Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MISCHA Barton, leikkonan úr þáttunum O.C., hefur ákveðið að leita til Guðs eftir að hún var handtekin fyrir ölvunar- akstur í síðustu viku. Barton sótti guðsþjónustu hjá kaþ- ólskum söfnuði kenndum við Góða hirðinn í Beverly Hills og ef marka má vitni sem sáu hana koma út úr kirkjunni var hún hin heilagasta, klædd í hvítan kjól sem undirstrikaði umskiptin yfir á beinu braut- ina. Barton sem er 21 árs var stöðvuð af lögreglunni í Vest- ur-Hollywood á næst síðasta degi ársins og var í kjölfarið ákærð fyrir að aka undir áhrifum áfengis, án öku- skírteinis og fyrir að hafa undir höndum maríjúana. Góði hirðirinn er sami söfn- uður og leikarinn úr Prison Break, Lane Garrison, sótti í desember á síðasta ári eftir að hann var valdur að dauðaslysi í umferðinni. Hann situr nú í fangelsi fyrir manndráp. Þá mun Paris Hilton einnig hafa sótt messu í kirkjunni eftir að henni var varpað í fangelsi fyrir að hafa ekið án ökuleyf- is. Stjörnurnar leita fyr- irgefningar í trúnni Mischa Barton Lane Garrison Paris Hilton Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞAÐ þarf varla að kynna þessa síðu fyrir aðdáendum kvikind- islegra teiknimyndabrandara. Þeir sem hins vegar þekkja ekki dásam- lega svarta brandara Wulff- morgenthaler ættu tafarlaust að skella sér á netið og slá inn ofan- greinda slóð. Wulffmorgenthaler er hugverk hinna dönsku Mikael Wulff og Anders Morgenthaler en þeir hófu að semja og teikna brandarana ár- ið 2001. Wulff er grínisti og sjón- varpsmaður en Morgenthaler teiknari. Brandararnir hafa birst í fjölda dagblaða og tímarita og árið 2005 gengu þeir skrefi lengra og hófu gerð hreyfimynda í sama stíl, sem má m.a. finna á YouTube, og héldu úti sjónvarpsþætti á Dan- marks Radio 2 árið 2005. Það er erfitt að lýsa bröndurum Wulffmorgenthaler í stuttu máli og ætlar undirritaður ekki að reyna það. Texti eftir höfundana á vefsíð- unni er sjálfsagt lýsandi fyrir þeirra persónuleika og skopskyn: „Okkur finnst leikjatölvur, tölvu- leikir, farsímar og DVD-diskar, tölvur og bílar og flugferðalög of- metin og gagnslaus í samanburði við sveskjusafa – hann er hollari og bætir meltinguna,“ og „Við höfum sérstakt dálæti á kvikmyndum um lögfræðinga sem bera út skjald- bökur og vonumst til að gerðir verði sjónvarpsþættir um það. Við höfum dálæti á tónlist eftir lög- fræðinga.“ Þeir félagar skella inn brandara hvern einasta dag og geta menn gerst áskrifendur að þeim í tölvu- pósti, sem er sannarlega hressandi í flóðbylgju ruslpósts og í morg- unsár mæðulegra mánudaga. Þá er hægt að kaupa ýmsan varning á síðunni, boli frá þeim félögum, dagatöl og hægt að hala niður skjá- myndum og myndum til að setja á bloggsíður, svo eitthvað sé nefnt. Brandarana er hægt að skoða fimm ár aftur í tímann þannig að þeir sem hafa ekkert að gera í vinnunni, eða vilja ekki gera neitt í vinnunni, ættu að geta hlegið í margar klukkustundir eða jafnvel heilu dagana yfir gríni þeirra fé- laga og gert samstarfsmenn sína forvitna um leið. VEFSÍÐA VIKUNNAR: WULFFMORGENTHALER.COM» Dönsk grínsnilld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.