Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 34

Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 34
34 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN B áran litla sem fædd- ist að morgni nýárs- dags 2007 og óx og dafnaði, hneig á ára- mótunum síðustu. Margt bar hún í faðmi sínum, „það flestallt er horfið í gleymsk- unnar sjá“, en öðru skolaði ef til vill á fjörur hins nýja árs, sem hófst þegar hin gamla alda loks hrundi um miðnættið og féll í hið mikla djúp, eins og þær allar hafa gert um síðir. Og svo vakn- aði önnur nýverið, sem mun rísa og hækka þegar dagarnir líða og fellur að lokum að ári. Og þannig berumst við áfram að markinu hinsta. Á gamlárskvöld notuðu margir Íslendingar tækifærið og stöldr- uðu við eitt augnablik eða lengur og skyggndust um, litu yfir far- inn veg, hið innra sem ytra, og reyndu að komast að því, hvaða leið ætti að velja fyrir næstu skref á ævigöngunni, eða sigling- unni. Það gerði ég líka, og ákvað að halda áfram á þeirri braut sem foreldrar mínir leiddu mig inn á, þegar ég var ómálga barn. Hún er ekki alltaf auðveld, en góðu fréttirnar eru þær, að ég veit að ég er ekki einn. Og þið ekki heldur, lesendur mínir. Því sá er með í för, sem aldrei bregst. Guðspjallstextinn, sem ég las frá altari kirkju minnar við aftansöng 31. desember síð- astliðinn, er ein af mörgum perl- um Heilagrar ritningar. Hann lætur ekki mikið yfir sér, er hvorki langur né hátíðlegur, ef út í það er farið, en hefur þó að geyma eitthvert mesta fyrirheit þeirra allra. Þar segir Jesús, vit- andi að hann er senn að kveðja ástvini sína: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“ Þetta var boðskap- urinn sem fyrir lá, veganestið sem okkur er gefið inn í hinu nýju tíma, inn í óvissuna, óræða framtíðina. Friður er merkilegt hugtak í biblíulegum skilningi. Hebreska orðið, shalom, hefur víðtæka merkingu; táknar það ástand, þegar lífið hefur vaxtarskilyrði, merkir jafnvægi í náttúrunni, réttlæti milli fólks, gæftir til lands og sjávar, og gleði í huga og sál. Þannig heilsast gyðingar, rétt eins og við biðjum hvert annað að vera sæl og blessuð. Til er ævagömul saga af kon- ungi nokkrum sem efndi til sam- keppni í landi sínu. Sá listamað- ur sem gæti töfrað fram úr penslum sínum málverk sem lýsti sönnum friði, skyldi fá ríku- leg verðlaun. Á komandi mán- uðum barst fjöldi mynda, en eftir langa yfirlegu stóð valið loks á milli tveggja. Á annarri kysstu snæviþaktir tindar bláan himin, og dýrðin speglaðist í lygnu fjallavatni, umvöxnu háum trjám. Hin var gjörólík, sýndi dynj- andi foss í þröngu, myrku gili. Gráar skýjahrannir á himni boð- uðu storm í aðsigi. Í miðju foss- ins var klettasylla, og á henni – ef grannt var skoðað – lítill fugl í hreiðri, sem lá þar öruggur, mitt í öllu því sem á gekk umhverfis hann. „Þessi mynd er sigurveg- arinn,“ sagði konungurinn loks. „Því sannur friður er ekki logn og stilla. Sannur friður er at- hvarf í storminum miðjum.“ Friðurinn sem Jesús talar um er eitthvað í líkingu við þetta, bara ennþá meiri. Af því að hann er ekki þessa heims. Ýmislegt höfum við upplifað á árinu, sem nú er á enda runnið. Sumt af því gott, annað verra. Og nú er enn eitt ár hafið og með því ný tækifæri. Enginn veit nákvæmlega yfir hverju það kann að búa, hvað aldan nýja mun taka í fang sitt. En það er víst að hún verður gömul eins og forverar hennar, og brotnar síð- an um áramótin næstu. Í guð- spjalli nýársdags lásum við um, að drengnum, sem fæddist í Betlehem, hlotnaðist nafn. Síðar á ævinni kynnti hann sig á ýmsa vegu. M.a. segir hann í Jóhann- esarguðspjalli: „Áður en Abra- ham fæddist, er ég.