Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 29
áhugasömum. Verk frá Afríku og
Eyjaálfu fóru að vekja athygli lista-
manna í Evrópu um og eftir aldamót-
in 1900 og höfðu mikil áhrif á mód-
ernismann og öll þau umbrot og
byltingar sem urðu í leitinni að frjáls-
ari tjáningarmáta og nýjum leiðum.
Hver á menningararf Afríku?
Það hefur orðið mikil umræða og
margvíslegar spurningar vaknað um
hið nýja safn Branly. Þar er vissu-
lega rætt um hvort fjármunum sé
rétt varið og skipulag þess sé heilla-
vænlegt, hönnunin sé góð eða hvort
árangurinn sé í samræmi við það sem
lagt er upp með.
Síðan er einnig umræða og vel heit
um það hver sé eignarréttur ný-
lenduveldanna og safna hinna ríku
þjóða á Vesturlöndum á ýmsum þjóð-
argersemum fyrrverandi nýlendna.
Margt af því er ránsfengur og sumt
er keypt fyrir lítið þar sem eigna-
réttur þeirra sem afhentu eða seldu
gat líka verið mjög vafasamur.
Sú umræða er ekki ný af nálinni en
hlýtur að verða áleitin nú. Flestir
þegnar margra þeirra ríkja t.d. í Afr-
íku sem eiga þarna menningararf
hafa ekki aðgang að honum jafnvel
þeir sem vildu leggja land undir fót í
því skyni. Hin evrópsku landamæri
eru lokuð, bannaður aðgangur!
En við verðum að vona að þessi
vettvangur, sem vekur mikla athygli
með kynningu á listum og menningu
fjarlægra svæða, leiði til aukinnar
samkenndar og skilnings.
Skipulagður leyndardómur
Arkitektinn Jean Nouvel hannaði
Branly-safnið og lýsir því markmiði
að skapa ramma sem hæfi fjölbreytni
menningarheima því þar dugi engin
hefðbundin Parísarbygging.
Það er vart hægt annað en hrífast í
heimsókn á þetta safn bæði af því úr-
vali listaverka sem þar er á sýningu
og hvernig þau eru fram sett. Hönn-
un safnsins er ævintýraleg og dul-
úðugt yfirbragð víða enda er list
heimsins dularfullt ævintýri. Fjöl-
breytnin ríkir eins og í lífinu sjálfu:
Litir, form, gróður, ljós og skuggar
skiptast á, úti tengist inni. Skipulag
byggingarinnar er flókið og á að vera
það segir arkitektinn Jean Nouvel.
Það á að undirstrika leyndardóminn.
Garðurinn er mikilvægur hluti af
verkinu og tengist víða því sem inni
er.
Að vekja skilning og færa nær
Hlutverk Branly-safnsins er bæði
að halda utan um og miðla listaverk-
um frá fyrri tímum sem nú eru í eigu
safnsins og svo að vera vettvangur
fyrir samtímalist og samskipti menn-
ingarheima. Frakkland sem ný-
lenduveldi ber þar mikla ábyrgð
enda er greinilega knýjandi umræða
þar um áhrif nýlendustefnunnar og
ekki síst á síðustu árum.
Stórar sýningar á samtímalist frá
Afríku hafa verið fjölsóttar í stór-
borgum Evrópu á síðustu árum, t.d.
Afríka Remix í Pompidou-safninu
2005.
Vissir listamenn frá Afríku sem
fjalla um samfélagsmál í verkum sín-
um hafa vakið athygli í Evrópu og
eru þá áhrif nýlendustefnu og ras-
isma oft ofarlega á baugi. Meðal
þeirra sýninga sem Branly-safnið
setti upp á þessum fyrstu starfsárum
er innsetning eftir Romuald Ha-
zoume frá Benin sem ber heitið
„Munnur konungsins“. Þar leikur
Hazoume sér með tilvísun í hefðir
grímunnar og segist einnig vilja þar
minna á ásælni Evrópubúa í grímur
frá Afríku (og allan útflutninginn á
listmunum þaðan) og vilja senda
neyslusamfélaginu skilaboð í efni
sem sé við hæfi, það er bensínbrúsar
úr plasti.
