Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 6. DAGUR ÁRSINS 2008
Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C
Vestlæg átt, 8-15
m/s sunnanlands en
hægari norðan til.
Rigning fyrir norðan,
él suðvestanlands. » 8
ÞETTA HELST»
Stríðið tapað
David Cole, lagaprófessor við
Georgetown-háskóla í Washington og
einn helsti gagnrýnandi stefnu
Bandaríkjanna í stríðinu gegn
hryðjuverkum, segir að einhliða utan-
ríkisstefna hafi grafið undan þjóðinni.
Hann er sannfærður um að stjórn-
völd Bandaríkjanna hafi þegar í upp-
hafi tekið rangan pól í hæðina og séu
búin að tapa stríðinu. » Forsíða
Skýrsla á leiðinni
Talið er að nefnd félagsmálaráð-
herra, sem á að móta tillögur sem
miða að því að efla hinn félagslega
þátt húsnæðislánakerfisins, þar með
talinn leigumarkaðinn, og lánveit-
ingar til fólks undir skilgreindum
eigna- og tekjumörkum, skili af sér
skýrslu innan skamms. » 2
Lagði starf sitt niður
Hagstofunni hefur verið breytt
með löggjöf og er ekki lengur ráðu-
neyti. Hallgrímur Snorrason, fráfar-
andi hagstofustjóri, samdi frumdrög
að lögum þess efnis og í þeim lagði
hann eigið starf niður. Hann fer til
Eritríu í febrúar til að skoða þar hag-
stofumál. » Forsíða
Óánægðir íbúar
Íbúar við Baldursgötu og nágrenni
í Reykjavík eru óánægðir með tillögu
um nýtt deiliskipulag. » 4
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Meistarakokkarnir
Stakst: Greiðasamur borgarstjóri
Forystugrein: Forsetakjör í Banda-
ríkjunum
UMRÆÐAN»
Verð á gasolíu hefur hækkað mikið
Sérfræðingar mjög eftirsóttir
Kennara og aðra starfsmenn vantar
í skólunum
Kristján Möller - eigi skal svíkja
Skert þjónusta - það er Síminn
Hvað er það sem við höfum fyrir
börnunum?
ATVINNA»
FÓLK»
Magnús Scheving á
Discovery. » 63
Árni Matthíasson
fjallar um hina kyn-
legu kvisti Rufus
Wainwright og Judy
Garland í Tónlist á
sunnudegi. » 58
TÓNLIST»
Wainwright
og Garland
FÓLK»
Mischa Barton leitar til
kirkjunnar. » 60
KVIKMYNDIR»
Frönsk kvikmyndahátíð
hefst 11. janúar. » 56
Vefsíða vikunnar er
hin kvikindislega
Wulffmorgenthaler-
.com. Á henni má
skoða svarta teikni-
myndabrandara. » 60
Brandara-
vefsíða
TÖLVUR»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Sérsveitin kölluð út
2. Lýst eftir 15 ára stúlku
3. Lýst eftir 15 ára pilti
4. Óskar Máni kominn fram
LEIKARINN
Daniel Craig,
sem er þekkt-
astur í hlutverki
James Bond,
mætti á kvik-
myndahátíðina í
Cannes síðast-
liðið vor til að
kynna kvikmynd-
ina Gullna átta-
vitann, Birta Björnsdóttir hitti hann
þar að máli.
Craig segist upphaflega hafa ætl-
að að verða áhættuleikari en svo
hafi leiklistin heillað hann og í dag
sjái hann vinnu sína sem vettvang
til að koma málefnum á framfæri
auk þess sem hún geti skemmt
fólki.
Craig hefur að undanförnu sífellt
tekið meiri þátt í þeim myndum sem
hann leikur í, til dæmis með því að
framleiða einhverjar þeirra. Hann
segist hafa áhuga á að hafa meiri
áhrif á myndirnar sem hann leikur í
en leikstjórn heilli sig þó ekki.
„Ég reyni bara að vera meira
með í öllu framleiðsluferli mynda
sem ég leik í. Ég mæti ekki bara á
tökustað og fer að tökum loknum.
