Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 26
lífshlaup
26 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
mynd-3
þær nudduðust við rúllettuborðið.
Þetta var skemmtileg vinna en Svíar
voru með reglur um hvað mætti
leggja mikið undir. En stundum tók
ég að mér að stjórna rúllettu á einka-
stöðum og þá voru miklu hærri upp-
hæðir í borði. Maður hitti mikið af
prúðbúnu fólki og þetta var talsvert
ævintýralegt. Einnig sá ég mjög góð
skemmtiatriði á ýmsum þessum stöð-
um, svo sem Alice Babs syngja og
Svend Asmussen spila. Staðirnir
voru allt frá því að vera hversdags-
legir til þess að vera mjög fínir. Fé-
lögum mínum fannst þetta skemmti-
legt uppátæki hjá mér.
Síðar fékk ég starf við að kenna
stúdentum á fyrsta ári og þá breytt-
ist lífið ansi mikið og ég hætti spilirí-
inu að mestu.
Nú fór að líða að námslokum hjá
mér, ég hafði lokið því bóklega sem
ég hafði ætlað að taka í Lundi og
flutti mig um set til Stokkhólms. Ég
las dálítið við Stokkhólmsháskóla en
mest við stofnun sem kallaðist Nord-
plan í miðborg Stokkhólms. Á sama
tíma var ég að skrifa lokaritgerð í
Lundi sem fjallaði um fjárfestingar í
húsbyggingum á Íslandi frá stríðs-
lokum og að ákveðnum tíma. Auk
þess fór ég aftur að kenna.
Ég var ennþá óbundinn, hafði auð-
vitað kynnst sænskum stelpum en
eins og mamma sagði við eina vin-
konu sína og ég heyrði óvart:
„Sænskar stelpur hafa engan áhuga
á útlendingum sem eiga enga pen-
inga.“ Ég hugsa að hún hafi haft rétt
fyrir sér.
Kennslan var sérstaklega
skemmtileg, fullorðinsfræðsla á há-
skólastigi, fyrsta stig í hagfræði,
skipulögð af háskólanum í Lundi en
fór fram Jönköping sem er miðja
vegu milli Lundar og Stokkhólms.
Þangað tók ég lest á föstudagseft-
irmiðdögum og kenndi tvö námskeið,
þetta gerði ég tvær helgar af þremur
í heilan vetur og fékk það vel borgað.
Ég fékk dagpeninga fyrir 1. farrými
og fæði, en ég fór á 2. farrými, borð-
aði ódýrt og lagði fyrir. Einnig fékk
ég endurgreiðslu frá skatti og þetta
gerði mér fært að leggja í Evr-
ópureisu að gömlum sið þegar ég
hafði lokið náminu í Svíþjóð og var á
leið heim til Íslands.
Eftirminnileg Evrópureisa
Þessi ferð er mjög eftirminnileg.
Ég fór einn og fór með lest til Kaup-
mannahafnar, þaðan flaug ég til
Lundúna. Ferðaskrifstofa stúdenta
hafði skipulagt þessa ferð ótrúlega
ódýrt. Frá London fór ég til Rómar,
þaðan með rútu gegnum Ítalíu til
Mílanó, svo með lest til Parísar. Það-
an svo með lest aftur til Stokkhólms.
Eftirminnilegt er mér atvik í Fen-
eyjum, þar sem ég bjó á farfugla-
heimili á eyjunni Giudecca. Ég ætlaði
með lest til Mílanó þaðan. Ég upp-
götvaði að farfuglaheimilið var læst
frá kvöldi fram á morgun og rimlar
fyrir gluggum. Ég spurði hvernig
færi ef kviknaði í. „Það kviknar ekki
í,“ var svarið. Ég tók þá allt mitt dót
og flutti það upp á járnbrautarstöð-
ina í Feneyjum, þar sem ég ræddi við
lögreglu sem upplýsti mig um að
stöðinni væri lokað til fimm um
morguninn. Vegna þess hve snemma
ég þurfti að fara samdi ég við lög-
regluna um að fá að sitja inni í læstri
járnbrautarstöðinni og þar var ég
svo í félagsskap umkomuleysingja,
róna og gleðikvenna. Ég sat og las
mína bók og gaf hinu skrautlega
mannlífi í kringum mig auga og
gleymi þessari nótt seint.
