Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 33 ingar við óvinsælar umbætur, sem forveri Angelu Merkel, Gerhard Schröder stóð fyrir. Bezta tæki- færi flokksins til sigurs (í kosningum í einstökum ríkjum sambandslýðveldisins, sem standa fyrir dyr- um á þessu ári, innskot Mbl.) er í Hamborg en þar er önnur ógn til staðar; ef Frjálsir demókratar fá ekki nægilega mörg atkvæði til að eignast fulltrúa í borgarstjórn er hugsanlegt að Kristilegir demó- kratar myndi fyrstu stjórn sína með Græningjum á þessu stjórnstigi, eins konar tilraunastarfsemi fyrir samstarf á landsvísu, sem mundi útiloka Jafnaðar- mannaflokkinn eftir kosningarnar 2009.“ Svo undarlega vill til, að þessi framtíðarsýn Eco- nomist í þýzkum stjórnmálum blasir við hér og opn- ar Sjálfstæðisflokknum alveg nýja möguleika. Í borgarstjórn Reykjavíkur er komin upp óvænt staða. Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar- manna fallinn en nýr vinstri meirihluti tekinn við. Sá meirihluti stendur hins vegar ekki á traustum grunni eins og m.a. má sjá af því, að það er engin samstaða í þeim meirihluta um þá ákvörðun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra að flytja hús við neð- anverðan Laugaveg í burtu. Þetta kemur skýrt fram í fréttum Morgunblaðsins í dag, laugardag. Meira máli skiptir þó, að ekki verður enn séð að samstaða sé innan meirihlutans um málefni Orku- veitu Reykjavíkur. Þegar horft er til málefnanna eingöngu er ljóst að meiri samstaða er milli sex borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og borgarfulltrúa Vinstri grænna en annarra hópa innan borgarstjórnarinnar. Það er því ljóst að á málefnalegum forsendum væri auðvelt að mynda meirihluta milli þessara tveggja flokka í borgarstjórn Reykjavíkur með sama hætti og brezka tímaritið, sem vitnað var til, telur að geti gerzt í borgarstjórn Hamborgar. Myndun slíks meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur með Svandísi Svavarsdóttur sem borgar- stjóra mundi hafa tvenns konar þýðingu. Í fyrsta lagi mundi reyna á hvernig samstarf gengi á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, sem vissulega væri forvitnilegt. Í öðru lagi gæti slíkt samstarf hugsanlega vísað veginn til samstarfs á landsvísu eins og talað er um að gæti gerzt í Þýzkalandi. En jafnframt kæmi líka í ljós, hvort Vinstri grænir hafa yfirleitt kjark til þess að taka á sig ábyrgð á stjórn, hvort sem er í sveitarstjórn eða á landsvísu. Innan raða Vinstri grænna gætir óróa vegna þess, að þeir fái ekki tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þess vegna er þeim mun furðulegra að þeir skuli ekki grípa það tækifæri, sem þeim aug- ljóslega gefst í borgarstjórn Reykjavíkur. Vinstri grænir eiga ekki að líta á slíka meiri- hlutamyndun sem einangrað fyrirbæri heldur sem aðdraganda að hugsanlegu samstarfi á landsvísu við Sjálfstæðisflokkinn. Þýðing meirihlutasamstarfs með Vinstri græn- um í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn er augljóslega frá „strategísku“ sjónar- miði, að flokkurinn mundi í einu vetfangi losa sig út úr þeirri stöðu, að eiga engra annarra kosta völ en samstarfs við Samfylkingu, sem er auðvitað óþol- andi staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar með hefði svið stjórnmálanna gjörbreytzt. Samstarf á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í borgarstjórn þýddi að samstarf þessara tveggja flokka á lands- vísu væri hugsanlegt. Samfylkingin væri ekki leng- ur í þeirri stöðu að geta deilt og drottnað. Eins og mál standa nú þarf Ingibjörg Sólrún ekki einu sinni að benda á, að hún eigi sem stendur einkarétt á samstarfi við Framsókn og Vinstri græna. Það blasir við að öllu óbreyttu. Lykillinn að framtíðarstöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenzkum stjórnmálum er því um þessar mundir í borgarstjórn Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir eiga um margt sameiginlegra hagsmuna að gæta. Vinstri grænir hafa verið í pólitískri einangrun en þurfa ekki að vera það lengur. Sjálfstæðisflokkurinn er í þeirri hættu að verða fangi Samfylkingar í ríkis- stjórn en þarf ekki að vera það. »En það verður ekki horft fram hjá langtímahagsmunumflokka í ákvörðunum sem þessum. Þegar saman fer ákvörð- un um að opna helzta keppinautinum leið til valda og hins vegar að draga úr líkum á samstarfi við aðra í framtíðinni getur stjórnarsamstarfið við Samfylkinguna ekki síður verið „dýru verði keypt“ en samstarf við Vinstri græna hefði orðið að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. rbréf Morgunblaðið/Golli Skammdegið Reiðhjólið getur verið góður kostur í umferðaröngþveitinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.