Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Freystein Jóhannsson
og Orra Pál Ormarsson
freysteinn@mbl.is, orri@mbl.is
F
relsið er kjarninn í þeim
mannréttindum sem
Bandaríkjamenn sækja í
stjórnarskrá sína, sem
segir alla menn jafna. Þeir
eru enda oft í hávegum
hafðir fyrir þetta frelsi, en fram-
kvæmdin hefur löngum kastað
skugga yfir ýmsa minnihlutahópa,
sem fá hvorki að njóta frelsisins til
fulls né jafnréttis.
Nú síðustu árin hefur gagnrýni á
mannréttindaást Bandaríkjamanna
farið vaxandi og þar á stríðsrekstur
þeirra í öðrum löndum sinn þátt og
stríðið gegn hryðjuverkamönnum en
framganga Bandaríkjamanna erlend-
is og heima fyrir, sérstaklega eftir
„11. september“ hefur líka haft áhrif á
almenn mannréttindi Bandaríkja-
manna og eiginlega má tala um hug-
arfarsbreytingu í því sambandi;
breytingu sem hefur grafið undan því
þjóðfélagi, sem alla jafna sækir kraft
sinn í frelsið.
Hvítir jafnari en aðrir
Stjórnarskráin segir alla Banda-
ríkjamenn jafna, en hvíti maðurinn
hefur verið jafnari en hinir og ræður
lögum og lofum í Bandaríkjunum.
Alltaf saxast nú á limina eftir því sem
minnihlutahópunum vaxa réttindi um
hrygg, en í sögulegu tilliti er ekki svo
langt síðan hvíti maðurinn kúgaði
blökkumenn og indíána í fullum rétti
– sínum rétti. Leið blökkumanna frá
þrælahaldi til þegnréttar hefur verið
þyrnum stráð; borgarastyrjöld og
önnur átök og uppþot varða hana og
þótt margt hafi áunnizt, er enn tals-
vert í land, sem m.a. má sjá í minni
hlutfallslegri menntun og kosninga-
þátttöku blökkumanna.
Mannréttindasamtök hafa bent á,
að fjöldi blökkumanna á dauðagang-
inum bendi til þess að þar sem svo
víða annars staðar halli verulega á
blökkumenn í samanburði við þá
hvítu. Þeir eru 12% þjóðarinnar, en
telja 34% fanga. Amnesty Internatio-
nal kunngerði rannsókn 2003 þar sem
fram kom að þeir sem myrtu hvíta
voru líklegri til þess að verða teknir af
lífi en þeir sem myrtu blökkumenn.
Af 845, sem teknir voru af lífi, höfðu
FRELSIÐ FYRIR
ÖRYGGISGLER
Reuters
Á vaktinni Bandarískur strandgæzlumaður á hryðjuverkaæfingu við Frelsisstyttuna í New York. Að mati margra brjóta öryggisráðstafanir Bandaríkja-
stjórnar í bága við hugsjónina um frelsi og mannréttindi.
Íslendingar hafa fengið
að kynnast á eigin skinni
hranalegri lagafram-
kvæmd í Bandaríkjunum,
þar sem mannréttindum
er vikið til hliðar. Það er
einmitt rauði þráðurinn í
þeirri gagnrýni sem
Bandaríkjastjórn sætir
og er sögð ganga svo
langt að hún grafi undan
grundvallargildum
bandarísks samfélags.
MANNRÉTTINDI Í BANDARÍKJUNUM