Í Róm varð ég fyrir geysilegum
áhrifum af Forum Romanum, þang-
að gekk ég á hverju kvöldi. Seinna
fór ég þangað og skoðaði þetta um-
hverfi betur. Í Flórens skoðaði ég
Uffizzi-safnið, sem mér fannst ólýs-
anlegt.
Eftir þennan lokahnykk á utan-
landsverunni fór ég heim með Gull-
fossi og spilaði brids alla leiðina.
Því fór fjarri að ég væri í neinni
óvissu hvað vinnu snerti þegar heim
kom. Ég hafði strax sumarið 1967
komist að sem sumarmaður hjá
Efnahagsstofnun þegar Jónas Ha-
ralz var forstöðumaður hennar.
Seinna fékk ég þar vinnu af og til og
hélt sambandi við þessa stofnun, með
hléum þó. Um jólin 1971 kom ég
þarna enn til vinnu, þá var Jón Sig-
urðsson orðinn forstöðumaður. Milli
okkar var fastmælum bundið að ég
kæmi þarna til starfa en stofnunin
hét þá orðið Framkvæmdastofnun
ríkisins. Ég vann þarna í mjög góð-
um félagsskap og naut þess. Ég var
frábitinn allri pólitík og reyndi að
vera sem hlutlægastur í störfum og
hef raunar leitast við það æ síðan.
Þetta gerðist allt skömmu áður en
faðir minn lést. Ég hafði vonað að
geta átt með honum einhvern tíma,
hann var veikur, en sá tími var mun
skemmri en vonir stóðu til.
Sönglist, ástalíf og barneignir
Eftir lát föður míns hélt ég heimili
með móður minni sem fyrr sagði og
það var þá sem verulegar „ástir“ tók-
ust með mér og Fröken Gyðu, hand-
skrifuðu matreiðslubókinni hennar
mömmu.
En nú fór líka að draga verulega til
tíðinda á ástarvígstöðvum lífsins. Ég
hafði sungið í Fílharmóníukórnum
áður en ég fór utan til náms, nú hóf
ég aftur söngstarf þar og í Pólyfón-
kórnum. Þar kynntist ég fyrri konu
minni, Guðnýju Rögnvaldsdóttur
menntaskólakennara. Við giftumst
árið 1975 og okkar fyrsta barn fædd-
ist 1976. Hún heitir Þóra og hefur
verið við söngnám í London. Þuríður
fæddist 1978, hún er geislafræðingur
og á mann og tvær dætur. Þá kom í
heiminn 1983 Anna Guðný hjúkr-
unarfræðingur og yngstur er Snorri
sem fæddist 1989 og er í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
Það fór nú svo að við Guðný skild-
um upp úr 1990 og ég tók svo saman
við núverandi konu mína, Þóru
Gylfadóttur, sem er bókasafnsfræð-
ingur við Háskólann í Reykjavík og á
tvo syni, Grétar og Gylfa Björnssyni,
sá síðarnefndi á eina telpu. Öll þrjú
barnabörnin eru miklir aufúsugestir
á okkar heimili.
Skilnaðurinn var afskaplega erf-
iður en á móti kemur að allt hefur
þetta farið ágætlega, börnin hafa
komist vel af og ég hef kynnst nýju
fólki sem hefur auðgað tilveru mína.
Árið 1974 varð deildin sem ég vann
í við Framkvæmdastofnun ríkisins
að Þjóðhagsstofnun og þar vann ég
áfram hjá Jóni Sigurðssyni og með
fleiri góðum mönnum. Ólafur Dav-
íðsson var næstráðandi Jóni og þegar
Jón hvarf til starfa hjá alþjóðagjald-
eyrissjóðnum varð Ólafur forstjóri
en ég honum til aðstoðar. Þegar Jón
kom heim aftur varð ég aðstoðarfor-
stjóri hjá honum. Hagstofustjóri
varð ég 1. janúar l985. Ég var þriðji
hagstofustjórinn, sá fyrsti hóf störf
1914 og starfaði til ársloka 1950.
