Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 37 Gott atvinnuhúsnæði óskast miðsvæðis í Reykjavík Okkur er falið að auglýsa eftir nýlegu góðu lager- og skrifstofuhúsnæði, fyrir traustan viðskiptavin okkar. Húsnæðið þarf að vera miðsvæðis í Reykjavík og vera af stærðinni 1500-2500 m², þar af þarf skrifstofuhlutinn að vera minnst 600 m². Í boði er langtíma leigusamningur. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við sölumenn atvinnuhúsnæðis á skrifstofu Viðskiptahússins Skúlagötu 17, eða í síma: 690 3665 Haraldur og Þórhallur sími: 899 6520 Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800 • www.vidskiptahusid.is • Jón Sigfús Sigurjónsson Hdl & Löggiltur FFS M bl 9 49 42 1 Skaftahlíð 12 Falleg 4ra herb. íbúð Opið hús í dag frá kl. 14-16 Falleg og vel skipulögð, 112 fm íbúð á 2. hæð í þessu eftirsótta fjölbýli, teiknað af Sigvalda Thordarsyni. Íbúðin er mjög björt og vel skipulögð og skiptist í rúmgott hol, samliggjandi bjartar stofur, eldhús, 3 herbergi og baðherbergi. Tvennar svalir til suðurs og austurs. Útsýni til Perlunnar og Hallgrímskirkju úr stofu og eldhúsi. Hús nýviðgert og málað að utan og gluggar og gler nýtt. Ein íbúð á hæð. Verð 32,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Sölumaður verður á staðnum. Verið velkomin. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. • SÝNINGARÍBÚÐ í Norðurbakka 25a íbúð 202. • Fasteignasalar frá Eignamiðlun verða á staðnum. • Glæsilegar íbúðir á frábærum stað við sjávarsíðuna með einstöku útsýni. • Húsið er teiknað af Birni Ólafs. NORÐURBAKKI 23-25 – HAFNARFIRÐI OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG KL. 13-15 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG vegir sem liggja að miðsvæðinu eru ekki byggðir niður á fast held- ur fljóta í mýri og telja fagmenn að þeir geti látið undan við vænt- anlegar framkvæmdirnar. Þeir standast ekki heldur kröfur í um- hverfismálum en mengað ofanvatn rennur af vegunum. e) Stytting Breiðumýrar felur í sér ýmsa kosti og mun ekki skapa vandræði eins og haldið er fram. Nýr skólavegur og aðalgata munu anna vel umferð að skólasvæðinu og göturnar verða hannaðar með umferðaröryggi gangandi vegfar- enda í huga. Breiðamýrin eins og hún er í dag, er slæm umferð- artenging við skóla en gatan ligg- ur um þétta fjölbýlishúsabyggð, milli tveggja leikskóla. Breiðumýr- inni var aldrei ætlað að þvera hringveginn til frambúðar eins og nú er. f) Enginn vegur er á skólalóð heldur er þvert á móti gerð tillaga um að færa bílaumferð og bíla- stæði af skólalóð. Nýr skólavegur að svæðinu er hannaður fyrir hæga umferð og reynt á besta hátt að tryggja öryggi gangandi veg- farenda. Vönduð hönnun og undirbúningur Fullyrðingar um kostn- aðaróreiðu við hönnunina eru rangar en stækkað umfang verks- ins hefur að sjálfsögðu leitt til kostnaðarauka. Kostnaður er í samræmi við samninga við hönn- uði sem hafa unnið gott verk. Undirbúningur og fagleg úrvinnsla er meiri en áður hefur þekkst á Álftanesi, t.d. er unnin umferð- arskýrsla, umhverfiskýrsla, rann- sókn gerð á, hljóðvist, víðtækari grunnvatnsrannsóknir gerðar og reiknað út skuggavarp við