Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN URRIÐAHOLT - PARHÚSALÓÐIR Í GARÐABÆ Fallegar parhúsalóðir við Kinnargötu komnar í sölu. Lóðirnar eru fyrir ofan götu í næst neðstu götunni við sjálft Urriðavatn. Verð á lóðunum eru kr. 24.000.000,-, eða kr. 12.000.000,- per íbúð. Stærð lóða eru upp í tæpa 700 fm. Lóðirnar afhendast í april nk. Einstakt svæði þar sem fara saman fallegar lóðir, náin tengsl við náttúruna, gott skipulag og fallegt útsýni. Nánari uppl veita Heiðar Birnir sölumaður í síma 824-9092(hei- dar@eignamidlun.is) og Geir Sigurðsson lögg. fasteignasali í síma 824-9096(geir@eignamidlun.is). GRENSÁSVEGUR - ATVINNUHÚSNÆÐI Tvö skrifstofurými samtals 439 fm á þriðju og efstu hæð. Eignin býður upp á mikla möguleika. Eignin er laus strax. Nánari uppl. veitir Heiðar Birnir sölumaður í síma 824-9092. Verð kr. 74,7 millj. KVISTHAGI - SÉRHÆÐ Glæsileg mikið endurnýjuð neðri sérhæð. Hæðin skiptist í anddyri, hol, eldhús, stofu, borðstofu, barnaherbergi, hjónaherbergi og baðher- bergi. Geymsla er í kjallara. Húsið er mjög fallegt og hefur verið skipt um allt gler íbúðinni og pósta í gluggum. Einnig var skipt um opnanleg fög. V. 39,0 m. 7149 HAGAMELUR - SÉRHÆÐ 5 herbergja, vel skipulögð, 117,2 fm, neðri sérhæð í fal- legu húsi sem nýlega er búið að stands- etja. Hæðin skiptist í forstofu, forstofuher- bergi, hol, tvær samliggjandi stofur, eld- hús, barnaherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi. Tilboð 7241 GNOÐARVOGUR - FRÁBÆR STAÐ- SETNING Mjög falleg, 3ja-4ra herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist í for- stofuhol, eldhús, stofu, borðstofu, bað- herb. og tvö svefnherbergi. Örstutt í alla þjónustu og útivistarsvæði s.s. Laugarda- linn og Elliðaárdalinn. V. 24,5 m. 7258 STIGAHLÍÐ - LAUS STRAX Mjög góð og vel skipulögð, 3ja herbergja, 84,6 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin er mikið endurnýjuð, nýtt parket á gólfum og ný- uppgerð eldhúsinnrétting. V. 22,9 m. 7250 ÞAÐ eru stundum skrítnar rök- leiðingarnar í henni veröld. Sér- staklega í veröld okkar mannanna. Eða það finnst mér stundum. Laugardaginn 10. nóvember birt- ist grein í Mbl. eftir Jóhönnu Sig- urðardóttur þar sem hún dregur þá ályktun af ýmsum rannsóknum að kynjaskiptur vinnu- markaður sé hindrun fyrir jafnri stöðu karla og kvenna. Að kyn- bundið starfsval ýti undir launamisrétti og lakari stöðu kvenna. Þ.e. að vegna þess að konur velja sér störf eftir sínu eðli og karlar sínu þá leiði það til misréttis. Lausnin ætti því samkvæmt grein Jó- hönnu að vera sú að vinna gegn þessu og reyna að koma fleiri kon- um í karlastörf og körlum í kvenna- störf. Þannig að best sé að koma kúguðum kvennastéttum til að kenna börnum að konur geti unnið karlastörf og karlar kvennastörf. Ef ég skil hana og fleiri sem eru sama sinnis rétt. Nú hefur verið hrint af stað verk- efni sem á að bæta úr þessu misvægi í vali fólks á störfum og stuðla þann- ig að jafnrétti. Að þessu verkefni standa margar merkar stofnanir, sem með því stuðla að því að koma fræðslu til m.a. leik- og grunnskóla- kennara sem er síðan ætlað að fræða ungmenni þessa lands þannig að þau taki ákvarðanir óháð stöðl- uðum kynjaímyndum og hefð- bundnu starfsvali. Jóhanna kemur inn á að hefð- bundin kvennastörf hafa verið til færri fiska metin en hefðbundin störf karla. Svo sannarlega er umhyggja Jó- hönnu og margra stallsystra hennar fyrir þessum málaflokki virðing- arverð. En hinsvegar er ég ekki