Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 30
M argrét Sanders, framkvæmdastjóri hjá endurskoðunar- og ráðgjafarfyrir- tækinu Deloitte, hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1999 þeg- ar það var stofnað með samruna nokkurra smærri fyrirtækja. Lögð var áhersla á að fetað yrði í fótspor Deloitte á alþjóðavísu þar sem ríkir fjölskylduvæn stefna; hún segir að alþjóðlegur árangur Deloitte hvað þetta varðar sé frábær. Þess má geta að Deloitte hér á landi tók þátt í verkefninu Auður í krafti kvenna og nú er það verk- efnið Mannauður en stefna Deloitte er eins og skólabókardæmi um fyr- irtæki sem hefur sýn þess að leið- arljósi. Í raun má segja að áhersla Deloitte hér á landi sé gott dæmi um hvað fyrirtæki geta gert til þess að halda í gott starfsfólk og skapa eft- irsóttan vinnustað. ,,Viðhorfsbreyt- ingarnar á meðal starfsmannanna voru gríðarlegar. Við lögðum mikið upp úr gleði á vinnustaðnum og að við værum öll saman en að ekki væri um að ræða ,,þá,“ ,,þær,“ ,,þau“ og ,,okkur“. Sveigjanleiki Nýráðinn mannauðsstjóri, Áslaug Guðmundardóttir, hefur boðið starfsmönnum Deloitte upp á mik- inn sveigjanleika í vinnutíma. Mar- grét bendir á að sumir starfsmenn séu ráðnir á ársgrundvelli – þeir skila vissum tímafjölda yfir árið en ráða því nokkurn veginn hvenær álagstímar eru og fer það eftir að- stæðum starfsmanns og fyrirtækis en þó er um fyrirfram skilgreindan tíma að ræða, sem krefst mikils skipulags. ,,Viðkomandi ákveður kannski að vinna gríðarlega mikið í janúar, febrúar, mars og apríl. Hann vinnur kannski hálfan daginn í maí og júní, síðan vinnur hann e.t.v. ekk- ert í júlí og ágúst en vinnur svo mik- ið um haustið. Einnig getur verið um að ræða að starfsmenn fari ekki yfir dagvinnu en hafi þennan sveigj- anleika. Við höfum líka dæmi um tímabundna samninga um sveigj- anleika í starfi þegar um er að ræða veikindi í fjölskyldu eða aðrar tíma- bundnar aðstæður. Það hafa nokkr- ir starfsmenn farið inn í þetta kerfi og eru margir þeirra á föstum laun- um þannig að mánaðarlegar greiðslur haldast jafnar.“ Hjá Deloitte er jafnframt boðið upp á hlutastarf. Það getur falist í að starfsmenn vinni fjóra daga í viku eða í 10 daga í mánuði en erf- iðara er að bjóða uppá starf hálfan daginn. Um 70% starfsmanna Deloitte eru með heimatengingar þannig að þeir geta unnið heima þegar þörf krefur. ,,Töluverður fjöldi nýtir sér þetta. Hins vegar vilja sumir skilja al- gjörlega á milli vinnu og einkalífs.“ Ýmsar uppákomur Hjá Deloitte eru reglulega ýmsar uppákomur þar sem gert er ráð fyr- ir að fjölskyldur starfsmanna taki þátt. Til að mynda eru allar skemmt- anir skipulagðar með maka starfs- manna í huga. Starfsmannafélagið hefur séð um fjölskylduferðir, jóla- trésferðir, farið er með börnin í bíó og einu sinni á ári mega börn starfs- manna fara með foreldrum sínum í vinnuna. ,,Dætur starfsmanna fengu að koma með í vinnuna í einn dag þeg- ar við tókum þátt í verkefninu Auð- ur í krafti kvenna. Hins vegar mega nú bæði stúlkur og drengir koma í vinnuna einu sinni á ári. Börn á aldr- inum 9-15 ára fá að vinna með starfsfólkinu. Þau svara meðal ann- ars í síma, gera vinnutengd verkefni og fara á fundi. Börnin enda svo daginn með foreldrum sínum. Yngri börn mæta með foreldrunum annan dag og eru þá með þeim hluta úr degi. Þau fá þó ekki að vinna eins og eldri börnin.“ Á meðal nýjunga hjá Deloitte er að fyrirtækið kaupir þrif á heimilum starfsmanna og er dregið af launum þeirra. ,,Við ætlumst ekki til að fólk vinni þann tíma sem það hefði verið að þrífa heimili sín. Við erum að hjálpa starfsmönnum til að verja meiri tíma með börnunum sínum eða í áhugamálin.