Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 19
orkuvopna, þar á meðal til landa í
pólitísku ójafnvægi, útbreiðsla smit-
sjúkdóma, hlýnun loftslagsins og svo
framvegis. Það væri menningarlegt
sjálfsmorð fyrir Vesturlönd að vinna
ekki saman til að finna leiðir til að
taka á þessu einstaklega erfiða
vandamáli.
Í fjórða lagi fylgir NATO ekki að-
eins mikilvæg hernaðargeta, sem
dregur úr álaginu á bandarískan her-
afla í viðsjárverðum heimi; bandalag-
ið er einnig mun trúverðugri vett-
vangur til marghliða samstarfs um
utanríkismál en bæði Evrópusam-
bandið og Sameinuðu þjóðirnar.
Mikilvægi samskipta
Í fimmta lagi – og það skiptir
sennilega mestu – sýnir einföld
mannleg sálfræði að einstaklingar,
sem sniðganga samskipti við aðra,
hafa veikan skilning á raunveruleik-
anum. Einstaklingar, sem aldrei eru
gagnrýndir af þeim sem þeir treysta
og deila grundvallargildum með, eiga
erfitt með að halda andlegu jafnvægi.
Það sama á við um þjóðir. Það sem
gerir bandamenn ómissandi við að
móta skilvirka utanríkisstefnu er
hæfni þjóða með svipað hugarfar til
að halda hver annarri niðri á jörðinni,
en eins og við höfum því miður séð
eru fallvölt heimsveldi ófær um að
halda jafnvægi og bregðast hratt við í
varasömu, alþjóðlegu umhverfi án
hennar. Í ljósi þess að 60% af at-
kvæðum Huckabees í Iowa komu frá
mótmælendum er enn líklegt að
frambjóðandi repúblikana verði Mitt
Romney, John McCain eða Rudy
Giuliani. Allir eru þeir harðir stuðn-
ingsmenn stríðsglaðrar utanríkis-
stefnu Bush og allir myndu þeir reka
kosningabaráttu sína á þeirri for-
sendu að „óttinn“ eigi meiri ítök í
bandarískum kjósendum en „vonin“.
Það getur vel verið rétt.
Obama er greinilega hæfileikarík-
ur stjórnmálamaður, sem mun, verði
hann kjörinn forseti, sennilega reyna
að fara nýjar leiðir í málum þar sem
Bandaríkjamenn hafa verið ergilega
stefnufastir, sérstaklega hvað varðar
Ísrael. En aðrir frambjóðendur, sér-
staklega Hillary Clinton, eru líklegri
til að leggja ríka áherslu á tengslin
yfir Atlantshafið í utanríkismálum og
þá sérstaklega á að endurnýja
tengslin við þær þjóðir, sem best
hafa dafnað og eru í bestri stöðu til að
hjálpa Bandaríkjunum að takast á
við þau vandamál, sem fyrir liggja og
gætu stefnt stöðugleika í heiminum í
voða.
Höfundur er prófessor við lagadeild
New York University. Nýjasta bók
hans kom út í fyrra og nefnist The
Matador’s Cape: America’s Reckless
Response to Terror.
©Project Syndicate, 2008.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 19
» Eflaust vildum við öll geraallt sem í okkar valdi stendur
til að bjarga jörðinni – nema þá
að breyta lífsháttum okkar. Það
er nú meinið.“
Karl Sigurbjörnsson biskup í predikun
sinni í Dómkirkjunni á nýársdag.
» Það er allt og ekki neitt ogkannski stundum erfitt að
setja fingurinn á hvað mann-
fræðingar gera ekki.“
Dr. Gunnar Þór Jóhannesson mannfræð-
ingur, sem eftir helgina flytur fyrirlest-
urinn „Er mannfræði vefnaðarvara? Vett-
vangsrannsóknir í ljósi tengslahyggju“ á
vegum Mannfræðifélags Íslands.
» Við megum ekki við stjórn-málum óttans, sem leiða
stjórnmálamenn að þeirri nið-
urstöðu að eina leiðin til að sýn-
ast ákveðnir í öryggismálum sé
að kjósa, hegða sér og tala eins
og George W. Bush.“
Barack Obama , forsetaframbjóðandi
demókrata, beindi þessum orðum að
keppinaut sínum, Hillary Clinton.
