Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 49 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Námskeið félagsstarfsins hefjast aftur mánudaginn 7. jan. Ný námskeið í glerlist verða fyrir og eftir há- degið á miðvikud. Skráning í síma 535 2760. Jógaleikfims- tímar verða tvisvar í viku á má- nud. og fimmtud. kl. 9-9.45. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur kl. 20. Klassík leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 er fjöl- breytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur, með og án leið- sagnar, opinn spilasalur, kórstarf o.m.fl. Á mánud. og miðvikud. er sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Á þriðjud. og föstud. kl. 10.30 er létt ganga um ná- grennið. Alla föstud. kl. 10 er prjónakaffi. Hæðargarður 31 | Hláturjóga, tölvuleiðbeiningar, heitur blettur, framsögn og framkoma, línu- dans. Dúkkufatasaumur í sam- vinnu við leikskólann Jörva. Skapandi skrif, Müllersæfingar, rósagerð. Listasmiðjan er alltaf opin. Hjördís Geirs og drauma- dísir m.m. Fastir liðir eins og venjulega. Uppl. í s. 568 3132. Kaffibarþjónafélagið | Aðal- fundur Kaffibarþjónafélags Ís- lands verður 9. jan. kl. 20 á kaffihúsi Tes og kaffis í Granda- garði 1, Saltfélaginu. Kosning nýrrar stjórnar félagsins og fleiri hefðbundin aðalfund- arstörf. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morg- un, mánudag, er ganga frá Eg- ilshöll kl. 10. Kirkjustarf Bústaðarkirkja | Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13- 16. Spilað, föndrað og handa- vinna. Fríkirkjan Kefas | Almenn sam- koma kl. 14, Sigrún Einarsdóttir predikar. Lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir. Boðið upp á kaffi og samvera á eftir. Háteigskirkja, starf eldri borg- ara | Gleðilegt ár, við þökkum það liðna. Eldriborgarastarfið verður áfram með sama sniði. Mánudaga er félagsvist kl. 1. Miðvikudaga er kirkjustund kl. 11, súpa og brids kl. 13. Fimmtu- daga í feb. og mars eru vina- fundir kl. 14. Föstudaga er brids- aðstoð fyrir dömur kl. 13. Söfnun | Þessar 10 ára stelpur úr húsahverfi í Grafarvoginum tíndu ber sl. haust sem þær svo seldu og gáfu ágóða til Rauða kross Íslands, 1.522 kr. Þær heita Lína María Ingólfsdóttir, Bryndís Muller, Kolka Máney og Salka Arney Magnúsdóttir. dagbók Í dag er sunnudagur 6. janúar, 6. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I.Kor. 8, 3.) HÉR sést atvinnunauta- knapinn Mike Lee sitja á baki bola í árlegri nauta- knapakeppni sem fór fram í Madison Square-garðinum í New York á föstudaginn. Keppnin snýst um að tolla sem lengst á baki nautinu sem hrekkir á allan hátt til að ná knapanum af. Lee virðist standa sig nokkuð vel í þessari þolraun. Naut í Madison Square- garðinum í New York Reynir að tolla á baki Tungutæknisetur býður til fyr-irlestrar næstkomandiþriðjudag. Þar mun HelgaWaage tölvunarfræðingur flytja erindið Vefþulan – Laganemar, lesblindir, léttar fréttir, lygimál og klám. „Vefþulan var opnuð formlega á degi íslenskrar tungu í nóvember síðast- liðnum, og hefur notið mikilla vinsælda síðan,“ segir Helga, sem fjallar í fyr- irlestrinum um hin ýmsu not sem fólk hefur fundið fyrir Vefþuluna, og segir einnig frá þróun tölvuraddarinnar Röggu og viðskiptahugmyndinni á bak við framtakið. „Það kom verulega á óvart hversu mikil aðsókn var í Vefþuluna. Var að- sóknin það mikil að á helstu álags- tímum voru allt að 2-3 upplestrar í gangi á hverri sekúndu, sem er langt umfram það sem vænta mátti,“ segir Helga. „Verulegur fjöldi einstaklinga með lesörðugleika hefur notað Vefþul- una og eru tilraunir í gangi í skólakerf- inu með að nota tæknina til að auðvelda próftöku, svo nemendur geti fengið spurningar lesnar fyrir sig. Er einnig unnið að því að bóklegi hluti öku- prófsins verði innan skamms búinn þessum möguleika.