Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
HVORKI Barack Obama, forseta-
frambjóðandi demókrata, né John
McCain, frambjóðandi repúblikana,
unnu afgerandi sigur í öðrum kapp-
ræðum þeirra sem fram fóru í Tenn-
essee á þriðjudagskvöld. En þar sem
Obama hefur síðustu dagana verið að
auka forskot sitt í skoðanakönnunum
verður hann að teljast hafa haft betur
þar sem honum dugði í reynd að
halda sínum hlut.
Umræðurnar þóttu á margan hátt
vera endurtekning á fyrstu kappræð-
unum en þær snerust að mestu um
efnahagsmál. Þriðju og síðustu kapp-
ræðurnar verða á miðvikudag.
Ljóst var að Obama var afslappaðri
og naut hann þess að vera með vind-
inn í bakið í könnunum en McCain
reyndi ákaft að ná föstu skoti á keppi-
nautinn. „Það er enginn tími til að
þjálfa sig í starfinu, vinur minn,“
sagði hann eitt sinn og vísaði þá til
mikillar reynslu sinnar, andspænis
reynsluleysi hins 47 ára Obama.
En stjórnmálaskýrendur eru flest-
ir á því, einnig staðfastir repúblik-
anar, að tilraunir McCains til að slá
keppinautinn út af laginu hafi lang-
oftast misheppnast með öllu. Obama
hafi tekist að koma fram sem maður
er gæti vel ráðið við forsetahlut-
verkið, hafi haldið ró sinni og yfir-
vegun. Um 80 manns voru í salnum.
Þátttakendur áttu að fá tvær mínútur
til að svara spurningum sem komu úr
sal en einnig frá fólki annars staðar í
landinu með aðstoð netsins. Ein slík
var eftirminnileg, spurt var hvaða
fórnir Bandaríkjamenn gætu þurft að
færa vegna þess vanda sem nú er við
að etja. Hvorugum keppinautanna
tókst vel upp við að svara, að mati
fréttamanns BBC. Stjórnandi kapp-
ræðnanna var sjónvarpsmaðurinn
kunni, Tom Brokaw. Þar sem báðir
fóru oft langt fram yfir tilsettan tíma í
svörum sínum varð hann að vara þá
við og sagði þá vera að fara jafn mikið
fram úr og gert væri í fjárlögum
ríkisins!
AIG-menn fóru í
skemmtiferð eftir hrunið
Obama sagði m.a. að stjórnendur
AIG-tryggingarisans hefðu farið í 400
þúsund dollara skemmtiferð á kostn-
að fyrirtækisins eftir að ríkið var búið
að bjarga fyrirtækinu. „Fjármála-
ráðuneytið ætti að fá þetta endur-
greitt,“ sagði Obama.
Athygli vakti tillaga McCains um
að lagðir yrðu fram 300 milljarðar
dollara af hálfu stjórnvalda til að
kaupa upp veðlán allra þeirra sem
ættu á hættu a missa húsnæði sitt.
Væri um að ræða geysilega róttæka
aðgerð með ríkið í aðalhlutverki, að-
gerð sem er í miklu ósamræmi við
áherslur McCains sem boðar almennt
lítil ríkisafskipti og vill treysta mark-
aðslögmálunum. McCain sakaði hins
vegar Obama um að hafa þegið mik-
inn fjárstuðning frá hálf-opinberu
húsnæðislánasjóðunum Freddie Mac
og Fannie Mae.
Undirmálslán þeirra, þ. e. lán til
fólks sem hafði enga burði til að
standa í skilum, eru talin hafa átt
mikinn þátt í skuldsetningarkrepp-
unni sem er að sliga hagkerfið.
McCain sagði að Obama og liðsmenn
hans á þingi hefðu ekki tekið undir
gagnrýni sína á framferði stofnan-
anna tveggja fyrir tveim árum.
McCain þótti sýna Obama óvirð-
ingu er hann kallaði hann „þennan
þarna“ í kappræðunum er skatta-
lækkanir á olíuframleiðslu voru til
umræðu. „Vitið þið hver greiddi at-
kvæði með þeim? Þessi þarna,“ sagði
McCain og benti á andstæðinginn.
„Vitið þið hver greiddi atkvæði gegn
þeim. Ég.“
McCain skoraði fá mörk
Reuters
Báðir ánægðir Forsetaefnin Barack Obama og John McCain brosa í kappræðunum í Nashville í Tennessee.
Stolt Michelle Obama fylgdist með
manni sínum í Nashville.
Obama hélt sínum hlut í kappræðunum í Tennessee og keppinaut hans tókst ekki að slá hann
út af laginu með tali um reynsluleysi McCain vill að ríkið ábyrgist öll hættuleg húsnæðislán
Hvað dugar best gegn McCain?
Obama hefur reynt að spyrða
McCain vandlega við stefnu repúblik-
anans George W. Bush forseta en
Bush er einn óvinsælasti forseti í
sögu landsins. Er stuðningur við
hann nú álíka mikill og við Richard
Nixon er hann hrökklaðist frá 1974.
