Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ 8. janúar 1978: „Engri þjóð hefur gefizt vel að falla fyrir lýðskrumurum. Margar hafa gert það með hinum ömurleg- ustu afleiðingum. En þótt sporin hræði og sagan sýni, að lýðskrumarar eru einskis megnugir, þegar á þá reynir, skjóta þeir samt alltaf upp kollinum, þegar illa árar og erfiðlega gengur. Óðaverð- bólgan hér hefur skapað jarð- veg fyrir lýðskrumara og þeir eru og hafa verið um skeið hávaðasamir í okkar landi. Fólk þarf að gæta sín á þessum kraftaverkamönnum. Þeim þarf að vísa á bug. Auk- in áhrif þeirra í íslenzku þjóð- félagi mundu hafa slæmar af- leiðingar. Þeir geta engan vanda leyst, enda eru engin töfraráð til að leysa vandamál af því tagi, sem við er að etja í okkar þjóðfélagi. Hver ein- staklingur veit, að í hans eig- in fjármálum og fjölskyldu hans eru engin töfrabrögð til. Ekki er hægt að eyða meiru en aflað er án þess að illa fari að lokum.“ . . . . . . . . . . 3. janúar 1988: „Friðsamlegt andrúmsloft, vaxandi frjáls- ræði í alþjóðaviðskiptum, hindrunarlausari aðgangur að stórum mörkuðum, fram- farir í samgöngum og sú tækni, sem auðveldar fáum höndum að vinna erfið verk, veita okkur 240 þúsund sál- um ný og óþekkt tækifæri. Þau ganga okkur hins vegar úr greipum, ef við gleymum að vinna hlutina vel, látum vaða á súðum og gerum meiri kröfur til annarra en sjálfra okkar.“ . . . . . . . . . . 4. janúar 1998: „Þetta aukna aðhald Verðbréfaþings er af- ar mikilvægt og líklegt til þess að stuðla að heilbrigðum viðskiptaháttum með hluta- bréf. Menn hafa haft vissar áhyggjur af því, að með ýms- um hætti væri reynt að hafa áhrif á verð hlutabréfa, m.a. með viðskiptum, sem í raun væru sýndarviðskipti. Auk- inn agi á markaðnum m.a. með aðgerðum af því tagi, sem Verðbréfaþing hefur nú gripið til, er því af hinu góða. Hið sama má segja um nýjar reglur Verðbréfaþings um upplýsingaskyldu fyrirtækja, sem skráð eru á þinginu. Þar er bæði um að ræða strangari ákvæði varðandi hina reglu- legu upplýsingagjöf, svo sem varðandi birtingu ársreikn- inga og milliuppgjöra en jafn- framt er nú ætlast til að fyr- irtæki geri aðvart um það, ef búizt er við að afkoma þeirra verði verulega frábrugðin því, sem áður hafði verið áætlað. Loks er ekki sízt mik- ils um vert, að nákvæmari reglur eru settar um svo- nefnd innherjaviðskipti.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FORSETAKJÖR Í BANDARÍKJUNUM Úrslit forkosninganna í Iowa-fylki í Bandaríkjunum segjalitla sögu um það sem fram- undan er í forkosningum demókrata og repúblikana vegna forsetakosning- anna, sem fram fara í nóvember á þessu ári í Bandaríkjunum. Það er alltof snemmt að spá nokkru fyrir um það hverjir verði frambjóðendur stóru flokkanna tveggja. Hitt fer ekki milli mála, að þetta verða þýðingarmiklar kosningar fyrir Bandaríkin. Forsetatíð Bush yngra hefur ekki reynzt farsæl fyrir Banda- ríkin sjálf. Hvað sem segja má um at- hafnir þeirra á alþjóðavettvangi er ljóst, að innviðir hins bandaríska þjóð- félags eru í mikilli hættu. Það hefði enginn trúað því fyrir nokkrum áratugum, að tilefni yrði til í upphafi nýrrar aldar að ræða baráttu fyrir mannréttindum í Bandaríkjun- um. En nú er svo komið. Með sama hætti og frjáls félaga- samtök hafa verið stofnuð hér, í Bandaríkjunum og víðar til þess að berjast fyrir almennum mannréttind- um í einræðisríkjum víða um heim, er nú tilefni til að taka upp almenna bar- áttu fyrir mannréttindum í Bandaríkj- unum sjálfum. Fyrir nokkrum vikum frömdu bandarísk stjórnvöld alvarlegt brot á mannréttindum íslenzkrar konu, sem þangað kom með vinkonum sínum í skemmtiferð. Þótt bandarísk yfirvöld hafi „harmað“ þann atburð er það auð- vitað ekki viðunandi niðurstaða þess máls, þótt íslenzka utanríkisráðuneyt- ið hafi verið svo lítilþægt að líta