Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 54
Það þarf varla að kynna þessa síðu fyrir aðdáendum kvikindislegra teiknimyndabrandara … 60 » reykjavíkreykjavík FYRIRTÆKIÐ New Line Cinema yrði seint sakað um að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í verkefnavali. Fyrst var það þríleik- urinn Hringadróttinssaga og nú hafa ráðamenn þar á bæ ráðist í framleiðslu fyrstu bókar Philips Pullmans af þremur sem hafa yf- irskriftina His Dark Materials. Ber sú fyrsta heitið Northern Lights en er e.t.v. betur þekkt undir nafninu Gullni áttavitinn (The Golden Compass). Reyndar kallaði Pullman sjálfur þríleikinn sinn iðulega Gullna áttavitann. Myndin er sann- kölluð ævintýramynd. Þar má sjá ísbjörn sem talar með málrómi Ian McKellen, björninn Ragnar Sturlu- son og fljúgandi nornina Serafinu Pekkala. Þess má geta að það er fullyrt í kvikmyndatímaritinu Emp- ire að Pullman hafi sjálfur viljað fá Björk til að leika Serafinu. Það var ljóst frá upphafi að fyr- irtækið ætlaði sér ekki minni vel- gengni með myndina og hugs- anlegar framhaldsmyndir hennar en þríleik Peters Jackson. Á kvik- myndahátíðinni í Cannes, sem fór fram síðasta vor, var blásið til mik- illar kynningar á myndinni og öllu sem henni við kemur þó svo að ein- ungis væri tilbúið til sýningar um 10 mínútna sýnishorn af henni. Meðal þeirra sem mættu á svæðið til að kynna myndina var leikarinn Daniel Craig sem fer með hlutverk Lord Asriel í myndinni. Þegar Craig mætir til viðtals byrjar hann á að rifja upp gamla viðtalstíma með kollega mínum frá Þýskalandi, viðtal sem greinilega hafði ekki gengið sem skyldi fyrir nokkrum árum. „Ég frétti reyndar að Roman Pol- anski hefði labbað út úr viðtali hér á hátíðinni um daginn. Mér finnst það nokkuð góð hugmynd hjá honum,“ segir Craig en lætur sem betur fer ekki verða af því að apa þessa hegð- un eftir Polanski. Því getur viðtalið hafist. Erfitt að þiggja boðið um Bond Craig er greinilega enginn ný- græðingur þegar kemur að kvik- myndahátíðinni í Cannes, hann hef- ur verið hér oft áður. Hann segir ekki mikið hafa breyst nema kannski aðstöðu sína á staðnum, hann dvelji nú á langtum glæsilegra hóteli en áður. Breytingarnar megi rekja til einnar afdrifaríkustu ákvörðunar sinnar á starfsferlinum, að taka að sér hlutverk James Bond. „Ég er auðvitað bara þakklátur fyrir að hafa nóg að gera og fá að vinna vinnuna mína,“ segir Craig auðmjúkur. Hann segir það hafa verið mjög erfiða ákvörðun fyrir sig að ákveða að þiggja boð um að verða sjötti James Bond hvíta tjaldsins. „Það tók mig hálft annað ár að ákveða mig endanlega hvort ég ætti að slá til. Ég spurði alla sem ég þekki ráða en sá eini sem gat tekið endanlega ákvörðun var auðvitað bara ég sjálfur. Ég hugsaði einfald- lega, ef ég vil ekki gera þetta … hvað þá.“ Nú þykir líklegt að framhald verði á ævintýrum Asriels og félaga hans og ný Bond-mynd er einnig í bígerð. Ætli Craig sé ekkert hræddur um að verkefnaval hans skilji ekki eftir mikið rúm til að taka að sér önnur hlutverk sem kunna að bjóðast. „Nei, ótrúlegt en satt, er nógur tími til þess líka.“ Blár og marinn að vanda Craig fer með hlutverk vísinda- mannsins Lord Asriel í Gullna átta- vitanum, eins og áður sagði. Craig lýsti persónunni þannig: „Hann er vísindamaður og einnig talsverður ofurhugi. Hann vílar ekki fyrir sér að hlaupa maraþonlangar vegalengdir daglega upp um fjöll og firnindi í leit að sannleikanum,“ seg- ir Craig og viðurkennir að í honum blundi ofurhugi. „Við vorum við tökur uppi á fjöll- um í Sviss. Við vorum flutt þangað með þyrlum og stundum var óvíst hvort við kæmumst yfirhöfuð niður þann daginn. Þá vonaði ég alltaf að við yrðum veðurteppt.“ Af sýnishorni myndarinnar að dæma er mikið um tæknibrellur sem gera meðal annars ísbjörnum kleift að ræða málin við mannfólkið. Er það ekki skrýtið fyrir leikara að leika á móti grænum skjá meiri- hluta tímans? „Ótrúlegt en satt þá var ekki mikið notast við græna skjái við gerð myndarinnar. Íshellirinn sem sést í myndinni var til dæmis skor- inn út í jökul í Noregi og heilu sviðsmyndirnar voru byggðar fyrir okkur að leika í svo að þetta var allt mjög raunverulegt. Einnig finnst mér mjög gaman að fá að gera eitt- hvað af áhættuatriðum mínum sjálf- ur til að þetta verði enn raunveru- legra,“ segir Craig sem aðeins tveimur dögum áður hafði verið að renna sér niður ísilagðar brekkur í Noregi við upptökur á aukaefni fyr- ir myndina. „Ég er búin að vera all- ur blár og marinn á skrokknum síð- an tökur hófust en ég var reyndar vanur því síðan í Bond-myndunum.“ Snemma beygist krókurinn og Craig segist hafa sem barn hafa viljað verða áhættuleikari. „Mér fannst bara svo gaman að detta af hjólinu mínu,“ segir hann. „Svo fór leiklistin að heilla mig en ég er reyndar leikari á öðrum for- sendum í dag en ég var þegar ég byrjaði. Í dag sé ég leiklistina sem vettvang til að koma málefnum á framfæri auk þess sem hún getur skemmt fólki.“ KVIKMYNDIN GULLNI ÁTTAVITINN VAR TEKJU- HÆSTA KVIKMYND SÍÐUSTU VIKU HÉR Á LANDI ENDA ÆSISPENNANDI OG MARGLAGA ÆV- INTÝRAMYND SEM HÖFÐAR TIL ALLRA ALDURS- HÓPA. BIRTA BJÖRNSDÓTTIR HITTI AÐ MÁLI Á CANNES Á SÍÐASTA ÁRI EINN AÐALLEIKARA MYNDARINNAR, DANIEL CRAIG. Craig í Sviss „Við vorum við tökur uppi á fjöllum í Sviss. Við vorum flutt þangað með þyrlum og stundum var óvíst hvort við kæmumst yfirhöfuð niður þann daginn. Þá vonaði ég alltaf að við yrðum veðurteppt.“ ÍMÉR BLUNDAR OF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.