Ég vil fylgjast með öllu og er örugg-
lega óþolandi í vinnuferlinu. En ég
tek bara þátt í verkefnum sem ég
hef trú á og þá vil ég vera með frá
öllum hliðum. Annars vil ég frekar
sleppa því.“ | 54-55
Leikstjórn
heillar ekki
Daniel Craig
FYRIR norðan þykir það gjarnan góður kostur að geta
rennt sér á skíðum í skammdeginu en þegar veðrið
leikur við gesti og gangandi er líka hægt að sinna nauð-
synlegum verkum eins og trjárækt. Bergþór Björnsson
og Valtýr Smári Gunnarsson hjá Túnþökusölu Kristins
settu niður stórar aspir við Höfðahlíð á Akureyri í góða
veðrinu fyrir helgi, en þær voru færðar af svæði við
Sunnuhlíð þar sem framkvæmdir standa yfir.
Góða veðrið í ársbyrjun nýtt til hins ýtrasta
Gróðursett í skammdeginu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
EKKI er munur á aðbúnaði kynjanna til íþróttaiðkunar
að mati þriggja afrekskvenna í íþróttum sem voru meðal
tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins.
„Ég held að aðbúnaður stráka og stúlkna sé sá sami, að
minnsta kosti í mínu félagi, og ekki erfiðara fyrir stelpur
að pluma sig,“ segir knattspyrnukonan Margrét Lára
Viðarsdóttir. „Það eru frábærir þjálfarar, frábær aðstaða
fyrir bæði kyn og ekkert gert upp á milli í þeim efnum.“
Hún segir ekki mikinn mun heldur í meistaraflokki, þó að
peningarnir verði aldrei þeir sömu, þá sé aðstaða og um-
gjörð sú sama.
Ekki er munur á aðstöðu kynjanna í badminton, að
sögn Rögnu Ingólfsdóttur. „Þetta er einstaklingsíþrótt.
Það sem gildir er að sýna áhuga og hæfileika. Ef það er
fyrir hendi, þá er það einstaklingurinn sem horft er til,
sama hvort það er strákur eða stelpa.“
Ragnheiður Ragnarsdóttir segir ekki mikinn aðstöðu-
mun milli stráka og stúlkna í sundi og bendir einnig á að
það sé einstaklingsíþrótt. „Strákar fá að jafnaði meiri
umfjöllun, til dæmis fótboltinn, en ég kvarta ekkert yfir
því. Ég stend mig ekki vel til að fá umfjöllun eða athygli.
Ég geri þetta fyrir sjálfa mig og það er bara jákvætt að fá
góða umfjöllun þegar að því kemur.“
Ekki gert upp á milli
Þrjár afrekskonur í íþróttum segjast ekki kannast við
mikinn mun á aðbúnaði kynjanna í sínum íþróttagreinum
Í HNOTSKURN
»Margrét Lára Viðarsdóttir var með bolta á tán-um frá því hún man eftir sér og byrjaði fimm
ára að æfa knattspyrnu.
»Ragna Ingólfsdóttir byrjaði að æfa badmintonátta ára gömul og náði fljótlega góðum árangri.
»Ragnheiður Ragnarsdóttir byrjaði sex ára aðæfa sund. „Gylfi Guðnason þjálfari kveikti
áhugann, kenndi mér að æfa vel og mikið.“
Margrét Lára
Viðarsdóttir
Ragna
Ingólfsdóttir
Ragnheiður
Ragnarsdóttir
Afrekskonur í íþróttum | 22
♦♦♦
TILKYNNT var um tvo bruna á
Akureyri í fyrrinótt og í báðum til-
fellum tókst að slökkva eldinn áður
en mikið tjón hlaust af.
Um klukkan 1.30 aðfaranótt laug-
ardags var tilkynnt um sinuelda við
Pétursborg, sumarhúsabyggðina
rétt norðan við bæinn. Að sögn lög-
reglu kviknaði í af völdum flugelda
og breiddist eldurinn út um allstórt
svæði. Slökkviliðið var kallað til og
náði að slökkva áður en mikið tjón
hlaust af en eldurinn var farinn að
nálgast sumarhúsið þar sem fólk
var og hafði skotið upp flugeldum.
Eldur í skúr yfir borholu
Skömmu síðar eða um klukkan
4.00 var tilkynnt um eld í skúr sem
er utan um eina borholu Norður-
orku á Laugalandi í Eyjafjarðar-
sveit. Viðvörunarkerfi gerði starfs-
manni Norðurorku á bakvakt
viðvart um að eitthvað væri ekki í
lagi. Hann fór á vettvang, sá hvað
um var að vera, tilkynnti slökkviliði
stöðuna og var að mestu búinn að
slökkva eldinn þegar slökkviliðið
kom á vettvang.
Tveir brunar
á Akureyri