Morgunblaðið - 06.01.2008, Side 17

Morgunblaðið - 06.01.2008, Side 17
bandarískra yfirvalda sem hétu hon- um lausn gegn því að hann myndi aldrei ræða um frelsissviptinguna op- inberlega. Ekki var El-Masri fluttur til síns heima, heldur skilinn eftir á afskekkt- um vegi í Albaníu. Menn köstuðu ekki einu sinni á hann kveðju, hvað þá báðu hann afsökunar. Leit hann á þennan gjörning sem kænskubragð og bjóst við að verða tekinn af lífi. En frelsið reyndist ekta enda þótt alb- anska lögreglan hafi í fyrstu haldið að El-Masri væri hryðjuverkamaður þegar hún ók fram á hann – hann var á þeirri stundu þannig til fara. Þegar hann sneri loksins heim til Ulm komst El-Masri að raun um að eiginkona hans var snúin aftur til Líb- anon ásamt börnum þeirra, þar sem hún taldi hann hafa yfirgefið sig. Fjöl- skyldan var þó sameinuð um síðir. El-Masri höfðaði í kjölfarið mál á hendur CIA, þar sem hann fór fram á afsökunarbeiðni og skaðabætur. Dómarinn dró ekki fjöður yfir þá staðreynd að El-Masri hefði verið beittur misrétti en vísaði málinu eigi að síður frá í maí 2006 með þeim rök- um að persónulegir hagsmunir hans væru mun léttvægari en hagsmunir bandarísku þjóðarinnar sem hefði skýlausan rétt til að varðveita sín rík- isleyndarmál. Byggði dómurinn úr- skurð sinn á lagaákvæði frá 1950 sem gerir yfirvöldum kleift að fara fram á frávísun dómsmála þyki þau ógna þjóðaröryggi. Þessu ákvæði var sjald- an beitt fyrir 11. september 2001. Sat í þrjú ár í fangelsi án þess að vera birt ákæra Skömmu eftir innrás Bandaríkja- manna í Afganistan í nóvember 2001 var bandarískur ríkisborgari, Yaser Esam Hamdi, handtekinn af her- mönnum Norðurbandalagsins ásamt hundruðum talibanskra hermanna í Konduz. Voru þeir fluttir í Qala-e- Jangi-fangelsið í Afganistan. Eftir uppþot í fangelsinu skömmu síðar, sem kostuðu hundruð fanga og hermanna lífið, var Hamdi fluttur í Guantánamo-fangelsið á Kúbu og loks í herfangelsin í Virginíu og Suð- ur-Karólínu eftir að mönnum varð ljóst að hann var bandarískur þegn. Alls sat Hamdi bak við lás og slá í tæp þrjú ár án þess að honum væri birt ákæra og rúm tvö ár liðu áður en hann fékk að ráðfæra sig við lögfræð- ing. Þá fyrst, þegar búið var að brjóta andlegt þrek hans á bak aftur, líkt og varnarmálaráðuneytið, Pentagon, skilgreindi það í yfirlýsingu sinni, ógnaði hann ekki lengur öryggi þjóð- arinnar. Pentagon lagði áherslu á að málið hefði ekki fordæmisgildi varð- andi fanga sem Bandaríkjamenn skil- greina með þeim óþjála hætti „ólög- legir óvinveittir vígamenn“ og hafa bandarískt ríkisfang. Hver er glæpurinn? Fundir Hamdis og lögmanns hans fóru í upphafi fram undir ströngu eft- irliti Pentagon. Eðli málsins samkvæmt undi fjöl- skylda Hamdis meðferð hans illa og stefndi Donald Rumsfeld, þáverandi varnarmálaráðherra. Minnti faðirinn á rétt Hamdis til að fá vitneskju um hvaða glæpir honum væru gefnir að sök og að hann ætti heimtingu á sann- gjarnri meðferð fyrir dómstólum áð- ur en honum væri stungið í svartholið. Málið var leitt til lykta í hæstarétti í júní 2004 þar sem beiðni yfirvalda um að halda Hamdi áfram án dóms var hafnað. Réttur einstaklingsins hafði sigrað. „Aldrei reynir meira á holl- ustu þessarar þjóðar gagnvart sann- færingu sinni en á tímum óvissu og ögrunar; og við þær aðstæður er aldr- ei eins brýnt að virða hér heima sömu leikreglur og við berjumst fyrir á er- lendum vettvangi,“ sagði í dómnum. Og einn dómenda, Sandra Day O’Connor, bætti við: „Við höfum fyrir margt löngu tekið þá afstöðu að stríðsástand er ekki ígildi óútfyllts tékka fyrir forsetann þegar kemur að réttindum borgaranna.