Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 43 ✝ Óskar Þór Sig-urðsson fæddist í Vestmannaeyjum 26. mars 1960. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans hinn 17. desember síð- astliðinn. For- eldrar Óskars voru Sigurður Björn Viktorsson sjómað- ur, f. 18. júní 1929, d. 20. apríl 2001 og Guðrún Lísa Ósk- arsdóttir kennari, f. 1. janúar 1936. Fósturfaðir Óskars var Ólafur Edwinsson, f. 1934, d. 1995. Systkini Óskars eru, samfeðra, Ingvar Jósef, f. 31. júní 1954, kvæntur Pálínu S. Þráinsdóttur og eiga þau tvö börn. Sammæðra eru Andri Ólafsson, f. 20. febr- úar 1965, kvæntur Ernu Jóns- dóttur og eiga þau tvo syni og Súsanna Ólafsdóttir, f. 5. mars 1968, gift Guðmundi Björgvins- syni og á hún tvö börn. Árið 1985 hóf Óskar sambúð með Ástu Margréti Grét- við hin ýmsu störf í nokkur ár fluttust þau Ásta til Danmerkur haustið 1988 þar sem þau voru við nám og störf í sex ár. Óskar lauk prófi í tæknifræði frá Hels- ingör Teknikum vorið 1994 með sérhæfingu í loftræstikerfum og pípulögnum. Óskar og Ásta flutt- ust til Þorlákshafnar er þau komu heim 1994 og Óskar vann þá hjá Vinnueftirliti ríkisins en hann hafði unnið þar sumarstörf með náminu. Haustið 1997 fluttu þau Ásta norður í Aðaldal og ráku Shell-skálann á Húsavík til haustsins 1999 en þá fluttu þau aftur heim í Þorlákshöfn. Það haust hóf Óskar störf hjá VGK verkfræðistofu sem nú heitir VGK-Hönnun og vann þar allt til dauðadags. Óskar var í jeppa- klúbbnum 4x4 á Húsavík og síð- ar í suðurlandsdeildinni og fór í margar jeppaferðir en þær voru mikið áhugamál hjá honum sem og allt sem snertir bíla. Þá var Óskar í fornbílaklúbbnum og átti forláta fornbíl. Óskar greindist með sjaldgæft krabbamein haustið 2005 og barðist af einurð við þann illvíga sjúkdóm allt til æviloka. Óskar var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk 29. desember síðast- liðinn. arsdóttur, f. 18. ágúst 1962, þau gift- ust 11. nóv. 2000. Foreldrar hennar eru Sjöfn Ólafs- dóttir og Bjarni Snæbjörnsson, kjör- faðir hennar er Grétar Bergmann Ársælsson. Börn Óskars og Ástu eru: Bjarki, f. 1. júní 1999 og Birta, f. 1. júní 1999. Óskar ólst upp í Vestmannaeyjum fram að gosi en gosveturinn var hann í skóla í Landeyjunum og bjó þá hjá frænda sínum Jóni bónda í Hallgeirsey og konu hans Jónu. Óskar var einnig níu sumur í sveit hjá þeim hjónum við leik og störf. Fjölskylda Óskars settist að í Þorlákshöfn og gekk Óskar þar í barna- og unglingaskólann en tók landspróf frá Grunnskól- anum í Hveragerði. Óskar lauk stúdentsprófi á náttúrufræði- braut við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Eftir að hafa unnið Elsku Óskar Þór, sonur Lísu systur er dáinn. Hann kemur ekki aftur, en hann lifir í minningunum, sem koma stöðugt upp í hugann. Minningar um glettni, stríðni, fal- legt bros, töffaraskap, hjálpsemi og bíladellu. Minningar um góðan dreng, jarðbundinn, stefnufastan, þrjóskan, metnaðarfullan, ofboðs- legan vinnuþjark og góðan pabba. Þegar hann kvaddi mig innilega í lok nóvember, vissi ég að hann vissi að við værum trúlega að kveðjast í síðasta sinn. Óskar vissi hvert stefndi, og hann var ákveðinn í að nýta tímann vel. Láta gamla drauma rætast, kaupa ameríska kagga, fara á bílasýningu í Florida, ferðast vítt og breitt og upplifa ævintýrið með börnunum og Ástu konunni sinni. Hann lét ekkert stoppa sig. Hann vildi umfram allt njóta og lifa og lifa meira og lifa lengur og skapa börnunum sínum dýrmætar minningar. Hann átti örugglega eftir að láta fullt af draumum rætast og hann átti eftir svo margar samverustundir með Birtu og Bjarka og með Ástu og með bestu vinunum og með Lísu systur minni. Þær samverustundir lét hann ógjarnan af hendi. Hann barðist hatrammri baráttu, en að lokum dugði járnviljinn og lífsþor- stinn ekki til. Hann varð að láta undan. Daginn sem Óskar dó las ég stjörnuspá þessa árs frá í fyrra, sem ég taldi vera hans og fannst hún hitta svo ótrúlega vel í mark. Hann átti hana ekki, en það vantaði bara 6 daga upp á, svo ég tel mér óhætt að stela þessu broti úr spánni: „Kannski virðist tímabilið framund- an einkennast af óreiðu, en þegar maður fer í rússíbana er það spenn- unnar og ánægjunnar vegna, ekki þægindanna. Taktu þér far með rússíbananum og þegar árið er á enda verðurðu kannski andstuttur en þakklátur fyrir túrinn.