Morgunblaðið - 06.01.2008, Side 63

Morgunblaðið - 06.01.2008, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 63 Frönskunámskeið hefjast 21. janúar Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Tryggvagata 8, 101 Reykjavík, Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Innritun í síma 552 3870 7.-18. janúar FO R M P R EN T kínversk hugræn teigjuleikfimi · taichi · kung fu einkatímar · hóptímar S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s Tími: 12:15 - 12:50 Stofa: K5 Kringlunni 1 Tími: 13:50 - 14:30 Stofa: K5 Kringlunni 1 Tími: 12:15 - 12:50 Stofa: K5 Kringlunni 1 Tími: 14:40 - 1 :20 Stofa: K6 Kringlunni 1 Tími: 12:15 - 12:50 Stofa: K5 Kringlunni 1 Tími: 15:30 - 16:10 Stofa: K5 Kringlunni 1 Tími: 12:15 - 12:50 Stofa: K5 Kringlunni 1 Tími: 16:20 - 17:00 Stofa: K6 Kringlunni 1 www.hr.is Nemendur sem eru að íhuga nám við skólann eru sérstaklega hvattir til að mæta. á lokaverkefnum í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík OPIN KYNNING CatView - Catalog Viewer for Web Applications CatView-kerfið auðveldar birtingu á efni á prentsniði (s.s. pdf, Word og annað) á vefnum með nytsömum og gagnvirkum hætti. Kerfinu er skipt í tvo hluta; annars vegar umsýsluhluta sem snýr að gerð bæklings og umsýslu hans og hins vegar skoðunarhluta fyrir almennan notanda til að skoða bæklinginn. Samstarfsaðili: Eskill. Nemendur: Bragi Fannar Sigurðsson, Haraldur Sæmundsson, Haukur Hafsteinn Þórsson og Þorgeir Ómarsson. Kynningar- og kennslukerfi Smíðað var vefkerfi til að útbúa kynningar- og kennsluefni með ferilstýringu. Notendur nota ritil í vafra til að útbúa efnið sem getur innihaldið texta, myndir, myndbönd, flash og spurningar sem áhorfendur skoða í vafra. Kerfið getur einnig endurnýtt PowerPoint- sýningar. Hægt er að stýra því hverjir geta útbúið, breytt eða skoðað efnið og skoðað svör áhorfanda. Samstarfsaðili: Fakta ehf. Nemendur: Jóhann Hallgrímsson, Sverrir Pétursson og Víðir Svanberg Þráinsson. Rafræn handbók Í verkefninu var gerð rafræn handbók sem er ætlað að halda utan um skjöl sem skipt er upp eftir köflum. Handbókin hefur samþykktarferla á efni til að tryggja að efni sé rétt áður en notandi les það. Einnig er hægt að skrá athugasemdir við skjöl. Handbókin heldur utan um öll verkefni sem notendur þurfa að sinna og sér um að senda áminningar til þeirra sem eiga eftir að klára sín verkefni. Samstarfsaðili: VÍS. Nemendur: Guðmundur Einarsson og Guðmundur Jón Halldórsson. DocCreator Í verkefninu var gerður hugbúnaður byggður á SOA-högun til að einfalda vinnuferli við gerð skjala og eyðublaða sem birtast í kerfum bankans. Hluti kerfisins er viðbætur við Word sem einfaldar ferli við að búa til útlit og uppsetningu fyrir skjöl sem unnin eru af almennum notendum. Einnig er sjálfvirk tenging við gögn í skjölunum. Samstarfsaðili: Landsbanki Íslands. Nemendur: Björgvin Þór Þorgeirsson og Margrét Elísabet Hjartardóttir. MáNuDAGuR 7. jANúAR 2008 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is FYRSTI þáttur nýrrar þáttarað- ar sem ber heitið Verdens rikeste personer, eða Ríkasta fólk í heimi, verður sýndur á sjónvarps- stöðinni Discovery Channel í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku á mánudagskvöldið. Á heimasíðu Discovery Channel í Noregi kem- ur fram að í þáttunum séu tekin viðtöl við 32 „milljónamæringa sem hafa látið drauminn rætast“. Meðal þessara einstaklinga er Magnús Scheving, forstjóri Lata- bæjar. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í febrúar kom tökulið á vegum breska framleiðslufyr- irtækisins ITN Factual hingað til lands til þess að vinna að þætt- inum um Magnús. Honum var fylgt eftir á heimaslóðir í Borg- arnesi og á Bifröst þar sem hann hélt erindi um Latabæ. Þá var Latabæjarmyndverið heimsótt og sýnt þegar Magnús umbreyttist í Íþróttaálfinn, auk þess sem tekin voru upp myndskeið af honum með fjölskyldu sinni. Loks var honum fylgt eftir til Bretlands þar sem hann átti fund með heil- brigðisráðherra landsins. Villandi nafn Að sögn Rickards Lawson, tals- manns Discovery Channel í Nor- egi, verður þátturinn frumsýndur á Norðurlöndunum, en síðar sýndur um alla Evrópu og hugs- anlega víðar. Lawson viðurkennir að nafn þáttarins virki ef til vill villandi því ekki sé endilega verið að fjalla um ríkasta fólk í heimi heldur fólk sem á það allt sameig- inlegt að hafa náð mjög langt á sínu sviði. „Uppleggið eins og Magnús var með er meira það að hann sé rík- ur vegna þess hversu gott starf hann er að vinna í þágu þess að koma hollum mat og hreyfingu að hjá börnum,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Latabæjar, en ekki náðist í Magn- ús vegna málsins. Annars er það að frétta af Latabæ að fyrirtækið opnaði ný- verið skrifstofu í Lundúnum. „Þar verða tveir starfsmenn til að byrja með,“ segir Kristján. „Við töldum þetta eðlilegt skref því Latibær gengur mjög vel í Bretlandi, bæði hefur hann verið vinsæll í sjónvarpinu auk þess sem leikrit hefur verið í gangi í Lundúnum, en það er að fara í hringferð um allar Bretlands- eyjar. Aðrar vörur tengdar Lata- bæ hafa gengið mjög vel og Magnús hefur verið mjög vinsæll þarna úti, hann hefur líklega farið í á bilinu 50 til 100 viðtöl þar ytra. Þetta er líka góður staður til þess að stýra hluta af okkar starfsemi í Evrópu.“ Magnús Scheving meðal ríkustu manna heims? Er einn viðmæl- enda í sjónvarps- þættinum Ríkasta fólk í heimi á Discovery Morgunblaðið/Ásdís Íþróttaálfurinn Íbúar Norðurlandanna munu ef til vill halda að Magnús Scheving sé á meðal ríkustu manna í heimi. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.