Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 24
lífshlaup
24 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
A
llt hefur sitt upp-
haf og sinn endi
– líka það að
vera hag-
stofustjóri.
Raunar hafa
ekki nema þrír
slíkir starfað á
Íslandi og nú er sá síðasti að láta af
störfum og ekki mun neinn annar
taka við hans starfi óbreyttu. Það var
Arnljótur Ólafsson alþingismaður
sem fann á 19. öld upp orðið hagfræði
og hagstofa, en þá hefur hann vafa-
laust ekki órað fyrir hve fyrirferð-
armikið þetta orð ætti eftir að vera í
þjóðlífinu.
Hallgrímur Snorrason segist ekki
alveg vera búinn að venjast þeirri til-
hugsun að Hagstofan sé að hverfa úr
lífi hans. Hins vegar fær hann dul-
arfulla hringingu frá Palestínu með-
an ég tek upp penna og pappír og af
samtalinu ræð ég að ný ævintýri í lífi
Hallgríms geti beðið bak við næsta
horn.
Hagfræði og Hagstofa – orðin hafa
yfir sér nánast ómanneskjulegan
blæ, þótt vissulega sé í þessum tveim-
ur orðum einmitt fjallað um grund-
völl hinnar mannlegu tilveru, að
minnsta kosti hinar efnahagslegu. En
á bak við orð eins og hagstofustjóri
leynist maður sem á sér bæði fortíð
og framtíð, fæddist og fermdist eins
og við hin. Honum erum við komin til
að kynnast.
„Ég hef aldrei verið mjög gjarn á
að halda sjálfum mér fram sem slík-
um, miklu frekar þeim málefnum sem
ég hef fengist við,“ segir Hallgrímur
og fer undan í flæmingi þegar ég vil
tala um hans einkalíf. En þegar við
höfum sopið úr einum kaffibolla og
ljósmyndarinn hefur lokið sínu verki
fer hann að segja mér deili á sér.
„Ég fæddist í Reykjavík 1947. For-
eldrar mínir voru Þuríður Finns-
dóttir, uppalin á Ísafirði en ættuð frá
Akureyri, og Snorri Hallgrímsson
læknir, sem var Svarfdælingur. Við
bjuggum ásamt fjórum systkinum
mínum í Vesturbænum, á Ásvalla-
götu 26. Faðir minn byggði ásamt
öðrum manni þetta hús 1950. Þetta
var sérkennilegt hverfi sem sam-
anstóð af tví- og þríbýlishúsum á
ýmsum aldri og svo verkamannabú-
stöðum. Þetta var skemmtilegt um-
hverfi sem gaman var að leika sér í,
góður leikvöllur og fótboltavellir. Ég
horfði ásamt fleiri krökkum á þegar
styttan af Héðni Valdimarssyni var
sett upp, hún setti svip á hverfið.
Húsið okkar teiknaði Halldór H.
Jónsson, sem var stór í sniðum, íbúð-
in var því afar rúmgóð, hæð og ris, en
húsnæðið var ekki að sama skapi
hentugt. Mikið borið í uppganga og
stofur en minna í eldhúsið. Allt var
skammtað á þessum árum og á teikn-
ingum þessara ára var gjarnan getið
um vinnustúlknaherbergi, þetta var
gert til að fara á svig við skömmt-
unarreglur sem þá ríktu. Vinnukonur
höfðum við hins vegar aðeins einu
sinni og þá í skamman tíma. Þetta var
kona frá Færeyjum og mamma var
þá með þrjú smábörn. Elst er Mar-
grét læknir, svo er ég, þá Gunnar
sem er rafvirki, Auður er hjúkr-
unarfræðingur og yngstur er Finnur
sem er læknir í Noregi. Í hópi maka
eru læknir, lyfjafræðingur og hjúkr-
unarfræðingur. Við Gunnar skerum
okkur úr, hvorki við né konur okkar
eru úr heilbrigðisstétt,“ segir Hall-
grímur.
Snorri faðir hans lifði ekki að sjá
hina miklu fjölgun heilbrigðisfólks í
fjölskyldunni, hann dó 1973, sextug-
ur að aldri.
