Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.01.2008, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Stephen Holmes H vaða afleiðingar hafa sigrar Baracks Oba- mas og Mikes Hucka- bees, tveggja tiltölu- lega óreyndra frambjóðenda af jaðrinum, almennt á bandaríska utanríkisstefnu og þá sérstaklega tengslin yfir Atlantshaf- ið? Of snemmt er að segja til um það, á grundvelli atkvæða kjósenda í litlu ríki, hverjir munu sigra í sókninni eftir útnefningu flokkanna til for- setaframboðs. En það er ekki of snemmt að spyrja hvort óskiljanlegt skeytingarleysi Bandaríkjanna gagnvart bandamönnum í Evrópu og tilhneiging þeirra til að hrinda þeim frá sér muni breytast að einhverju marki 20. janúar 2009. Að hafna ríkjandi ástandi? Stjórnmálaskýrendur virðast vera sammála um að kjósendurnir, sem greiddu Obama og Huckabee at- kvæði, hafi verið að hafna ríkjandi ástandi. Þeir hafi kosið frambjóðend- urna, sem þeir vissu minnst um, í því skyni draga strik yfir glappaskot for- tíðarinnar. En nákvæmlega hvaða ástandi töldu þeir að þeir væru að hafna? Við nánari skoðun er „hið ríkjandi pólitíska ástand“, sem þeir að því er virðist hugðust hafna, frem- ur óljóst. Obama hefur hvað eftir annað spyrt Hillary Clinton, sem ásamt sinni pólitísku sveit er stað- ráðin í að hrifsa völdin af núverandi valdhöfum, við það hugarfar sem ríkt hefur í Washington frá 2001 til 2007. Enn furðulegra er að hinn geðþekki og óútreiknanlegi Huckabee segir að mormóninn Mitt Romney, fyrrver- andi ríkisstjóri Massachusetts, sé fulltrúi núverandi valdhafa. Til að skerpa umræðuna má spyrja eftirfarandi spurningar: Þegar kjós- endur Obamas og Huckabees höfn- uðu ríkjandi ástandi, náði það einnig til versnandi samskipta milli Banda- ríkjanna og Evrópu í tíð Bush? Það er nefnilega staðreynd að þegar stjórnin talaði niður til bandamann- anna hinum megin við Atlantshafið með orðunum „gamla Evrópa“ var ekki aðeins um að ræða mælsku- bragð, heldur undirstöðuatriði í gá- leysislegri nálgun við utanríkismál. Ef snúa á baki við hörmulegri arfleifð Bush fyrir alvöru ætti að byrja á því að endurvekja tengslin yfir Atlants- hafið. Það er sérdeilis ólíklegt að endurnýjun slíkrar stefnu verði for- gangsatriði hjá Obama eða Hucka- bee. Samskiptin við Evrópu vart nefnd Samskiptin milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa vart verið nefnd í þeim tugum kappræðna, sem fram hafa farið undanfarna sex mánuði. Það kemur ekki á óvart. Frambjóð- endur hafa enga ástæðu til að beina athyglinni að umræðuefni á borð við trosnuð tengsl yfir Atlantshafið vegna þess að þau eru einstaklega fyrirferðarlítil í vitund hins almenna kjósanda, ef þau láta þá nokkuð á sér kræla þar. Það hefur ekki skipt kjós- endur neinu að Obama hefur ekki haldið einn einasta stefnumótandi fund í undirnefnd öldungadeildarinn- ar um Evrópumál, en á forræði nefndarinnar eru meðal annars sam- skipti Bandaríkjanna við Atlants- hafsbandalagið og Evrópusamband- ið. Þegar málið kemur upp eru frambjóðendur repúblikana fremur fjandsamlegir í garð Evrópu án þess að reyna að leyna því, frekar en að þeir láti sér standa á sama. Andúð þeirra á