En gegn Obama?
McCain hefur beitt ýmsum rökum en
einkum bent á reynsluleysi Obama.
Obama á auk þess erfitt með að ná
tengslum við verkamenn úr röðum
hvítra. Hann virkar oft á þá sem yfir-
stéttarmaður þótt hann sé ekki af
ríku fólki.
Hvað segir Obama um kreppuna?
Obama segir að í tíð Bush hafi við-
skiptalífið fengið um of lausan taum-
inn og bendir á að McCain hafi ávallt
boðað slíka stefnu sem er í samræmi
við kenningar frjálshyggju. Einnig
hafi ríkið safnað skuldum þótt skatt-
ar hafi verið lækkaðir á auðmenn.
En hvað vill McCain gera?
Hann segir keppinaut sinn Obama
eindreginn vinstrisinna sem ávallt
hafi boðað hærri skatta á almenning
og aukin ríkisútgjöld, það sé ekki
lausnin. Sjálfur sé McCain maður
málamiðlana og hafi oft sýnt hæfi-
leika til að vinna með demókrötum.
S&S
INDVERJAR ætla að skjóta
ómönnuðu geimfari á braut um
tunglið síðar í mánuðinum og
vonast til þess að verða á undan
Kínverjum að senda mannað
geimfar til tunglsins og ná þar
með forystu í geimferðakapp-
hlaupi Asíurisanna tveggja.
Indverska geimrannsóknastofn-
unin (ISRO) hyggst skjóta geim-
farinu Chandrayaan 1 (Geimferð
1) á loft 22. þessa mánaðar ef
veður leyfir. Hægt verður að
fresta geimskotinu til 26. október.
Geimfarið á að vera á braut um
tunglið í tvö ár og rannsaka efna-
samsetningu og steindir yfir-
borðsins.
Indverjar viðurkenna að þeir
hafi dregist aftur úr í geimferða-
kapphlaupinu við Kínverja sem
skutu fyrsta mannaða geimfari
sínu á loft árið 2003 og sendu
ómannað geimfar að tunglinu fyr-
ir ári. Í síðasta mánuði fór kín-
verskur geimfari í 15 mínútna
geimgöngu fyrstur Kínverja.
Indverjar ætla að senda annað
ómannað geimfar (lendingarfar
og geimvagn) til tunglsins árið
2011. Þeir stefna að því að senda
fyrsta Indverjann í geiminn árið
2014 og skjóta mönnuðu geimfari
til tunglsins ekki síðar en árið
2020 – fjórum árum á undan Kín-
verjum. bogi@mbl.is
6
8
O
6
/
"
>
6:"5 !
"
) # *
+,-
6868
6:
"68"
!
"#
$%
$%&
% '(()
#
$%
* !
%!
6 8 O 8 O
8P@9O# " .
=2
2 :* =# *2#= #
%
&
&
'
' ( )
$
&
*
& +
, '-'&&
". =M .2 2 " ./
$
0
< 0 6
+ ,-
.
+
.
/. 0. '
$)
.1#"
6 #@0@ @ M .2 20 2 A G< 0 6GCC. # # *2 =#* =.M=2M *
= = *# 02 .=
Í geimferða-
kapphlaupi
við Kínverja
ELDRI bróðir Hamid Karzais, for-
seta Afganistans, Qayum Karzai, tók
í nýliðnum mánuði þátt í trúarlegum
málsverði í Sádi-Arabíu með fyrr-
verandi talíbanaleiðtogum, að sögn
fréttavefs breska ríkisútvarpsins,
BBC. Talið er hugsanlegt að atburð-
urinn sé fyrirboði friðarviðræðna
milli stjórnvalda í Kabúl og hreyf-
ingar talíbana.
Heimildarmenn segja að samn-
ingaviðræður hafi farið fram við
þetta tækifæri en báðir aðilar harð-
neita því. Bandarískir og breskir
embættismenn hafa að undanförnu
sagt að ef takast eigi að koma á var-
anlegum friði sé óhjákvæmilegt að
semja við talíbana. Þótt tugþúsundir
erlendra hermanna styðji við bakið á
stjórn Karzais hefur ekki tekist að
ráða niðurlögum sveita talíbana sem
hafa enn sterk ítök í landinu.
Auk áðurnefndra manna tóku
Nawas Sharaf, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Pakistans og minnst 15
Afganar þátt í veislunni. Talíbanar
náðu völdum í Afganistan 1996 en
stjórn þeirra féll í kjölfar innrásar
Bandaríkjamanna 2001. Var hún
gerð til að ráða niðurlögum al-
Qaeda-manna er nutu gestrisni talíb-
ana. kjon@mbl.is
Forsetabróðir
ræddi við talíbana
Gæti verið undanfari friðarsamninga
Reuters
Á skrá Afgani ljósmyndaður í kosningamiðstöð í Parwan-héraði, norðan við
Kabúl, í gær. Stefnt er að þing- og forsetakosningum í landinu á næsta ári.