„Faðir minn var prófessor og yf-
irlæknir og var með eigin stofu á
tímabili en eigi að síður var hann
mikill félagi okkar. Mamma var hins
vegar heimavinnandi og fjölskyldan
brallaði heilmikið saman hvað varð-
aði sumarbústaðamál, veiði og fleira.
Frá honum hef ég erft mikinn veiði-
áhuga. Seinna lagði pabbi fyrir sig
laxarækt og var með klakhús ásamt
vini sínum. Hann var skurðlæknir og
því nokkuð flinkur að flaka fisk og
það var mál manna að varla hefðu
sést önnur eins vinnubrögð við flán-
ingu og þegar pabbi fláði hreindýr
sem hann veiddi á Austurlandi.“
Fröken Gyða og Vetrarstríðið
– Hvar lærði faðir þinn sína sér-
grein?
„Hann lærði fyrst hér við Háskóla
Íslands en fór svo til Danmerkur og
var í Árósum í sínu sérgreinarnámi.
Þá braust stríðið út, 1939, og hann
fór frá Danmörku yfir til Svíþjóðar
og þaðan sem læknir með sænskum
sveitum yfir til Finnlands og tók þátt
í Vetrarstríðinu svonefnda, þegar
Rússar réðust inn í Finnland. Þegar
því lauk komst hann ekki aftur til
Danmerkur svo hann ílentist í Sví-
þjóð við Karólínska sjúkrahúsið í
Stokkhólmi. Þar skrifaði hann sína
doktorsritgerð um enduruppbygg-
ingu á fæti – nokkuð sem ég ber ekki
skynbragð á. Faðir minn talaði ekki
mikið um þessa lífsreynslu sína, sem
ábyggilega hefur verið honum erfið.
Það var dálítill ævintýramaður í hon-
um.
Faðir minn mótaði okkur öll systk-
inin mikið þótt hann talaði um það
eitt sinn við mig sem fullorðinn að
líklega hefði hann verið slakur uppal-
andi. Ég átti bágt með að skilja þau
orð og finnst hann hafa verið góð fyr-
irmynd og félagi.“
– Hvar kynntust foreldrar þínir?
„Faðir minn var algerlega snoð-
klipptur þegar hann hitti mömmu,
hafði gengið í gegnum aflúsun eftir
þátttökuna í stríðinu í Finnlandi.
Mamma var elst sex barna Finns
Jónssonar ráðherra og fyrri konu
hans, Auðar Sigurgeirsdóttur, sem
dó ung 1936. Mamma kynntist norsk-
um skíðakennara sem hún giftist og
fór með til Noregs. Vilhjálmur Fin-
sen, sendiherra í Noregi og fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins, réð
hana til starfa í sendiráðinu. Þegar
Þjóðverjar hertóku Noreg var ákveð-
ið að íslenska sendiráðið flytti til
Stokkhólms og hún fór með, þá frá-
skilin.
Foreldrar mínir giftu sig 1942, þá
var hún 26 ára og hann 29 ára. Hann
hafði þá lokið sérnámi sínu en
mamma hafði lokið gagnfræðaprófi
og átti að baki nám í hússtjórn-
arskóla. Til er bók sem gengur undir
nafninu Fröken Gyða, eftir skóla-
stýru Hússtjórnarskólans á Ísafirði.
Hún lét nemendur sína skrifa niður
uppskriftir og þá bók notaði mamma
alla sína búskapartíð og ég á þessa
bók núna.“
Hallgrímur upplýsir mig um að
lagkakan sem ég var að enda við að
sporðrenna nánast í heilu lagi sé bök-
uð eftir uppskrift úr þessari merku
bók og snarar sér svo fram í eldhús
til að sækja gripinn. Bók þessi er fag-
urlega innbundin og í henni fjöl-
margar uppskriftir skrifaðar með
snoturri ungmeyjarskrift – greini-
lega núverandi eiganda sínum mikils
virði ef marka má hvernig hann
handleikur hana.