þannig á. Á svipuðum tíma var ungt danskt par svipt frelsi sínu vegna upploginna ásakana, þar sem þau voru í sakleysi sínu að skemmta sér á næturklúbbi í bandarískri stórborg. Þau voru í fang- elsi í 5 daga og tilraunir þeirra til þess að komast í samband við dönsk yfir- völd voru með áþekkum hætti og ís- lenzku konunnar, sem áður var vitnað til. Það eru fleiri dæmi um þá meðferð sem fólk hefur fengið, sem hefur verið á leið til Bandaríkjanna. Þegar svo er komið þýðir ekki annað en horfast í augu við þann veruleika að ríkið, sem var í fararbroddi í baráttu fyrir mannréttindum, hefur leiðst inn á þá braut sjálft að koma þannig fram við fólk að óviðunandi er. Það er ekki ráðlegt fyrir nokkurn mann að fara til Bandaríkjanna. Jafn- vel þeir, sem ferðast þangað í góðri trú með vegabréfsáritun af því tagi að ætti að veita þeim greiðan aðgang að landinu, hafa lent í því að einmitt slík- ar vegabréfsáritanir vekja grunsemd- ir þeirra, sem rannsaka fólk, sem kem- ur til landsins. Þetta eru orðin stjórnlaus viðbrögð. Ríkisstjórn Bush á verulega sök á því hvernig komið er í þessum efnum. Og einmitt þess vegna eru forseta- kosningarnar svo mikilvægar. Banda- ríkjamenn verða að kjósa forseta, sem snýr þessari þróun við. Í eina tíð sat forseti í Bandaríkjun- um, sem veitti ungu fólki um allan heim innblástur til þess að berjast gegn misrétti, hvar sem það væri að finna. Hann hét John F. Kennedy. Nú situr forseti í Bandaríkjunum, sem ber ábyrgð á því að saklaust fólk er sett í hlekki og fangelsi ef það vogar sér að reyna að heimsækja Bandaríkin. Það eru meiri líkur á því, að forseti úr röðum demókrata breyti þessari þróun en ef hann kemur úr hópi repú- blikana. Það eru því miður svo miklir öfgamenn komnir til áhrifa í flokki repúblikana að helzt verður líkt við þá tíma, sem kenndir eru við McCarthy, öldungadeildarþingmann sem um skeið var áhrifamaður í bandarískum stjórnmálum í upphafi sjötta áratugar 20. aldar. Það er erfitt að horfa upp á þessa þróun í vígi frelsis og lýðræðis. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Í áramótagrein sinni hér í Morgunblaðinu á gamlársdag vék Geir H. Haarde for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins m.a. að þeirri gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir, m.a. frá Morg- unblaðinu vegna stjórnarmyndunar hans sl. vor með Samfylkingu, og sagði: „Niðurstaðan varð sú, að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tóku höndum saman um þá ríkisstjórn, sem mynduð var á Þingvöllum 23. maí síðastliðinn. Ég hef af ýmsum verið gagnrýndur, m.a. Morg- unblaðinu fyrir myndun þessarar stjórnar og fyrir að hafa blásið lífi í hnignandi stjórnmálahreyfingu og ýmsa forystumenn hennar, sem ella hefðu horfið af hinu pólitíska sjónarsviði að því er sagt var. Vel má vera að svo sé. En ég lít ekki svo á, að mitt meginhlutverk, sem forystumaður í stjórnmálum sé að koma öðrum stjórnmálaforingjum fyrir póli- tískt kattarnef. Flokkar takast á um stefnur og strauma en illvíg persónuleg átök milli einstakra manna eiga að heyra til liðinni tíð. Ég hef aldrei fundið til persónulegs kala í garð minna pólitísku andstæðinga, sem ég geng út frá að reyni allir að vinna að landsmálum eftir beztu samvizku, þótt þeir velji sér að mínum dómi ekki alltaf beztu leiðirnar að sameiginlegum markmiðum. Ég hef þess vegna sem formaður Sjálfstæðis- flokksins ekki haft það sem markmið að halda til- teknum einstaklingum frá völdum hvað sem það kostar á meðan þeir hlíta almennum leikreglum stjórnmálanna, heldur hitt að tryggja landinu trausta og öfluga ríkisstjórn. Í þessu tilviki ríkis- stjórn, sem tekur í öllum höfuðatriðum mið af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins og byggir á þeim grunni, sem flokkurinn hefur skapað með störfum sínum í undanfarin 16 ár. Þetta sjónarmið hafði yfirburðastuðning í þing- flokki sjálfstæðismanna, þegar á reyndi sem og í flokksráði, þar sem fundarmenn samþykktu aðild flokksins að hinni nýju ríkisstjórn og stefnuyfirlýs- ingu hennar með því að rísa úr sætum undir dynj- andi lófataki. Samstarf okkar formanns Samfylkingarinnar til þessa staðfestir að þessar viðtökur áttu fullan rétt á sér.