sammála niðurstöðu þeirra um leið- ir. Stundum finnst mér eins og þær telji sig geta sett sjálfar sig á stall fyrir að hafa getað stigið út fyrir hinn hefðbundna kynjaramma. En hugarfarið almennt gagnvart hefð- bundnum störfum kvenna er því miður þannig (líka hjá kvenrétt- indakonum) að frekar hefur verið litið niður á þau störf, hvort sem þau voru unnin (gefin) inni á heimilunum eða nú á stofnunum sumpart svo stallsystur aðrar geti unnið á öðrum vettvangi. Það sem ég hnaut um fyrst í þessari grein var sú hugsun sem oft birtist meðal samferða- manna, sem með ann- arri hendi styðja það að halda niðri kjörum kvennastétta og með hinni berjast fyrir jafn- rétti, finnst sjálfsagt að varpa á þessar stéttir sem vinna með börn og unglinga þeirri ábyrgð að stuðla að hugarfars- breytingu meðal þeirra. Þessum stétt- um er nú ekki bara ætlað að kenna þeim að lesa og reikna, heldur innræta þeim alls- konar hugarfar er varðar lýðræði, jafnrétti og bræðralag, ásamt því að aga þau og ala upp, láta þeim líða vel og kenna þeim að umgangast hvert annað af virðingu. Við kennarar fórum í verkfall til að reyna að hafa áhrif á kjör okkar eftir að allt annað þraut, og vorum beitt beinu valdboði af yfirvöldum og upplifum alls konar ofbeldi gegn okkar stétt, t.d. að öll sveitarfélög landsins skuli koma sér saman um að halda niðri launum okkar. Hvað er það annað en verðsamráð? Hvað mig persónulega varðar hef- ur það verið einstök reynsla að fara úr fjölmiðlastörfum yfir í kennslu- störf. Mest undrar mig sú nið- urlægjandi framkoma margra þeirra sem koma að þessari stétt, svo sem alþingismanna, ráðherra, starfsfólks á menntasviði og fólks innan Kennaraháskólans. Þar nefni ég helst til illt umtal og niðrandi framkomu. Það er skrýtið miðað við kröfurnar sem til okkar eru gerðar og ábyrgðina sem við berum. Þrátt fyrir þetta er okkur treyst fyrir sí- fellt flóknari og erfiðari verkefnum þó svo að sé stigið á alla tilburði okkar til að hafa áhrif á starfsum- hverfið og launakjörin. Nú á þessi stétt að uppfræða ung- dóminn um jafnrétti. Stéttin sem reynir ójafnréttið, vanvirðinguna og vanmatið á störfum kvenna á eigin skinni. Oft hef ég undrast það hversu hæft fólk hefur fengist þrátt fyrir allt og hversu oft þessu fólki tekst að láta þetta ekki trufla störf sín. Eins og máltækið „Það læra börn- in sem fyrir þeim er haft“ sýnir, þá læra börn meira af því sem við ger- um heldur en af því sem við segjum. Það sem við aðhöfumst stýrist af hugarfari okkar. Þannig að hvað er það sem við teljum okkur fá út úr því að halda þessum kvennastéttum niðri? Hver er yfirhöfuð talinn ávinningur af því að niðurlægja ann- an? Misskilningur er að telja að það sé ávinningur. Ég held að við getum ekki enda- laust gengið að fórnfýsi kvenna vísri. Með því að virða ekki það sem við konur höfum veitt til að næra fólkið og samfélagið okkar, vinnum við ekki að raunverulegu frelsi. Margar konur eru að gefast upp á því álagi, þeirri láglaunastefnu og þeim skorti á næringu og virðingu sem þær þarfnast í þessum svoköll- uðu hefðbundnu kvennastörfum. Kynjaskiptur vinnumarkaður er að mínu mati ekki hindrun fyrir jafnri stöðu karla og kvenna, heldur eru það viðhorf okkar til hefðbund- inna kvennastarfa. Það þarf ekki annað enn að brjóta múrinn með því að fara að virða þessi störf og launa eftir því. Það ávinnst ekkert með því að fara eins og köttur í kringum heitan graut og spinna allskonar fræðslukenningaköngullóarvefi. Göngum