„Það var ekki alveg heppni að ég á
þessa bók nú,“ segir Hallgrímur svo-
lítið drjúgur. „Þegar ég kom á Ás-
vallagötuna aftur eftir nám erlendis
og pabbi var nýlega látinn héldum
við mamma saman heimili. Ég fór þá
að seilast í Fröken Gyðu til að læra
eitthvað í matseld. Mamma sagði svo
síðar að ég hefði verið það barna
hennar sem helst hefði sýnt mat-
argerð hennar áhuga og því væri
þess bók best komin hjá mér.“
En nú hefur Hallgrímur heldur
betur tekið undir sig stökk, frá tíma-
bili leikvallarveru til loka sérfræði-
náms erlendis í hagfræði.
„Það gerðist auðvitað geysilega
mikið á þessum árum sem liðu þarna
á milli. Ég fór í Melaskóla og Haga-
skóla og svo í Menntaskólann í
Reykjavík. Árið 1951-1952 fórum við
Margrét systir með foreldrum okkar
til Bandaríkjanna, pabbi var þá í
námsferð. Þegar heim kom fór ég í
tímakennslu. Þótt ég væri heldur
ungur fékk ég inni í Melaskólanum
fljótlega, ég hef grun um að skóla-
stjórinn sem þá var þar hafi verið það
sem kallað var heima hjá mér „við-
gerður“ maður – líklega hef ég notið
verka föður míns þegar ég fékk að
fara í sjö ára bekk ári á undan jafn-
öldrum mínum – ekki var þessi upp-
hefð fyrir mína verðleika, svo mikið
var víst. En mér tókst að halda í við
skólafélaga mína og fór mína skóla-
leið. Mér gekk þokkalega í skóla,
mikill tími fór í félagslífið, einkum í
MR. Bæði var ég þar forseti Fram-
tíðarinnar og síðar Inspector Scholae
í mínum árgangi. Þetta félagsmála-
stúss í skólanum veitti mér eiginlega
bólusetningu gegn félagsmála-
þátttöku fyrir lífstíð.
Eftir stúdentspróf fór ég til náms í
hagfræði í háskólann í Edinborg. Við
val á námsgrein studdist ég nánast
við útilokunaraðferðina – læknir ætl-
aði ég allténd ekki að verða og engir
listrænir strengir létu á sér bæra. Ég
hafði hins vegar áhuga á sögu og
málfræði – en niðurstaðan varð
þessi.“
Nokkuð upp á kvenhöndina
Ég spyr um menntaskólaástir hins
verðandi hagfræðings.
Hallgrímur verður svolítið und-
irleitur og vill fátt eitt um það mál
ræða. Viðurkennir þó að hafa verið
nokkuð upp á kvenhöndina á þessum
árum sem svo auðvitað lauk með því
að hann eignaðist góða vinkonu sem
þó fór ekki með honum til Edinborg-
ar.
„En hún kom síðar,“ viðurkennir
Hallgrímur heldur treglega. Sam-
bandið varði vetrarlangt en tók svo
að súrna, eins og hann orðar það.
„Ég fór oft heim á þessum tíma og
reyndi eftir bestu getu að vinna fyrir
námi mínu, sem svo aftur hafði þau
áhrif að ég fékk minni námslán en
ella hefði verið. En það var í sjálfu
sér ágætt, þá voru námsskuldirnar
þeim mun minni,“ segir hann. Ým-
islegt tók hann sér fyrir hendur í at-
vinnuskyni; vann í Áburðarverk-
smiðjunni, var í heyskap fyrir austan
fjall, þvældist í hestaferðalög, var
Lagði sjálfan sig niður
Morgunblaðið/Frikki
Hallgrímur Snorrason „Hagstofustjóri í litlu ríki eins og Íslandi getur ekki leyft sér að vera bara einhver fígúra
sem situr í brúnni, heldur tekur hann fullan þátt í vinnunni og er hluti af henni.“
Hagstofan er í margra augum heldur þurrlegur vett-
vangur. En þegar betur er að gáð iðar þar allt af lífi.
Hallgrímur Snorrason er líka líflegur maður sem á að
baki litríkan feril í námi og starfi. Hann hefur nú í fé-
lagi við ríkisstjórnina lagt sjálfan sig niður sem hag-
stofustjóra og ný ævintýri bíða á næsta leiti. Guðrún
Guðlaugsdóttir ræddi við Hallgrím.
» Þegar ég kom á Hag-
stofuna var bara ein
tölva til og hún var eig-
inlega alltaf biluð