Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erlenda Odd-björg Þórunn Erlendsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 3. ágúst 1925. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 19. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Erlendur Oddur Jónsson sjómaður í Hafnarfirði, f. 1891, d. 8.2. 1925 og Þór- unn Nikólína Jóns- dóttir húsfreyja, f. 12.6. 1889, d. 18.4. 1970. Erlenda var yngst sex systk- ina, Guðrún Ragnheiður, f. 25.3. 1916, d. 8.10. 2006, Lúther, f. 12.6. 1917, d. 13.10. 1995, Svava, f. 28.8. 1918, d. 15.3. 1986, Marinó Tryggvi, f. 13.2. 1920, d. 26.2. 1988 og Unnur, f. 8.1. 1922, d. 24.7. 2000. Árið1948 kvæntist Erlenda Ey- steini Guðmundssyni versl- unarmanni frá Steinholti í Stað- arhreppi í Skagafirði, f. 12.11. 1924. Foreldrar hans voru Guð- mundur Ari Gíslason bóndi, f. 8.12. 1880, d. 2.6. 1956 og Sigríður Helga Gísladóttir húsfreyja, f. 16.12. 1891, d. 6.8. 1971. Börn Er- lendu og Eysteins eru: 1) Erlendur Þór, f. 20.3. 1950, sambýliskona Elsa Guðmundsdóttir læknir, f. 12.3. 1959. Börn Erlendar eru a) Árni Þór kerfisfræð- ingur, f. 15.5. 1976, kvæntur Hildi Elísabetu Ingadóttur nema, f. 8.8. 1975, dóttir þeirra er Sóldís Lilja Árnadóttir, f. 14.12. 2003 b) Harpa Ýr iðjuþjálfi, f. 9.2. 1978, sambýlis- maður Halldór Víg- lundsson sjúkra- þjálfari, f. 30.8. 1975. 2) Ívar arki- tekt, f. 3.7. 1953, kvæntur Guðnýju Jónsdóttur myndlistarkennara, f. 31.1. 1957. Börn þeirra eru a) sonur Guðnýjar úr fyrra hjónabandi, Trausti Ósk- arsson læknir, f. 21.12. 1976, kvæntur Ástu Bragadóttur lækni, f. 18.6. 1976, dóttir þeirra er Una, f. 22.6. 2004, b) Ísak, f. 7.3. 1987 og c) Eysteinn, f. 5.10. 1989. Erlenda vann lengst af við versl- unarstörf samhliða húsmóð- urstörfum. Erlenda og Eysteinn bjuggu fyrstu árin á Hörpugötu í Skerjafirði en í tæp 40 ár bjuggu þau á Flókagötunni. Síðustu ár hafa þau búið í þjónustuíbúð í Ból- staðarhlíðinni. Útför Erlendu fór fram frá Há- teigskirkju 28. desember í kyrr- þey. Elskuleg tengdamóðir mín Erla, eins og hún var jafnan kölluð, er látin. Það er mikill sjónarsviptir að henni enda hefur hún verið stór hluti af lífi mínu síðustu 25 árin og reynst mér afskaplega vel. Ég hef oft hugsað um það hve mikillar gæfu ég hef orðið að- njótandi að hafa átt svo góða tengda- foreldra sem þau Erla og Eysteinn hafa verið mér. Ég ákvað fyrir löngu að taka mér Erlu til fyrirmyndar ef ég eignaðist tengdadætur. Hún var einstaklega næm og umhyggjusöm kona, vakandi yfir öllu og öllum í kringum sig og stálminnug. Ef eitt- hvað bjátaði á hjá einhverjum í fjöl- skyldunni var hún fyrst allra til að rétta hjálparhönd og taldi það ekki eftir sér að skjóta skjólshúsi yfir aðra, sitja yfir deyjandi ættingjum eða passa barnabörnin. Fjölskyldan var það sem skipti hana mestu máli og líf hennar snerist um. Erla var hörku- dugleg og ósérhlífin og vildi koma hlutum fljótt í verk enda fannst henni ekkert eins leiðinlegt og að þurfa að bíða. Erlu var margt til lista lagt, hvort sem það var að mála, sauma eða skera út, sem hún prófaði síðustu árin. Allt lék í höndunum á henni og var hún ávallt fljót að átta sig á hvernig hlut- irnir ættu að vera. Hún naut þess að ferðast og fóru þau hjónin víða, bæði innan lands og utan. Um það leyti sem þau fóru á eftirlaun eignuðust þau sumarbústað og naut Erla þess að dvelja þar. Þetta var hennar griða- staður og þar vildi hún vera sem mest. Hún var dugleg að bjóða fólki til sín í bústaðinn og hvatti okkur öll, syni og barnabörn, mjög til að fá hann lánaðan en samt fannst henni best ef fjölskyldan eyddi stundum