Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 38

Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 38
38 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Til leigu í Skútuvogi 1 lager / skrifstofuhúsnæði - 174 fm Frábær staðsetning Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is tákn um traust Gæti hentað vel fyrir skrifstofu eða léttan lager. Rýmið er opið og býður uppá mikla möguleika. Góðar aðkeyrsludyr. Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388. Til leigu í Garðabæ Tvær 150 fm sérhæðir (penthouse) með stæði í bílskýli. Til afhendingar strax. Nánari upplýsingar í síma 821-0700. Á sunnudögum kl. 15-18 og aðra daga frá kl. 9-16. M b l 9 38 00 5 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG STEINHELLA – LEIGA Við Reykjanesbrautina á móti Álverinu í Straumsvík er til leigu nýtt atvinnuhúsnæði með mikilli lofthæð og góðum innkeyrsludyrum. Hægt er að leigja allt húsið ca 1320 fm með átta innkeyrsludyrum eða minni einingar t.d. 330 fm með tveim innkeyrsludyrum. Ýmslir möguleikar t.d. að bæta inn millilofti fyrir skrifstofu-aðstöðu. Upplýsingar gefur Ægir á skrifstofu eða í síma 896-8030. Fallegt 191,6 fm parhús ásamt 30 fm bílskúr á eftirsóttum stað í Reykjavík. Eignin er á tveimur hæðum. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi og baðherbergi stór stofa á neðri hæð með arni. Eldhús með eikar innréttingu, þvottahús og búr inn af því. Hluti neðri hæðar hefur verið útbúin sem 2ja herbergja íbúð en auðveldlega mætti sameina hana við aðalíbúðina. V. 64,8. millj. Laugavegi 170, 2. hæð • Opið virka daga kl. 8-17 Sími 552 1400 • Fax 552 1405 www.fold.is • fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 Austurbrún 30 Opið hús í dag á milli kl. 14-15 Tilbúin til afhendingar. ÉG missti heilbrigt 20 vikna fóstur v/þvagfærasýkingar eftir ófullnægjandi mæðraeftirlit og síðan fjögurra daga baráttu á milli fjögurra lækna og stofnana við að fá viðeigandi meðferð sem ég fékk síðan alltof seint og barnið dó. Niðurstaða landlæknis er á þá leið að eðlilega hafi verið staðið að mæðraeftirliti, læknisskoðunum (aldrei var kannað hvort barnið var í hættu) og allri meðferð, sem var veitt allt of seint. Ég treysti fullkomlega ljósmóður í mæðraeft- irliti að hún væri að gera rétt, en hún sendi aldrei þvag í ræktun, ég treysti fullkomlega ljósmóður á meðgöngudeild þegar hún neitaði að taka á móti mér því að ég hafði áhyggjur af að ekki væri allt í lagi, ég treysti lækni á læknavakt að hann gæfi mér lyf sem myndu virka strax því að ég var orðin las- in, ég treysti læknanemum á bráðamóttöku þegar ég var send heim mjög lasin og ég treysti starfsfólki með- göngudeildar til að bregðast rétt við veik- indum mínum og fylgjast með örygginu hjá barninu mínu. Traustið brást og ég sá það að ég hefði átt að vera gagnrýnin á þær ákvarðanir sem teknar voru í öllu ferl- inu. En ég var alltof veik til þess. Nið- urstaðan var að barn- ið dó. Heilbrigðisþjón- ustan er ekki alltaf örugg og því verðum við hvert og eitt að tryggja okkar öryggi. Eftir þessa hræðilegu lífs- reynslu tók ekkert betra við. Eftir að ég kom heim af spítalanum vor- um við ringluð í því hvað við átt- um að gera næst varðandi að leita réttar okkar eftir röð mistaka í heilbrigðisþjónustu. Við gátum ekkert leitað nema til sjúkra- húsprests sem leið- beindi okkur um hvaða leiðir við gæt- um farið til að leita réttar okkar. Okkur finnst að það hafi verið margbrotið á okkur í eftirliti og meðferð á þessari meðgöngu. Leiðin sem okkur var ráð- lögð var að leita til landlæknis og senda gögn þangað til um- sagnar. Hjá land- lækni var einn „óháð- ur aðili“ fenginn til að gefa álit sitt á þessu máli og niðurstaða hans ásamt landlækni var að eðlilega hefði verið staðið að málum, þrátt fyrir að barnið dæi, og ekki talin ástæða til að gera neitt í málinu. Ekki einu sinni gera athugasemdir við störf starfsfólksins. Mér finnst stór- athugavert hvernig staðið er að meðhöndlun kvartanamála hjá landlækni þar sem faglegt mat er eingöngu fengið hjá einum „óháð- um aðila“ til að meta mistökin og hann er jafnvel af sama vinnustað og atvikin áttu sér stað. Eftir að hafa lent í svona alvarlegu áfalli er fólk ekki í ástandi til að reka sín mál á eigin kröftum, því sár- vantar umboðsmann sjúklinga til að taka við fólki sem lendir í al- varlegum mistökum í heilbrigð- isþjónustunni. Mig langar að taka undir orð formanns læknafélags- ins þar sem hann hvatti til þess á aðalfundi Læknafélags Íslands hinn 26.