Hann hét Þorsteinn Þorsteinsson og
var ritari í Sambandslaganefnd sem
starfaði frá 1908 til 1918. Eftir hann
varð Klemens Tryggvason hag-
stofustjóri. Hann varð með árunum
nokkuð íhaldssamur og hagstofan
bar þess merki þegar ég tók þar við.
Þorsteinn varð háaldraður maður
og sneri sér að esperanto eftir að
hann fór á eftirlaun. Ég man að hann
bankaði upp á hjá okkur á Ásvalla-
götunni. Pabbi vildi síður láta trufla
sig á kvöldin og var ekki hrifinn af
esperantó. En þegar ég sagði honum
hver kominn væri að selja bók um
esperantó þá snaraðist pabbi fram og
heilsaði Þorsteini með virktum og
keypti af honum bók.
Þorsteinn var einn fyrsti nútíma-
hagfræðingur Íslands og hann mót-
aði Hagstofuna. Klemens var mjög
kraftmikill, hann byggði upp þjóð-
skrána og vélvæddi Hagstofuna.
Keyptar voru inn skýrsluvélar –
gataspjaldavélar. Það myndaðist
samvinna milli landlæknis og berkla-
yfirlæknis, þá var verið að reyna að
hafa skrá og eftirlit með berklaveik-
um á Íslandi. Einnig vildi Rafmagns-
veita Reykjavíkur tölvuvæðast til að
geta sent út sína reikninga m.a. Það
myndaðist samvinna milli þessara
þriggja stofnana og skattsins líka og
úr þessu varð þjóðskrá sem tekin var
með sérstöku manntali 1952. Þetta
var upphafið að stofnun á Skýrslu-
vélum ríkisins og Reykjavíkurborgar
sem síðar varð Skýrr. Seinna dró
Reykjavíkurborg sig út úr þessu
samstarfi og svo ríkið og Skýrr varð
einkavætt. Ég kom talsvert að því
máli.
Mikill tími fór í að byggja upp
þjóðskrána og Klemens taldi Hag-
stofuna ekki hafa bolmagn til að auka
skýrslugerð um efnahagsmál, svo
sem að færa þjóðhagsreikninga.
Þetta verkefni, sem núna er und-
irstaða mjög margs í öllu sem hefur
með tölur um efnahagsmál og efna-
hagsstjórn að gera, var tekið upp í
hagdeild Framkvæmdabankans. Þar
var einn frumkvöðull sem hafði mikil
áhrif og það var Benjamín Eiríksson.
Þar unnu ágætir sérfræðingar á borð
við Bjarna Braga Jónsson, Torfa Ás-
geirsson og fleiri. Þar urðu fyrstu
þjóðhagsreikningarnir til. Þetta
verkefni færðist síðan yfir í Efna-
hagsstofnun og ég kynntist því verk-
efni þar. Það var ekki fyrr en þessi
verkefni voru flutt til Hagstofunnar
2002 að þetta mættist aftur.
Þegar ég kom til sögunnar sem
Sambandslaganefndin Þorsteinn Þorsteinsson, fyrsti hagstofustjórinn, er annar frá vinstri.
Góður fengur Hallgrímur með þann stóra við Sogið.
Gunnar Vigfússon
Hagstofustjóraskipti Hallgrímur Snorrason tekur við sem hagstofustjóri
af Klemensi Tryggvasyni. Milli þeirra stendur Matthías Á. Mathiesen þá-
verandi hagstofuráðherra. Myndin er tekin á gamlársdag 1984.
Stúdentasamræður Þarna er Hallgrímur á tali við Kristján Guðlaugsson
um þjóðmál á tímum stúdentauppreisna.
Spilastjórnandinn Hallgrímur
nýtti vel stúdentssmoking sinn sem
stjórnandi rúllettuspila í Svíþjóð.