Morgunblaðið - 09.10.2008, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Bankakreppan
Hvað verður um Icesave?
Það er algjörlega óvíst á þessari stundu. Bresk
stjórnvöld gera ráð fyrir því að Tryggingarsjóður
innistæðueigenda tryggi innistæður reiknings-
eigenda fyrir allt að 20.000 evrum. Ekki liggur
fyrir hvort Tryggingarsjóðurinn muni ábyrgjast
breskar innistæður,
eignir sjóðsins núna
nægja ekki fyrir slíkri
ábyrgð. Gordon Brown,
forsætisráðherra Breta,
hótaði í gærmorgun að
Bretar myndu höfða mál
gegn íslenskum stjórn-
völdum vegna vandræða
sem breskir sparifjáreig-
endur hafa lent í með að
leysa sparifé sitt af Ice-
save-reikningum. Hann
lýsti því jafnframt yfir að bresk yfirvöld myndu
ábyrgjast innistæður landa sinna. Fram kom á
blaðamannafundi í gær að íslensk stjórnvöld
myndu vinna náið með Bretum til þess að finna
lausn á vandanum. Mjög líklega myndu eignir
Landsbankans að stærstum hluta hrökkva til að
tryggja innistæður á Icesave-reikningunum.
Veittu íslensk stjórnvöld formlegt leyfi fyrir
því að þessar ábyrgðir yrðu veittar?
Íslendingar eru aðilar að EES-samningnum sem
heimilaði Landsbankanum að opna útibú í öðr-
um löndum. Ábyrgð vegna Icesave-reikninganna
er byggð á sérstökum reglum [European pass-
port scheme] en öll aðildarríkin á evrópska efna-
hagssvæðinu hafa skuldbundið sig til þess að
veita lágmarksvernd upp á 20.000 evrur fyrir
hvern innistæðueigenda hjá banka sem starfar
utan heimalandsins ef til gjaldþrots kemur.
Þannig að já, íslensk stjórnvöld höfðu skuld-
bundið sig til þess að tryggja þessar innistæður.
Hvað þýðir tryggingavernd íslenska ríkisins
gagnvart breskum eigendum sparifjár í
Landsbankanum fyrir íslenska skattgreið-
endur?
Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að innistæður ís-
lenskra reikningseigenda gangi fyrir. Ef íslensk
stjórnvöld ætla að tryggja að Tryggingarsjóður
innistæðueigenda standi við skuldbindingar sín-
ar gagnvart breskum innistæðueigendum og
eignir Landsbankans erlendis nægja ekki til þess
að ábyrgjast innistæður breskra sparifjáreigenda
og allt fer á versta veg, gæti íslenska ríkið og
þar með skattgreiðendur þurft að greiða hundr-
uð milljarða króna. Miðað við lágmarksvernd fyr-
ir hvern innistæðueigenda og innistæðueigendur
eru 200.000 talsins í Bretlandi, er þessi upp-
hæð 560 milljarðar króna. Þessi upphæð er þó
líklega mun lægri þegar öllu er á botninn hvolft.
Njóta innistæður í peningamarkaðssjóðum
verndar?
Innistæður í peningamarkaðssjóðum falla ekki
undir tryggingu á innistæðum skv. 9. gr. laga um
innistæðutryggingar. Ber ríkinu því ekki að
ábyrgjast innistæður í þeim eða verðbréfa-
sjóðum. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð-
herra sagði á blaðamannafundi í gær, að verið
væri að leita leiða til að koma að minnsta kosti
hluta af peningasjóðum bankanna í það form að
fólk tapi ekki á að eiga þar fé. Ekki verði um að
ræða að fólk tapi aleigu sinni. » Viðskipti
Mun fólk missa vinnuna í bönkunum?
Viðskiptaráðherra hefur sagt að engin breyting
verði á högum almennra starfsmanna Lands-
bankans. Starfsmenn eru þó uggandi. Friðbert
Traustason formaður og framkvæmdastjóri
Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir
að talað hafi verið um að verulegri hagræðingu
megi ná fram, sem yfirleitt þýðir að fækka fólki.
Halda bankastarfsmenn launum sínum þótt
Fjármálaeftirlitið taki bankann yfir?
Eftir því sem næst verður komist mun ekkert
breytast hvað launakjör almennra starfsmanna
bankanna varðar.
Hvers vegna komst Kaupþing í þrot?
