Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 60

Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 60
60 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MISCHA Barton, leikkonan úr þáttunum O.C., hefur ákveðið að leita til Guðs eftir að hún var handtekin fyrir ölvunar- akstur í síðustu viku. Barton sótti guðsþjónustu hjá kaþ- ólskum söfnuði kenndum við Góða hirðinn í Beverly Hills og ef marka má vitni sem sáu hana koma út úr kirkjunni var hún hin heilagasta, klædd í hvítan kjól sem undirstrikaði umskiptin yfir á beinu braut- ina. Barton sem er 21 árs var stöðvuð af lögreglunni í Vest- ur-Hollywood á næst síðasta degi ársins og var í kjölfarið ákærð fyrir að aka undir áhrifum áfengis, án öku- skírteinis og fyrir að hafa undir höndum maríjúana. Góði hirðirinn er sami söfn- uður og leikarinn úr Prison Break, Lane Garrison, sótti í desember á síðasta ári eftir að hann var valdur að dauðaslysi í umferðinni. Hann situr nú í fangelsi fyrir manndráp. Þá mun Paris Hilton einnig hafa sótt messu í kirkjunni eftir að henni var varpað í fangelsi fyrir að hafa ekið án ökuleyf- is. Stjörnurnar leita fyr- irgefningar í trúnni Mischa Barton Lane Garrison Paris Hilton Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞAÐ þarf varla að kynna þessa síðu fyrir aðdáendum kvikind- islegra teiknimyndabrandara. Þeir sem hins vegar þekkja ekki dásam- lega svarta brandara Wulff- morgenthaler ættu tafarlaust að skella sér á netið og slá inn ofan- greinda slóð. Wulffmorgenthaler er hugverk hinna dönsku Mikael Wulff og Anders Morgenthaler en þeir hófu að semja og teikna brandarana ár- ið 2001. Wulff er grínisti og sjón- varpsmaður en Morgenthaler teiknari. Brandararnir hafa birst í fjölda dagblaða og tímarita og árið 2005 gengu þeir skrefi lengra og hófu gerð hreyfimynda í sama stíl, sem má m.a. finna á YouTube, og héldu úti sjónvarpsþætti á Dan- marks Radio 2 árið 2005. Það er erfitt að lýsa bröndurum Wulffmorgenthaler í stuttu máli og ætlar undirritaður ekki að reyna það. Texti eftir höfundana á vefsíð- unni er sjálfsagt lýsandi fyrir þeirra persónuleika og skopskyn: „Okkur finnst leikjatölvur, tölvu- leikir, farsímar og DVD-diskar, tölvur og bílar og flugferðalög of- metin og gagnslaus í samanburði við sveskjusafa – hann er hollari og bætir meltinguna,“ og „Við höfum sérstakt dálæti á kvikmyndum um lögfræðinga sem bera út skjald- bökur og vonumst til að gerðir verði sjónvarpsþættir um það. Við höfum dálæti á tónlist eftir lög- fræðinga.“ Þeir félagar skella inn brandara hvern einasta dag og geta menn gerst áskrifendur að þeim í tölvu- pósti, sem er sannarlega hressandi í flóðbylgju ruslpósts og í morg- unsár mæðulegra mánudaga. Þá er hægt að kaupa ýmsan varning á síðunni, boli frá þeim félögum, dagatöl og hægt að hala niður skjá- myndum og myndum til að setja á bloggsíður, svo eitthvað sé nefnt. Brandarana er hægt að skoða fimm ár aftur í tímann þannig að þeir sem hafa ekkert að gera í vinnunni, eða vilja ekki gera neitt í vinnunni, ættu að geta hlegið í margar klukkustundir eða jafnvel heilu dagana yfir gríni þeirra fé- laga og gert samstarfsmenn sína forvitna um leið. VEFSÍÐA VIKUNNAR: WULFFMORGENTHALER.COM» Dönsk grínsnilld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.