Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMNRÆÐAN
LANDIÐ helga – land ófriðar
og átaka – heilagur staður í aug-
um gyðinga, kristinna og músl-
ima. Hvernig varð Palest-
ínuvandamálið til og hver eða
hverjir bera ábyrgð á
því? Leitast verður
við að skýra málið og
reyna að svara spurn-
ingunni. (1. hluti).
Allt frá örófi alda
hefur Landið helga –
Palestína/Ísrael –
verið land átaka og
ófriðar milli þeirra
þjóða sem landið hafa
byggt og annarra sem
hafa ásælst það og
farið með hernaði og
ofbeldi gegn því.
Segja má að landið sé
í alfaraleið þjóðanna
því þarna hafa farið um fjölmarg-
ar þjóðir og þjóðflokkar í aldanna
rás. Landsins er getið í Gamla
testamentinu sem Kaananslands
þar sem bjuggu Kaananítar og
Filistar, áður en Hebrear (Gyð-
ingar) sóttu inn í landið. Kaanan
var einn af sonum Hams Nóason-
ar og Filistar eru sagðir afkom-
endur Jafets Nóasonar. Í Biblí-
unni er Ham Nóason talinn vera
forfaðir Hamíta sem eru t.d. Ber-
bar og Egyptar og fleiri þjóðir í
Norður- og Norð-austur-Afríku,
en Jafet er forfaðir Gentílanna,
þ.e.a.s. þeirra sem ekki eru af-
komendur Sems, forföður Semíta
(Gyðinga og Araba) eða Hams.
Talið er að Filistarnir hafi komið
til landsins frá Litlu-Asíu á 13. öld
f.Kr. og geta því hafa verið af
indó-evrópskum stofni. Filistarnir
bjuggu á Miðjarðarhafsströndinni
(Gaza) en Kaananítarnir inni í
landinu (milli strandar og árinnar
Jórdan). Í þessu greinarkorni
verður í stuttu máli leitast við að
upplýsa fólk um fortíð landsins og
um leið reynt að velta því fyrir
sér hver eða hverjir beri ábyrgð á
því ástandi sem nú ríkir í landinu
og í daglegu tali er kallað Palest-
ínuvandamálið.
Abraham, Tarasson, Nahors-
sonar, Serúgssonar, Reússonar,
Pelegssonar, Eberssonar, Arpa-
kadssonar, Semssonar Nóasonar,
var leiðtogi ættbálks
Hebrea (afkomenda
Ebers) sem tók sig
upp frá heimkynnum
sínum í Haran sem
var í Úr í Kaldeu í
Mesapótamíu sem við
þekkjum í dag sem
Írak, að boði Jahve,
guðs Hebrea (Guð
gamla testamentisins)
og hófu innreið sína í
Kaanansland. Hebre-
arnir tókust á við íbúa
landsins og varð lítið
ágengt í fyrstu en
tókst þó að ná fót-
festu í landinu. Það var ekki fyrr
en löngu síðar, eftir að Hebrearnir
höfðu dvalist ánauðugir um hríð í
Egyptalandi og komu öðru sinni
til landsins undir forystu Móse, að
þeir náðu yfirráðum í landinu um
1200 f.Kr. Það má því segja að
Hebrearnir (Gyðingar) hafi farið
með ofbeldi gegn íbúum landsins
frá fornu fari. En það var eins og
það nægði þeim ekki. Þeir áttu
einnig í innbyrðisdeilum og svo fór
að ríki þeirra klofnaði í tvennt,
Ísraelsríki í norðurhluta landsins
og Júdeu í suðurhlutanum en af
nafni þess landshluta sem kemur
af Júda syni Jakobs er nafn Gyð-
inga á flestum Evrópumálum kom-
ið, svo sem Jöde á dönsku, Jude á
þýsku, Jew á ensku, Juif á
frönsku, Judio á spænsku, Ebpén
(Jevrjoi) á rússnesku og Júði á ís-
lensku en við kjósum að nota
virðulegra heitið Gyðingur um
þessa merku þjóð. Íslenska heitið
er dregið af þeirri fullyrðingu að
Gyðingar séu Guðs útvalda þjóð.
Það verður þó ekki af sögu þeirra
séð að Hann hafi verið þeim sér-
lega hliðhollur í gegnum tíðina.
En þeir áttu sjálfir eftir að þola
yfirgang og ofbeldi af hálfu inn-
rásarþjóða síðar. Assýringar lögðu
Ísrael undir sig árið 721 f.Kr. og
herleiddu íbúana til Assýríu, til
svæða í nágrenni við Kaspíahafið.