Evrópu, sem sýnir skort á upplýsingu, endurspeglar meðal annars fyrirlitningu á hinu verald- lega, líkt og er dæmigert hjá hvítum mótmælendaklerkum í Suðurríkjun- um, og einnig þá öfugsnúnu og af- brigðilegu hugmynd, sem sumir virt- ir hugsuðir repúblikana í varnarmálum breiða út; að Evrópa geti um þessar mundir litlu bætt við varnir Bandaríkjanna. Hvers vegna skiptir Evrópa Bandaríkin máli? Fimm ástæður blasa við. Í fyrsta lagi er Evrópa í fremstu víglínu í stríðinu gegn hryðjuverkum rétt eins og í kalda stríðinu. Eins og árásin, sem tókst að koma í veg fyrir á tíu farþegavélar á leið frá London til Bandaríkjanna, sýndi eru líkurnar á að hryðjuverkaárás verði gerð á bandaríska ríkisborgara frá landi í Evrópu miklar. Ef til vill þurfa Bandaríkin ekki á franska hernum að halda, en þau þurfa á frönsku leyni- þjónustunum að halda. Í öðru lagi tryggja tungumála- hæfileikar og menningarlæsi Evr- ópubúa að framlag þeirra til öryggis Bandaríkjanna getur verið ómetan- legt. Útbreiðsla ensku sem tungu- máls heimsins hefur haft þær mót- sagnakenndu afleiðingar fyrir bandarískt þjóðaröryggi að Banda- ríkin eru gagnsæ í augum jarðarbúa, en umheimurinn verður stöðugt óskýrari Bandaríkjamönnum. Evr- ópa getur bætt úr þessu. Í þriðja lagi er það svo, hvað sem sjálfhverfum, lítilfjörlegum ágrein- ingi og stríði Bush líður, að Banda- ríkjamenn og Evrópubúar deila lífstíl og menningarlegri skuldbindingu við umburðarlynda einstaklingshyggju, sem ekki finnst í sama mæli og styrk eða er jafnóumdeild víðast hvar ann- ars staðar í heiminum. Við Evrópu og Bandaríkjunum blasa einnig að mestu sömu viðfangsefnin í utanrík- ismálum. Það á ekki aðeins við um hryðjuverk, heldur einnig þrýsting- inn sem innflytjendur valda og getur valdið pólitísku ójafnvægi, en ástæð- an er velmegunargjáin á milli norð- urs og suðurs, aukið framboð á ódýru vinnuafli í Kína, sem veldur atvinnu- leysi annars staðar, óútreiknanleg orkustefna Pútíns, útbreiðsla kjarn- Kosningarn- ar í Iowa og Evrópa ERLENT» Reuters Sér sjálfur um undirleikinn Daginn eftir atkvæðagreiðsluna í Iowa var Mike Huckabee kominn til New Hamps- hire þar sem næst verður kosið. Munu forsetaskipti í Bandaríkjunum boða nýja stefnu gagnvart Evrópu? Í HNOTSKURN »Þegar gamlir bandamenneins og Frakkar og Þjóð- verjar neituðu að styðja innrás- ina í Írak kólnuðu samskiptin milli Bandaríkjanna og Evrópu. »Vestanhafs var hætt að talaum franskar kartöflur og þær kenndar við frelsi. »Þegar Donald Rumsfeld, þá-verandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var spurður út í andstöðu hinna gömlu banda- manna gerði hann lítið úr og sagði að þar væri „gamla Evr- ópa“ á ferð. »Þau orð þóttu lýsa afstöðustjórnar Bush. Bandamenn sem ekki tækju undir stefnu hennar fengju kaldar kveðjur. Eftir að Merkel og Sarkozy kom- ust til valda hafa samskiptin við Þýskaland og Frakkland batnað. Erlent | Tengsl Bandaríkjanna og Evrópu hafa látið á sjá í tíð Bush, en mun það breytast með nýjum forseta? Mannréttindi | Mannréttindabrot í kínverskum verksmiðjum eru oft ekki vegna skorts á lagavernd heldur því að lögum sé fylgt eftir. Fræðafúsk | Stórstjörnur geta