Morgunblaðið - 10.10.2008, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.10.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af stökum jökkum, drögtum og buxum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 KVARTBUXUR str. 36-56 Laugavegi 44 • Sími 561 4000 • www.diza.is Opið virka daga kl. 10:30-18:00 • laugard. kl. 11:00-16:00 m b l1 05 51 47 Hún getur verið þunn eða þykk, stutt eða síð, einlit eða mynstruð, skrautleg eða einföld. Klassísk eða skondin, sumar peysur eru spari aðrar hversdags og sumar verða uppáhaldsflík allra tíma. Þannig eru peysurnar í Dizu, líttu við og finndu þína. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is MÖRG verðmæt verk hafa bæst í málverkasafn Landsbankans þann tíma sem Björgólfur Guð- mundsson var stjórnarformaður bankans. Hann hlúði vel að safninu og beitti sér fyrir kaupum á verkum eftir nýja og gamla meistara. Safnið er nú komið í eigu íslensku þjóðarinnar á nýjan leik, eft- ir að ríkið yfirtók bankann. Frægasta verkið, sem bæst hefur í safnið, er án efa Hvítasunnudagur eftir hinn mikla meistara málaralistarinnar, Jóhannes S. Kjarval. Það þóttu miklar fréttir í byrjun árs 2007 þegar verkið kom í leitirnar í Danmörku og að það yrði selt á uppboði. Verkið er í kúbískum anda og málað á árunum 1917–1919 í Kaupmannahöfn. Vitað var um tilvist myndarinnar, en ekki afdrif hennar fyrr en verkið fannst í Danmörku. Verkið hafði alla tíð verið í einkaeigu. Mikil leit var gerð að verkinu Kristín G. Guðnadóttir, listfræðingur og ásamt öðrum höfundur bókar um Kjarval sem kom út 2005, fagnaði því þegar verkið kom í leitirnar. Á sínum tíma hefði hún gert talsvert til þess að finna það en án árangurs. Mest hefði verið leitað á Ís- landi, en vitað hefði verið um tilvist þess þar sem til voru skissur að því. „Verkið er frá þessu kúb- íska tímabili og gefur okkur ýtarlegri og fyllri mynd af því tímabili á hans ferli,“ sagði Kristín. Hún sagði að Kjarval hefði verið að prófa sig áfram með þennan stíl, sem eiginlega mætti kalla danskan kúbisma, strax eftir að hann kláraði aka- demíuna. Hann hefði verið leitandi á þessum tíma en verkið hefði verið mjög framsækið þegar það var málað. Verkið gæfi fyllri mynd af þessu stutta kúbíska skeiði hans. Málverkið var úr safni Nienstedts heildsala, en Kjarval bjó hjá fjölskyldunni þegar hann var við nám í Konunglegu dönsku listakademíunni. Sam- kvæmt áletrun gaf Kjarval Nienstedts-hjónunum málverkið í silfurbrúðkaupsgjöf í maí árið 1919. Listasafn Reykjavíkur tók þátt í uppboðinu framan af en safnið hafði ekki fjármuni til að berj- ast við þá sem hæst buðu. „Ef kaupandinn er ís- lenskur vonumst við til að geta unnið með honum og sýnt verkið í framtíðinni,“ sagði Hafþór Yngva- son, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur að uppboðinu loknu. Og Hafþóri varð að ósk sinni því hulunni var svipt af kaupandanum í nóvember 2007. Kaupandinn reyndist vera Landsbankinn, og var málverkið sýnt í fyrsta sinn á sýningu sem opnuð var á Kjarvalsstöðum 2. desember 2007. Hvítasunnudagur var og er enn dýrasta Kjar- valsmálverkið, sem selt hefur verið á uppboði. Málverk Svavars Guðnasonar, Gullfjöllin, sem Listasafn Íslands keypti mörgum árum áður, fór á svipuðu verði, sé það framreiknað. Dýrasta verkið eftir Íslending er hins vegar verkið Fivefold eye eftir Ólaf Elíasson, sem seld- ist á margföldu matsverði á uppboði hjá Cristies í London í október 2007. Verkið er skúlptúr úr stáli og speglum og var slegið á rúmlega 80 milljónir króna á þávirði. Verðmæt viðbót í safnið Dýrasta nýja verkið í safni Landsbankans er eftir Jóhannes S. Kjarval Morgunblaðið/Frikki Hvítasunnudagur Ólafur Ingi Jónsson safnvörður við hið verðmæta verk. Málverkið Hvítasunnudagur eftir Kjarval var slegið óþekktum kaupanda á uppboði hjá upp- boðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen í Kaup- mannahöfn 27. febrúar 2007. Uppboðshúsið hafði metið verkið á 100-150 þúsund danskar krónur sem reyndist heldur bet- ur vera