Morgunblaðið - 15.06.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.06.2008, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is A ndstæðingar og öfund- armenn segja hann njóta þess að baða sig í Kennedy-ljómanum goðsagnakennda, en stuðningsmenn eru hæstánægðir með sinn mann og stjórnkænsku hans. Sú ákvörðun Baracks Oba- mas, forsetaframbjóðanda demó- krata í Bandaríkjunum, að skipa Caroline Kennedy í pólitíska lyk- ilstöðu í kosningabaráttunni, hefur líka verið gagnrýnd fyrir að ganga þvert á loforð frambjóðandans um uppgjör við fortíðina. Ímyndunaraflið má þó vera býsna fjörugt til að sjá Caroline Kennedy sem holdgerving fortíð- ardrauga. Þvert á móti virðist hún dæmigerð nútímakona til fyrir- myndar í alla staði, vel menntuð og máli farin, gift og þriggja barna móðir, lögfræðingur, rithöfundur og ritstjóri, sem síðustu fimm árin hefur að hluta til helgað ríkisrekn- um skólum New York starfskrafta sína. Ekki sakar að hún er afar glæsileg eins og hún á kyn til. Þessi rúmlega fimmtuga dóttir Johns F. Kennedys, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna (1961-1963), og konu hans Jacqueline hefur hingað til lítt gefið sig að stjórn- málum, eða ekki síðan hún studdi föðurbróður sinn, Edward Ken- nedy, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, þegar hann gaf kost á sér í forsetakosningunum 1980 – og tapaði. Þrátt fyrir reynsluleysið fékk Obama henni það verkefni að leiða leitina að frambærilegum varaforseta til að tefla fram í kosningabaráttunni, sem nú fer í hönd. Þekkt fyrir að vilja vera óþekkt Þótt Caroline Kennedy sé þekkt fyrir að vilja vera óþekkt og hún hafi gert sér far um að halda sér og einkalífi sínu frá sviðsljósinu er grunnt á að henni sé núið ættern- inu um nasir. Hægrisinnaður pistlahöfundur líkti ráðningu hennar í lið Obamas sem „glugga- útstillingu“ af hans hálfu og kallaði hana „Camelot“-erfingja og póli- tískan viðvaning. Þess má geta að jafnan er skírskotað til bæði kast- ala og hirðar Artúrs konungs sem Camelot og þar vestra er orðið oft notað um dýrðarljóma Kennedy- ættarinnar og þann andblæ sem ríkti í forsetatíð Johns F. Kenne- dys. Annar pistlahöfundur gekk lengra, kallað hana fábjána og réðst á Obama fyrir að taka stjörnuskinið fram yfir innihaldið. Aðrir gera svo grín að því sem þeir kalla niðurlægjandi tilburði Obamas til að spyrða sjálfan sig við JFK og Kennedy-goðsögnina. „Draumaparið“ í Hvíta húsinu? En svo eru margir himinlifandi yfir ráðningunni, segja mikinn feng að Caroline Kennedy í barátt- unni og fagna síðbúnum áhuga hennar á stjórnmálum. Sumir hafa meira að segja viðrað þá hugmynd, bæði í gamni og alvöru, að sjálf væri hún besti kosturinn sem varaforseti við hlið Obamas. All- tént fóru áhugasamir mikinn í net- heimum þegar blaðamaður á The Huffington Post-vefnum lýsti þeim saman sem „draumaframbjóðend- um“ í Hvíta húsið 2008. Þar til í janúar síðastliðnum höfðu flestir Kennedyarnir þó ver- ið álitnir hallir undir Hillary Clin- ton og því vakti mikla athygli þeg- ar Caroline, og um svipað leyti Edward Kennedy, lýstu yfir stuðn- ingi við Obama. Yfirlýsingarnar þóttu auka mjög hróður forseta- frambjóðandans og stuðningsmenn litu ítök Edwards í öflugu fjáröfl- unar- og tengslaneti um öll Banda- ríkin hýru auga. Clinton-sinnaðir demókratar sátu eftir með sárt ennið og voru margir hverjir stór- hneykslaðir. „Forseti eins og faðir minn“ var yfirskrift greinar, sem Caroline Kennedy skrifaði í The New York Times 27. apríl til stuðnings Bar- ack Obama. „Ég hef aldrei átt for- Með Kennedy- prinsessu í hirðinni © Bob Daemmrich/Corbis Kosningafundur Caroline Kennedy Schlossberg á kosningafundi í Austin, Texar, rétt eftir að hún lýsti yfir stuðningi sínum við forsetaframboð demókratans Baracks Obama.  Caroline Kennedy leitar frambærilegs varaforsetaefnis fyrir Barack Obama  Sumir hafa viðrað þá skoðun að sjálf væri hún kjörin í embættið  Keppinautarnir líta liðsaukann hornauga Reuters Systkinin Caroline og John F. Kennedy yngri við verðlaunaafhendingu „Prof- ile in Courage“ í Boston árið 1997, John fórst í flugslysi tveimur árum síðar. Í HNOTSKURN »Caroline Bouvier Kennedyfæddist 27. nóvember 1957 í New York. » Hún er eina eftirlifandibarn foreldra sinna, sem báðir eru látnir. Eldri systir, Arabella, lést stuttu eftir fæð- ingu 1956, John dó í flugslysi 1999, aðeins 39 ára, og Patrick lést tveimur dögum eftir fæð- ingu 1963. »Hún er annar tveggja höf-unda tveggja bóka um borgaralegt frelsi. »Sjálf hefur hún ritstýrtfjórum bókum á met- sölulista New York Times og er höfundur The Family Christmas, safns ljóða, prósa og persónulegra minn- ispunkta úr sögu fjölskyldu sinnar. Stjórnmál Dans Carolina, 5 ára, og John yngri, 2ja ára, dansa fyrir föður sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.