“ Ofarlega í könnunum Skrifstofur Deloitte verða fluttar um áramótin í turninn sem verið er að byggja við Smáratorg í Kópavogi og verða þær á 7. til 11. hæð. Stjórn- endur töldu mikilvægt að í nýjum húsakynnum yrði góð aðstaða fyrir starfsfólk, mötuneyti og líkams- ræktarstöð og var það síðarnefnda sett inn í samning um húsnæði. Síð- ar var ákveðið að mötuneyti starfs- manna væri veitingahús. Mikill metnaður er hjá rekstraraðilum veitingahússins og hafa þeir áform um að gefa starfsmönnum Deloitte og öðrum í húsinu kost á að panta kvöldmat sem þeir geta tekið með heim. Deloitte hefur verið „fyrirmynd- arfyrirtæki“ hjá VR í nokkur ár skv. árlegum könnunum sem starfsfólk fyrirtækisins tekur þátt í og bendir Margrét á að þar skipti sveigjanleik- inn miklu máli. ,,Starfsmenn sjá þarna ákveðna möguleika.“ Margrét segir að sveigjanleikinn gefi Delo- itte möguleika á að halda í starfs- menn sem annars færu annað eða hættu jafnvel að vinna utan heimilis. „Við getum leyft okkur þetta þar sem um er að ræða sérþekking- arfyrirtæki.“ Þá nefnir hún að nokkrir starfsmenn, sem hættir eru hjá fyrirtækinu, sögðu að þeir hefðu hætt fyrr ef ekki væri vegna sveigj- anleikans. Verkefnið „Auður í krafti kvenna“ var frábært verkefni á sín- um tíma og hentaði vel fyrir Deloitte þá, en nú er mikilvægt að horfa á all- an mannauðinn. Verkefnið „Mann- auður“ er að horfa til framtíðar og leita nýrra leiða til að skapa sam- félag og vinnuumhverfi þar sem okkur tekst að lifa heilbrigðu og gefandi lífi jafnframt því sem við aukum samkeppnishæfni okkar og bætum árangur í starfi. „Útkoman verður að það græða allir. Þá er bæði verið að tala um peninga og lífsgæði.“ Margrét Sanders „Útkoman verður að það græða allir. Þá er bæði verið að tala um peninga og lífsgæði.“ Það græða allir » Verkefnið „Auður í krafti kvenna“ var frábært verkefni á sín- um tíma og hentaði vel fyrir Deloitte þá, en nú er mikilvægt að horfa á allan mannauðinn. Morgunblaðið/Kristinn 30 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ B andaríkjamaðurinn dr. David Griswold kennir við við- skiptadeild Boston University, hann rekur fjárfestingarfyr- irtæki auk þess að kenna nokkra daga á haustönn við Háskólann í Reykjavík en það hefur hann gert frá árinu 2004. Hann flýgur því yfir hafið á nokkurra vikna fresti og dvelur hér í örfáa daga í hvert skipti. Griswold þekkir hvernig það er þegar vinnan tekur völdin. Á sínum tíma vann hann hjá ráðgjafarfyrirtæki og tók það hann um 45 mínútur að keyra í vinnuna auk þess sem hann vann um 80 tíma á viku. Það kom nátt- úrlega niður á fjölskyldulífinu. „Ég var hepp- inn þótt mér hafi ekki fundist það þá en fyr- irtækið varð gjaldþrota. Ég varð skyndilega atvinnulaus og fór að hugsa minn gang. Fólk sér bara neikvæðu hliðarnar þegar það miss- ir vinnuna en þetta var í rauninni tækifæri fyrir mig.“ Burtséð frá vinnunni í ráðgjafarfyrirtæk- inu hefur Griswold oft unnið um 60 tíma á viku. „Ég vann svona mikið sennilega vegna þess að mér fannst ég ekki hafa neitt val, vegna þess að mér fannst ég annars ekki geta borgað reikningana eða að ég myndi annars missa vinnuna. Það þarf hins vegar ekki að vinna á þennan hátt. Maður vann svona mikið vegna þess að maður var ekki nógu skynsamur til að gera þetta öðruvísi. Ég var óskipulagður áður fyrr og það var allt á rúi og stúi. Ég velti hlutunum á undan mér – ég ætlaði að framkvæma þá síðar en kom því aldrei í verk. Ég vissi að þetta var vandamál. Ég las bók sem hafði mikil áhrif á mig – „Getting Things Done“ eða „Að koma hlutunum í verk“. Við lestur bókarinnar gerði ég mér grein fyrir að ég hafði ekki tíma fyrir fjölskylduna vegna þess hve ég var óskipulagður. Þetta ýtti á mig að leita leiða til að vera skipulagður.