“ Þetta merk- ir, að Jesús Kristur er eilífðarvera, sem ekki hefur lent á villigötum, heldur brýtur af sér fjötra tímans og hverfulleikans. Hann er ljósið holdi klætt á jörðu, eilífðin í tímanum, í gervi manns. Þess vegna er hann svo góður og traustur lóðs. Í raun og veru er enginn betri til. Í byrjun ársins 2008 skulum við því íhuga loforð hans, áð- urnefnt. Og taka síðan við gjöf- inni, sé það ógert. Kveðja mín er svo tilvitnun í Pál frá Tarsus, en í endann á bréfi hans til Fil- ippímanna segir: „Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúf- lyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öll- um skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú. Að endingu, systkin, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dygð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það og Guð friðarins mun vera með ykkur.“ Friður sigurdur.aegisson@kirkjan.is „Þann, sem treystir Drottni, umlykur hann elsku,“ segir í 32. Davíðssálmi. Á þessum fyrsta sunnudegi hins nýja árs er Sig- urður Ægisson með pistil um þann búnað, sem nauðsynlegt er að hafa á veginum framundan; hina óvinnandi skjaldborg, frið Guðs. HUGVEKJA NÝLEGA var skrúfað frá nýrri vatnsveitu í Kópavoginum og er því Kópavogur aftur kominn í rekstur vatnsveitu. Aðalástæðan fyrir þessari framkvæmd var sú að bæjarstjórinn í Kópa- vogi gat með engu móti samið við nágrannasveitarfélagið um kaup á köldu vatni og fór því svo að samn- ingar um kaup á þessari grunnþjónustu urðu bæjarbúum dýrir. Ekki vegna okurs vatnsveit- unnar í Reykjavík held- ur vegna þess að bæj- arstjórinn í Kópavogi gat ekki hugsað sér að semja við R-listann á sínum tíma. Nú er vatnsveitan komin í gagnið og vatnið er dýr- ara heldur en það býðst frá Orkuveitu Reykja- víkur. Í þokkabót fá Kópavogsbúar að nið- urgreiða vatnið ofan í Garðbæinga næstu ára- tugina vegna fyrirhug- aðrar hesthúsabyggðar í vatnsbóli Garðbæinga. Reyndar fer tvennum sögum af því hvort hesthúsabyggðin rísi yfirleitt á þessu svæði vegna deilna um byggingarmagn. Undarlegar stað- reyndir sem haldið er hér fram og lyg- inni líkastar en því miður sorglegur sannleikur og vitnisburður um vonda stjórnarhætti. Hver var tilgangurinn með nýrri vatnsveitu ef ekki að bjóða íbúum Kópavogs vatn á sömu kjörum og bjóðast annars staðar eða jafnvel á betri kjörum? Sá spyr sem ekki veit. Er okkur Kópavogsbúum skylt að kaupa dýra vatnið hans Gunnars eða höfum við val um að kaupa ódýra vatnið frá Reykjavík? Eru engin tak- mörk fyrir því hvað misvitrir stjórn- málamenn geta lagt á íbúana? Þeir fé- lagar Gunnar Birgisson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna, og Ómar Stefánsson, eini framsóknarmaðurinn í bæjarstjórninni, eiga allan heiður skilinn af þessari sorg- legu atburðarás. Reynd- ar er það ofsagt því Gunnar stýrir skútunni en Ómar fær einungis að ausa bátinn og gera upp spottana. Þessi gjörn- ingur er eitt af mörgum skipulagsslysum í veg- ferð þessara ágætu manna. Hér er ekki um einsdæmi að ræða held- ur er slóðin eftir þá að verða býsna löng. Framsóknarflokk- urinn til að mynda boð- aði í síðustu kosningum lágreista byggð á Kárs- nesinu. Ekki varð mikið úr því kosningaloforði. Þeir félagar kynntu fyrir