Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 25
sumarlangt í Skotlandi við hestaleigu og vann á sanddæluskipi hjá Björgun hf., var í uppskipun niðri á höfn – svo eitthvað sé nefnt af sumarvinnunni. „Ég var hins vegar aldrei í hval- skurði eða í fiski – og þetta þótti nokkur ljóður á mínu ráði að mati fé- laganna. Pabbi var í góðri stöðu en það kom aldrei annað til greina en við systkinin ynnum okkur fyrir vasa- peningum. Það var ekki einu sinni rætt. Ég fór að bera út Morgunblaðið strax sem strákur. Svona var þetta bara á þessum tímum.“ – Var ekki dýrt að fljúga á milli landa á þessum árum? „Jú, ég var oft spurður hvort ekki borgaði sig fyrir mig að fá mér far með togara heim í fríum, en það borgaði sig engan veginn, sjóferðin tók nokkra sólarhringa en á þeim tíma var hægt að vinna sér inn rúm- lega mismuninn á sjó- og flugfari. Ég flaug því yfirleitt yfir hafið.“ Hallgrímur getur þess að hann hafi lært til ýmissa verka meðan hann var strákur í sveit á Sökku í Svarfaðardal. „Veran þar var mikill mótunartími fyrir mig og bræður mína,“ segir hann. „Ég kom fyrst að Sökku fimm ára til frændfólks og vinafólks foreldra minna. Síðar kom ég þangað sem snúningastrákur og var mörg sumur, gat varla beðið eftir að komast af stað á vorin, þannig var þetta þar til ég varð að víkja fyrir yngsta bróður mínum. Þá gerðist ég kaupamaður á Hólum í Hjaltadal í tvö sumur. Á Sökku var okkur haldið til vinnu með hæfilegum aga en ánægjulegum.“ Spengilegur í Skotlandi Aginn sem Hallgrímur fékk nýttist honum greinilega í náminu því það gekk vel og hann lauk þriggja vetra námi í hagfræði, hagsögu og tölfræði. „Eftir þetta flutti ég mig um set til Svíþjóðar. Ég var þá allsendis óbundinn en kunningjafólk mitt hafði farið til Svíþjóðar og ég fylgdi í fót- spor þess. Í Svíþjóð var ég við nám í þrjú ár. Kom þangað haustið 1969 og fór heim 1972. Ég deildi tímanum milli Lundar og Stokkhólms. Það var talsvert ólíkt að vera í Skotlandi eða Svíþjóð og hafði hvort landið um sig sér til ágætis nokkuð. Stúdentar í Bretlandi voru yngri og ósjálfstæð- ari. Skólagjöld voru lág fyrst en hækkuðu svo en það kom ekki við mig. Ég og það fólk sem ég um- gekkst mest ákváðum að lifa spar- lega og það tókst frábærlega. Við keyptum ekki neitt nema mat og borguðum leigu. Ég og kunningi minn borðuðum á dag fyrir fimm shillinga (fjórðung úr pundi). Ég varð af þessu mjög spengilegur, sem var ágætt, því ég var orðinn ansi rúnnaður þegar ég lauk stúdents- prófinu. Eina sem ég leyfði mér var að kaupa einstaka grammófónplötur, mest sígildar og svo Bítlana, ég náði aldrei sambandi við Rolling Stones. Á fyrsta árinu mínu í Edinborg tók ég sérstakt námskeið í ensku. Með okkur voru nokkrir Kínverjar í maó- fötunum sínum í þessum fimmtán manna hópi. Vorið 1967 komu Kín- verjarnir allir saman og tilkynntu yf- ir bekkinn að þeir væru hættir og farnir heim til Kína til að taka þátt í menningarbyltingunni þar. Í Sviþjóð hafði námsfólk það betra, bjó í hlýrra húsnæði og borðaði holl- ari mat, allt var frjálsara en í Bret- landi, en þarna var líka heldur dýr- ara að lifa. Þetta var 1970 – tímar byltingarkenndra sjónarmiða, rót- tækur varð ég aldrei en auðvitað hafði tíðarandinn sín áhrif á mig eins og aðra. Mikið var rætt um þjóð- félagsmál í Lundi, þar voru margir róttæklingar og þeir höfðu líka sett svip sinn á stúdentalífið í Edinborg, enda voru þessi ár tímar stúd- entauppreisnanna. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Ævintýraleg heimferð foreldra Ég hafði líka mikinn áhuga á Sví- þjóð vegna foreldra minna. Þar höfðu þau kynnst á stríðsárunum sem fyrr greindi. Mamma hafði gert tilraun til að komast heim til Íslands, líklega um það bil sem hún kynntist pabba. Hún ætlaði heim með Esju frá Pet- samo í Finnlandi. Hún fór hálfa leið áleiðis en frétti þá að fullskipað væri í ferðina og sneri við. Afi minn, Finnur Jónsson, var strandaglópur í Svíþjóð, hann var að semja um smíði á fiski- bátum fyrir Ísfirðinga. Hann komst hins vegar heim með Esju. Foreldrar mínir komust heim til Íslands 1943. Þau fóru með rútubíl frá Stokkhólmi til Suður-Svíþjóðar, þaðan flugu þau um miðja nótt til Skotlands í flugvél sem búið var að myrkva með því að líma fyrir alla glugga hennar. Þaðan fóru þau með skipi til Íslands. Þetta var æv- intýraleg ferð. Eftir stríð fóru þau aftur til Svíþjóðar þar sem pabbi vann um tíma. Auk þessarar tengingar hafði ég talsverðan áhuga á að læra Norð- urlandamál. Þetta gekk allt vel. Rögnvaldur Hannesson var fyrir í hagfræðideildinni í Lundi og ég hitti marga Íslendinga, t.d. heila verk- fræðinganýlendu sem hreiðraði um sig á sérstökum stað í bænum. Marg- ir unnu með námi í Svíþjóð og það gerði ég líka. Mér leist hins vegar ekki á að sitja yfir á sjúkrahúsum og ekki gat maður lifað á því að gefa blóð þótt maður gerði það einstaka sinnum, verð á blóðlítra fylgdi lítra- verði á vínanda. Rúllettustjóri í Svíþjóð Ég fann mér frumlegri vinnu, ég spilaði rúllettu á hótelum og veit- ingastöðum í Malmö. Ég stýrði rúll- ettuspilinu og spilaði á móti salnum, var „croupier“ eins og það heitir á frönsku. Ég bað móður mína að senda mér stúdentasmókinginn minn með Gullfossi, fór og sótti hann og reyndist hann mér hin bestu vinnu- föt. Ég hélt því alltaf fram að ég hefði fengið bestu nýtingu á stúd- entasmókingnum af mínum skóla- systkinum. Umrædd föt slitnuðu svo mjög að loks þurfti ég að bera skós- vertu framan á buxurnar þar sem og hefur nýtt spil Á Ásvallagötunni Snorri Hallgrímsson læknir og Þuríður Finnsdóttir með barnahópinn sinn. Í efri röð f.v. Hall- grímur, Margrét og Gunnar. Fyrir framan eru Auður og Finnur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 25 Kerti úr sama pakka geta brunnið mismunandi hratt og á ólíkan hátt. Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.