Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 45

Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 45 Nú er hún Fríða mágkona mín farin í sína síðustu ferð, til fundar við ástvini sína. Ég veit að hann bróðir minn og drengurinn þeirra ástkæri hafa tekið á móti henni á ströndinni eilífu. Þar hafa orðið fagnaðarfundir. Hún Fríða var ekki gefin fyrir óþarfa málskrúð og tilfinningasemi enda búin að lifa tímana tvenna, á ní- tugasta og öðru aldursári. Það er mikil guðsgjöf að halda fullri reisn, bæði andlega og líkamlega, á svo langri leið. En það er sama hvað árin verða mörg, dauðinn kemur okkur alltaf á óvart. Það var mjög gaman að ræða við Fríðu um gamla tímann, þar var ekki komið að tómum kof- unum, hún var afar fróð kona og vel lesin. Endalaust var hægt að sækja í viskubrunn hennar. Nú er okkar góðu samverustund- um á Austurgötunni lokið í bili, ég þakka henni velvild alla og óska henni góðrar heimkomu. María Bjarnadóttir. Þegar ég hugsa til Fríðu koma margar myndir og minningar upp í hugann. Í flestum þeirra er Finnbogi eiginmaður hennar með. Þau komu fyrst í heimsókn fyrir um tuttugu og sjö árum, fyrstu árin komu þau afar sjaldan en með árunum fjölgaði heimsóknunum. Allra seinustu árin þeirra saman komu þau vikulega og áttum við því margar góðar stundir. Þau fylgdust með börnunum vaxa úr grasi, sér í lagi drengjunum þeim Finnboga og Rögnvaldi. Hjónin Finnbogi og Fríða létu sig þá varða og höfðu mikið dálæti á þeim. Nú þegar þau eru bæði horfin á braut eiga börnin mín bæði merkilega muni og minningar um þau. Sumar eru tengdar sjónum, aðrar hvers- dagsleikanum eða merkisdögum. En umfram allt eiga þau vissuna um hve vænt þeim þótti um þau. Ég get brugðið upp myndum sem Fríða gaf mér af sér ungri; ganga langar leiðir til og frá skóla, helst með drengjakoll og ríðandi berbakt í flæðarmálinu. Mynd af Fríðu baka pönnukökur á brúðkaupsdaginn sinn. En tæplega af sorginni, þegar þau Finnbogi misstu drenginn sinn á unglingsárum. Fríða var sterk og tilfinningarík kona sem fór sínu fram og trúði á góðan málstað. Hún sat ekki hjá í líf- Málmfríður Jóhannsdóttir ✝ Málmfríður Jó-hannsdóttir, Austurgötu 25 í Hafnarfirði, fæddist í Laxárdal á Snæ- fellsnesi 2. júlí 1916. Hún lést á Sankti Jósepsspítala í Hafnarfirði aðfara- nótt 22. desember síðastliðins. For- eldrar hennar voru Jóhann Ingibergur Jóhannsson, f. að Hrúti í Dalasýslu 1893, d. 1966 og Marta Hjartardóttir, f. að Þór- oddsstöðum í Hrútafirði 1895, d. 1938. Málmfríður var gift Finnboga Bjarnasyni frá Búðum í Stað- arsveit, f. í Reykjavík 2. ágúst 1926, d. 26. júní 2006. Finnbogi var sonur Bjarna Finnbogasonar frá Búðum og Sigríðar Karls- dóttur. Málmfríður var jarðsungin frá Fossvogskapellu 3. janúar. inu, nema ef vera skyldi þegar lúxus og bruðl voru annars veg- ar. Hún tók afstöðu til mála og skemmst að minnast þess þegar hún fór gangandi á kjörstað til að taka þátt í kosningum um stækkun álversins. Fríða var útsjónarsöm og úrræðagóð, hún kunni ógrynni af ljóð- um, samdi sjálf og hafði unun af að hlusta á sögur. Henni var það mikið kappsmál að vera sjálfbjarga með allt, en kunni vel að meta það sem gert var fyrir hana. Fríðu líkaði að gera vel við aðra og var umhugað um velferð annarra. Hún kvaddi oft- ast með því að biðja Guð að