veitt góðum málstað lið en hvað er til bragðs þegar þær hrasa á fræðasvellinu? VIKUSPEGILL»  Í tíð George Bush hafa tengslin við Evrópu vísvitandi verið vanrækt Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is V erkamenn í Kína njóta ekki mikilla réttinda. Um áramót tóku gildi ný lög sem ætlað er að bæta stöðu verkafólks en miklar efasemdir eru um þau muni hafa tilætluð áhrif. Þeir, sem eru órétti beittir á kínverskum vinnumarkaði, líða fremur fyrir það að lögum er ekki framfylgt en að lagalega vernd skorti. Vinnu- þrælkun var til dæmis bönnuð fyrir, en er engu að síður víðtæk og eft- irliti ábótavant. Kínversk framleiðsla hefur átt undir högg að sækja og á liðnu ári rak hvert áfallið annað þegar aft- urkalla þurfti vöru, sem framleidd var í Kína, vegna lélegra vinnu- bragða eða hættulegra efna. Spjótum beint að Wal-Mart Fregnir af þrælkun hafa einnig sett blett á kínverskan vinnumark- að, ekki síst þar sem börn eiga í hlut. Í desember beindust spjótin að bandarísku verslunarkeðjunni Wal- Mart. Þá lögðu tvenn óháð samtök fram gögn þess efnis að í 15 verk- smiðjum, sem framleiddu vörur fyr- ir Wal-Mart, væri réttur verkafólks brotinn og í einu tilfelli væri um barnaþrælkun að ræða. Það var í verksmiðju fyrirtækisins Hunaya Gifts í Guangzhou þar sem fram- leitt er skraut á jólatré. Starfsmenn verslunarkeðjunnar segja að ásak- anirnar séu í rannsókn. Talsmaður verksmiðjunnar neit- ar því að þar hafi lög verið brotin og embættismenn vinnueftirlitsins í héraðinu segjast hafa fundið dæmi um að ákvæði um lágmarkslaun hafi ekki verið virt, en engin merki um barnaþrælkun. Í dagblaðinu International Herald Tribune í gær er birt samtal við tvo starfsmenn Hunaya, sem lýsa hörðum kjörum. „Ég vinn við plastmótunarvél frá sex á morgnana til sex á kvöldin,“ segir Xu Wenquan, sem er sextán ára og lýst þannig að hann sé með barnslegt andlit og hendurnar þaktar blöðrum. Þegar hann er spurður hvað hafi komið fyrir hendurnar á honum svarar hann að vélarnar séu „talsvert heitar þann- ig að ég brenni á mér hendurnar“. Bróðir hans heitir Xu Wenjie og er 18 ára. Hann segir að þeir bræður vinni 12 tíma á dag sex daga vik- unnar og fái sjö til tólf þúsund krón- ur á mánuði, sem er mun minna en lög kveða á um. Þegar eftirlitsmenn stjórnvalda koma í verksmiðjuna fá bræðurnir frí í vinnunni, segja þeir. Spilling og mútur Alþjóðleg fyrirtæki, sem ekki vilja að neytendur tengi þau við vinnuþrælkun og brot á mannrétt- indum, hafa reynt að bæta ráð sitt og mörg hafa komið sér upp kerfi til að hafa eftirlit með því að kröfur um aðbúnað séu virtar í verk- smiðjum, sem framleiða fyrir þau vörur. Spilling er hins vegar víðtæk og þegar brotaviljinn er nægur er eftirlitsmönnum einfaldlega mútað. Í þokkabót þrýsta vestræn fyr- irtæki ekki aðeins á um betri að- búnað í verksmiðjum, þau setja einnig fram kröfur um lægri kostn- Kaupið er lágt og öryggi lítið Reuters Ný vinnumarkaðslög í Kína Verkamenn í byggingarvinnu í Jinan í Shandong-héraði. Réttindi kínverskra verka- manna eru til umræðu eftir að ný lög tóku gildi um áramót. MANNRÉTTINDI»
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.