“ Ég trúi ekki á stjörnuspár frekar en Óskar gerði, en ég grét sárt yfir þessari. Vitandi að Óskar hafði valið rússíbanann þetta síðasta ár, þrátt fyrir margvísleg óþægindi og sárs- auka, sem því fylgdi, frekar en að gefast upp og bíða. Ég vil trúa því að hann hafi verið þakklátur fyrir túrinn, þó hann hefði vissulega vilj- að hafa hann lengri. Óskar var mikill bílakarl. Sl. sum- ar fengum við Ásta dóttir mín far í sítrónugulum Pontiac Grand Tur- ismo ’66 blæjubíl á rúntinn í Þor- lákshöfn, með gamalt og gott rokk á fullu blasti í græjunum. Það var frá- bært! Óskar var kátur og stoppaði við annað hvert hús til að spjalla við vini og kunningja. Við vorum stoltar af frænda og fannst við njóta góðs af hylli hans og hæfileikum. Ásta kon- an hans á ljósgula siffonslæðu og gula perlufesti, sem keypt var í stíl við bílinn. Það hefur verið róman- tísk sjón að sjá þau akandi um á sí- trónugulum Pontiacnum með blæjuna niðri og hún með slæðuna blaktandi í hlýrri sumargolunni. Óskar hafði skemmtilega glettn- islegt og fallegt bros, smá svona út í annað. Ég sakna þessa bross og ég sakna Óskars. Hann var mikilvægur hlekkur í okkar litlu fjölskyldu. Mér þótti innilega vænt um hann. Ég syrgi hann innilega með ykkur Ásta mín, Birta og Bjarki, Lísa systir, Andri og Súsanna ásamt öllum ætt- ingjum og vinum. En minningin lifir og er sterk og góð. Þórunn frænka. Óskar hefur verið vinur okkar í rúm 35 ár. Þegar við hugsum um hann hrannast minningarnar upp. Þrír vinir í grunnskóla og síðan í landspróf í Hveragerði. Stundum ákveðið nánast fyrirvaralaust að stinga af úr skólanum og fara á puttanum til Reykjavíkur til að fara í bíó. Minnst tvær myndir í ferð, helst þrjár og svo í spretti að ná kvöldrútunni heim. Eftir landsprófið fórum við í framhaldsskóla. Óskar og Ísleifur fóru í Flensborg en Ingólfur í MS. Hittumst samt alltaf reglulega. Eins og gengur skildu leiðir eftir stúd- entsprófið en alltaf hittumst við af og til og þá alltaf eins og við hefðum síðast hist í gær. Þannig hefur vin- átta okkar alla tíð verið. Óbundin af tíma, fjarlægð og aðstæðum. Það var síðan Óskar sem hafði frumkvæðið að því að við færum að hittast reglulega, einu sinni í mán- uði yfir hádegisverði og höfum við haldið því síðustu sjö árin. Þegar við hugsum til baka og reynum að lýsa Óskari þá kemur fyrst upp í hugann hvað hann var einstaklega skapgóður. Við munum bara ekki eftir Óskari öðruvísi en hressum og til í slaginn. Já, hann var alltaf til í slaginn og án efa drif- fjöðrin í flestu sem við tókum okkur fyrir hendur. Óskar var líka bráðskarpur, mjög fljótur að hugsa og taka ákvarðanir, og það sem hann ákvað, það stóð. Hvort sem um var að ræða að hitt- ast í hádeginu, fara í margra daga ferðalag eða kaupa enn einn bílinn. Já, bílar. Óskar var haldinn óslökkv- andi bíladellu. Ófáar ferðirnar fór- um við félagarnir í amerískum kerr- um í hans eigu hér á árum áður. Stundum með alla glugga opna því miðstöðin var biluð en oftast var bara allt gefið í botn og þeyst af stað. Ef til stóð að kaupa bíl þá var það ekki gert nema leita ráða hjá Óskari fyrst. Já, þannig var Óskar. Fram- kvæmdi þegar aðrir hikuðu og lifði lífinu til hins ýtrasta með því að njóta augnabliksins og grípa tæki- færin þegar þau