geyma mig rétt eins og aðra sem henni þótti vænt um. Á sama hátt bið ég nú Guð að geyma Fríðu. Með þakklæti og virðingu. Ágústa Óladóttir. Hún Fríða mín var einstök. Það er nú ekki oft á lífsleiðinni sem maður kynnist mjög traustum vini, en slíkt er einstakt og skilur eftir ríkar minningar. Eftir fráfall Boga sást vel hver styrkur Fríðu var er hún enn og aftur tókst á við lífið og vann úr því. Það gerði hún með löngum göngutúrum, símum með stærri stöfum, færandi húsgögn og æðri styrk. Kvöld eitt heyrði ég mikið þrusk á efri hæðinni og fór upp. Fríða var þá hálfnuð við að færa stórt hjónarúm sitt til, slíkur var hugur hennar. Fríða var húmorísk, glettin og beinskeytt, stundum með smá kald- hæðnistón. Stundir okkar Fríðu þar sem við sátum að spjalli við te- drykkju og ræddum lífsins mál eru gull í minningunni. Þar var rædd pólitík og dagsins mál. Í einu slíku spjalli 14. desember, er átti sér stað á St. Jósepsspítala, vorum við að ræða ástina og kærleikann. Þá sagði Fríða að hún hefði velt þessu mikið fyrir sér er hún var að skúra í Garði, sem reyndist vera í kringum 1960, og fór með hugleiðingu sína fyrir mig, sem ég skráði niður. Ég vil fá að gefa þessu nafnið Kærleikur. Ástin er orðvana hljómur aflið sem lífinu stjórnar, sterkari en stóri dómur, stoltið sem öllu fórnar. Bjargvættur barnsins snauða, bjargið sem ofviðrið klýfur, ljósið í lífi og dauða, leiftrið sem alla hrífur. Hún brýst inn í hreysi og hallir í hjarta hvers einasta manns, ósjálfrátt lúta allir almætti kærleikans. (Málmfríður Jóhannsdóttir) Veistu það Lúlli minn, þetta sam- einast allt í kærleikanum, ástin sjálf er eigingjörn, sagði Fríða. Fríða sagði mér við fráfall Boga að hún hefði viljað að Bogi fengi að fara á undan henni. Fríða og Bogi voru ótrúlega samrýnd hjón og það var ekki þeirra að vera lengi frá hvort öðru. Ég veit að þau Fríða og Bogi munu áfram fylgja mér og vaka yfir mér. Þinn Lúðvík. samferða. Þú varst mikill faðir og tengdafaðir en fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir það að börnin mín nutu þeirra forréttinda að fá að alast upp með afa sínum og ömmu sem hafa veitt þeim mikla gleði og það veganesti í lífinu sem er ekki alltaf á færi foreldra að gefa. Elsku tengdapabbi, minningarnar um þig, þennan góða mann sem allt vildir fyrir mig og fjölskyldu mína gera, munu seint gleymast. Það er sárt að hafa ekki goldið þér í sömu mynt í þeim mæli sem ég hefði viljað en ég get vonandi bætt upp fyrir það síðar þegar við hittumst hjá æðri máttarvöldum. Ég mun þó reyna af fremsta megni að hjálpa Guðnýju þinni hvenær sem er eins og þú hefðir viljað. Þegar við fölskyldan fórum að byggja fyrir tveimur árum klæjaði þig mikið í puttana að hjálpa okkur en vegna mikilla veikinda, sem þú barð- ist við, var það illmögulegt fyrir þig og þú varst ekki sáttur við það. En þú vannst það þó upp svo um munaði á öðrum sviðum þar sem þú fórst í ótal sendiferðir, ýmist með okkur eða fyr- ir okkur. Til vitnis um hvað þú hafðir gaman af að gleðja aðra að þá við það eitt að minnast á það að okkur langaði aftur í plötuspilara eins og í gamla daga þá gafstu okkur plötuspilarann þinn og allar plöturnar. Þá fannst þér að okkur vantaði almennilegan magn- ara og hátalara og þá var farið í ótal sendiferðir á nytjamarkaði til þess að