“ Þessi ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins eru athyglisverð af tveimur ástæðum. Önnur er sú, að hann hefur ekki fundið hjá sér þörf á síðustu 6 mán- uðum til þess að svara þeim athugasemdum, sem gerðar voru við stjórnarmyndun hans m.a. hér í Reykjavíkurbréfi og hin að hann er mjög fastur fyr- ir í vörn sinni fyrir stjórnarmyndunina eða gagn- sókn ef menn vilja líta svo á og hreinsar þar með frá sér tal manna eins og Guðna Ágústssonar um að einhver deyfð ríki yfir forystu Sjálfstæðisflokksins. En þar fyrir utan eru þau sjónarmið, sem Geir H. Haarde lýsir, áhugaverð og umræðuverð. Þau lýsa heilbrigðri afstöðu til stjórnmála og endurspegla vinnubrögð hans sjálfs á þeim vettvangi. En það eru til fleiri hliðar á þessum málum, þótt vissulega væri eftirsóknarvert, að veröld stjórnmál- anna væri sú, sem Geir H. Haarde lýsir. Heyra „ill- víg persónuleg átök“ milli manna í stjórnmálum til liðinni tíð? Það væri með miklum ólíkindum ef svo væri. Þótt þau séu í lágmarki um þessar mundir hafa þau alltaf fylgt stjórnmálabaráttunni og munu gera um alla framtíð. Þau geta orðið til á örfáum dögum. Það hafa t.d. engin illindi orðið á milli fram- sóknarmanna og sjálfstæðismanna eftir samstarfs- slitin vorið 2007 en það hefur ekki mátt miklu muna. Og t.d. nokkuð víst, að ef Framsóknarflokkurinn ætti um það að velja að ganga inn í ríkisstjórn- arsamstarf með vinstri flokkum eða Sjálfstæðis- flokki á næstu mánuðum mundi sá flokkur velja samstarf við vinstri flokka m.a. vegna þess, að framsóknarmenn líta svo á, að Sjálfstæðisflokkur- inn eigi ekkert inni hjá þeim eftir samstarfsslitin sl. vor. Þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar splundr- aðist sumarið 1988 voru engir kærleikar með for- ystumönnum þeirra þriggja stjórnmálaflokka, sem þá slitu samstarfi. Ein af forsendunum fyrir fram- boði Davíðs Oddssonar gegn Þorsteini Pálssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins veturinn 1991 var sú skoðun, sem var útbreidd innan Sjálfstæðis- flokksins á þeim tíma, að forystumenn annarra flokka yrðu ekki tilbúnir til að vinna með Sjálfstæð- isflokknum undir óbreyttri forystu að loknum þing- kosningum 1991. Það voru engir kærleikar með forystumönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks eftir samstarfs- slitin vorið 1995 eins og núverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins veit mætavel og hafa ekki verið síð- an. Það yrði einstakt stjórnmálaafrek, ef samstarf slitnaði á milli núverandi stjórnarflokka án þess að einhverjar uppákomur yrðu í því vináttusambandi, sem ríkir á milli forystumanna þessara tveggja flokka um þessar mundir. Þótt Morgunblaðið deili þeirri skoðun með for- manni Sjálfstæðisflokksins, að æskilegt væri að störf á vettvangi stjórnmála leiði ekki til illvígra persónulegra átaka, hefur því miður engin sú grundvallarbreyting orðið á mannlegu eðli, að lík- legt sé að stjórnmálabaráttan verði héðan í frá fag- leg og málefnaleg. Flokkar og hlutverk þeirra S tjórnmálabaráttu má líkja við stríð, þótt vopnin sé önnur en á raunveru- legum vígvelli. Vopnin á vettvangi stjórnmálanna eru framsetning mál- efna og rökræður um þau. Í þessu „stríði“ leika menn „taktíska “ leiki og taka „strategískar“ ákvarðanir. Hið sama á raunar við um viðskiptalífið, þótt vopnin þar séu enn önnur. Stjórnarmyndunin sl. vor var spurning um „stra- tegíska“ ákvörðun. Hentaði það