vanmat, því fyrstu boð voru yfir 300 þúsund danskar krónur. Margir voru um hituna og mikil spenna í upp- boðssalnum. Þrír fóru yfir milljón og að lokum voru tveir um boðið. Sá sem hreppti málverkið bauð í gegum síma. Það reyndist vera fulltrúi Landsbankans, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Verkið var slegið á 1,3 milljónir danskra króna, sem á þeim tíma var jafnvirði 15,2 milljóna ís- lenskra króna. Við verðið bættust 20% upp- boðslaun og 5% höfundarréttargjald. Við flutn- ing málverksins til Íslands bættist 24,5% virðisaukaskattur svo heildarkostnaður við verk- ið, þegar það kom til Íslands, var um 25 milljónir króna. Mikil spenna í salnum þegar verkið var boðið upp EKKI er að sjá að efnahagskreppan komi fram í nýjasta útboði Vega- gerðarinnar, en tilboð voru opnuð á þriðjudaginn. Reyndust öll tilboðin vera hærri en áætlaður kostnaður við verkið. Verkið sem um ræðir er endur- bygging á 4,6 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar, frá Lag- arfossvegi að Sandi í Hjaltastaða- þinghá, ásamt klæðningu á Lagar- fossvegi. Áætlaður kostnaður var 70 milljónir og 528 þúsund krónur. Lægsta tilboðið átti Ísgröfur ehf. á Laugum, 71,9 milljónir. Hæsta til- boðið kom frá Bíladrangi ehf. í Vík, 95,2 milljónir. Sjö fyrirtæki buðu í verkið. sisi@mbl.is Há tilboð í vegagerð Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÁHÆTTUMEÐVITUND gerði það að verkum að verðbréfafyrirtækið Auður Capital stendur vel nú þegar fjármálakreppa ríður yfir heim- inn. Þetta segir Halla Tómasdótt- ir, stjórnarfor- maður Auðar, og bendir á að fyrir- tækið hafi ekki verið skuldsett heldur einungis verið með eigið fé. „Við þurftum þar af leiðandi ekki að lengja neinar lánalínur og lausafjárskortur kemur ekki niður á okkur eins og svo mörgum fjármála- fyrirtækjum. Við settum öryggið of- ar ávöxtuninni en náðum samt að ávaxta vel og leituðum sérstaklega eftir traustum og gegnsæjum fjár- festingarkostum,“ útskýrir Halla en Auður stýrir hátt í átta milljörðum króna. Samstarf frekar en samkeppni Halla segir markaðinn hafa ein- kennst af mikilli áhættusækni jafnt hér á landi sem annars staðar. „Karl- lægu gildin réðu för með áherslu á skammtímagróða frekar en lang- tíma, samkeppni frekar en samstarf og áhættusækni frekar en áhættu- meðvitund,“ segir Halla og leggur mikla áherslu á að bæði konur og karlar starfi innan fjármálageirans, jafnt í uppsveiflu sem í niðursveiflu. Fjármálakreppan gæti þó reynst Auði erfið eins og öðrum fyrirtækj- um. „Innflæðið hjá okkur hefur verið mikið síðustu daga og vikur en það er mjög erfitt að taka fjárfestingar- ákvarðanir í núverandi umhverfi. Kerfið er lamað,“ segir Halla Tóm- asdóttir. Áhættumeðvitund varð til þess að Auður stendur vel Karllæg gildi réðu ferðinni á fjármálamarkaðnum Halla Tómasdóttir Í HNOTSKURN » Auður Capital er verð-bréfafyrirtæki og býður m.a. upp á eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf. » Fyrirtækið var stofnað afHöllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur og fékk starfsleyfi sl. vor. » Auður gefur sig út fyrirað veita óháða fjármála- ráðgjöf og leggur áherslu á samfélagslega og siðferðilega ábyrgð. GÆTT verður að jafnræði kynjanna við skipan banka- stjórna, sagði Björgvin G. Sig- urðsson við- skiptaráðherra á blaðamanna- fundi í Iðnó í gær aðspurður um stefnu í jafn- réttismálum nú þegar ríkið er orð- ið svo gríðarlega valdamikið í fjármálalífinu. „Við munum reyna að gæta þess í hvívetna að það verði gætt jafnræðis á milli kynjanna eins og annarra grund- vallaratriða í þessu umróti öllu,“ sagði Björgvin og þegar hann var inntur eftir því hvers vegna hlut- fall kvenna hefði verið svo lágt sem raun bar vitni í skilanefndum bankanna sagði hann þær aðeins hafa afmarkað hlutverk. „Þær í rauninni vinna sína vinnu á 1-2 sólarhringum og færa það síðan yfir til nýrrar bankastjórnar bank- ans,“ sagði Björgvin. Bæði kyn í bankastjórnir Björgvin G. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.