Hann hefur notað bensínbrúsana
talsvert í verk sín á síðustu árum og
náð þar oft að tjá bæði íróníu og al-
vöru. Í „Munni konungsins“ setur
hann upp röð af hausum eða grímum
í ölduhreyfingu eins og röð af þræl-
um á skipi (e.k. galeiðu). Fremst í
flokki eru svo tvær grímur með kór-
ónur, önnur hvít og hin svört. Þar eru
komnir konungurinn í Dahomey
(Dahomey er nú Benin) og sá hvíti
sem kallaðist „undirkonungurinn í
Oudiah“ en hann sá um þrælaverslun
Portúgala á svæðinu sem nú er Ben-
in („The Viceroy of Oudiah“ er at-
hyglisverð bók Bruce Chatwin um
það efni). En Hazoume spyr: Hvern-
ig er þrælaverslun og þrælahald nú-
tímans?
Skrúðgarður ástarinnar –
fransk-afrískur?
Önnur sýning Branly-safnsins um
þetta heita efni, þrælaverslun og
stéttaskiptingu, var í sumar. Það var
sýning Yinka Shonibare sem er lista-
maður ættaður frá Nígeríu og lifir nú
og starfar í London.
Shonibare hefur vakið mikla at-
hygli í hinum svokallaða vestræna
heimi síðasta áratuginn. Í verkum
hans er beinskeytt ádeila á kyn-
þáttahyggju og stéttaskiptingu oft
með mikilli íroníu.
Í innsetningu Shonibare, „Garði
ástarinnar“, má sjá pör klædd að sið
18. aldar yfirstéttar í skrúðgarði í
frönskum stíl í ýmiss konar leik og
daðri. Þessi pör voru unnin úr höf-
uðlausum gínum og klædd íburð-
armiklum fatnaði. Þegar nánar er að
gáð þá er klæðið í fatnaðinum það
sérstaka litríka, munstraða efni sem
kennt er við Vestur-Afríku því það er
svo vinsælt þar og notað óspart bæði
af konum og körlum sem og víðar í
Afríku. Tilvísanir Shonibare eru
margvíslegar. Þetta fataefni er alls
ekki framleitt í Afríku heldur hefur
það verið hannað í Evrópu, unnið í
Asíu og í upphafi markaðssett af hol-
lenskum kaupmönnum. Hvað kemur
hvaðan, hvað er afrískt, eða franskt?
Shonibare vinnur innsetningu sína
út frá málverkaseríu eftir Fragonard
sem var vinsæll franskur málari á 18.
öld. Hann var þekktur fyrir frjáls-
lega unnin málverk er lýsa lúxuslífi
og nautnahyggju yfirstéttar sem lifir
í óhófi og vellystingum. Shonibare
vísar þar í hugsanir um hvaðan hin
mikla velmegun er komin á tímum
þrælaverslunar og þrælahalds.
Vinna afrískra þræla á plantekrum
suður í heimi skilaði vissum ríkjum
Evrópu og N-Ameríku miklum auði.
Afleiðingar af því og kynþáttahyggj-
unni sem fylgdi þrælahaldinu eru
langt í frá útrætt mál og mjög of-
arlega á baugi í vestrænum heims-
borgum og þá auðvitað ekki síður í
Afríku.
Garður ástarinnar Úr innsetningunni Garður ástarinnar eftir Yinka Shonibare frá Nígeríu. Þar fjallar hann um
fáránleika lífs í óhófi er byggir á þrældómi annarra.
Ljósmynd/Antonin Borgeaud
Munnur konungsins Innsetningin Munnur konungsins eftir Romuald Ha-
zoume frá Benin. Afrískar grímur úr bensínbrúsum notaðar til umfjöllunar
um þrælahald fyrr og nú.
Fjölbreytni Úr sýningarsal á Branly-safninu. Verk í eigu safnsins eru
kynnt á ýmsa vegu en lögð er áhersla á fjölbreytni. Sumt blasir við en ann-
að þarf að skoða í dularfullu skoti.
»Hin stóra veröld
heimsviðburða virð-
ist óneitanlega nálæg
þegar farið er um borg
eins og París og þá við-
burða bæði í nútíð og úr
fortíð
Höfundur er myndlistarkona
Ljósmynd/Patrick Gries
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 29
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardag 10-18 sunnudag 11-17Opið
30-70%
afsláttur
Útsala Útsala