bæjarbúum Manhattan- útgáfu af nýrri byggð í vesturbæ Kópavogs eft- ir kosningarnar. Það fór minna fyrir útskýr- ingum á því hvernig gatnakerfið ætti að anna slíkri stækkun, hvernig stóraukin umferð kæm- ist frá nýju hverfi í gegn- um þau gömlu og hvernig tenging við stofnæðar höfuðborgarsvæðisins ætti að vera. Eins og flestir vita var íbúum í vesturbæ Kópavogs brugðið og stóðu mótmæli yfir í marga mánuði. Hin lágreista byggð þeirra framsókn- armanna tuttugufaldaðist í höndunum á Gunnari Birgissyni, svo einfalt var það nú. Annað dæmi og ekki síður í anda vatnsveitunnar nýju er stórskipa- höfnin sem átti að rísa í miðju nýja Manhattan-hverfinu á Kársnesinu. Kópavogur er þannig í sveit settur að næstu nágrannar, bæði Reykjavík og Hafnarfjörður, hafa byggt upp mikið hafnarsvæði og því engin þörf á stór- skipahöfn í Kópavogi og því síður pláss fyrir slíkt mannvirki og reyndar hreinn brandari. Sennilega ein mesta tímaskekkja sem hefur verið fundin upp og sem betur fer var tilkynnt á þessu ári að hætt væri við áform um slíka höfn. Skipulagsslysin eru eitt af aðals- merkjum þessa sveitarfélags undir stjórn Gunnars Birgissonar og Ómars Stefánssonar. Það dæmi sem er hvað skýrast í dag er án efa í Smárahverfi. Þar stendur Smáralindin og svo Smárinn þar sem Bónus er til húsa. Gatnakerfið í þessu hverfi er löngu sprungið og forðast menn í lengstu lög að fara þarna um að óþörfu. Enn er verið að bæta við byggingum á svæðið og reyndar er Gunnar búinn að byggja sér minnisvarða eða hæstu byggingu landsins á þessu svæði. Að- eins neðsta hæðin er komin í notkun og er umferðin slík að það tekur dá- góðan tíma að keyra þarna um á ann- atíma. Hinar nítján hæðirnar komast sjálfsagt í gagnið á næstu misserum. Íbúar í Lindahverfi austan við Smára- lind til að mynda eru farnir að aka upp á Rauðavatn og keyra í gegnum Vatnsendahverfið til þess að komast heim úr vinnu. Hefðbundnar aksturs- leiðir í Smárahverfinu eru ófærar sök- um umferðarteppu. Önnur bygging er að koma á sama svæði, um 14 hæðir eða svo og Gustssvæðið umdeilda sem er í næsta nágrenni við Smáralindina verður hlaðið byggingarmassa einnig. Reyndar var mikilmennskubrjálæðið svo mikið að umhverfisráðherranum fyrrverandi ofbauð og neitaði að sam- þykkja fyrirhugaðan byggingarmassa á Gustssvæðinu. Vonandi kemst nýr umhverfisráðherra að sömu nið- urstöðu. En úrbætur á gatnakerfinu í þessum hverfum eru litlar sem engar. Því miður er það þannig að fram- kvæmdagleðina vantar ekki í Kópa- voginn, öðru verður ekki haldið fram. Hins vegar skortir verulega á skyn- semina og skilninginn á afleiðing- unum. Dýr er vatns- dropinn í Kópavogi Arnþór Sigurðsson skrifar um kalt vatn og skipulagsmál í Kópavogi »Er okkurKópavogs- búum skylt að kaupa dýra vatnið hans Gunnars eða höfum við val um að kaupa ódýra vatnið frá Reykjavík? Arnþór Sigurðsson Höfundur er kjötiðnaðarmaður og býr í Kópavogi. KRISTJÁN Möller samgöngu- ráðherra er maður mikilla orða og gat verið harður gagnrýnandi í stjórnarandstöðu. Frægt er að minnast hins nauðsynlega að- halds sem hann sýndi fyrirrennara sínum í starfi varðandi smíði nýrrar Grímseyj- arferju, þótt minna færi fyrir gagnrýninni eftir að í ríkisstjórn var komið. Grímseyjarferjan er hins vegar ekki eina málið sem ráðherrann er á hlaupum undan. Fyrir síðustu alþing- iskosningar lofaði hann kjósendum sínum í Norðausturkjördæmi að strax yrði hafist handa við Vaðlaheið- argöng, þau