðingum að bíllinn er mikið skemmdur og staurinn ónýtur en ökumaðurinn slapp með skrekkinn. Atvikið átti sér stað um klukkan 02:30. Að sögn lögreglu var öku- maður á leið í bíl sínum frá bíla- stæði þegar bensíngjöfin festist í botni og hann missti stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Það var ökumanninum til láns að ekki var um langa vegalengd að ræða, aðeins yfir götu, og bílinn því ekki á mikilli ferð. Ökumaðurinn var auk þess í öryggisbelti. Ekið á ljósa- staur nyrðra STEFAN J. Stefanson, fyrrverandi bóndi og fógeti í Manitoba, and- aðist á sjúkrahúsinu á Gimli í Kanada, 2. jan- úar sl., nær 93 ára að aldri. Hann fæddist á Gimli 13. febrúar 1915. Eiginkona hans til 64 ára var Olla Einarson, sem andaðist 20. janúar 2000. Börn þeirra eru Lorna, Ernest, Maria, Valdimar og Eric. Barnabörnin eru 12 og barnabarnabörnin 4. Fram á miðjan átt- unda áratug nýliðinnar aldar starf- aði Stefan við búskap með föður sín- um á Gimli. Hann var auk þess fulltrúi fógeta og yfirfógeti Manitoba í rúmlega 30 ár. Þjóðræknisfélagið í Vesturheimi efndi til hópferðar til Íslands 1974 og var Stefan fararstjóri í um 230 manna hópi. Hann og Olla stofnuðu ferðaskrifstofuna Viking Travel á Gimli með þáverandi bæjarstjóra- hjónum Marjorie og Ted Arnason og skipulögðu fyrsta leiguflugið til Ís- lands 1976, en árið áður höfðu þau tekið á móti rúmlega 1.400 gestum frá Íslandi. Alls fóru þau með 20 hópa til Íslands og hann tók á móti mörgum hópum og einstaklingum frá Íslandi. Hann var manna fróð- astur um Gimli og nágrenni og miðl- aði óspart af visku- brunni sínum á góðri íslensku. Síðustu fjög- ur árin var Stefan sér- stakur gestur á árlegu þjóðræknisþingi ÞFÍ í Reykjavík. Stefan var einn af stofnendum bankans Gimli Credit Union, sveitarstjóri 1956- 1960, forseti Bænda- samtaka Manitoba og helsti hvatamaður að stofnun íslenska safns- ins við höfnina á Gimli, fyrirrennara Safns ís- lenskrar menningararfleifðar í Nýja-Íslandi, The New Iceland Her- itage Museum, sem var formlega opnað 21. október 2000. Hann tók virkan þátt í starfsemi „íslenskra“ félaga vestra og var forseti Þjóð- ræknisfélagsins í Norður Ameríku um skeið. Stefan var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1989. Árið 2004 var hann kjörinn heiðursfélagi í ÞFÍ og í apríl sl. hlaut hann æðstu viðurkenningu Þjóðræknisfélagsins í Norður-Ameríku sem hafði fyrir nokkrum árum kjörið hann heiðurs- félaga. Á 90 ára afmæli Stefans var sýningarsalur fyrrnefnds safns á Gimli tileinkaður honum. Minningarathöfn fer fram á Gimli laugardaginn 26. janúar nk. Andlát Stefan J. Stefanson Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÞAÐ vinna börn í verslunum borg- arinnar tímunum saman án þess að nokkur skipti sér af því,“ segir Guð- jón Þ. Pétursson, faðir 13 ára stúlku. Segir hann sinnuleysi ríkja í sam- félaginu varðandi vinnutíma barna. „Ég vildi kynna mér reglur um vinnutíma barna og unglinga þar sem 13 ára dóttir mín var farin að biðja um að fá að vinna,“ segir Guð- jón. Hann segir að erfitt hafi verið að nálgast upplýsingar um löglegan vinnutíma barna. Óvissan um regl- urnar hafi valdið árekstrum á heim- ilinu og hann viti um fleiri foreldra sem vilji hafa reglurnar á hreinu. Mikilvægt sé að foreldrar geti sýnt börnum sínum að til séu slíkar regl- ur, því þau eigi það til að vilja vinna fram úr hófi, sem komi svo niður á námi þeirra og heilsu. Pétur segist ekki hafa getað feng- ið upplýsingar um reglurnar hjá Vinnueftirlitinu, umboðsmanni barna eða dómsmálaráðuneytinu þegar hann leitaði eftir þeim fyrir um mánuði. Það hefði fyrst tekist þegar hann hafði samband við VR, „þar fengust upplýsingar eftir mikla leit“, segir Pétur. Upplýsingarnar fengust að lokum Haft var samband við umboðs- mann barna, Margréti Maríu Sig- urðardóttur, og sagði hún að allar upplýsingar um lög og réttindi barna og unglinga á atvinnumarkaði væri að finna á heimasíðunni www.barn- .is, undir tenglinum „vinna.“ Hún vildi ekki kannast við kvartanir um að erfitt væri að nálgast upplýsing- arnar. Foreldrum væri alltaf vel- komið að hringja ef upp kæmu spurningar varðandi vinnu eða kjör barna og unglinga. Þeim væri þá ráðlagt hvert skyldi snúa sér í fram- haldinu. Óvissa um reglurnar hefur valdið árekstrum                        ! "#     %$! &' $     (  %#) (                Morgunblaðið/Kristinn Algengt að börn vinni langan vinnu- dag í verslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.