Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 23 Sundið er fullt starf út af fyrirsig,“ segir RagnheiðurRagnarsdóttir. „Ég hef því ekki tíma fyrir fullt nám, en reyni að hafa eitthvað fyrir stafni – ann- ars leiðist mér. Ég fór í gullsmíði í haust og núna er ég að byrja í förðunarfræði. Svo stefni ég á há- skólanám þegar ég minnka við mig sundið.“ – Hvenær verður það? „Sundmenn geta haldið sér góð- um fram yfir þrítugt, en til þess þarf að mikinn aga. Mig hefur aldrei langað til þess að synda fram á fertugsaldurinn.“ – Stefnirðu á aðra Ólympíuleika eftir Peking í haust? „Það er aldrei að vita. Ég ætla að taka mér hvíld í haust, byrja háskólanám og ná andanum. Ég er orðin pínulítið þreytt á þessum þrotlausu æfingum, en einhvern veginn getur maður aldrei hætt. Hver veit?“ – Hversu mikið æfirðu? „Tvisvar til þrisvar á dag, tvær tveggja tíma æfingar í sundlaug- inni og klukkutíma æfing í þrek- salnum. Þetta eru hátt í þrjátíu tímar á viku. Og ekki vinna þar sem maður stimplar sig út, heldur borðar reglulega og hollt, sefur vel – hugsar um sjálfan sig.“ – Aginn er mikill? „Svakalega, en þetta er orðin rútína. Stundum er ég spurð hvernig ég nenni að vakna svona snemma til að fara á æfingar, en ég gæti eins spurt aðra hvernig þeir nenna að mæta í vinnu á morgnana eða í skólann. Maður nennir því ekkert endilega, en hef- ur sett sér markmið, ætlar að ná þeim og gerir það sem þarf. Þótt gleðin sé ekki alltaf mikil á morgnana, þá er þetta skemmti- legt, sem betur fer.“ – Hvernig er mataræðið? „Samhliða æfingum og keppni borða ég ekki sykur, en ég fæ mér smávegis um jólin. Ég borða ekki mikið af pasta eða brauði, en ég borða ávexti og grænmeti, kjöt og fisk, og mjólkurvörur, jógúrt og skyr. Mér líður illa eftir að hafa borðað pasta, pítsur eða djúp- steikt, maður verður þungur á sér og þá er heill dagur farinn. Það er mikilvægt að halda þræði.“ – Og hvenær vaknarðu? „Ég vakna klukkan fimm fyrir morgunæfingar, sem eru hálfsex, en ég hef ekki verið í skóla und- anfarið og get því leyft mér að mæta á æfingar klukkan átta. Svo er það misjafnt hvenær ég fer í háttinn, stundum verð ég þreytt klukkan tíu og stundum tólf.“ – Hlakkarðu til Peking í haust? „Já, það verður spennandi.“ – Þú kepptir á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum? „Það var ótrúleg upplifun, mað- ur var ægilega stressaður, horfði bergnuminn í kringum sig og upp- lifði margt nýtt. Ég er fegin að vera reynslunni ríkari, því það gekk upp og ofan, en að þessu sinni get ég einbeitt mér að því að standa mig vel.“ – Þessu fylgja mikil ferðalög? Ætli einn fjórði af árinu fari ekki í ferðalög; ég er stöðugt að koma og fara. Það þarf að venjast svona lífi, flugvélum, rútum, lest- um. Og ekki auðvelt að halda sér í formi og missa ekki einbeitinguna. Þetta er þreytandi til lengdar, að vera stundum heilan mánuð fjarri vinum og fjölskyldu. En sem betur fer fara fleiri sundmenn í ferð- irnar, svo maður hefur félags- skap.“ – Hver er síðasta hugsunin áður en þú stingur þér í laugina? „Ég hef ekki hugmynd um það. Á HM bætti ég mig um tæpa sek- úndu í 100 m skriðsundi, náði lág- marki fyrir Ólympíuleikana, en ég man ekki hvað gerðist frá kepp- endaherberginu þar til ég kom þangað aftur eftir sundið. Maður veit hvað þarf að gera, hefur farið í gegnum það þúsund sinnum og það bara gerist. Stundum man ég eitt og eitt atriði, eins og í þessu sundi man ég hvað ég hugsaði í snúningnum. Þjálfarinn kom til mín eftir sundið og sagði að það hefði verið frábært, allt nema snúningurinn. Þetta er eins og að labba, ef manni verður á að hugsa hvort eigi að setja vinstri fótinn fram eða hægri, þá fer allt úr skorðum.“ – Er erfiðið þess virði? „Já, ég efast aldrei um það. Ég læri mikið á þessu, hef tileinkað mér heilbrigðan lífsstíl, sem á eftir að endast mér alla ævi, þó að vissulega fórni maður miklu. Það er t.d. erfitt að horfa upp á vinina útskrifast úr háskóla og hefja starfsframa þegar maður er ekki farinn að leggja línur sjálfur fyrir framtíðina. En ég læri inn á sjálfa mig, líkama minn og að halda mér í góðu jafnvægi. Það er vel þess virði og verður að hafa það, þó að ég verði aðeins eldri þegar ég út- skrifast úr háskóla. – Ertu með bók á náttborðinu? „Nú les ég um hjólreiðamanninn Lance Armstrong. Ég les ekki síst meðfram æfingum fyrir keppni og gjarnan bækur sem rifja það upp fyrir mér að ekki er til einskis að fara á fætur klukkan fimm á morgnana.“ Þarf að venjast svona lífi Morgunblaðið/Valdís Thor Sund Ragnheiður Ragnarsdóttir segist læra inn á sjálfa sig í sundinu. pebl@mbl.is Setning Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra. Skattasamkeppni milli landa Richard Teather Bournemouth University, Associate Senior Lecturer in Taxation. Fjallar um samkeppni milli landa um að laða til sín fjármagn og vinnuafl með hagkvæmri skattastefnu. Skattabreytingar – tækifæri eða vandamál Guðmundur Skúli Hartvigsson, Lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte Fjallar um breytingar á skattalögum árið 2007 og hvað er framundan. Skatta- og lagaleg staða erlends starfsfólks Jörundur Þórarinsson Verkefnisstjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte Fjallar um það skattaumhverfi sem við búum í, hvað varðar erlent starfsfólk. Tvísköttun í virðisaukaskatti Vala Valtýsdóttir Forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte Fjallar um áhrif tvísköttunar í virðisaukaskatti og hvað ber að hafa í huga til að koma í veg fyrir hana. Fundarstjórn Guðrún Hálfdánardóttir, aðstoðarfréttastjóri mbl.is. P IP A R • S ÍA • 7 26 0 8 Skattadagurinn Morgunverðarfundur 2008 miðvikudaginn 9. janúar kl. 8.15–10.00 á Grand Hótel Reykjavík Skráning á www.deloitte.is, netfanginu skraning@deloitte.is og í síma 580 3000. Fundarsalur: Gullteigur, Grand Hótel Reykjavík • léttur morgunverður • verð kr. 2.500. FJÖLNIR KR Íþróttamiðstöðin Grafarvogi. Sunnudaginn 6. janúar Kl.19:15 Grafarvogsbúar mætum öll og styðjum okkar menn í baráttunni! Frítt fyrir börn innan 16 ára!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.