Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 55

Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 55
Lítið um kynlíf og eiturlyf Meðal mótleikara Craigs í mynd- inni eru Nicole Kidman, Sam Elliott og Eva Green, en einnig hin barn- unga Dakota Blue Richards, sem valin var úr hópi tíu þúsund breskra stúlkna til að þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu. Craig segir það hafa verið stórskemmtilegt að leika á móti henni. „Hún er sannur fagmaður,“ full- yrðir hann. „Ég reyni reyndar alltaf að tala eins við börn og fullorðna, ég reyni kannski að blóta aðeins minna innan um börnin. Við Dakota vorum reyndar með veðmál á tökustað þar sem ég átti að borga henni pund fyrir hvert blótsyrði sem ég léti út úr mér. Ég var orðinn stórskuldug- ur undir lokin …“ Og Craig var ekki bara hrifinn af bókum Pullmans, sem hann segir stórgóðar … „og ekki bara af því að ég leik í myndinni“. Hann segir myndina einnig líta vel út. „Hún er fyrir alla fjölskylduna, engin spurning. Það er mjög lítið um kynlíf, eiturlyf og rokk og ról í þessari,“ segir hann og hlær. „En sagan er frábær og það sem heillaði mig við myndina er að verið er að fjalla um alvöru viðfangsefni sem koma öllum við en auk þess verður áhorfendum skemmt og þeir hræddir líka.“ Óþolandi á tökustað Craig hefur að undanförnu sífellt tekið meiri þátt í þeim myndum sem hann leikur í, til dæmis með því að framleiða einhverjar þeirra. Hann segist hafa áhuga á að hafa meiri áhrif á þær myndir sem hann leikur í en leikstjórn heilli sig þó ekki. „Leikstjórar eru fólkið sem fram- leiðendurnir hella sér yfir hvenær sem er sólarhringsins ef þeir halda að verkefnið gangi ekki sem skyldi. Það heillar mig ekki,“ segir hann og hlær. „En ég reyni bara að vera meira með í öllu framleiðsluferli mynda sem ég leik í. Ég mæti ekki bara á tökustað og fer að tökum loknum. Ég vil fylgjast með öllu og er örugglega óþolandi í vinnuferlinu. En ég tek bara þátt í verkefnum sem ég hef trú á og þá vil ég vera með frá öllum hliðum. Annars vil ég frekar sleppa því.“ Starf leikara í Hollywood- myndum fellur oft í skuggann fyrir umfjöllun um persónuleika og útlit leikaranna sjálfra. Craig hefur ekki farið varhluta af því. „Ég tek ekkert mark á slíku,“ segir hann þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við því að hafa verið nýlega valinn best klæddi maður heims af einhverju tímarit- inu. „Þó ég sé sæmilega klæddur núna hefðirðu átt að sjá mig í morg- un. Sú múndering hefði ekki tryggt mér titilinn „Best klæddi maður í heimi“. En ég hef fengið fullt af fal- legum fötum gefins vegna starfs míns og sérstaklega eftir að ég varð Bond, ég klæðist þeim bara ekki alltaf.“ Craig segist einnig ekki spenntur fyrir að bera sín einkamál á torg. „Ég á fjölskyldu, konu og barn, en það er hlutur sem ég hef engan áhuga á að ræða við fjölmiðla.“  Á tökustað „Við Dakota vorum reyndar með veðmál á tökustað þar sem ég átti að borga henni pund fyrir hvert blótsyrði sem ég lét útúr mér. Ég var orðinn stórskuldugur undir lokin …“ Dakota Blue Richards, Craig og leikstjór- inn Chris Weitz.URHUGI birta@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 55 Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ógleymanleg, ljúfsár og launfyndin „Það er líka sjaldgæft að verða vitni að jafn kraftmikilli sýningu og þessari, jafn miklum galsa, jafn fumlausum tökum á forminu, jafn afdráttarlausri túlkun, jafn tilgerðarlausri en jafnframt útpældri sviðsmynd…“ Þröstur Helgason Lesbók MBL, 29. des. Ívanov e. Anton Tsjekhov. Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur fös. 4/1 & lau. 5/1 örfá sæti laus Tækjasjóður Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2008 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði til rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði er tekið mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs og eru eftirfarandi atriði lögð til grundvallar: • Að tækin séu mikilvæg fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda. • Að fjárfesting í tækjabúnaði sé til uppbyggingar nýrrar aðstöðu sem skapi nýja möguleika til rannsókna eða að tæki tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir. • Að tækin séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum. • Að samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti. • Að áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar. Framlag Tækjasjóðs greiðir aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Ítarlegar upplýsingar um Tækjasjóð, styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannís (www.rannis.is). Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.