að- algötu og skólasvæði. Engar rann- sóknir af þessu tagi voru gerðar 2005 og 2006 þegar D-listinn vann að deiliskipulagningu miðsvæð- isins. Skiplagsskilmálar eru líka óvenju víðtækir eins og fyrr er getið. Kostnaður við hönnun og undirbúning verður vissulega mik- ill, en Guðmundur kann ekki að meta vandaðan undirbúning. Eins og hér hefur verið rakið stendur ekki steinn yfir steini í áramótagrein hvað varðar skipu- lagsmálin. Vonandi linnir áróðri af þessu tagi því mikilvægt er að skapa samstöðu meðal íbúanna um uppbyggingu miðsvæðisins, en uppbyggingin þarf að bæta gott mannlíf á Álftanesi og treysta fjárhag bæjarsjóðs. » Það kom í hlut nýsmeirihluta Á-lista eftir kosningar að leita sátta um uppbyggingu miðsvæðisins. Ný tillaga er nefnd grænn mið- bær. Höfundur er bæjarstjóri á Álftanesi. „SÍMINN hefur áhrif á líf lands- manna á degi hverjum og er talinn eitt traustasta fyrirtæki landsins. Síminn hefur það að markmiði að koma á tryggara sambandi við við- skiptavini sína með því að uppfylla þarfir þeirra. Í því felst að fræða viðskiptavinina, leiðbeina þeim og veita þeim ráðgjöf. Síminn aðstoðar viðskiptavini með þeim hætti að vörur og þjónusta fyr- irtækisins nýtist þeim sem allra best og eru nýjustu lausnir á sviði talsíma, farsíma og gagnaflutnings sem og einstaklingsmiðaðar lausnir ávallt í for- grunni. Síminn er í ein- stakri aðstöðu til að bjóða við- skiptavinum sínum kosti sem veita ánægju í daglegu lífi, leik og starfi, en um það snýst staðsetning Símans á markaði – að auðga líf viðskiptavina sinna.“ Þennan ágæta texta tók ég af vef Símans. Það er ekkert út á þennan texta að setja, nema að hann er í hrópandi mótsögn við raunveruleik- ann og þá þjónustu sem Síminn veit- ir, ef þjónustu skyldi kalla. „Uppfylla þarfir þeirra.“ Hverra? Ég kemst ekki hjá því að spyrja, ekki ég hef reynslu af því að Síminn upp- fylli þarfir mínar á sviði síma og gagnaflutnings. Ég bý við skerta þjónustu Símans á landsbyggðinni. Heimili mitt er prestssetur og þar er einnig opinber skrifstofa sóknarprestsembættisins sem ég er í forsvari fyrir. Nettenging prestssetursins er ISDN-tenging sem ég greiði 62 sinnum hærra verði pr. bita gagnaflutnings en ADSL- notandi þarf að greiða. Stofnkostn- aðurinn var yfirgengilegur. Auk þess bý ég við 100 sinnum lakara gagna- flutningssamband en ADSL- notandinn. ISDN-ið hefur reyndar ekki virkað síðan upp úr miðjum október og notast hefur verið við þá forneskjulegu aðferð: 56 kb/s upp- hringisamband, með miklum kostn- aði og óþægindum. Öllu verra er að viðgerðarmað- urinn frá Símanum sem óskað var eftir í nóvember virkar ekki heldur. Þegar innt er eftir óvirka viðgerð- armanninum bendir Síminn á und- irverktaka sinn Mílu og Míla bendir á undirverktaka sinn Rafholt og þann- ig firra allir sig ábyrgð með því að benda hver á annan. Það eina sem Síminn uppfyllir samvisku- samlega er að senda mér reikninga. „Síminn aðstoðar við- skiptavini með þeim hætti að vörur og þjón- usta fyrirtækisins nýt- ist þeim sem allra best og eru nýjustu lausnir á sviði talsíma, farsíma og gagnaflutnings sem og einstaklingsmiðaðar lausnir ávallt í for- grunni.