gáfust. Til dæmis voru hann og Ásta í námi í Dan- mörku þegar Berlínarmúrinn féll, þá var bara stokkið af stað til Berl- ínar með stuttum fyrirvara, fylgst með atburðarásinni eigin augum, og svo heim aftur. Já, Ásta var konan í lífi Óskars, og ekki bara konan hans, hún var líka hans besti félagi og vinur. Ótrú- lega samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Hvort sem þau þeytt- ust til Danmerkur í nám, fluttu til Húsavíkur og ráku bensínstöð, byggðu nýjan bílskúr, tóku húsið í gegn eða skruppu í ferðalag með stuttum sem engum fyrirvara. Þau eignuðust tvíburana Bjarka og Birtu sumarið 1999. Um svipað leyti fluttust þau aftur til Þorláks- hafnar og bjuggu þar síðan. Þegar Óskar veiktist fyrir rúmum tveimur árum þá horfðist hann í augu við veikindin af sama raun- sæinu og af sömu festu og einkenndi allar hans framkvæmdir. Hann hélt áfram að njóta lífsins eins og hann gat og gerði allt sem heilsa og að- stæður leyfðu. Það má með sanni segja að þó Óskar vinur okkar hafi horfið frá okkur allt of snemma þá framkvæmdi hann og upplifði meira en margur gerir á langri ævi. Við sendum Ástu, Bjarka og Birtu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingólfur og Ísleifur. Óskar Þór Sigurðsson ✝ Ástkær faðir okkar, FRIÐÞJÓFUR HRAUNDAL, fv. rafmagnseftirlitsmaður, Gljúfraseli 13, áður Kársnesbraut 78, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 1. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur Antonsson, Ómar Friðþjófsson, Friðþjófur Friðþjófsson, Berglind Friðþjófsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA MARGRÉT SVEINSDÓTTIR, Dalbraut 16, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 3. janúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Jón Aðalsteinn Jónasson, Sveinn Gretar Jónsson, Jónas R. Jónsson, Hanna Kristín Guðmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Jón Aðalsteinn Sveinsson, Margrét Ragna Jónasardóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, Helga Gabríela Sigurðardóttir, Ásta Sigríður Sveinsdóttir, Birta Hlín Sigurðardóttir, Sigurður Karl Guðgeirsson. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, fósturmóðir, ástvinur og vinkona, ÁSLAUG INGA ÞÓRISDÓTTIR lést á heimili sínu þann 18. desember. Útför hennar mun fara fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13.00. Katrín Klara Þorleifsdóttir, Grétar Örn Jóhannsson, Elín Embla Grétarsdóttir, Benjamín Björnsson, Björn Jónsson, Sjöfn Ingólfsdóttir, Bjarni Ólafsson og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRA JENNÝ PÉTURSDÓTTIR, Safamýri 42, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 26. desember. Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 7. janúar kl. 15.00. Ólína Ágústsdóttir, Gunnar H. Stefánsson, Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Stefán Sveinn Gunnarsson, Álfhildur Íris Arnbjörnsdóttir, Hekla Ólína Stefánsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR LÁRUSSON teiknari, Grænlandsleið 43, Reykjavík, sem lést mánudaginn 31. desember, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 11. janúar kl. 13.00. Kristín Pálsdóttir, Freyja Ragnarsdóttir, Örvar D. Marinósson, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Kári Ragnarsson, Kristín Lára Ragnarsdóttir, Tómas Örn Stefánsson, Gísli Ragnarsson, Guðbjörg Ósk Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN HERMANN EYFJÖRÐ JÓNSSON Dalbraut 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 1. janúar. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.00. Þórey Gísladóttir, Jón Bjarni Eyfjörð Stefánsson, Svanborg Oddsdóttir, Elís Stefán Eyfjörð Stefánsson, Sigríður Albertsdóttir, Jóna Gísley Eyfjörð Stefánsdóttir, Geirmundur Geirmundsson, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.