Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 41

Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 41 SÍFELLT fleiri rannsóknir benda til þess að blöðruhálskirtils- krabbamein (BHKK) tengist mjólkurneyslu. Í töflunni að neðan er sýnd mjólkurneysla nokkurra landa ásamt dánartíðni af völdum BHKK. Mjólk- urneyslan er sýnd í grömmum á íbúa á dag og dánartíðnin er ald- ursstöðluð á 100.000 íbúa. Tölurnar eru fengnar úr gagna- grunnum Sameinuðu þjóðanna (GLOBOC- AN 2002 og FAOSTAT sjá veftilvitnanir á www.hi.is/oddur/ bhkk). Mjólkur- g/íbúa/dag BHKK neysla dánartíðni Austurlönd Kína 30 1 Indland 179 3 Taíland 59 3 Suður-Evrópa Grikkland 543 11 Ítalía 12 Spánn 446 15 Norðurlönd Danmörk 626 23 Ísland 803 23 Noregur 693 28 Svíþjóð 882 28 Ljóst er að innan svæðanna þriggja eru tölurnar nokkuð einsleit- ar en gerólíkar þeirra á milli. Í Aust- urlöndum er minnst mjólkurneysla og lægst dánartíðni. Þá koma Suður- Evrópulöndin með um níu sinnum meiri mjólkurneyslu og fjórum sinn- um hærri tíðni meinsins. Norður- löndin eru svo með um 13 sinnum meiri mjólkurneyslu en Austurlönd og jafnframt með um níu sinnum hærri dánartíðni. Meðfylgjandi rit sýnir samhengið grafískt. Í töl- fræðilegum skilningi er samhengið markvert, það er mjólkurneysla segir áreiðanlega til um tíðni BHKK-meinsins. Brjóstakrabbamein og ristils- og þarma- krabbamein sýna ásamt BHKK markverða fylgni við mjólk- urneyslu. Þessi ferns konar mein hafa verið nefnd ofátskrabbamein. Viðmiðunarlöndin í töflunni að ofan eru val- in með tilliti til þess að flest okkar þekkja nokkuð til mataræðis í þess- um löndum og við vitum að mat- aræðið innan svæðanna er nokkuð einsleitt en verulega aðgreint svæða á milli. Ýmsir höfundar, t.d. Jane Plant, prófessor við Imperial Col- lege, hafa áður greint frá því að tíðni þessara meina sé lág í Kína en há á Vesturlöndum og ályktað að skýr- ingin liggi í gerólíku mataræði. Plant ráðleggur öllum (utan smábarna) sem eiga við þessi krabbamein að etja að hætta allri mjólkurneyslu. Rannsóknalæknirinn Neal D. Barnard kemst að eftirfarandi nið- urstöðu: „In conclusion, several lines of evidence indicate that cons- umption of dairy products is associa- ted with increased risk of prostate cancer incidence and mortality. Avo- idance of these products may offer a means of reducing risk of this com- mon illness.“ Sjá greinargerð Barna- rds á vefnum „Cancer Prevention and Survival – Milk Consumption and Prostate Cancer“. Í nýrri bók „Foods That Fight Cancer: Preventing Cancer Through Diet“ eftir Richard Beliveau pró- fessor við Háskólann í Quebec og dr. Denis Gingras við sama háskóla eru gefnar ráðleggingar um fæðuval sem líkist austurlensku mataræði. Fæðan á hvort tveggja að koma í veg fyrir að krabbamein myndist og að halda því meini sem farið er af stað í skefjum. Ráðlegt daglegt fæði er rósakál, spergilkál, hvítlaukur, spí- nat, soja, … kryddað með kúrkúma og svörtum pipar. Þeir ráðleggja að daglega sé drukkið grænt te og eitt glas af rauðvíni – bara eitt! Ekki hafa fundist óyggjandi skýringar á því hvers vegna tíðni þessara krabbameina á Norðurlöndum er meðal þess hæsta sem gerist í heiminum. Óneitanlega er margt sem bendir til þess að mjólkurþamb okkar skipti þar sköpum þó ýmislegt