frekar hreint til verks og gerum það sem þarf. Hvað er það sem við höfum fyrir börnunum? Andrína Guðrún Jónsdóttir er ósammála Jóhönnu Sigurð- ardóttur í jafnréttismálum »Kynjaskiptur vinnu-markaður er að mínu mati ekki hindrun fyrir jafnri stöðu karla og kvenna, heldur við- horfin til hefðbundinna kvennastarfa. Adrína Guðrún Jónsdóttir Höfundur er grunnskólakennari. FYRRVERANDI bæjarstjóri á Álftanesi og núverandi oddviti sjálfstæðismanna í bænum, Guð- mundur G. Gunnarsson, skrifar í Morgunblaðinu 2. janúar og hvet- ur íbúa til að mótmæla auglýstri tillögu að deiliskipulagi fyrir mið- svæðið. Þess er skemmst að minn- ast að hann, sem bæjarstjóri, hafði að engu mótmæli u.þ.b. 700 Álft- nesinga í desember 2005, sem þá óskuðu eftir öðrum tillögum um miðsvæðið t.d. á grundvelli arki- tektasamkeppni. Það kom í hlut Á-lista, eftir kosningar að leita sátta um mið- svæðið. Í samræmi við kröfur íbú- anna var ákveðið að breyta hinu umdeilda skipulagi og efna til arkitektasamkeppni. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða nýtt vinnu- lag og í framhaldi að vinna skipu- lag á grundvelli verðlaunatillögu Gassa arkitekta. Nú þegar tillaga Gassa arkitekta hefur verið aug- lýst er reynt efna til ófriðar. Rangar fullyrðingar um skipulag miðsvæðisins Vinna að skipulagsmálum á Álftanesi er með öðrum hætti en áður var. Hagsmunaaðilar eru vissulega hafðir með í ráðum en í stað þess að þeir ráði stefnunni, er nú unnið samkvæmt forsendum sveitarfélagsins og m.a. þess vegna eru skilmálar arkitekts og hönnuða strangari en almennt hafa þekkst. Margt er ranglega sagt í grein Guðmundar og tel ég rétt að leið- rétta helstu missagnir hans um skipulags- málin. Að leiðrétta ann- að í grein hans bíður betri tíma, svo sem um fjármál sveitarfé- lagsins, en há fast- eignagjöld á Álftanesi eru í raun á ábyrgð D- listans sem aldrei tókst að byggja upp traustan fjárhag bæjarsjóðs eða breikka tekjustofna sveitarfélagsins s.s. með atvinnulífi. Varðandi skipu- lagsmálin vil ég koma eftirfarandi á framfæri: a) Ný auglýst tillaga gerir ráð fyrir u.þ.b. 25% minni þéttleika byggðar en í umdeildu skipulagi Guðmundar. Með því að setja hluta af bílastæðum undir yfirborð skapast aukið rými til almennings- nota, eða allt að tveir hektarar á miðsvæðinu. Ný tillaga fyrir mið- svæðið er nefnd grænn miðbær b) Í græna miðbænum er minna af þriggja hæða húsum en í nú- gildandi skipulagi Guðmundar sem gerir m.a. ráð fyrir 12.000 m2 húsi á þremur hæðum framan við lóð Álftanesskóla. c) Magn bygginga á miðsvæðinu hefur aukist vegna þess að nú er svæðið rúmlega tutt- ugu hektarar en í fyrra skipulagi var aðeins hluti mið- svæðisins skipulagð- ur eða um níu hekt- ara. Tillaga að grænum miðbæ nær yfir svæðið beggja vegna Suð- urnesvegar en ekki aðeins norðan veg- arins. Auk þess tengist hluti aðliggj- andi lands í Svið- holti miðsvæðinu, m.a. til að opna nýjar gönguleiðir íbúanna að ströndinni við Hauks- hús. d) Helstu vegabreytingar í til- lögunni eru til þess að auka ör- yggi, lækka umferðarhraða og laga þjóðvegi að þéttbýli. Íbúar á Álftanesi hafa vaxandi áhyggjur af umferðarhraða. Þessir þættir voru vanmetnir af fulltrúum D-lista sem ætluðu að byggja nýjan miðbæ án þess að gera kröfu á Vegagerðina um lagfæringu þjóðveganna. Þjóð- Álftnesingar vilja samstöðu Sigurður Magnússon karpar við Guðmund G. Gunnarsson um skipulag á Álftanesi Sigurður Magnússon Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.