yrðu í ríkisframkvæmd og gjaldfrjáls. Fáeinum dögum eftir að ný ríkisstjórn hafði verið mynduð var þetta loforð gleymt, týnt og tröll- um gefið. Brýnustu verkefnin í vegagerð þegar ákveðin Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks markaði þá skýru stefnu í lok síns valdatíma á síðasta vetri að tillögu þáverandi samgöngu- ráðherra, Sturlu Böðvarssonar, að brýnustu og stærstu verkefnin í vegagerð væru stofnæðarnar að og frá höfuðborginni. Þessar stofnæðar bæru ekki lengur umferðarþungann og þar yrðu stærstu og alvarlegustu slysin í umferðinni. Því bæri að flýta þeim framkvæmdum sem allra mest. Það varð síðan niðurstaða Alþingis í nýrri vegaáætlun að á næstu fjórum árum yrði ráðist í umfangsmiklar samgöngubætur á þessari leið. Þar var tekin ákvörðun um að ráðast í Sundabraut og vilji er fyrir því að á allra næstu árum verði akstursleiðir frá Reykjavík austur fyrir Selfoss tvöfaldaðar, með nýrri brú á Ölfusá við Laugardæli. Enn- fremur að tvöfalda leið- ina úr Reykjavík í Borgarnes. Reykjanes- brautin hafði þegar fært ráðamönnum sannindin um það að tveir plús tveir vegur bjargar mannslífum og slys á þeirri leið eru sem betur fer fátíð í dag. Útúrsnúningar samgönguráðherra Nú þýðir ekkert fyrir Kristján Möller samgönguráðherra að draga okkur á asnaeyrum og fara í þessu sambandi að tala um Vaðlaheið- argöng. Hann er þegar búinn að svíkja loforð sitt hvað þau varðar og staðreyndin er auðvitað sú að þau jarðgöng koma vegaframkvæmdum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins ekk- ert við, þótt engum dyljist að þar sé um mjög mikilvæga framkvæmd að ræða. Fyrir það fyrsta eru Vaðlaheið- argöng ekki komin inn á fjögurra ára áætlun Alþingis, nema að afar litlu leyti og til undirbúnings ef af einka- framkvæmd þeirra verður. Veiga- mikil forsenda hvað tímasetningu þeirra varðar eru svo auðvitað stór- iðjuáform á Húsavík og þá er hætt við að Kristján þurfi að skipta um skoðun og setja Vaðlaheiðargöng í einka- framkvæmd, sem er hið besta mál. Kristján Möller má hins vegar ekki komast upp með það að draga lapp- irnar og tefja ákvörðun ríkisstjórnar og Alþingis. Hann verður sem sam- gönguráðherra að setja allan sinn mannafla í að undirbúa þessar stóru framkvæmdir til og frá höfuðborginni – strax. Annars kunna þær að tefjast og það er með öllu ólíðandi. Vegagerðin hefur frá því vegaáætl- un var samþykkt unnið að þessari framkvæmd með það í huga að um verði að ræða tveir plús tveir veg í báðar áttir á Selfoss og í Borgarnes. Sundabrautin skiptir hér sköpum og framkvæmdum við hana má ekki fresta sí og æ. Reykjavíkurborg hef- ur þegar kveðið á um hvaða leið hún vill fara en það eru Sundagöng. Þess- ar framkvæmdir þurfa að ganga í gegnum lögformlegt umhverfismat en eigi að síður ætti strax í vor að geta farið fram útboð á stórum áföng- um á þessum stofnæðum frá höf- uðborginni. Um það snýst samþykkt Alþingis. Þjóðarviljinn stendur á bak við þá ákvörðun og Kristján Möller verður einfaldlega að bretta upp erm- arnar og hætta að berja höfðinu við steininn. Kristján Möller – eigi skal svíkja Framkvæmdum við Sunda- braut má ekki fresta sí og æ segir Guðni Ágústsson »Kristján Möller máhins vegar ekki komast upp með það að draga lappirnar og tefja ákvörðun ríkisstjórnar og Alþingis. Guðni Ágústsson Höfundur er formaður Framsóknarflokksins og á sæti í samgöngunefnd Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.