“ Þvílík opinber- un var þetta og gleði- straumur fór um mig alla, en svo mundi ég eftir því að ég bý við skerta þjónustu. Musteri Símans þjónustar alla vel nema fáfróðan og illa gefinn sveitavarginn. Ég get ekki fengið ADSL, það dríf- ur víst ekki hingað, en ef ég ek fimm kílómetra inn fjörðinn að eyðibýlinu Brimnesgerði get ég setið í bílnum og tengst netinu þráðlaust. Fimm kíló- metrar, það er allt og sumt, og það eru þrír bæir á milli mín og Brimnes- gerðis. Hér er ekki GSM-samband. Reyndar er einn punktur í stofu- glugganum á Vattarnesi, sem er næsti bær, en það er hálfvandræða- legt að þurfa alltaf að vaða beint inn í stofu þar til að stilla símanum upp. Starfsins vegna verð ég að vera í símasambandi. Þegar gestkvæmt er þar á bæ er heill haugur af símum í glugganum. Þetta væri ekki svona svekkjandi ef ekki væri Grænanípa sunnan við fjörðinn og mastrið sem þar stendur. Mastrið væri hægt að nota til að koma GSM-sambandi á hér og stór- lega fækka ef ekki eyða dauðum punktum annars staðar. Rökin gegn því eru: Það svarar ekki kostnaði. En hvaða kostnað er hér um að ræða? Lítum aðeins á fórnarkostnaðinn. Sem prestur sinni ég viðkvæmum og erfiðum málum og því skal tekið fram að eftirfarandi dæmi er skáldað, en á sér því miður margar fyrirmyndir í raunveruleik- anum. Einstaklingur sem ætlar að taka líf sitt hringir í prest. Prestur biður við- komandi að aðhafast ekkert og bíða þar til hann kemur til hans og fær viðkomandi til að vera í síma- sambandi við sig á meðan til að halda honum frá verknaðinum. Það er ekki hægt hér um slóðir, þar sem GSM- samband er ýmist ekkert eða í besta falli slitrótt og vegalengdir miklar og stundum erfiðar yfirferðar. Hann ek- ur í ofboði milli vonar og ótta að sókn- arbarn hans verði enn á lífi þegar hann nær áfangastað. Prestur hefur ekki leyfi til að greina frá trún- aðarsamtölum við nágranna ein- staklingsins til að draga úr líkum á skelfilegum afleiðingum. Svarar það ekki kostnaði að bjarga mannslífi? Væri það bara eðlilegur fórnarkostn- aður landsbyggðarinnar ef allt færi á versta veg í dæmi sem þessu? Staðsetning Símans á markaði snýst um að „auðga líf viðskiptavina sinna“. Varla teljast auðgandi fyrir líf mitt stanslausar hringingarnar í þjónustuver Símans og samtölin við starfsmenn hans með misjafna þjón- ustulund. Síminn þjáist af landsbyggð- arfælni þrátt fyrir þá staðreynd að hann gegnir alþjónustuskyldu og ör- yggishlutverki, sem þó virðist ekki gilda á skertum þjónustusvæðum (sem e.t.v. mest þurfa á því að halda). Það eina sem er óskert við þjón- ustu Símans á landsbyggðinni eru reikningarnir. Hætt er við því að þeim sem búa í flóttamannabúðunum á suðvesturhorninu yrði illa brugðið ef þeir ættu að borga slíka reikninga fyrir þá þjónustu sem þeim þykir sjálfsögð. Hvað þá þjónustu sem þeir ekki fá. Skert þjónusta – það er Síminn Hildur Inga Rúnarsdóttir er af- ar ósátt við þjónustu Símans »Um takmarkaðaþjónustu Símans við landsbyggðina sem þó hefur alþjónustuskyldu í fjarskiptum að gegna á starfssvæði sínu – öllu landinu. Hildur Inga Rún- ardóttir Höfundur er settur sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.