» Að tryggja nýrri kynslóðfarsæla framtíð í heimalandi
er í reynd sjálfstæðisbarátta
þessarar aldar.“
Ólafur Ragnar Grímsson , forseti Íslands,
í nýársávarpi sínu.
» Lykilorð okkar tíma er sjálf-bærni, sjálfbær þróun og
nýting, og á jafnt við um auð-
lindir sjávar sem aðrar.“
Geir H. Haarde forsætisráðherra í ára-
mótaávarpi sínu.
» Kennarar voru barðir tilhlýðni í síðustu kjarasamn-
ingum og þeir læra af reynsl-
unni.“
Kristín Helgadóttir kennari í aðsendri
grein í Morgunblaðinu um niðurstöður
PISA-könnunarinnar, sem birtist fyrir
jól, og stöðu og kjör nemenda og kennara í
íslensku þjóðfélagi.
» Þessi ráðning kemur mér áóvart.“
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoð-
arorkumálastjóri um ráðningu Guðna A.
Jóhannssonar prófessors í embætti orku-
málastjóra.
» Því hver maður hefur nefni-lega sögu að segja.“
Jón Ársæll Þórðarson , umsjónarmaður
viðtalsþáttarins Sjálfstæðs fólks á Stöð 2,
aðspurður hvort hann væri ekki að verða
uppiskroppa með viðmælendur.
Ummæli vikunnar
Reuters
Glaðbeittur Barack Obama og fjöl-
skylda veifa til stuðningsmanna eft-
ir að hann sigraði í forkosning-
unum um forsetaframbjóðanda
demókrata í Iowa.
að. Það getur augljóslega verið erf-
itt að láta þetta tvennt fara saman.
Slæmur aðbúnaður í kínverskum
verksmiðjum kemur ekki í veg fyrir
að ungt fólk fari tugmilljónum sam-
an úr sveitahéruðum, þar sem enga
vinnu er að hafa, í borgir í von um
auknar tekjur og betri lífskjör. Iðu-
lega standast kjörin ekki vænt-
ingar, en það eru margir um hituna
og auðvelt að ráða einhvern annan í
stað þeirra, sem eru með múður. Í
Kína eru opinber stéttarfélög, en
þau eru fremur verkfæri til að hafa
stjórn á verkalýðnum en að gæta
réttinda hans. Sjálfstæð stéttar-
félög voru bönnuð 1982 þegar Sam-
staða var upp á sitt besta í Póllandi.
Kínversk yfirvöld óttuðust að stétt-
arfélög yrðu vettvangur ólgu í land-
inu.
Samkvæmt nýju lögunum verður
nú erfiðara að reka starfsmenn, en
óttast er að það verði einnig erf-
iðara að hafa eftirlit með aðstæðum
á vinnustöðum, fyrst um sinn í það
minnsta. Óttast er að fyrirtæki, sem
vilji koma í veg fyrir aukinn kostn-
að og minnkandi gróða vegna nýju
laganna, muni herða öryggisgæslu
þannig að eftirlitsmenn og blaða-
menn eigi erfiðara með að fletta of-
an af vafasömum og ólöglegum
vinnubrögðum.
Sími: 414 4000
hreyfing@hreyfing.is
www.hreyfing.is/nyhreyfing
8 vikna námskeið fyrir karlmenn í glæsilegu
nýju húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ.
Innifalið í námskeiði er aðgangur að spa-aðstöðu,
útipottum og gufum.
Fyrir karla sem vilja komast í gott form í góðum hópi.
Hjól og tækjaþjálfun 2x í viku og þjálfað með púlsmæli
sem gerir þjálfunina markvissari og hvetjandi.
Frábær þjálfun, mikill sviti og góð stemning.
Vigtun og mælingar.
Hafðu samband í síma 414-4000 eða
með tölvupósti afgreidsla@hreyfing.is
Allar nánari upplýsingar á www.hreyfing.is
Hefst 14. janúar
NÝ HREYFING
& nýtt Karlaþrek
Ný heilsulind opnar 7. janúar í Glæsibæ.