“ Áfall fyrir Bush-stjórnina Dómurinn þótti mikið áfall fyrir Bush-stjórnina sem hafði haldið því fram að bandarísk lög næðu ekki yfir „ólöglega óvinveitta vígamenn“. Hafði stjórnin jafnframt áskilið sér rétt til að ákveða hvaða Bandaríkja- menn féllu undir þá skilgreiningu. Þótti dómurinn ennfremur skerpa á verkaskiptingunni milli fram- kvæmda- og dómsvaldsins vestra og undirstrika mikilvægi þess að dóms- valdið leggi mat á ákvarðanir fram- kvæmdavaldsins þegar kemur að frelsissviptingu einstaklinga, jafnvel í neyðartilvikum. Yaser Esam Hamdi var leystur úr haldi 9. október 2004, rúmum þremur árum eftir að hann var handtekinn í Afganistan. Hann samþykkti að af- sala sér bandarískum ríkisborgara- rétti og flytja til Sádí-Arabíu, þar sem hann verður að gera yfirvöldum grein fyrir öllum sínum ferðum utanlands. Varla þarf að taka fram að honum er ekki heimilt að snúa aftur til Banda- ríkjanna. Loks varð Hamdi að lofa að stefna bandarískum yfirvöldum aldr- ei vegna ánauðar sinnar. »Ekki var El-Masri fluttur til síns heima, heldur skilinn eftir á afskekktum vegi í Albaníu. Menn köstuðu ekki einu sinni á hann kveðju, hvað þá báðu hann afsökunar. Leit hann á þennan gjörning sem kænskubragð og bjóst við að verða tekinn af lífi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 17 Nánari upplýsingar á www.gbergmann.is Opið hús. Kynning á námskeiðum með Guðjóni Bergmann á Grand hótel Reykjavík þriðjudaginn 8.janúar frá 18-22. Kynningarfyrirlestur milli 20-21. 30% kynningarafsláttur af öllum nám- skeiðum fyrir þá sem skrá sig og ganga frá greiðslu 8.janúar, hvort sem er á Grand hótel eða í gegnum netið! 11. til 13.janúar Þú ert það sem þú hugsar (Reykjavík) Fullt verð: 32.900 kr. Verð m/30% afsl. 23.030 18. til 20.janúar Þú ert það sem þú hugsar (Akureyri) Fullt verð: 32.900 kr. Verð m/30% afsl. 23.030 26.janúar Þú ert það sem þú hugsar 2 (nýtt dagsnámskeið) Fullt verð: 19.900 kr. Verð m/30% afsl. 13.930 22., 24. og 27.janúar Lærðu að kenna slökun (nýtt) Fullt verð: 27.900 kr. Verð m/30% afsl. 19.530 29., 31.janúar og 3.febrúar Þú getur staðið upp og talað Fullt verð. 27.900 kr. Verð m/30% afsl. 19.530 9.febrúar Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin (nýtt) Fullt verð: 17.900 kr. Verð m/30% afsl. 12.530 12.febrúar Að nota hinar sjö mannlegu þarfir (nýtt) Fullt verð: 6.500 kr. Verð m/30% afsl. 4.550 15. til 17.febrúar Þú ert það sem þú hugsar (Reykjavík) Fullt verð: 32.900 kr. Verð m/30% afsl. 23.030 7. til 9.mars Þú ert það sem þú hugsar (Vestmannaeyjar) Fullt verð: 32.900 kr. Verð m/30% afsl. 23.030 15.mars Tíminn er lífið (nýtt) Fullt verð. 17.900 kr. Verð m/30% afsl. 12.530 4. til 6.apríl Þú ert það sem þú hugsar (Ísafjörður) Fullt verð: 32.900 kr. Verð m/30% afsl. 23.030 kr. Sýnishorn af dagskrá hjá Guðjóni Bergmann 2008 Fáðu nánari upplýsingar um öll námskeið með því að mæta á kynninguna þriðjudaginn 8.janúar eða skráðu þig í gegnum vefsíðuna: www.gbergmann.is Guðjón Bergmann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra síðastliðin 10 ár. Í ár verður úrvalið af námskeiðum fjöl- breyttara en nokkru sinni fyrr. Helgarnámskeiðið Þú ert það sem þú hugsar er kjölfestan í dagskránni enda hafa rúmlega 600 manns sótt námskeiðið til þessa og samnefnd bók hefur selst í þúsundum eintaka. Bókin er á janúartilboði: 1.990 kr. Fæst í helstu bókaverslunum Kynning á námskeiðum með Guðjóni Bergmann 30% kynningarafsláttur 8. janúar! Mánudaginn 7. janúar kl. 15:00 flytur Laufey Steingrímsdóttir erindi sem ber heitið: Hið frjálsa val - ræður þú hvað fer á diskinn þinn? Fyrirlesturinn verður í Ásgarði á Hvanneyri. Í erindinu fjallar Laufey um áhrif umhverfis og aðstæðna á mataræði Íslendinga undanfarna áratugi, allt frá tímum haftabúskapar til frjálsræðis og markaðshyggju nútímans. Laufey Steingrímsdóttir kom til starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands í janúar 2007. Hún lauk doktorsprófi í næringar- og lífeðlisfræði frá Columbia University í New York árið 1979 og B.S. í dýrafræði frá University of Washington í Seattle árið 1970. Laufey hefur skrifað fjölda vísindagreina og efni fyrir almenning um næringu og heilsu. Málstofa Landbúnaðar- háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.