Umræða um að íslenska ríkið ætlaði ekki að
tryggja Icesave-reikninga Landsbankans hafði
mjög slæm áhrif í Bretlandi. Breska fjármálaeft-
irlitið lét loka dótturfyrirtæki Kaupþings í Bret-
landi, Singer & Friedlander.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var
hringt í Kaupþing í London fyrir kl. 7 í gærmorg-
un og bankinn krafinn um 300 milljóna punda
greiðslu fyrir kl. 9. » Forsíða og 11
Hvað verður um hlutafé hluthafa
Landsbankans?
Samkvæmt því sem Davíð Oddsson, formaður
bankastjórnar Seðlabankans, sagði í Kastljósi á
þriðjudag, verður allt eigið fé Landsbankans lát-
ið renna í þrotabú ásamt erlendum eignum
bankans. Hlutafé telst til eigin fjár fyrirtækja og
mun hlutaféð því renna í þrotabúið og er það því
tapað hluthöfunum. »Viðskipti
Hvers vegna hafa Samson, Landsbankinn
Lúxemborg og Stoðir (FL-Group) óskað eftir
greiðslustöðvun?
Eftir að helstu eignir félaganna, Landsbankinn
og Glitnir, gátu ekki staðið við skuldbindingar
sínar og voru teknar yfir af Fjármálaeftirlitinu
þurkaðist hlutafé félaganna út. Skuldir félaganna
voru að nokkru leyti með veð í hlutafé í bönk-
unum. Veðið hvarf um leið og hlutaféð hvarf og
því neyddust félögin til að óska eftir greiðslu-
stöðvun. » 12
Skerðast lífeyrisréttindi almennings vegna
fjármálakreppunnar?
Ljóst þykir að eignir lífeyrissjóðanna muni rýrna
vegna ástandsins á fjármálamörkuðum og neyð-
arlaga Alþingis. Allt bendir til þess að lífeyrir og
lífeyrisréttindi muni taka að skerðast á fyrri
hluta næsta árs.
Hvað gengur Rússum til að vilja lána okkur
peninga?
Sú staðreynd að Rússar láta finna sífellt meira
fyrir sér á alþjóðavettvangi á þátt í að grun-
semdir hafa vaknað um að annað og meira en
vinarbragð liggi að baki þeim vilja rússneskra
stjórnvalda að ræða möguleikann á fjögurra
milljarða evra láni til íslenskra stjórnvalda. Rúss-
land er ekki lengur flækt í skuldahala frá tímum
Sovétríkjanna og hefur olíugróðinn leitt til þess
að ráðamenn í Moskvu telja aftur óhætt að
hnykla vöðvana í samskiptunum við Vesturlönd.
Þessi breytta sviðsmynd, að viðbættum áhuga
Rússlandsstjórnar á norðurslóðum og mögulegri
olíuvinnslu þar, skýrir öðrum þræði hvers vegna
ýmsir vilja meina að Rússar séu með hugann við
þann ávinning sem slík lánafyrirgreiðsla kynni að
bjóða upp á í samskiptum við íslensk stjórnvöld.
Má þar nefna orkuauðlindir og mögulegt sam-
starf á því sviði. »13
Hvert á fólk sem líður illa vegna
fjárhagserfiðleika að leita?
Á morgun eða í síðasta lagi á mánudaginn verð-
ur opnuð móttaka í Heilsuverndarmiðstöðinni
við Barónsstíg. Þar verður fagfólk á vegum
Landspítalans sem tekur á móti fólki og veitir
því viðeigandi meðferð. Þeir sem þangað leita
þurfa að panta tíma og óska eftir viðtali. Upplýs-
ingar um símanúmer verður að finna á heima-
síðu Landspítalans. Einnig er hægt að hafa sam-
band við hjálparsíma Rauða krossins (1717).
»13
Verða húsnæðislánin, sem Íbúðalánasjóður
yfirtekur, á sömu kjörum og þau eru nú?
Íbúðalánasjóður mun taka við íbúðalánum banka
á þeim kjörum og með þeim skilyrðum sem
lánasamningarnir kveða á um. Ekkert liggur fyrir
um hvort og hvernig vaxtakjör lánanna munu
breytast við yfirfærslu til Íbúðalánasjóðs.
Þurfa lántakendur að greiða þinglýsing-
argjald og stimpilgjöld að nýju til ríkisins
við yfirfærslu lána frá bönkum til Íbúðalána-
sjóðs?