Í þessari herleiðingu hurfu 10 af
tólf ættkvíslum Ísraelsmanna, af-
komenda sona Jakobs. Aðeins
Júda og Benjamín urðu eftir í Jú-
deu. Það voru svo Babýloníumenn
sem lögðu undir sig Júdeu og her-
leiddu þá Gyðinga sem eftir voru í
landinu, af ættum Benjamíns og
Júda, til Babýlon árið 586 f.Kr.
Það var ekki fyrr en Persar höfðu
sigrað Babýloníumenn að kon-
ungur þeirra, Kýros, heimilaði
Gyðingunum að hverfa aftur heim
til Palestínu til að endurreisa hof
Salómons. Á 4. öld lögðu Grikkir
undir forystu Alexanders landið
undir sig og frá 53 f.Kr. réðu
Rómverjar því allt fram á 7. öld,
en þeir ráku smiðshöggið á brott-
rekstur Gyðinga frá Palestínu og
þegar Arabar náðu landinu undir
sig var fátt um þá í landinu.
Kristnir menn unnu landið í kross-
ferðunum á 11. og 12. öld en
Egyptar náðu völdum þar um
1260. Tyrkir lögðu landið undir sig
á 16.öld og réðu þar ríkjum þar til
í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri
árið 1917 þegar Bretar tóku við
stjórn landsins.
Landið helga land
ófriðar og átaka
Hermann Þórðarson fjallar
um Palestínuvandamálið » Íslenska heitið erdregið af þeirri full-
yrðingu að Gyðingar séu
Guðs útvalda þjóð. Það
verður þó ekki af sögu
þeirra séð að Hann hafi
verið þeim sérlega hlið-
hollur í gegnum tíðina.
Hermann J.E.
Þórðarson
Höfundur er fyrrverandi flug-
umferðastjóri.
ÞÓR Saari, hagfræðingur, skrifar
grein um lyfjakostnað á Íslandi í
Morgunblaðið á gaml-
ársdag. Höfundur
greinarinnar fjallar um
lyfjamarkaðinn á Ís-
landi að lítt ígrunduðu
máli og setur fram full-
yrðingar sem eru ým-
ist rangar eða byggðar
á misskilningi. Því er
bæði ljúft og skylt að
benda á nokkrar stað-
reyndir um lyfjaverð
og lyfjakostnað á Ís-
landi.
Það er staðreynd að
með samkomulagi heil-
brigðisyfirvalda og
framleiðenda frumlyfja
er heildsöluverð á Ís-
landi nú rúmlega 5%
lægra en í Danmörku
og að meðaltali það
sama og í samanburð-
arlöndum okkar, Dan-
mörku, Noregi og Sví-
þjóð. Frá undirritun
samkomulags um
lækkun lyfjaverð á Íslandi um mitt ár
2004 hefur meðalverð lyfja í heildsölu
lækkað um ríflega 10% á sama tíma
og launavísitala hefur hækkað um
tæp 30% og vísitala neysluverðs um
tæp 20%.
Þá er það staðreynd að lyfjaverð
er ákveðið af Lyfjagreiðslunefnd, að
fenginni umsókn lyfjafyrirtækja, og
er, eins og fyrr segir, hið sama í
heildsölu og í samanburðarlöndum
okkar. Tal um fákeppni, einokun og
dugleysi yfirvalda er úr lausu lofti
gripið. Lyfjakostnaður hins op-
inbera, sem hlutfall af heilbrigð-
isútgjöldum, er t.a.m. nokkru lægri
hér á landi en í Danmörku – og sér-
staklega athyglisvert að
þetta hlutfall hefur farið
lækkandi hér á landi á
sama tíma og það hefur
farið hækkandi í Dan-
mörku. Yfirvöld hafa því
sannarlega náð árangri
hér á landi við lækkun
lyfjakostnaðar.
Það er staðreynd að
kynningar lyfjafyr-
irtækja gagnvart lækn-
um og starfsfólki í heil-
brigðisþjónustu lúta
ákveðnum samskipta-
og siðareglum. Þessar
reglur eru aðgengilegar
á www.frumtok.is
Það er staðreynd að
hörð samkeppni ríkir á
lyfjamarkaði á Íslandi.