þar sam- an, þá var gaman. Henni fannst sárt að geta ekki dvalið þar síðustu árin heilsunnar vegna. Erla var mjög félagslynd og hrók- ur alls fagnaðar á mannamótum og það duldist engum hvar hún var þeg- ar komið var í hús. Henni fannst formlegheit til trafala og kom sér allt- af beint að efninu. Hún lá heldur ekki á skoðunum sínum eða talaði í kring- um hlutina heldur sagði beint út það sem henni lá á hjarta og af þeim sök- um gustaði oft í kringum hana. Ég hef alltaf kunnað vel að meta hreinskilni í mannlegum samskiptum eins og þau voru á milli okkar Erlu enda vissum við nákvæmlega hvar við höfðum hvor aðra. Sambandið okkar á milli var alltaf gott og mjög kært. Síðustu árin voru henni frekar erfið vegna veikindanna og annaðist Eysteinn tengdafaðir minn hana af einskærri natni. Ef hans hefði ekki notið við hefði hún án efa þurft að liggja um lengri tíma á sjúkradeild. Það var henni mikils virði að fá að vera heima og hún naut þess að fá fólk í heim- sókn, ekki síst barnabörnin og barna- barnabörnin. Þegar við hjónin fórum í frí bauð hún sonum okkar iðulega í mat jafnvel eftir að þeir voru orðnir vel stálpaðir og sjálfbjarga en hún lasburða. Það átti ekki við þessa kraftmiklu konu að sitja á hliðarlín- unni. Erla skilur eftir sig stórt skarð og hennar verður sárt saknað. Guð gefi kærum tengdaföður mínum styrk til að takast á við lífið án Erlu. Blessuð sé minning hennar. Guðný. Elsku Erla, þá loks fékkstu friðinn. Eftir veikindi síðustu ára, sem þú barðist svo hetjulega við, færðu nú að hvíla þig og fylgja okkur áfram af æðri stað. Ég segi það satt að ég mun sakna þín fyrir allt sem þú varst og gerðir. Ég kynntist ykkur Eysteini fyrir um átta árum. Þú varst sem sagt Erla amma á Flókagötunni og var ég þá að byrja samband með henni Hörpu Ýr, barnabarni þínu. Ömmuyfirheyrslan þín tókst bara nokkuð vel fyrir mig þó að ég væri ekki af sérstökum konungsættum. Þú varst samt ekkert að skafa utan af því að Harpa væri nú dýrmætasta stelpa sem þú ættir og ég skyldi nú bara vera almennilegur við hana ellegar væri þér að mæta. Ég tók þetta nátt- úrlega sem hvoru tveggja, hóflegu gríni og einnig votti af alvöru. En það var einmitt svona sem þú varst og ert í mínum huga. Sérlega hláturmild og gamansöm en alvaran þó oft skammt undan. Ég var fljótur að átta mig á hvers konar öðlingsfólki ég var að kynnast. Þið voruð sem eitt, þú og Eydi og þú hafðir ávallt styrkustu stoð af honum. Það var þó ekki löngu eftir okkar fyrstu kynni sem þú varðst fyrir mikl- um heilsubresti sem fylgdi þér til dauðadags. Eins og með mörg lang- vinn mein voru á víxl betri og verri tímabil hjá þér en þú náðir jafnan að halda reisn og gast fundið jákvæða fleti á flestum aðstæðum. Það var þó greinilega erfitt fyrir þig að sætta þig við að standa ekki styrkum fótum eins og áður og kom þá sumarbústað- urinn ykkar oft til tals. Þið Eysteinn eigið yndislegan sælureit í Biskups- tungum sem var ykkar griðastaður og annað heimili. Það var þér erfitt að geta ekki skroppið upp í bústað og dvalist þar eins og þið höfðuð gert svo mikið í gegnum árin. Sumarbústað- urinn er og verður einnig alltaf í sér- stöku dálæti hjá okkur þar sem við Harpa höfum átt yndislega tíma og minningarnar um þig eru allt um kring. Málverkin þín prýða veggina, hanarnir þínir og gaukurinn hafa sína staði og þannig mætti áfram telja. Ég var þó afar glaður í hvert skipti sem þið kíktuð til okkar upp í Mosó í kaffi á góðum dögum þegar þú treyst- ir þér vel. Þú ljómaðir við það að kom- ast upp í sveit, leika við hundana og læða að þeim harðfiski. Elsku Erla mín. Það er kominn tími til að kveðja. Ég þakka þér fyrir tímann sem ég fékk með ykkur Ey- steini saman. Hvíl í friði. Halldór. Elsku Erla amma mín. Nú hefur þú loksins fengið að sofna svefninum væra. