Morgunblaðið - 10.10.2008, Síða 13

Morgunblaðið - 10.10.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 13 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HJÓNIN Ómar Sigurðsson og Sigurbjörg Eiríksdóttir settust í helgan stein á dögunum og ætluðu að njóta ávaxta brauðstritsins. En skjótt skipast veður í lofti og nú er ævisparnaður þeirra, 60 milljónir króna í peningabréfum, í uppnámi, „vegna framkomu starfsmanna Landsbanka Íslands“, segir Ómar. Fyrir margt löngu ákvað Ómar að hætta að vinna þegar hann yrði sex- tugur og sú stund rann upp skömmu fyrir nýliðin mánaðamót. „Á ör- skammri stund breytist allt saman og ef við töpum sparnaðinum er ljóst að ég verð að fara að leita mér aftur að vinnu,“ segir Ómar. Hann bætir við að sem betur fer hafi hann haldið heilsunni, þrátt fyrir þetta áfall, en aðra sögu sé að segja af eiginkon- unni. „Hún hefur tekið þetta mjög nærri sér og það hefur legið við að hún hafi fengið taugaáfall.“ Þrýstingur frá bankanum Tildrög málsins eru þau að Ómar var með töluvert fé á reikningi hjá Landsbankanum, vildi ekki taka áhættu og var ánægður með sína ávöxtun. „Ég hafði gert samkomulag við útibússtjórann um ákveðin vaxtakjör á reikningunum og var ánægður með það auk þess sem féð var alltaf laust. Fyrir um fjórum mánuðum hringdi síminn. Á hinum endanum var þjónustufulltrúinn minn í bankanum til 20 ára. Hún til- kynnti mér það að hún hefði verið að skoða innistæður fjölskyldunnar og séð að við gætum ávaxtað féð miklu betur. Við vorum ekkert að hugsa um breytingar og þetta var alger- lega óumbeðið af okkar hálfu. Ég sagðist ekki vilja taka neina áhættu og hún svaraði því til að pen- ingabréfin væru án allrar áhættu enda sú leið sem flestir færu. Við þekktum þessa konu af góðu einu saman, trúðum henni og létum til leiðast. Við vorum alveg róleg yfir þessu en í ljós hefur komið að hún sagði ósatt. Það er ósatt að það sé engin áhætta þessu fylgjandi.“ Þrátt fyrir áfallið gaf Ómar sig ekki og talaði við þjónustufulltrúann og útibússtjórann. „Ég fékk engin almennileg svör. Þjónustufulltrúinn yppti öxlum, sagðist ekkert geta gert í stöðunni og sér þætti þetta leiðinlegt. Ég hafði áður lent í því að starfsmaður bankans hafði verið að hnýsast í reikninga mína. Þá sagði viðkomandi útibússtjóri við mig að það væri algerlega bannað. Ef það er rétt var þjónustustjórinn að gera hluti sem hún mátti ekki. Að þessu sinni tók útibússtjórinn ekki undir með okkur þegar við spurðum hann hvort þær litlu skuldir sem við vær- um með í bankanum yrðu ekki greiddar úr peningabréfareikningi okkar. „Ætlarðu að rukka okkur um þessar skuldir,“ spurðum við og svarið var: Já, svona eru reglurn- ar“.“ Ómar segist ekki trúa því að þjón- ustufulltrúi sinn hafi að eigin frum- kvæði verið að skoða reikninga sína til að finna betri ávöxtunarleiðir. „Ég held að þessi kona hafi verið að vinna samkvæmt skipunum annars staðar frá, frá sínum yfirmönnum, til þess að reyna að koma fé viðskipta- vina á heppilegri reikning fyrir bankann. Ég sé það eftir á, að þegar féð var komið í þessa peningamark- aðssjóði gat bankinn lánað sjálfum sér og eigendum bankans úr þeim.“ Óskiljanleg trygging Ítrekað hefur komið fram hjá ráðamönnum þjóðarinnar að sparifé landsmanna í bönkunum sé tryggt. Í fyrradag sagði viðskiptaráðherra að sparifé í peningamarkaðssjóðum nyti ekki sömu verndar og annar sparnaður en allra leiða yrði leitað til að tryggja það og lágmarka skað- ann. Hann áréttaði þetta í gær. Ómar segir sérkennilegt að heyra þetta núna miðað við það sem á und- an hafi gengið. Við gjaldþrot banka sé sparifé ekki tryggt nema að ákveðnum hluta en ríkisstjórnin hafi lofað að tryggja allt sparifé lands- manna. Óskiljanlegt sé hvers vegna peningamarkaðssjóðir séu ekki með í þeirri tryggingu. „Ég vona að stjórnvöld grípi inn í og gefi afdrátt- arlaus svör um að þetta sé sparifé eins og hvert annað sparifé og bæti fólki þetta eins og aðra sparifjár- reikninga,“ segir Ómar. Lokað fyrir úttektir Ómar segir að hann hafi ætlað að taka út peninga á þremur ávísana- reikningum sínum í Landsbankan- um í fyrradag, en aðeins fengið að taka út 500 þúsund krónur af einum reikningi. „Hvernig stendur á því?“ spurði ég. „Það eru bara ekki til peningar,“ var svarið.