framtíðarhags- munum Sjálfstæðisflokksins, þegar horft var á mál- ið út frá því sjónarhorni að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu? Morgunblaðið færði ákveðin rök fyr- ir því sl. vor, að það væri a.m.k. hæpið að líta svo á. Rökin fyrir þeirri skoðun voru og eru annars vegar þau, að með því opnaði Sjálfstæðisflokkurinn helzta keppinaut sínum Samfylkingunni leið út úr þeirri kreppu, sem sá flokkur var kominn í og hins vegar væru miklar líkur á, að Sjálfstæðisflokkurinn væri að útiloka möguleika sína til að vinna með öðrum flokkum og þá fyrst og fremst Vinstri grænum og sæti þar með í ríkisstjórn upp á náð og miskunn Samfylkingarinnar. Staðan í þessum efnum er mjög svipuð hér og í Þýzkalandi, þar sem áþekkir flokkar sitja saman í ríkisstjórn, ekki vegna þess að það væri óska- draumur þeirra beggja heldur vegna þess að ann- arra kosta var ekki völ. Samstarf helztu keppinauta um forystu í stjórnmálum í ríkisstjórn verður alltaf erfitt enda er nú farið að ræða um samstarf Kristi- legra demókrata og Græningja í Þýzkalandi eftir næstu þingkosningar þar í landi, sem verða á árinu 2009. Nú skal það viðurkennt, að það er auðvelt að halda uppi rökræðum af því tagi, sem hér er gert en að bera ábyrgð á landstjórninni er annað og alvar- legra mál. Skoðanamunur Morgunblaðsins og Geirs H. Haarde nú um stjórnarmyndun hans sl. vor er sá sami og skoðanamunur milli Morgunblaðsins og Davíðs Oddssonar eftir þingkosningarnar 1995. Þá var Morgunblaðið þeirrar skoðunar, að halda hefði átt áfram samstarfinu við Alþýðuflokkinn, þótt þingmeirihlutinn væri tæpur en Davíð taldi slíkt óraunsætt og raunar ófært að byggja landsstjórn- ina á svo veikum grunni. Geir H. Haarde hafði áreiðanlega vissa tilhneig- ingu til að halda áfram samstarfi við Framsókn- arflokkinn sl. vor en sannfærðist um það á nokkrum dögum, með sama hætti og Davíð vorið 1995, að það væri óraunhæft og greip þess vegna til þess ráðs að mynda ríkisstjórn með öðrum stærsta flokknum. Helztu rök hans fyrir því að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu en ekki Vinstri grænum, eins og telja verður líklegt að hann hafi átt kost á, eru aug- ljóslega þau sem fram koma í áramótagrein hans, að ríkisstjórn með Vinstri grænum hefði orðið „kyrrstöðuríkisstjórn“, sem ekki mundi takast á við „neinar aðkallandi breytingar í samfélaginu“ eins og Geir segir í áramótagrein sinni. Um þetta veit hann meira en aðrir vegna þess, að lítið sem ekkert hefur komið fram efnislega um þær viðræður, sem virðast hafa farið fram á milli forystumanna Sjálf- stæðisflokks og Vinstri grænna. Og væri æskilegt að frekari upplýsingar kæmu fram um þær við- ræður. Og auðvitað skipta málefnin máli en ekki bara „strategískir“ hagsmunir. En það verður ekki horft fram hjá langtímahags- munum flokka í ákvörðunum sem þessum. Þegar saman fer ákvörðun um að opna helzta keppinautn- um leið til valda og hins vegar að draga úr líkum á samstarfi við aðra í framtíðinni getur stjórnarsam- starfið við Samfylkinguna ekki síður verið „dýru verði keypt“ en samstarf við Vinstri græna hefði orðið að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. Svo vill hins vegar til að ekki hafa öll sund lokast í þessum efnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hann hefur eignast tækifæri í stjórnmálum, sem ekki var hægt að sjá fyrir, þegar fjallað var um þessi mál hér í Reykjavíkurbréfi sl. vor og Geir H. Haarde vék að í áramótagrein sinni nú. Hamborg og Reykjavík Í sérútgáfu brezka tímaritsins The Eco- nomist, þar sem fjallað er um ástand og horfur á árinu 2008, er m.a. fjallað um stöðuna í þýzkum stjórnmálum og þar segir: „Jafnaðarmannaflokkurinn á við vanda að etja vegna sundrungar í forystu og teng- Laugardagur 5. janúar Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.