Morgunblaðið - 06.01.2008, Side 20
20 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
E
kki er allt gullmolar, sem
af munni fræga fólksins
hrýtur. Oft er um að
kenna að það lánar and-
lit sitt í auglýsingar og
með í kaupunum fylgir innstæðulaus
lofsöngur um mátt og ágæti aug-
lýstrar vöru. Hjá öðrum geta hug-
sjónir og sannfæring ráðið því dæg-
urstjörnurnar tala fjálglega um það
sem þær hafa áhuga á en í rauninni
sáralítið vit. Söngkonan Madonna
virðist vera ein af þeim, þótt sumir
aðdáendur hafi eflaust hlustað and-
aktugir þegar hún fullyrti að kjarn-
orkuúrgangur væri mesta vandamál
heimsins „…sem ég hef látið mig
varða um skeið ásamt hópi vísinda-
manna – að finna leið til að gera geisl-
un óvirka,“ sagði hún og hljómaði
býsna sannfærandi.
Það er einmitt meinið við staðhæf-
ingar af þessu tagi; bull í vísindaleg-
um búningi, að mati Sense About
Science (Skynsemi í vísindum),
breskra samtaka með það markmið
m.a. að vísa hvers kyns staðleysum í
nafni vísindanna til föðurhúsanna. Í
bæklingi sem samtökin gáfu út af
gefnu tilefni á borð við framangreind
ummæli Madonnu eftir áramótin í
fyrra, Sense About Science for Ce-
lebrities (Skynsemi í vísindum fyrir
dægurstjörnur), svaraði dr. Nick Ev-
ans umhverfisgeislaefnafræðingur
fullyrðingum Madonnu á þessa leið:
„Ekki er hægt að draga úr eða gera
geislavirkni óvirka, einungis hægt að
flytja hana frá einum stað til annars
þar til hún minnkar af sjálfu sér.
Geislavirkni er mismunandi, hún get-
ur varað í milljónir ára eða horfið á
nokkrum mínútum. Það eru engar
töfralausnir í þessum efnum.“
Náttúruleg ræktun
Með rökum hrekur hver hálærði
vísindamaðurinn af öðrum á snærum
Sense About Science alls kyns blaður
og bábiljur, sem vaða uppi í sam-
félaginu og er ekki síst haldið á lofti
af dægurstjörnunum. Þegar sjón-
varpskokkurinn Jamie Oliver sagði
„ég vil elda úr besta hráefni sem völ
er á og hafa fæðuna eins og hún á að
vera; heilsusamlega, bragðgóða og
ræktaða í náttúrunni,“ þá svaraði líf-
fræðingurinn Vivian Moses, prófess-
or við King’s College: „Jamie, við
viljum öll eitthvað heilsusamlegt og
Bull dægurstjarna undir smásjá
Samtökin Skynsemi í vísindum hafa sannleikann að leiðarljósi og eru með sérfræðinga á
sínum snærum til að leiðrétta bull og bábiljur, sem kennd eru við vísindi og rata í fjölmiðla
Reuters
Leikkonan Nicole Kidman segir Nintendo-leik frábæran til að þjálfa hugann.
FRÆÐAFÚSK»
Söngkonan Madonna kveðst leita leiða til að gera geislun óvirka. Kokkurinn Jamie Oliver vill elda úr fæðu, sem ræktuð er í náttúrunni.
Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson
Audur@jonsdottir.com og totil@totil.com
Á
Politiken.dk var frétt
um 75 ára mann sem
keyrði 52 metra inn í
borgaraskrifstofur í
Álaborgarhéraði í Dan-
mörku, sagði Þórarinn við konu sína.
Hann fékk hjartaáfall við rólegheita-
akstur á sveitavegi, klessti á bíl og
skutlaðist þannig inn á skrifstofurn-
ar. Mildi þykir að enginn slasaðist,
starfsmenn voru í kaffipásu þegar
bíllinn flaug inn.