“ Griswold fór á sínum tíma ásamt einum sona sinna að skoða háskóla í Louisiana. Í þeirri ferð skoðuðu feðgarnir meðal annars plantekrur þar sem þrælar voru haldnir áður fyrr. „Þrælar í Louisiana gátu keypt sér frelsi ólíkt öðrum þrælum í Bandaríkjunum. Við erum öll þrælar í nútímasamfélaginu. Ég féll í sömu gildru og aðrir – ég varð smátt og smátt þræll. Þegar ég vann 60 tíma á viku fór ég að spyrja sjálfan mig að því hvers vegna ég væri að þessu. Í dag kaupi ég ekki hluti sem ég hef ekki þörf fyrir og ég er líka skyn- samari hvað varðar vinnuna. Mér bauðst í haust tímakennsla við Har- vard-háskóla. Ég hefði ekki fúlsað við því áð- ur fyrr. Ef ég hefði tekið því hefði ég ekki skilað vinnu minni eins vel í núverandi störf- um. Ég afþakkaði þess vegna. Ég er í dag heiðarlegur gagnvart sjálfum mér og öðrum og afþakka frekar verkefni sem ég veit að ég get ekki leyst fljótlega. Viðkomandi getur þá beðið einhvern annan. Ég hef lært að segja „nei“.“ Afslappaðri og hamingjusamari Griswold segir að sú staðreynd að hann er í þremur störfum þýði ekki að hann vinni í dag 60 tíma á viku. Hann vinnur 40 tíma á viku og passar upp á að það breytist ekki. „Við hjónin vinnum ekki eftir að við erum komin heim klukkan fimm á daginn og ég vinn ekki um helgar. Sumir hafa ekki tíma fyrir fjölskyldur sín- ar. En ef fólk skipuleggur líf sitt á réttan hátt hefur það nógan tíma fyrir fjölskylduna. Ég skipulegg tíma minn í dag svo ég eigi ánægjulegt líf og nógan tíma fyrir fjölskyld- una. Jafnvægi í lífinu er mikilvægt og það sama er að segja um tímann með fjölskyld- unni. Við hjónin réðum til að mynda konu til að þrífa heimilið. Ég hef gaman af að elda þótt ég sé oft þreyttur en ég slaka þá á. Hins vegar kaupum við nú orðið stundum tilbúinn mat og ég velti fyrir mér hvers vegna ég eyddi öllum þessum tíma áður fyrr í að elda. Við hjónin erum í dag miklu nánari en þeg- ar ég vann meira. Við höfum nógan tíma til að tala saman en það er mikilvægt. Við förum í gönguferðir um helgar, í verslanir, við vinnum í garðinum, við höfum tínt epli og á veturna fer ég oftar á skíði með krökkunum. Ég er afslappaðri og hamingjusamari en áður. Ég hélt ég væri hamingjusamur þegar ég vann sem mest. Hins vegar veit maður ekki hvað hamingja er fyrr en maður upplifir hana.“ Griswold segist njóta meiri velgengni eftir að hann fór að vinna 40 tíma á viku í stað 60 tíma. „Fólk hefur ekki tíma til að endurhlaða batteríin ef það vinnur svona mikið. Eina leiðin til að vinna ekki 60 tíma á viku er að breyta atferli sínu. Ég er að tala um þræla í þessu tilviki – hugmyndina um þræla sem ég minntist á áðan. Þetta er eins og tannhjól sem snýst sífellt hraðar og enginn kemst af því.“ Lærði að segja „nei“ Háskólinn í Reykjavík og nokkur fyrirtæki fóru í haust af stað með verkefnið Mannauður sem stendur yfir næstu misserin. Að- aláhersla er lögð á samspil vinnu og einkalífs og að skapa aðstæður þannig að einstaklingum og fyrirtækjum verði kleift að ná samkeppnisforskoti og auknum lífsgæðum. Svava Jónsdóttir kynnti sér málið. Morgunblaðið/Frikki David Griswold „Ég hélt ég væri hamingjusamur þegar ég vann sem mest. Hins vegar veit maður ekki hvað hamingja er fyrr en maður upplifir hana.“ » „Ég var óskipulagður áður fyrr og það var allt á rúi og stúi. Ég velti hlutunum á und- an mér – ég ætlaði að fram- kvæma þá síðar en kom því aldrei í verk.“ mannauður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.