Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar 2008 og 2009 FERÐAÞJÓNUSTA Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu á ofangreindum svæðum. Umsækjendur geta verið sveitarfélög, einstaklingar og fyrirtæki og er hámarksstyrkur til hvers verkefnis 8 milljónir kr. Verkefnin verði unnin á árunum 2008-2009 og verður styrkurinn greiddur í tvennu lagi, helmingur hvort ár. Seinni greiðslan er háð árangursmælingu í samræmi við ákvæði í umsókn, en hver umsækjandi gerir tillögu að árangursmælikvarða fyrir viðkomandi verkefni. Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna á sköpun nýrra starfa á svæðunum og hversu hratt störfin geta orðið til. Ekki er um að ræða styrki til menntunar eða rannsókna. Umsóknum skal skila á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem hægt er að nálgast á vefsíðum Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is) og Ferðamálastofu (www.ferdamalastofa.is) Umsóknum skal skila til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða Ferðamálastofu, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík fyrir 5. febrúar 2008. A da da og hvar er svo þessi gæi sem kom mér í stuð? VEÐUR Þeir hljóta að vera glaðir þessadagana, eigendur húsa við neð- anverðan Laugaveg, sem nokkuð hafa verið til umræðu að undan- förnu. Þeir ætluðu að fara að rífa húsin með ærnum tilkostnaði og byggja nýtt hús.     Þá kom borgarstjórinn í Reykja-vík, Dagur B. Eggertsson, til sögunnar og bauðst til þess að láta skattgreiðendur í Reykjavík greiða kostnað við að fjarlægja húsin.     Niðurstaðan afmálinu eins og það stendur nú er þessi:     Húsin verðafjarlægð en á kostnað skatt- greiðenda í Reykjavík en ekki eigendanna!     Hvílík stjórnvizka!     Hafa húsafriðunarmál ekki veriðuppáhaldsmál Samfylkingarinn- ar? Borgarstjórinn virðist hins vegar hafa misskilið þetta tiltekna mál.     Baráttan hefur snúizt um að varð-veita óbreytta götulínu.     Hún verður ekki varðveitt meðþeirri ákvörðun borgarstjóra að flytja húsin annað.     Borgarstjórinn hefur greinilegagengið í lið með eigendunum. Báðir ætla að fjarlægja húsin. Dagur ætlar bara að taka það að sér eig- endunum að kostnaðarlausu.     Ætli það sé alveg föst regla hjáSamfylkingunni að standa aldr- ei við neitt af því, sem flokkur lofar, þegar hann er kominn í aðstöðu til að ráða? STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Greiðasamur borgarstjóri SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                              * (! +  ,- . / 0     + -                                          !"# 12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (         $%% $%%! &# "             &# " :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?                                                          *$BCD                                         ! "  *! $$ B *!   '( )" ("  #  !"*+ ! <2  <!  <2  <!  <2  '#")&, -&%./ ,!&0 2 E                      #$           %&$        '     !  $ % 6  2  (     '  #    !  # B    #   "             ) *     $ %  &   1$,, !22&,!"* 3 !  *!-&%4   &    5 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðrún Emilía Guðnadóttir | 5. janúar 2008 Rifin niður í kassa Hvað ætli það séu mörg hús í geymslum út um allt land, sem átti svo að reisa síðar. Síðan er aldrei fjár- magn til að fram- kvæma það. Ég er algjörlega andvíg niðurrifi gamalla húsa, en geri mér grein fyrir því að sum hús eru ónothæf. Þá á bara að henda þeim, annars á að láta þau standa. Meira: milla.blog.is Lilja G. Bolladóttir | 5. janúar 2008 Pabbahelgar … Ekki er nú öll vitleysan eins. Ég sit hér kl. 2.30 um nótt, þegar ég ætl- aði að vera búin að snúa sólarhringnum við … og svo ætlar Ást- þór að bjóða sig aftur fram til forseta. Hefur maðurinn ekki ennþá skilið að þjóðin vill hann ekki og hvernig er þetta með lýðræðið? Er þetta ekki hluti af lýðræðinu, þ.e. að við höfum hafnað honum tvisvar, og er honum þá stætt á því að bjóða sig fram í þriðja skiptið?? Meira: liljabolla.blog.is Sveinn Ólafsson | 5. janúar 2008 Sandárbókin … Sandárbókin – pastoralsónata eftir Gyrði Elíasson fékk mig til að hugsa um margt. Einhverra hluta vegna fór ég að hugsa um alla aðra hluti en það sem þar var skrifað þegar ég las hana. Ekki fyrir það að hún hlaupi um víðan völl. Þvert á móti er hún stutt, skörp, auðlæs og segir allt í fáum orðum. Hugurinn kallar upp Walden eftir Henry David Thoreau, sem Gyrðir vitn- ar reyndar beint til … Meira: sveinnolafsson.blog.is Sigurður Mar Halldórsson | 5. janúar Brjóst í bleikum römmum Þegar ég kynntist krabbameinsbrans- anum fyrir rúmu ári, kom það mér verulega á óvart að í bæklingum, kynningarefni og fjöl- miðlaumfjöllun um brjóstakrabbamein voru nær ein- göngu myndir eða teikningar af kon- um með hinn „fullkomna“ líkama. Þetta pirraði mig því ég hélt að þessi tiltekni bransi væri laus við að halda á lofti röngum staðalímyndum sem hafa reyndar farið í taugarnar á mér mjög lengi. Og æskudýrkun á vart heima í umfjöllun um sjúkdóm sem oftast hittir fyrir konur sem komnar eru af léttasta skeiði … Konur eru eilíflega minntar á þá staðreynd að þær séu ekki nægilega fallegar, tískuheimurinn og fjölmiðlar sjá til þess. Það þarf ekki að fjölyrða um hve slæm áhrif þetta hefur á sjálfsmynd margra kvenna og er jafn- vel uppspretta óhamingju sem er ann- ars með öllu ástæðulaus. Ég var búinn að pirra mig á þessu öllu saman í tæpt ár þegar ég frétti af því að Ljósið, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra, biðlaði til listamanna að gefa verk sem hægt væri að selja í fjáröflunarskyni. Þá fékk ég hugmynd sem ég ámálgaði strax við góða vin- konu mína. Hugmyndin var sumsé að taka myndir af öllum stærðum og gerðum af brjóstum og setja í bleika ramma. Vinkonu minni leist mjög vel á enda eigum við það sameiginlegt að fá stundum klikkaðar hugmyndir og hún bauðst strax til að finna handa mér konur til að mynda. Ég var satt að segja ekki bjartsýnn á að mikið kæmi út úr því, kannski tvær. En raunin varð sú að konur tóku að streyma til mín í stúdíóið og vildu gjarnan fá að taka þátt í þessu verkefni. Þetta eru allt glæsilegar og stoltar konur og ég er þeim óendanlega þakklátur … Ég hef fengið góðar viðtökur við þessu tiltæki enda eru myndirnar afar fallegar þó ég segi sjálfur frá enda ekki von á öðru með jafn fallegt mynd- efni. Ég hef hug á að halda áfram í krossferð gegn staðalímyndum og sýna fram á þá staðreynd að allar konur eru glæsilegar, bara ef þær ákveða það sjálfar, þær þurfa ekki að líta út eins og súpermódel til að vera fallegar á ljósmynd. Meira: marason.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.