“ Notendur Vefþulunnar hafa nýtt þessa ókeypis þjónustu til ýmissa verka: „Aðsókninni má skipta í þrjá jafna hluta: notkun til aðstoðar í námi ýmiss konar, gervifréttir, skemmti- skeyti og afmælis- og jólakveðjur ým- iss konar, og síðan óuppfyllta þörf ís- lenskra pilta til að láta kvenmannsrödd klæmast við sig,“ segir Helga glettin. „Við höfðum gert ráð fyrir fyrsta liðn- um, en ekki því að hinir tveir yrðu svona fyrirferðarmiklir. Það kom okk- ur mjög á óvart að laganemar virðast hafa tileinkað sér tæknina af miklum ákafa, og demba í gegnum forritið löngum lagatextum í belg og biðu, væntanlega með það fyrir augum að hlaða þeim yfir á iPod eða önnur slík tól og hlusta á með náminu.“ Helga segir nú komið að næsta stigi í útbreiðslu Vefþulunnar: „Hún stendur fyrirtækjum og stofnunum til boða til innfellingar á vefi síðna og hafa fyr- irtæki, sveitarfélög og opinberar stofn- anir tekið þeirri hugmynd vel, og mun Vefþulan á næstu vikum birtast á sífellt fleiri vefjum.“ Fyrirlestur þriðjudagsins fer fram í stofu 201 í HR og hefst kl. 12. Vefþulan er á slóðinni www.hexia.net/upplestur. Tækni | Fyrirlestur um möguleika og framtíðarverkefni Vefþulunnar Til margs nytsamleg  Helga Waage fæddist í Reykja- vík 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1984, BS- gráðu í tölv- unarfræði frá Há- skóla Íslands 1989 og MSc-gráðu frá Pittsburgh- háskóla 1993. Helga er einn stofnenda Hexia.net og hefur verið tæknistjóri þar síðan 2002. Hún er gift Þórarni Stefánssyni framkvæmdastjóra og eiga þau samtals tvö börn. FRÉTTIR Reuters Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! ALLS fóru um 2.030.000 bílar um Hvalfjarðargöng á árinu 2007 eða 9,3% fleiri en árið 2006. Þetta er í fyrsta sinn sem ársumferðin nær tveimur milljónum bíla frá því göngin voru opnuð en bílafjöldinn á ári hefur tvöfaldast frá árinu 1999. Það ár fór liðlega ein milljón bíla um göngin, fyrsta heila árið sem þau voru opin, eða liðlega 2.800 bílar á sólarhring að jafnaði. Árið 2007 fóru hins vegar um 5.500 bílar á sólarhring um göngin að jafnaði. Á heimasíðu Spalar segir, að veggjald í göngunum hafi lækkað um tugi prósenta frá upphafi, bæði í krónum talið og miðað við verðlag í landinu. Nettótekjur Spalar af hverjum bíl hafi þannig rýrnað verulega. Rúmar tvær milljónir bíla um Hvalfjarðargöng Morgunblaðið/Sverrir ATVINNULEYSISBÆTUR hækk- uðu 1. janúar um 3,3% og hækka greiðslur á atvinnuleysisdag hjá þeim sem eru með fullar bætur úr 5.272 kr. í 5.446. Skv. upplýsingum Vinnumálastofnunar hækka fullar grunnatvinnuleysisbætur á mánuði úr 114.244. kr. í 118.015 kr. Hámarksfjárhæð greiðslna vegna tekjutengdra atvinnuleysisbóta skv. 32. gr laga nr. 54/2006 verða 191.518 kr. á mánuði. Frítekjumark skv. 36. gr. laganna verður 53.716.kr á mán- uði. Atvinnu- leysisbætur hækkuðu um 3,3%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.