-27. september sl. að sett yrði á embætti umboðsmanns sjúklinga til að mæta þessum hópi sem verður úti á kanti í kerfinu og lendir í alvarlegum atvikum. Kæri heilbrigðisráðherra, þetta er mjög brýnt mál sem þarf að leysa sem allra fyrst. Sjúklingar og aðstand- endur þeirra sem lenda í slæmum atvikum geta hlotið varanlegan skaða af, bæði andlegan og lík- amlegan. Hvergi eru aðgengilegar upplýsingar og aðstoð eða stuðn- ingur fyrir fólk um hvernig standa skuli að því að kæra mistök í heil- brigðisþjónustu. Þegar ég lenti í mínu atviki hefði það hjálpað okk- Það bráðvantar umboðsmann sjúklinga á Íslandi Opið bréf til heilbrigðisráð- herra frá Svölu Rún Sigurð- ardóttur Svala Rún Sigurðardóttir með tilheyrandi fækkun farþega, en á sama tíma þenst höfuðborg- arsvæðið út sem aldrei fyrr með tilheyrandi aukningu kostnaðar. Strætó ekur sem sagt fleiri og fleiri kílómetra á hverju ári, með stöðugt færri og færri farþega. Mörg þýðingamikil skref hafa verið stigin til að efla málaflokk- MÖRG undanfarin ár og ára- tugir hafa verið erfiðir tímar á vettvangi almenningssamgangna. Málaflokkurinn á undir högg að sækja, stöðugt fjölgar einkabílum inn. SVR og AV voru lögð niður árið 2001 og Strætó bs stofnað með það að markmiði að efla al- menningssamgöngur. Leiðakerfinu var gjörbylt árið 2005, og búið var til nýtt, heildstætt leiðakerfi fyrir allt höfuðborg- arsvæðið. Sitt sýndist hverjum um þá breytingu. Eftir að D listinn komst til valda í Reykjavík í kjölfar sveitarstjórnarkosn- inganna vorið 2006 var ákveðið að gefa stoppistöðvunum nafn og gefa stærsta hópi viðskiptavinanna frítt í strætó. Vissulega metnaðarfull tilraun til að fjölga farþegum, en lítið hefur reyndar frést af því hvort sú tilraun hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Sú þróun sem átt hefur sér stað á höfuðborgarsvæðinu er sú sama og fjölmargar borgir í nágranna- löndum okkar hafa verið að fást við undanfarin ár og áratugi. Með aukinni velmegun eykst bílafjöld- inn, og sífellt þrengist að í um- ferðinni. Langflestar borgir hafa brugðist við með að- gerðum sem taka á rót vandans. Þær fel- ast fyrst og fremst í því að veita almenn- ingssamgöngum for- gang þannig að þeir sem ferðast með slík- um farartækjum verði fljótari í förum en hinir sem sitja einir í bílum sínum, einkum á álagstímum. Lítið en jákvætt skref var stigið í þessa átt þegar strætó fékk sérakrein á Miklu- braut til vesturs. En betur má ef duga skal. Það er vel þekkt í mörgum borgum að götur í mið- borgum eru einungis ætlaðar al- menningsvögnum, fjöldi bílastæða er takmarkaður og verðlagning þeirra með þeim hætti að fólk hugsar sig tvisvar um áður en ákveðið er að leggja þar til lengri tíma. Þrátt fyrir að hags- munaaðilar hafi yfirleitt sett sig upp á móti slíkum ráðstöfunum hefur hið gagnstæða komið á dag- inn, breytingarnar hafa nær und- antekningalaust verið verslun og þjónustu í miðborganna til fram- dráttar. Nú nýlega var tekinn í notkun stýribúnaðar á umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu, sem sér til þess að umferðarljósunum verði stýrt eftir því hvernig umferð- arálagið er hverju sinni. Þessi búnaður gerir einnig ráð fyrir þeim möguleika að skynja sér- staklega þegar strætisvagnar nálgast umferðarljósin, og lág- marka þannig tímann sem strætó þarf að bíða á rauðu ljósi. Ekki hefur komið fram í fréttum hvort nýta eigi þennan möguleika þessa fullkomna búnaðar fyrir strætó. Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu greiða hundruð miljóna Hvað gerir nýr meirihluti borgarstjórn- ar í málefnum almenningssamgangna? Stærsti vandi almennings- samgangna er viðhorfið til þeirra, segir Ásgeir Eiríksson » Almenningssam-göngur á höfuðborg- arsvæðinu eru í tilvist- arkreppu. Nýr borgarstjórnarmeiri- hluti þarf að lyfta Grett- istaki og snúa við þróun- inni. Ásgeir Eiríksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.