annað geti komið til greina t.d. það sem felst í öðrum fæðuvenjum og þá að mjólkin virki sem gikkur. Það gefur samt augaleið að ein- staklingur sem þambar allt að lítra af mjólk á dag fær mjög háan um- framskammt af alls kyns vaxt- arhormónum og efnum sem ætluð eru kálfum til vaxtar en ekki mann- fólki sem komið er af barnsaldri. Varla er við öðru að búast en þetta þamb geti sett líkamsstarfsemi manna úr skorðum – en óyggjandi rannsókn ir skortir. Krabbameinsfélagið Framför var stofnað nýverið til að afla fjár til að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameins í blöðruhálskirtli og til að stuðla að almennri fræðslu um meinið. Félagið hefur stuðlað að því að Jóhanna Eyrún Torfadóttir, dokt- orsnemi í lýðheilsunámi við Háskóla Íslands, hefur nú hafið rannsókn á samhengi íslensks mataræðis í æsku og hættu á BHKK síðar á ævinni. Fylgni mjólkurneyslu og krabbameins í blöðruhálskirtli Oddur Benediktsson skrifar um samhengi mjólkurdrykkju og krabbameins Oddur Benediktsson Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins Framfarar. »Rannsóknir benda tilþess að blöðruháls- kirtilskrabbamein teng- ist mjólkurneyslu. Í greininni koma fram upplýsingar sem styðja þessa fullyrðingu. TENGLAR .............................................. http://www.hi.is/oddur/bhkk/ FYRIR þinginu ligg- ur nú frumvarp til breytinga á jafnrétt- islögunum. Kvenrétt- indafélag Íslands (KRFÍ), sem barist hef- ur fyrir jafnri stöðu karla og kvenna í meira en 100 ár, fagnar því skrefi sem þessi lög taka í átt til auk- ins jafnréttis kynjanna. Það ætti að vera orðið flestum ljóst að án aðgerða stjórnvalda, til dæmis með lagasetn- ingum, miðar jafnréttisbaráttunni hægt. Það er mat stjórnar KRFÍ að frumvarp þetta sé unnið af metnaði og miklum vilja til að breyta því ástandi í jafnréttismálum sem við höf- um í dag, ástandi sem varað hefur of lengi og einkennist frekar af stöð- ugleika en framförum. Fyrir það ber að þakka félagsmálaráðherra sér- staklega. Í frumvarpinu er komið til móts við þá meginkröfu baráttufólks fyrir jafn- rétti kynjanna að gefa opinberum eft- irlitsstofnunum fullnægjandi úrræði til að sinna sínu hlutverki á sviði jafn- réttismála og til að sjá til þess að ákvæðum laganna sé fylgt. Ef slík úr- ræði eru ekki til staðar þá er þess ekki að vænta að einstaklingar eða fyrirtæki fylgi ákvæðum þessara laga frekar en annarra, þar sem van- ræksla á að fylgja lagaákvæðinu hef- ur engar afleiðingar í för með sér. Þá eru í frumvarpinu teknar upp nýjar efnisreglur sem eru til þess fallnar að minnka þann óþolandi launamun kynjanna sem er enn að finna í okkar samfélagi. Þau nýmæli í lögunum sem stjórn KRFÍ vill sérstaklega fagna eru (1) afnám launaleyndar, sem gef- ur möguleika á því að minnka kyn- bundinn launamun, (2) upplýs- ingaskylda opinberra stofnana og atvinnurekenda til Jafnréttisstofu, sem fær útvíkkaðar heimildir til eft- irlits með framkvæmd jafnréttislag- anna, (3) að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála verði bindandi, en þeir hafa hingað til einungis verið leiðbein- andi, og (4) að kynbundið ofbeldi verði fellt undir gildissvið laganna og að Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði verði falið að sinna því sviði ekki síður en