Undirritaður er í for-
svari fyrir Frumtök,
hagsmunasamtök fram-
leiðenda frumlyfja. Að
Frumtökum eiga 18 fyr-
irtæki aðild, en alls ekki
öll sem á þessum markaði starfa hér
á landi. Er óhætt að fullyrða að eðli-
leg og heilbrigð samkeppni ríkir á
milli allra þessara fyrirtækja, enda
hörð samkeppni um útboðsviðskipti
við stærsta kaupandann á mark-
aðinum, þ.e. hið opinbera.
Nokkrar staðreynd-
ir um lyfjaverð
Jakob Falur Garðarsson segir
Þór Saari setja fram fullyrð-
ingar sem séu ýmist rangar eða
byggðar á misskilningi
Jakob Falur
Garðarsson
» Tal um fá-keppni, ein-
okun og dug-
leysi yfirvalda
er úr lausu lofti
gripið.
Höfundur er framkvæmdastjóri sam-
taka framleiðenda frumlyfja.
ÉG SÉ í nýju frumvarpi
menntamálaráðherra að áróður
Siðmenntar gegn kristindóms-
fræðslu í skólum, sem
að þeirra áliti er trú-
boð, hefur náð eyrum
ráðherra.
Þar sem áður sagði
í lögum að starf-
hættir skólanna
skyldu mótast af
„umburðarlyndi,
kristilegu siðgæði og
lýðræðislegu sam-
starfi“ segir nú að
starfshættir skuli
mótast af „umburð-
arlyndi, umhyggju,
sáttfýsi og virðingu
fyrir manngildi.“
Kristilegu siðgæði
er sleppt. Að flestra
áliti felur kristilegt
siðgæði vel í sér alla
þessa hugsun en
vegna áróðurs Sið-
menntar er það nafn
ekki notað.
Ég tel mjög var-
hugavert að láta smá
áróðurshóp eins og
Siðmennt hafa þau
áhrif að ekki megi
nefna kristilegt sið-
gæði í lagasetningu
Alþingis þegar sett
eru lög um skólamál.
Þótt samstarf við
skólana sé á þeirra forsendum
eins og rætt er um getur Þjóð-
kirkjan eða biskup að mínu áliti
aldrei samþykkt að fella niður að
starfshættir skólanna mótist af
kristilegu siðgæði.
Formaður menntaráðs Reykja-
víkurborgar, fulltrúi Samfylking-
arinnar í starfshópi um samstarf
skóla og trúarhópa segir í Morg-
unblaðinu að breytingin „fangi
betur samfélag nútímans.“ Þvílíkt
rugl.
Yfir 90% þjóðarinnar eru krist-
innar trúar, þar af er mjög stór
hluti meðlimir þjóð-
kirkjunnar. Það „fang-
ar“ eðlilega best sam-
félag nútímans að
skírskota til þess fólks
en ekki til 1-2% trúar-
hópa eða trúleysingja.
Á meðan við erum
kristin þjóð þá tel ég
að öll okkar störf,
hversu lítilmótleg eða
stór sem þau virðast
vera, séu mótuð af
kristilegu siðgæði og
að svo eigi að vera
áfram. Fræðsla okkar
í trúmálum hefur tek-
ið framförum og er
góð miðað við ná-
grannalönd okkar og
okkar skuldbindingar.
Við erum flest sam-
mála því, eins og fram
kemur í áðurnefndum
starfshópi, að ekki eigi
að blanda saman
fræðslu og trúboði. En
eins og þeir vita sem
til þekkja eru mjög
óljós skil milli fræðslu
og boðunar og þar tel
ég að trúin eigi að
njóta vafans eins og
verið hefur undanfarið
í okkar landi þar sem
trúfrelsi ríkir.
Alþingi á eftir að fjalla um þessi
lög ég trúi ekki öðru en að alþing-
ismenn og ráðherra breyti þessu
atriði til fyrra horfs. Með von um
að svo verði gert.
Er kristilegt siðgæði
ekki lengur til?
Gunnar Sveinsson
skrifar um kristinfræði
og barnaskólakennslu
Gunnar Sveinsson
»Ég tel mjögvarhugavert
að láta smá
áróðurshóp eins
og Siðmennt
hafa þau áhrif
að ekki megi
nefna kristilegt
siðgæði í laga-
setningu Al-
þingis þegar
sett eru lög um
skólamál.