finna það sem okkur vantaði á sem hagkvæmastan hátt. Alltaf varstu rokinn af stað til þess að redda hinu og þessu sem þú vissir að okkur vant- aði þrátt fyrir að þú ættir við mikil veikindi að stríða. Einnig passaðir þú yngri stelpuna okkar fyrir okkur þeg- ar við þurftum að standa í útrétting- um þegar við vorum að byggja og hjálpaðir eins mikið til og heilsa þín bauð. Ég tel mig heppinn að hafa fengið að njóta samveru þinnar þessi ár sem við fengum. Krafturinn og gleðin sem skein af þér í hvert skipti sem þér tókst að gleðja aðra verður áfram leiðarljós mitt og verður það áfram þrátt fyrir að þú sért kominn til æðri máttarvalda. Að leiðarlokum vil ég, tengdapabbi minn, fá að kveðja þig hinstu kveðju. Það geri ég með ást og virðingu og með þakklæti fyrir allar þær yndis- legu stundir og minningar sem ég á frá mínum samverustundum með þér. Megi algóður Guð vaka yfir þér og veita eftirlifandi eiginkonu þinni mik- inn styrk á komandi árum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þökk fyrir allt. Þinn vinur og tengdasonur, Olgeir Sigurðsson. Elsku afi minn, ég sakna þín mjög mikið, þú varst mjög góður og fynd- inn afi. Þú varst alltaf að gefa mér eitthvað skemmtilegt. Þegar þú og amma voruð að passa mig síðast gafstu mér rosa flott útvarp sem ég átti að hlusta á þegar ég færi að sofa og ég var mjög glöð með það. Þú varst líka með „afa-tattú sem var svo flott. Þú varst svo stríðinn, afi minn og kallaðir mig „rófu tófu“. Þú áttir alltaf til „afa spes brjóstsykur“ og þú varst góður vinur minn og spes afi. Takk fyrir allt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Bless elsku afi minn. Ástrós Perla Olgeirsdóttir. ✝ Elsku vinir og vandamenn, innilegustu þakkir fyrir alla samúðina, hlýjuna, stuðninginn og elskuna vegna andláts og útfarar okkar elskulega eigin- manns, pabba, sonar, bróðurs og tengdasonar, JÓNS GUNNARS GRJETARSSONAR, Brunnstíg 4, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 11E á Landspítalanum, líknardeild Landsspítalans í Kópavogi og samstarfsfólki Jóns Gunnars og Önnu Borgar. Anna Borg Harðardóttir, Andri Jónsson, Sandra Jónsdóttir, Tinna Jónsdóttir, Grétar Þorsteinsson, Sandra Jóhannsdóttir, Nína Karen Grétarsdóttir, Hjörtur Þór Grétarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Hörður Sævar Óskarsson, Anna Margrét Friðbjarnardóttir.                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og vináttu við andlát og útfarir bræðranna frá Vöðlum í Önundarfirði, föður míns, ÞORSTEINS BERNHARÐSSONAR, f. 1. febrúar 1915, d. 20. september 2007, og föðurbróður, TÓMASAR BERNHARÐSSONAR, f. 18. mars 1919, d. 11. desember 2007. Sérstakar þakkir til séra Auðar Ingu Einarsdóttur prests og Sverris Einarssonar hjá Útfarastofu Íslands. Einnig viljum við þakka öllu dásamlega fólkinu á deild 2 B og C á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni sem önnuðust Tómas hans síðustu æviár. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Halla Kristín Þorsteinsdóttir, Þorgeir Einarsson. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls eiginmanns míns, MAGNÚSAR STEFÁNSSONAR skipstjóra, Nýbýlavegi 84, Kópavogi. Fyrir hönd barna, stjúpbarna, tengdabarna og barnabarna, Guðrún Friðriksdóttir. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.