öðrum jafnréttismálum. Vissulega myndi KRFÍ vilja sjá stjórnvöld ganga lengra í aðgerðum sínum en það hefur til dæmis sýnt sig í öðrum löndum að lögbundin ákvæði um hlutföll kynjanna í stjórnum fyr- irtækja á einkamarkaði hafa áorkað miklu í að jafna stöðu kvenna og karla. Er ekki síst brýnt að vinna bug á því ójafna hlutfalli sem er enn til staðar í forystustöðum, til dæmis í stjórn- málum og í stjórnum og nefndum, hvort sem er hjá hinu opinbera eða á einkamarkaði. Margir þeirra sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna telja það nauðsynlegt að setja kynjakvóta á stjórnir einkafyrirtækja sem tíma- bundna ráðstöfun á meðan náð er fram því breytta fyrirkomulagi og þeirri hugarfarsbreytingu sem þarf til að gera fólki ljóst að konur og karlar eru jafn hæf til að stjórna og leiða nefndir, fyrirtæki og ríki. Hjá KRFÍ er það ríkjandi skoðun að best væri að komast hjá allri kvótasetningu til að koma á jöfnu hlutfalli kynjanna, en þegar hvorki ríkisvaldið né fyrirtæki á einkamarkaði sjá sóma sinn í því að jafna hlutföll kynjanna af eigin frum- kvæði þá þarf að grípa til annarra að- gerða. Kvenréttindabaráttan á Íslandi hefur staðið í meira en eina öld og á síðustu áratugum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða og unnið að vitund- arvakningu svo að þeir sem ákvarð- anir taka líti ekki síður til kvenna en karla þegar þeir skipa í áhrifastöður. Þrátt fyrir það er hlutfall kvenna á öll- um þeim stöðum sem eru ákvarðandi í þessu þjóðfélagi enn allt of lágt, hvort sem við lítum til þingsins, rík- isstjórnar, stjórna fjármálastofnana eða annarra fyrirtækja á einkamark- aði. Þess vegna hlýtur það að vera næsta skref, ef allir vilja í raun jafn- rétti kynjanna, að koma á því hlutfalli kynjanna sem teljist geti ásættanlegt með lagasetningu, ef ekki vill betur til. Jafnréttisfrum- varpið – skref í rétta átt Halldóra Trausta- dóttir og Þorbjörg I. Jónsdóttir skrifa umfrumvarp til breytinga á jafn- réttislögunum Halldóra Traustadóttir »Kvenréttindafélag Ís-lands telur jafnrétt- isfrumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, skref í átt til aukins jafn- réttis kynjanna Halldóra er framkvæmdastjóri Kven- réttindafélags Íslands/Þorbjörg er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þorbjörg I. Jónsdóttir „NEI, takk,“ segi ég yfirleitt án þess að hugleiða hvað ég er að neita mér um frá degi til dags. Ef ég hef tekið við afritinu þá hefur það verið samankrumpað í vasanum þar til ég hef hent því eftir marga daga án þess nokkurn tímann að líta á það. Ákvörðunin er mín. Ég ætti að taka kortin mín í litum regnbogans úr slíðr- unum og klippa þau áður en einhverjir aðr- ir gera það. Eigum við ekki flest þessa reynslu að eyða um efni fram? En þegar kemur að skuldadög- um ýtum við snjóbolt- anum á undan okkur þar til við getum leyst úr fjármálaflækjunni, nú eða liggjum laglega í súpunni. Valið er allt- af okkar. Ég vel að halda kortunum mínum. Hins vegar hef ég verið að hugleiða að leggja þeim og handfjatla um tíma eða jafnvel framvegis íslensku myntina og seðl- ana í staðinn. Það er svo góð lykt af nýjum seðlum og svo get ég sett klinkið í „Gefðu vatns“ baukinn frá Hjálparstarfi kirkjunnar á skrif- borðinu mínu. Ef ég gerði þetta þá er ég