Morgunblaðið - 03.10.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 03.10.2008, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKVÆMT 6 mánaða uppgjöri Hafnarfjarðarbæjar, sem lagt var fram í bæjarráði í sl. viku og tekið til umræðu í fyrradag, er afkoma tímabilsins fyrir fjármagnsliði já- kvæð um tæpar 186 millj. kr. hjá A- hluta og jákvæð um 468 millj. kr. hjá A- og B-hluta. Afkoma eftir fjármagnsliði hjá A-hluta er hins vegar neikvæð um 2.335 millj. kr og hjá A- og B-hluta um 2.992 millj.kr. en það skýrist fyrst og fremst af gengistapi langtíma- skulda vegna veikingar krónunar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Heildareignir samantekins árs- reiknings A- og B-hluta voru í lok júní 32.144 millj. kr og höfðu hækk- að um nær 4 milljarða frá árslokum 2007. Heildarskuldir hækkuðu á sama tíma úr 21.583 millj. kr í 28.372 millj. kr. Á tímabilinu var tekið 3.000 milljóna kr. erlent lán og fyrirfram innheimt gatnagerð- argjöld hækkuðu um nær 2,3 millj. kr á þessum tíma, en þær tekjur eru bókfærðar sem skuldir sam- kvæmt reikningsskilum sveitarfé- laga. Skuldir Hafn- firðinga aukast HARALDUR Stefánsson, fyrr- verandi slökkvi- liðsstjóri Kefla- víkurflugvallar, varð þess heiðurs aðnjótandi að vera færður til sætis í frægðar- höll slökkviliðs- manna; „The Navy Fire and Emergency Service Hall of Fame“. Slökkvistjórum sem getið hafa sér einstakan orðstír er veittur þessi heiður til að standa vörð um árang- ur og afrek þeirra til framtíðar og er heiðurinn ákveðinn með kosn- ingu starfandi slökkvistjóra í sjóher Bandaríkjanna. Haraldur veitti við- urkenningunni viðtöku við athöfn í Bandaríkjunum hinn 14. ágúst sl. Frægðarhöll slökkviliðsins Haraldur Stefánsson FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „OKKUR er ætlað að auka skilning á mikilvægi góðrar hönnunar og arkitektúrs í þjóðfélaginu og efla hlut hönnunar, þar sem hún getur verið veigamikill og virðisaukandi þáttur í íslensku atvinnulífi. Í raun snýr aðalmarkmið okkar að nýsköp- un og því að gera hönnun að stórri atvinnugrein á Íslandi,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Innt eftir því hvað einkenni ís- lenska hönnun svarar Halla um hæl: „Íslenska hönnunarumhverfið ein- kennist af forvitni, bjartsýni og dirfsku.“ Miðstöðin er nýstofnað fyrirtæki í eigu níu félaga hönnuða og arkitekta á Íslandi og tók hún til starfa í apríl sl. Miðstöðin er rekin fyrir fjárfram- lög frá menntamálaráðuneyti og iðn- aðarráðuneyti sem nemur um 20 milljónum króna á ári. Hún er stað- sett til bráðabirgða í Aðalstræti 10, en vonir manna standa til að hægt verði að finna miðstöðinni framtíðarhúsnæði í miðborg Reykjavíkur, hugsanlega í Zimsen- húsinu sem nýverið var flutt að Grófartorgi. Hönnunarmiðstöðin hefur frá því hún tók til starfa fyrr á árinu þegar komið að nokkrum verkefnum í samvinnu við aðra, þeirra á meðal eru sýningin 8+8 Made in Hafnar- fjörður sem og íslensk hönn- unarsýning í Tallinn og Helsinki um þessar mundir. Einnig hafa starfs- menn miðstöðvarinnar, að sögn Höllu, haft í nógu að snúast að taka á móti og svara fyrirspurnum er- lendra blaðamanna um íslenska hönnuði, auk þess sem unnið hefur verið að því að koma upp vef mið- stöðvarinnar jafnt á íslensku sem ensku (www.icelanddesign.is). Segir Halla ánægjulegt að finna hversu mikill áhugi er á íslenskri hönnun á erlendum vettvangi. Hönnunarmið- stöðin er þegar komin í samstarf við fyrirtæki í Danmörku sem vinnur að markaðssetningu á norrænni hönn- un í Asíu, auk þess sem miðstöðin vinnur með hollensku fyrirtæki með það að markmiði að koma á sam- starfi hönnuða og fyrirtækja. Ódýr þáttur í framleiðslu vöru „Hönnun er hlutfallslega frekar ódýr þáttur í framleiðslu vöru miðað við þann virðisauka sem hún getur gefið af sér,“ segir Halla. Spurð um þau verkefni sem framundan eru bendir Halla á að til standi að vera með hönnunardaga með vorinu auk þess sem framundan sé ráðstefna á vegum Útflutningsráðs og miðstöðv- arinnar. Halla tekur fram að starfsmönn- um miðstöðvarinnar sé mikið í mun að vinna verkefni í góðu samstarfi við alla þá sem vinna að framgangi hönnunar á Íslandi, s.s. listasöfnin, háskólana, Útflutningsráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Merki afhjúpað Dorritt Moussaieff afhenti í gær Oscari Bjarnasyni verðlaun fyrir bestu hugmynd í merkjasamkeppni Hönnunarmiðstöðvarinnar. Forvitni, bjartsýni, dirfska  Framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands segir markmiðið vera að gera hönnun að stórri atvinnugrein á Íslandi  Hönnun getur verið virðisaukandi Alls bárust 180 tillögur í samkeppni Hönnunarmiðstöðvar Íslands meðal graf- ískra hönnuða um nýtt merki miðstöðvarinnar. Oscar Bjarnason hannaði vinningsmerkið sem er tilvísun í alþjóðlegt tákn fyrir áhugaverðan stað um leið og það myndar H sem upphafsstaf Hönnunarmiðstöðvar og I fyrir upphafsstaf Iceland Design Centre. Slaufan vísar auk þess skýrt í markmið Hönnunarmiðstöðvar að vera í gróskumiklu samstarfi við þá aðila sem vinna að framgangi hönnunar á Íslandi, auk þeirra tengsla sem mið- stöðin hefur að markmiði að stuðla að á milli hönnuða og atvinnulífs, hönn- uða í milli sem og tengsla út fyrir landsteinana. Tákn tengsla og grósku Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is ÞORBJÖRN Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, furðar sig á því hvers vegna Reykjavíkurborg, miðað við núverandi efnhagsástand, hafi gengið frá samningum við er- lent verktakafyrirtæki varðandi byggingu Sæmundarskóla í Reykja- vík, en sama fyrirtæki átti einnig lægsta tilboð í Norðlingaskóla. Hann segir að þegar sé farið að gæta samdráttar í byggingariðnaði hér á landi. „Þetta eru verkefni sem henta ákaflega vel íslenskum fyrir- tækjum,“ segir Þorbjörn. EES-reglan beygð Kostnaðurinn við bygging- arframkvæmd- irnar hljóða upp á um 1.300 millj- ónir króna hvor skóli, en fram- kvæmdir hefjast þegar á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum sem feng- ust frá Ríkiskaupum er það regla að verk sem kosta yfir 450 milljónir, án virðisaukaskatts, séu boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu. „Ég tel að sveitarfélög og ríki geti svona farið fram hjá þessari reglu, án þess að brjóta hana, með því að brjóta verkin upp. Bjóða þau ekki upp í einum pakka,“ segir Þorbjörn. Hann segir þetta vekja sérstaka athygli á sama tíma og bæði borg- aryfirvöld og stjórnvöld hafi lýst áhyggjum sínum af komandi vetri vegna atvinnuástandsins. Þau hafi látið í það skína að það þurfi jafnvel að koma með auka-fjármuni til inn- spýtingar til að koma í veg fyrir mikið atvinnuleysi. „Okkur finnst það ekki ganga upp ef stjórnvöld ætla að vera svo heilög varðandi svona tilboð, að þau nánast tryggi það að þau fari bara úr landi,“ segir Þorbjörn. Stjórnvöld ættu að nota þetta tækifæri til að halda uppi at- vinnustiginu og tryggja það að verkin fari í hendur íslenskra verk- taka, næg samkeppni sé á íslensk- um verktakamarkaði til að tryggja hagstætt verð. Þorbjörn segir útlit fyrir að er- lenda fyrirtækið, sem heitir Adakris UAB og er litháískt, muni flytja mannskap til Íslands, sem muni sjá um framkvæmdina hér á landi. Spurningum ósvarað Þorbjörn spyr hvernig standi á því að fyrirtæki frá Litháen geti boðið lægra verð hér á Íslandi í grunnskóla, þar sem Reykjavík- urborg ákveði alla gæðastaðla. „Hvernig stendur á því að fyrirtæki, sem þarf að koma með allt sitt frá útlöndum, getur boðið hér upp á lægra verð?“ Hann segir að það hljóti að vera launaliðurinn sem erlenda fyrir- tækið geti spilað á, þ.e. að starfs- mennirnir fái ekki greidd laun í samræmi við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Hann segir að stjórnvöld þurfi að gera tveggja ára áætlun og raða verkefnum á þann tíma og leitast við að tryggja jafnt framboð af verkefnum. „Við sjáum ekkert ann- að en að stór hluti bygginga- og mannvirkjagerðar muni stoppa ef það koma ekki ný verkefni.“ Vill að verk verði brotin upp  Erlent verktakafyrirtæki mun reisa grunnskóla í Reykjavík  Samiðn vill tryggja það að verkefni fari í hendur íslenskra verktaka  Segir næga samkeppni vera á íslenskum verktakamarkaði Í HNOTSKURN » Á síðasta ári störfuðu 14–15.000 manns hér á landi við byggingaframkvæmdir. »Eðlilegt ástand í bygging-ariðnaði er á bilinu 10– 11.000 segir framkvæmda- stjóri Samiðnar. Hann óttast að talan geti farið niður fyrir 10.000 fari allt á versta veg. Þorbjörn Guðmundsson DOKTORSNEMARNIR Eydís K. Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri á geðsviði Landsspítalans, og Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, hlutu á dög- unum styrk úr úr rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Hvor um sig fékk 375.000 krónur í styrk. Rannsóknir Eydísar og Jóhönnu eru báðar á sviði geðhjúkrunar. Námsstyrkir STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.