Aumingja maðurinn, tautaði Auð-
ur. Þórarinn tók undir það en benti á
að slysið minnti óneitanlega á dap-
urlegt mál sem Reuters.com hafði
flokkað með furðufréttum síðasta
árs. Króatískur maður hafði ferðast í
heila sex klukkutíma í sporvagni í
Zagreb áður en bílstjórinn áttaði sig
á roðaleysinu í kinnum
hans. Við nánari athugun
reyndist hann vera látinn.
Óræð á svip sagði Auð-
ur: Þetta eru aldeilis
hressandi fréttir með
morgunkaffinu. Þó er
fréttin af þýska hesta-
manninum á Metro.co.uk
ólíkt skemmtilegri. Wolf-
gang nokkur Heinrich fór
á kennderí með hestinum
Sáma. Á leiðinni heim
fannst honum hann vera
of drukkinn til að fara á
hestbaki alla leið heim.
Hann brá því á það ráð að
opna næsta banka-
anddyri að hraðbanka
með kortinu sínu og
leggjast þar til svefns.
Bankastarfsmennirnir
kættust ekki yfir uppá-
tækinu daginn eftir því gæðingurinn
Sámi hafði samviskulega borgað fyr-
ir vistina með því að skíta á gólfið.
Þórarinn skríkti yfir fýlunni í
þýsku bankastarfsmönnunum og
fullyrti að hestatað dræpi engan.
Allavega ekki í sama mæli og tób-
aksreykur. Hann hafði nýlokið við að
lesa frétt á News.bbc.co.uk þess efn-
is að um áramótin hefði tóbaksbann
á almenningsstöðum tekið gildi í
mörgum Evrópulöndum, m.a.
Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal.
Tóbaksbannið hafði farið brösulega
af stað hjá Portúgölum því matvæla-
ráðherrann Antonio Nunes kveikti
sér í vindli í spilavíti á nýársmorgun.
Þegar fjölmiðlamenn heilsuðu upp á
Nunes í nýársþynnkunni kvaðst
hann ekki hafa vitað að bannið næði
yfir spilasali landsins. Við verðum að
kíkja á lögin, muldraði hann lúpuleg-
ur við blaðamann nokkurn. Ráðu-
neyti hans hefur nú staðfest að reyk-
ingabannið nær yfir alla opinbera
staði, enda þótt hægt sé að sækja um
ýmsar undanþágur.
Portúgalar eru þó ekki að
drukkna í rusli eins og íbúar Napólí,
sagði Auður. Spiegel.de/int-
ernational greinir frá því að sú fagra
hafnarborg eigi við langtíma rusl-
vandamál að stríða, enda var fyrst
lýst yfir neyðarástandi þar árið
1994. Vandamálið er flókið, margar
sorpstöðvar eru yfirfullar eða hrein-
lega lokaðar út af banni sem hefur
verið sett á þær vegna umsvifa mafí-
unnar. Brask með bannaðan iðn-
aðarúrgang er talið vera önnur
stærsta tekjulind Camorra-
mafíunnar á eftir eiturlyfjasmygli.
Núna er hlaupin pólitík í málið.
Stjórnarandstaðan í borginni full-
yrðir að myndin af sorphrúgum á
götum borgarinnar sé táknræn fyrir
getuleysi mið- og vinstriflokkanna
sem eru í stjórn borgarinnar. Hvort
sem það er rétt eða ekki vita íbú-
arnir að þeir eru orðnir langþreyttir
á ástandinu. Þessa dagana bera þeir
eld að úrganginum til að minnka
óþefinn – en það skapar auðvitað
mikla hættu.
Tóbaksbannið hafði farið
brösulega af stað hjá
Portúgölum því matvæla-
ráðherrann Antonio Nunes
kveikti sér í vindli í spila-
víti á nýársmorgun.
Þunnur ráðherra í nikótínfráhvörfum
FÖST Í FRÉTTANETI»