Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 16
Reuters Mótmæli Pyntingar eru umdeild aðferð, gildir þá einu hvort viðkomandi fangi er grunaður um tengsl við hryðjuverk eður ei. Bandaríkjastjórn hefur þráfaldlega neitað því að beita pyntingum. Alþjóðasamfélagið, einkumEvrópuþjóðir, er með bögg-um hildar þessi misserinvegna meintra mannrétt- indabrota Bandaríkjamanna í nafni stríðsins gegn hryðjuverkaöflum þessa heims. Þeir eru grunaðir um að beita fólk, sem þeir telja ógna öryggi þjóðarinnar, órétti og enda þótt Bandaríkjastjórn fullyrði að pynting- ar séu ekki partur af þeim tækjum sem hún notar til að milda mótstöðu- mátt fanga sinna hefur henni gengið illa að hreinsa sig af þeim áburði. Þeg- ar Bandaríkjamenn segja kinnroða- laust, „við pyntum ekki fólk“, útilokar það heldur ekki að aðrir geri það fyrir þá, en leikstjórinn Gavin Hood gerir því skóna í nýlegri kvikmynd sinni, Rendition, eða Fangaflutningar. George W. Bush Bandaríkjaforseti upplýsti í september síðastliðnum að fjórtán einangrunarfangar með „verulegt vægi“, sem leyniþjónustan, CIA, hefur haft í haldi í allt að fjögur og hálft ár hefðu verið fluttir í Guant- ánamo, fangelsi Bandaríkjahers á Kúbu. Amnesty International býður í grun að a.m.k. sumir þeirra hafi verið teknir úr umferð með ólögmætum hætti. Ljóst þykir að mun fleiri slíkir fangar eru í vörslu CIA en dvalar- staður þeirra er ókunnur. Bandarísk stjórnvöld hafa lagt sig í líma við að tryggja að vitneskju fjórtánmenning- anna um leynilega varðhaldsstaði og yfirheyrsluaðferðir sé haldið leyndri af öryggisástæðum. Hafa þau m.a. leitað réttar síns fyrir dómstólum. Guantánamo verði lokað Ekki hafa þessar aðferðir allstaðar mælst vel fyrir. Þannig komst evr- ópsk nefnd um lagaleg efni og mann- réttindi, sem sendi á síðasta ári frá sér skýrslu um leynilega fangavist og fangaflutninga, m.a. að þeirri niður- stöðu að hátterni Bandaríkjastjórnar væri ámælisvert. Hvatti nefndin Bandaríkjamenn og ríki Evrópu til að uppræta þennan vanda og beita sér fyrir óháðri rannsókn á málinu. Í lok árs 2006 voru tæplega 400 fangar af um þrjátíu þjóðernum vist- aðir í Guantánamo án þess að hafa hlotið dóm. Sumir hverjir höfðu dval- ist þar í tæp fimm ár. Fyrir um ári fóru sérfræðingar á vegum Samein- uðu þjóðanna fram á það að fangels- inu yrði lokað með þeim rökum að meint meðferð fanganna flokkaðist undir pyntingar. Máli sínu til stuðn- ings nefndu þeir m.a. einangrunarvist og valdbeitingu. Þá telst það til pynt- ingaaðferða að þvinga næringu ofan í fanga sem eru í hungurverkfalli. Í júní á síðasta ári létust þrír fang- ar í Guantánamo og eru þeir sagðir hafa svipt sig lífi. Einn þeirra er tal- inn hafa verið sautján ára þegar hann var tekinn höndum. Í kjölfarið spunn- ust miklar umræður um andlegt álag vistarinnar í fangelsinu sem sumir telja óbærilegt. Nokkrir fangar sem reynt hafa að- ferðir bandarískra yfirvalda á eigin skinni hafa greint frá reynslu sinni opinberlega. Þeirra á meðal þýski rík- isborgarinn Khalid El-Masri. Þá þyk- ir upplifun Yaser Esam Hamdi, sem hafði bandarískt ríkisfang, með en- demum. Sögur þeirra eru ágæt heim- ild um hugmyndafræði og nálgun Bandaríkjamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum eftir „11. september“. Sögurnar fara hér á eftir. Fóru mannavillt Á gamlársdag 2003 var Khalid El- Masri, Líbani með þýskt ríkisfang, tekinn höndum af landamæravörðum á flugvellinum í Skopje í Makedóníu. Hafði hann unnið það eitt til saka að vera hér um bil alnafni meints læri- föður al-Qaeda-liða í Hamborg, Kha- lid al-Masri. Verðirnir fóru með öðr- um orðum mannavillt. El-Masri, sem ætlaði að verja ára- mótunum í góðu yfirlæti í Skopje, var haldið föngnum á vegamóteli í Make- dóníu í rúmar þrjár vikur og hann þráspurður um tengsl sín við hryðju- verkahópa og moskuna sem hann var vanur að sækja í heimaborg sinni í Þýskalandi, Ulm. Yfirvöld í Makedóníu höfðu í fram- haldinu samband við bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem ákvað eft- ir nokkrar vangaveltur, samkvæmt heimildum The Washington Post, að flytja El-Masri fangaflutningum til Afganistan. Kveðst hann hafa fengið óblíðar viðtökur hjá þeirri sendinefnd sem mun hafa lamið hann, berháttað og belgt út af lyfjum áður en honum var gefin stólpípa. Að því búnu var flogið með El-Masri í „Saltgryfjuna“, yfirheyrslumiðstöð CIA í Afganistan. Barinn eins og harðfiskur El-Masri lýsti því síðar í grein í The Los Angeles Times að vistin í „Salt- gryfjunni“ hafi verið nöturleg. Hann hafi verið yfirheyrður í þaula, barinn eins og harðfiskur og meira að segja nauðgað. Hann var látinn dúsa í köld- um og sóðalegum klefa þar sem vott og þurrt var af skornum skammt. El-Masri fór í hungurverkfall til að mótmæla meðferðinni og smám sam- an varð Bandaríkjamönnum ljóst að þeir hefðu farið mannavillt. Létu þeir m.a. rannsaka vegabréf hans sem reyndist ósvikið. Þá voru góð ráð dýr. Skilinn eftir í Albaníu Það var þó ekki fyrr en Condo- leezza Rice, sem á þeim tíma var þjóð- aröryggisráðgjafi Bush-stjórnarinn- ar, hafði spurnir af málinu að skriður komst á það. Hún þurfti eigi að síður að mæla í tvígang fyrir um lausn El- Masris áður en hann var að endingu leystur úr haldi, 28. maí 2004, tæpum fimm mánuðum eftir að hann var færður í fjötra í Skopje. El-Masri kveðst hafa hitt fulltrúa ÞAR SEM LÖGIN ENDA Reuters Harka Meðferð fanga í Guantánamo, fangelsi bandaríska hersins á Kúbu, er umdeild, en sumir þeirra hafa dvalið þar í fimm ár án dóms og laga. 16 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MANNRÉTTINDI Í BANDARÍKJUNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.