Nei. »1 8
Er ekki einhver atvinnustarfsemi sem geng-
ur vel þrátt fyrir áföll síðustu daga?
Útflutningsgreinar standa vel nú þegar krónan
er hvað veikust. Loðdýrarækt stendur t.d. mjög
vel þar sem skinnverð hefur náð nýjum hæðum.
Þá stendur ál- og fiskiðnaður einnig vel.
»Viðskipti
Hvaða áhrif hefur fjármálakreppan á
menningarlífið í landinu?
Safnstjóri Listasafns Íslands segir ástandið eiga
eftir að koma illa við margar menningarstofn-
anir. Framlag ríkisins til safnsins í fyrra var 132
milljónir og sértekjur voru 55 milljónir en stærsti
styrkur sérteknanna var framlag Eignarhalds-
félagsins Samson, sem er í eigu Björgólfsfeðga.
Þá voru Stoðir aðalstyrktaraðili Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands en þær eru nú komnar í
greiðsluþrot. Þjóðleikhússstjóri segir að verið sé
að leita leiða til að draga saman seglin.
Fer íþróttahreyf-
ingin illa út úr
fjármálaskell-
inum?
Mörg stór fjármála-
fyrirtæki eru helstu
styrktaraðilar
íþróttafélaganna.
Sagt hefur verið að
fyrirtækin reyni að
standa við gildandi
samninga en félög-
unum gangi illa að
fá umsamdar fjár-
hæðir frá þeim. Enga fyrirgreiðslu sé að fá og
yfirdráttarheimildir nánast úr sögunni. Íþrótta-
félögin þurfi því að draga úr kostnaði, m.a. með
því að senda erlenda leikmenn heim.
Hvað eru sendimenn Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins að gera hér á landi?
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, sendi hóp, svo-
kallað Fact-Finding-Team, hingað til lands, til að
veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf við lausn á
þeim vanda sem við er að etja á fjármálamark-
aði.
Stendur til að leita til Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins?
Íslensk stjórnvöld afþökkuðu fjárhagslega að-
stoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) við
lausn bankakreppunnar hér. Með því að þiggja
slíka aðstoð myndu stjórnvöld tímabundið afsala
sér stjórn eigin peningamála.
Af hverju eru norrænu lánalínurnar ekki
virkjaðar?
Engin skilyrði þarf að uppfylla áður en hægt er
að virkja lánalínur Seðlabankans hjá seðlabönk-
um Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Það hefur
ekki verið gert hingað til, væntanlega vegna
þess að ekki hefur verið talin þörf á því, að svo
stöddu.
Hvað þarf að koma til svo að það verði gert?
Meti ráðamenn í Seðlabankanum stöðuna svo að
peninganna sé þörf má gera ráð fyrir að lánalín-
urnar verði virkjaðar.
Verður haldið áfram með byggingu tónlistar-
hússins fyrst Landsbankinn getur ekki stað-
ið við skuldbindingar sínar?
Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Aust-
urhafnar-TR, segir fullkomna óvissu ríkja um
framhald verksins. Bæði Landsbankinn og Nýsir
standa að framkvæmdum, en fyrirtæki eiga
bæði í miklum fjárhagserfiðleikum. » 18
Af hverju eru útlendingar, sem hér hafa
starfað, á leið heim til sín?
Mörg fyrirtæki, sérstaklega í byggingariðnaði,
hafa verið að draga saman seglin og segja upp
fólki. Það er því ekki eins mikla vinnu að hafa í
dag og fyrir nokkrum misserum. Gengi krón-
unnar hefur fallið hratt síðustu vikur og mánuði,
en við það lækkar verðgildi þeirra fjármuna sem
útlendingar geta sent til fjölskyldna í heimaland-
inu. Síðustu daga hefur fólk þar að auki átt í erf-
iðleikum með að fá gjaldeyrisyfirfærslu. » 12
S&S
Morgunblaðið/Kristinn
Álag Mikið hefur mætt á forystumönnum okkar síðustu daga. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra talar í símann í stjórnarráðinu.
Á mánudag tilkynnti forsætis-
ráðherra að mjög alvarleg staða
blasti við í fjármálalífi landsins.
Síðdegis sama dag var upplýst
að Landsbankinn gæti ekki
staðið við skuldbindingar sínar.
Á þriðjudag var orðið ljóst að
eins væri komið fyrir Glitni. Í
gærkvöldi bárust fréttir af því
að staða Kaupþings væri orðin
mjög alvarleg.