viss um að ég yrði meira með- vitaður um ríkidæmi mitt eða fá- tækt. Mitt er valið. Stórfyrirtæki eru farin að van- treysta blessaðri silfurkrónunni og vilja telja fram í evrum til þess að halda fengnum hlut og bæta jafnvel í. Seðlabankinn heldur uppi háu vaxtastigi til þess að allt fari ekki fjandans til í þjóðfélaginu. Ég má ekki segja þetta af því að ég er prestur. Stórfyrirtækin og Seðla- bankinn tefla blessaða silfurrefskák þar sem þau reyna að máta kónginn sem verst eins og hann eigi lífið að leysa umkringdur riddurum, bisk- upum og peðum. Þetta má ég segja. Hverjum vilt þú fylgja? Valið er þitt. Ég er ekki að hvetja til þess að fólk skipi sér í fylkingarbrjóst, með eða á móti, með gunnfánum, sverð- um og skjöldum. Þetta er kannski veruleikinn í dag. Ég vil aðeins benda á það að Guð lætur sér ekkert mann- legt óviðkomandi og Þjóðkirkjan á ekki að vera feimin að benda á siðferðisbresti í þjóð- arskútunni. Það vil ég nú gera og ég vil hvetja kollega mína til þess að gera slíkt hið sama. Hófsemi er mikilvæg dyggð. Hún er silki- þráðurinn sem perlur dyggðanna eru festar á. Mér finnst þessi þráður vera farinn að trosna á kostnað margra dyggða, viskunnar, hugrekkisins, já, kærleikans sem er höfuðdyggðin í kristnum sið. Það veldur mér áhyggjum. Það er lítið vit í því að eyða um efni fram. Það eru gömul og góð sannindi. Nú er tími til þess að spara og leggja fyrir sem mest við megum því að hlutabréfin falla ásamt úrvalsvísitölunni. Samt höld- um við áfram að kaupa gallabuxur, jafnvel á degi neytendanna, þrátt fyrir að við eigum þrennar fyrir uppi í skáp því að jólin eru að koma. Ég má, ég vil, ég skal, er viðhorf okkar á vegferð okkar í gegnum lífið í allt of ríkum mæli, ekki síst á að- ventunni. Það er engu líkara en við höfum sagt hófseminni stríð á hend- ur. Við þurfum að snúa frá þessari óheillaþróun. Til þess þarf hugrekki, já og kærleika. Okkar er valið. Ég er undir sömu sök seldur. Ég keypti mér dýran Landcruiser- jeppa í haust. Ég hefði alveg getað ekið áfram á gamla bílnum mínum en ég ákvað að kaupa jeppann. Mitt var valið. Ég hafði hins vegar gaman af at- hugasemd kollega míns sem þáði far á Akureyri. Þegar hann sá bílnúm- erið á jeppanum mínum varð hann mjög sposkur á svipinn. Fyrstu tveir bókstafirnir eru: I X. Ég hafði ekki tekið eftir því fyrr. Ef þú, lesandi góður, vilt fá að vita hvað stafirnir I X standa fyrir þá getur þú lagt inn fyrirspurn á trú.is. Þitt er valið Það kemur að skuldadögum. Reikningsskilin eru nær en við höld- um. Þá þýðir ekki að leggja fram af- rit af því sem við höfum keypt, sagt, tjáð og gert. Minnumst þess að á líkklæðunum eru engir vasar. Leit- um því inn á við á aðventunni, ekki síst með því að spegla okkur í ljósi boðorðanna 10, gullnu reglunnar og tvíþætta kærleiksboðorðsins. Þá mun renna upp fyrir okkur ljós – einnig af hæðum á jólum. Hvernig sem á afritið er litið er þetta milli okkar og Guðs. Góðar stundir. Má bjóða þér afrit? Hófsemi er mikilvæg dyggð segir Sighvatur Karlsson »Hófsemi er mikilvægdyggð. Hún er silki- þráðurinn sem perlur dyggðanna eru festar á. Þráðurinn er farinn að trosna. Það veldur mér áhyggjum. Sighvatur Karlsson Höfundur er sóknarprestur á Húsavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.