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú varst mér alltaf innan handar þegar ég þurfti á þér að halda, studdir mig og varst alltaf til í að spjalla og segja sögur. Þú varst ótrú- lega lífseig og barðist á móti veikind- um þínum síðustu árin og það var ekki nema fyrir þrjósku og ákveðni að þú komst þér þangað sem þú vildir. Ég reyndi eftir bestu getu að leið- beina þér með að fara þér aðeins hægar og spara þá litlu orku sem þú hafðir en þegar hægist á líkamanum en ekki huganum er erfitt að láta þetta allt spila saman. Já, það vantaði ekki kraftinn í þig, amma mín. Við áttum svo margar yndislegar og góðar stundir saman og urðum með árunum hinar mestu vinkonur og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Alltaf varstu tilbúin að taka á móti mér með kaffi og meðlæti og ætíð hafðir þú áhyggjur af því að maður borðaði ekki nóg. Ég man líka eftir sumarbústaðarferðunum okkar en þar var þinn griðastaður og þar vildir þú helst vera yfir allan sumar- tímann. Þar undir þú þér við að mála landslag, njóta náttúru, baka hinar frægu jólakökur í kílóavís handa afa, syngja og tralla við írska tónlist og sóla þig úti á palli. Já, það var sjaldan lognmolla í kringum þig og alltaf var stutt í hláturinn hjá þér. Ég man hvað þér þótti gott að vera þarna og þegar gott var veður líktir þú því við að þetta væri bara eins og að vera á Mal- lorca og þú ljómaðir og brostir allan hringinn. Það var eitthvað sem tengdi okkur saman á svo sérstakan hátt, kannski var það vegna þess hversu margt við áttum sameiginlegt eða bara það að við gáfum okkur tíma hvor fyrir aðra. Við höfðum þann háttinn á að ég lét þig alltaf vita af ferðum mínum og ég man hvað mér þótti það notalegt þeg- ar þú sagðir alltaf „guði sé lof að þú ert komin aftur“, alveg sama hvort sem ég var að þvælast úti í heimi eða bara í einhverju af ferðalaginu úti á landi. Þú áttir það til að fussa og sveia yfir hinum og þessum uppátækjunum í mér en ég kunni bara einhvern veg- inn að meta það og tók því sem hóli. Samverustundir okkar enduðu oftast á þann veg að kímdum við hvor ann- arri með svolítið svörtum húmor. Ég á eftir að sakna þessara stunda og mun geyma þessar minningar í hjarta mínu. Ég veit líka að þú átt eftir að fylgjast með mér um ókomna tíð, halda áfram að fussa og sveia yfir uppátækjunum í mér og þá á ég eftir að minnast þín með bros á vör. Mig langar að lokum að þakka þér, elsku amma, fyrir allar okkar yndislegu samverustundir, minningar og vin- áttu sem okkur hlotnaðist á lífsleið- inni. Þú munt alltaf eiga svolítið í mér og ég mun alltaf vera stelpan þín. Með alúðarþökk fyrir árin Erla, þau geymast mér, í bliki, björtustu vonum, í brosi frá vörum þér. (Ingólfur Jónsson frá Prestbakka) Harpa Ýr. Í lok aðventunnar þegar ys og þys jólaundirbúningsins var í hámarki kvaddi hún Erla frænka mín þetta jarðlíf. Hún var svo hress og lifandi kona hún Erla að það er erfitt að trúa því að hún hafi kvatt okkur fyrir fullt og allt. Síðustu árin átti hún við van- heilsu að stríða, en hún hélt ávallt sinni reisn og sterku persónueinkenn- um. Við Erla vorum skyldar í móður- ætt; Halldóra móðir mín og hún voru systradætur, ættaðar úr Tálknafirði. Þær voru fjórar systurnar, Þórunn, móðir Erlu, Jóhanna, amma mín, Val- gerður og Abígael, dætur Jóns Stein- hólm gullsmiðs og Ragnheiðar konu hans. Ég er ákaflega stolt af þessum formæðrum mínum sem