Höfundur er fv. kaupfélagsstjóri
KOSNINGAR til Alþingis og
sveitarstjórna lúta sömu lög-
málum og þegar forseti lýðveld-
isins er kjörinn. Í öllum tilvikum
er fólkið í landinu að framselja
vald fulltrúum sínum til fjögurra
ára í senn. Klassískt
fulltrúalýðræði virkar
best þar sem kjör-
gengi er víðtækt,
upplýst umræða á sér
stað í aðdraganda
kosninga, og kosn-
ingaþátttaka er jafn-
framt mikil. Nú eftir
að Ólafur Ragnar
Grímsson hefur til-
kynnt það að hann
sækist eftir endur-
kjöri fjórða kjör-
tímabilið heyrast
raddir þess efnis að
nauðsynlegt sé að setja lýðræðinu
einhverjar skorður með því að
takmarka kjörgengi, þ.e. að setja
hámark á þau skipti sem menn
geti boðið sig fram, hafi þeir náð
kjöri.
Steingrímur J. Sigfússon for-
maður Vinstri grænna reið á vað-
ið, dyggilega studdur af Morg-
unblaðinu.
Stjórnmálafræðingurinn og gamli
kratinn Birgir Hermannsson tek-
ur undir og lýsir þeirri skoðun
sinni að almennt eigi að setja
kjörnum fulltrúum tímamörk eða
hversu lengi þeir mega sitja. Orð-
ræða og skoðanir í þessa veru eru
sprottnar upp úr vantrú á getu
lýðræðisins til að knýja fram
breytingar. Lýðræðisfyr-
irkomulagið sjálft með skil-
greindum og tiltölulega stuttum
kjörtímabilum virkar vel, fulltrúar
óttast nefnilega ekkert frekar en
að verða refsað í komandi kosn-
ingum. Mörg dæmi mætti tína til
þar sem fólkið hafnar
í kosningum fram-
bjóðendum sem það
er búið að fá nóg af.
Að sama skapi öðl-
ast vinsælir stjórn-
málamenn ómetanlega
reynslu eftir marg-
endurtekið kjör.
Steingrímur J. Sigfús-
son er einmitt dæmi
um slíkan. Honum
hefði fyrir mörgum
árum verið gert að
hætta hefðu þær
skorður verið settar á
lýðræðið sem hann talar nú fyrir.
Geir H. Haarde hefði kvatt stjórn-
málin árið 1999 ef skoðun Morg-
unblaðsins um skerðingu kjör-
gengis hefði þá verið þá við lýði.
Hinum dáða þingmanni allt frá
1978, Jóhönnu Sigurðardóttur,
hefði ekki einu sinni gefist ráðrúm
til að flytja sína mögnuðu ræðu
„…minn tímí mun koma!“
Fólkinu er best treystandi að
velja sína fulltrúa og það er ekk-
ert annað en vantrú á
lýðræðisfyrirkomulaginu að halda
því fram að forseti eða aðrir
fulltrúar séu sama sem sjálf-
kjörnir, leiti þeir endurkjörs. Hafi
forsetinn eða aðrir þeir sem með
almannavald fara gert einhver ax-
arsköft eða séu almennt ekki vel
liðnir, tekur fólkið einfaldlega til
sinna ráða og skiptir út. Flóknara
er það ekki.
Það ber því að vara við öllum
hugmyndum sem takmarka lýð-
ræðið. Einnig þeim að kjósa skuli
á sex ára fresti í stað fjögurra.
Með því er almenningi einfaldlega
sjaldnar gefinn kostur á að segja
skoðun sína. Brýnt er að nú fari
fram fari góð umræða um lýðræð-
isþróun og borgaraleg réttindi.
Stjórnmálaflokkarnir þurfa að
marka sér skýra stefnu í þessum
efnum svo almenningur viti hver
vilji þeirra er. Umræðan má hins
vegar ekki smitast af ólíkum skoð-
unum sem menn kunna að hafa á
þeim einstaklingi sem nú gegnir
embætti forseta Íslands og hefur í
hyggju að leita endurkjörs. Að
lokum þetta; – höfum hugfast að
enginn er sjálfkjörinn í lýðræð-
iskosningum og enginn á heldur
að geta gengið að völdunum vís-
um.
Að setja lýðræðinu skorður
Einar Sveinbjörnsson fjallar
um framboð og kosningar » Það ber því að varavið öllum hug-
myndum sem takmarka
lýðræðið. Einnig þeim
að kjósa skuli á sex ára
fresti í stað fjögurra.
Einar Sveinbjörnsson
Höfundur er veðurfræðingur.