stóðu keikar og studdu hver aðra þegar vindurinn var í fangið og lífið reyndist harðsótt. Þórunn móðir Erlu giftist Erlendi Oddi Jónssyni og fluttist til Hafnar- fjarðar. Erlendur fórst með togaran- um Robertson í ofsaveðri á Halamið- um hinn 8. febrúar árið 1925. Þórunn stóð þá uppi með stóran barnahóp og bar yngsta barnið undir belti. Þegar litla stúlkan kom í heim- inn í byrjun ágúst var henni gefið það mikla nafn Erlenda Oddbjörg Þór- unn, en hún var jafnan kölluð Erla. Þær stóðu saman systurnar að vestan. Þegar Jóhanna lést frá fjórum ungum börnum þá opnuðu hinar syst- urnar heimili sín fyrir börnum henn- ar. Alla tíð síðan hafa ættarböndin verið sterk. Erla var ættrækin og reyndist frændfólki sínu ævinlega vel. Ef erfiðleikar knúðu dyra var hún stoð og stytta og þegar vel gekk hjá hennar fólki fylltist hún stolti. Henni fannst það reyndar næg skýring á góðum mannkostum og vasklegri framgöngu fólks að það væri „skylt okkur“. Ég man fyrst eftir Erlu sem ungri og fallegri konu. Hún og Eysteinn eiginmaður hennar voru einstaklega glæsilegt par sem eftir var tekið í bæjarlífinu. Þó þau væru ólík voru þau eins og sköpuð hvort fyrir annað. Nafn annars þeirra kallaði ávallt fram nafn hins. Þeim auðnaðist að standa saman og styðja hvort við annað í blíðu jafnt sem stríðu í hartnær 60 ár. Þau bjuggu lengst af á Flókagötunni þar sem synirnir Erlendur og Ívar ól- ust upp við mikið ástríki og barna- börnin áttu síðar athvarf og öruggt skjól. Hún Erla hefði vaðið eld og reyk fyrir sitt fólk og var svo sann- arlega vinur vina sinna. Það sópaði að henni Erlu frænku minni. Hún var ákaflega hress og skemmtileg kona, hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum og lá ekkert á þeim. Mér er í bernskuminni fjörið og skemmtilegheitin þegar þær systur Erla, Unnur og Svava komu í heimsókn. Þær rökræddu, gerðu góð- látlegt grín hver að annarri og hlógu að öllu saman. Þeim lá hátt rómur systrunum og hlátrasköllin hljómuðu um víðan völl. Þegar ég var sjálf komin með börn og fjölskyldu fluttist ég um tíma í ná- grenni við Erlu og Eystein og við náð- um að treysta fjölskylduböndin. Hún leit gjarnan við á leið úr búðinni til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi og leggja mér lífsreglurnar. Síðan þá hef ég átt í henni traustan vin. Ég minnist elskulegrar frænku með söknuði og virðingu. Ég er stolt og þakklát fyrir vináttu hennar og frændsemi. Ég votta Eysteini, sonun- um og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Jóhanna Einarsdóttir. Erlenda Oddbjörg Þórunn Erlendsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar og bróðir, JÓN VIGNIR SIGURMUNDSSON, Álftahólum 2, Reykjavík, lést áLandspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 2. janúar. Nanna Olga Jónsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Róbert Örn Jónsson og systkini hins látna. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN FLOSADÓTTIR ( DÚNA), sem lést á jóladag, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju föstudaginn11. janúar kl. 15.00 Birna Guðrún Jóhannsdóttir, Finnbjörn Finnbjörnsson, Guðbjartur Finnbjörnsson, Jónas Finnbjörnsson Sjöfn Finnbjörnsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa ALBERTS SIGURÐSSONAR frá Mói, Dalvík, Skálahlíð, Siglufirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar fyrir einstaka um- önnun og umhyggju. Guðborg Franklínsdóttir, Sigurmar Kr. Albertsson, Álfheiður Ingadóttir, Guðmundur J. Albertsson, Óskar H. Albertsson, Aðalheiður Erla Jónsdóttir og barnabörn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.