“ Óttast um 60 milljóna sparnað Viðskiptavinur Landsbankans í nær fjóra áratugi segir að starfsmenn hafi sagt ósatt um peningabréf Morgunblaðið/Árni Sæberg Óttasleginn Ómar Sigurðsson óttast um 60 milljóna króna sparnað í Landsbankanum. Hann hafi samt haldið heils- unni þrátt fyrir áfallið en eiginkonan hafi tekið málið mjög nærri sér og verið við það að fá taugaáfall. og nauðsynlegt í öllum fyrirtækja- rekstri að huga að sparnaði og að- haldsaðgerðum í rekstri, en í raun geri ég ekki ráð fyrir öðru en við höldum okkar útibúaneti óbreyttu. Enda er það markmið og verkefni þessa nýja banka að þjónusta fyrst og fremst þá viðskiptavini sem eru viðskiptavinir útibúakerfis okkar.“ Vill stýrivaxtalækkun strax Spurð hver afstaða hennar sé til hinna háu stýrivaxta sem í landinu gilda segir Elín það ekkert launung- armál að hún myndu vilja sjá stýri- vaxtalækkun strax, þótt hún vilji ekki nefna neina ákveðna tölu í því samhengi. „Auðvitað á að lækka stýrivexti eins fljótt og auðið er, því það skiptir svo miklu máli fyrir rekstur fyrirtækjanna.“ Elín er viðskiptafræðingur að mennt. Hún var ráðin í hagdeild Búnaðarbankans í febrúar 1979. Hún tók við starfi í endurskoð- unardeild bankans í júní 1985 og var síðan ráðin forstöðumaður hag- deildar í mars 1994. Hún gegndi því starfi þar til hún tók við starfi for- stöðumanns á fyrirtækjasviði, var síðar gerð að aðstoðarfram- kvæmdastjóra þess sviðs og í febr- úar 2003 tók hún við stöðu fram- kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs. Eftir Guðrúnu Hálfdánardóttur og Silju Björk Huldudóttur „ÞETTA er verkefni sem verður spennandi að takast á við. Hins veg- ar er því ekki að leyna að það hefði óneitanlega verið skemmtilegra að taka við svona starfi undir öðru- vísi aðstæðum, en þessar erfiðu og flóknu aðstæður eru uppi núna og þá verður bara að takast á við þær,“ segir Elín Sigfús- dóttir, en tilkynnt var í gær að hún hefði verið ráðin bankastjóri Nýs Landsbanka Ís- lands hf. Hún er þar með fyrst kvenna til að stýra íslenskum við- skiptabanka. Spurð hvort ekki sé erfitt að láta það þurfa að vera sitt fyrsta verk við stjórnvöl bankans að segja þriðjungi starfsfólksins upp svarar Elín því til að hún verði einfaldlega að sníða hinum nýja viðskiptabanka stakk eftir vexti. Spurð hvort hún sjái fyrir sér einhverjar breytingar á starf- semi útibúa Landsbankans úti um land svarar Elín því neitandi. „Á tímum eins og núna er bæði eðlilegt Þegar Elín settist í framkvæmda- stjórn Búnaðarbankans í febrúar 2003 var hún fyrsta konan sem sett- ist í framkvæmdastjórn bankans. Elín var kjörin í bankaráð Bún- aðarbankans árið 1999 og sat í bankaráði bankans um fjögurra ára skeið. Fyrst sem fulltrúi starfs- manna en þegar bankinn var keypt- ur af S-hópnum svonefnda árið 2003 var hún kjörin í bankaráðið fyrir hönd nýrra eigenda. Á vormánuðum 2003 réð Elín sig til Landsbanka Ís- lands og hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs þar til hún nú var gerð að bankastjóra. Spennandi og krefjandi verkefni að takast á við Í HNOTSKURN »Elín Sigfúsdóttir er fæddþann 24. ágúst 1955. »Hún er stúdent fráMenntaskólanum við Tjörnina árið 1974 og við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1979. »Elín hóf störf hjá Bún-aðarbanka Íslands sama ár og vann þar til 2003 er hún réð sig til Landsbankans. Elín Sigfúsdóttir Ómar Sigurðsson segist vera ánægður með inngrip stjórnvalda í bankamálunum, en nokkrir ein- staklingar hafi sett landið á haus- inn í skjóli forsetans. „Það varð að stöðva þessa vit- leysu,“ segir Ómar og bætir við að Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi sýnt úr hverju hann sé gerður. „Betri mann hefði ekki verið hægt að fá í þetta,“ segir hann. „Hann og Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra vinna mjög vel saman að þessum málum og reyna að gera sitt besta. Þeir eiga hrós skilið og það er ekki þeim að kenna að ástandið er svona.“ Ómar segir að nokkrir ein- staklingar hafi sett landið á haus- inn. „Upphafið að því, þegar Ís- lendingar töldu að þeir þurftu að eiga aðra hverja verslun við Oxford Street í London og allar flottustu byggingarnar í Kaupmannahöfn má rekja til þess að forsetinn neit- aði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Síðan hafa þessir um 20 útrásar- guttar, sem hafa sett þjóðina á hausinn, notið verndar forsetans,“ segir hann. Ánægður með stjórnvöld en ekki forseta Málstofa á vegum Kvennakirkjunnar. Haldin í Kvennagarði, Laugvegi 59. 4. hæð, laugardaginn 11. október kl. 13 – 15. Kl. 12 Sameiginleg máltíð í Kvennagarði fyrir þau sem vilja. Kl. 13 Karin Danielsson frá Stokkhólmi segir frá mastersrannsókn sinni sem hún byggði á viðtölum við konur í Kvennakirkjunni um áhrif þess að tala um Guð sem vinkonu. Kl. 14 Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir fjallar um kvenmynd Guðs. Umræður verða að loknu hvoru erindi um sig. Í lokin verður boðið upp á kaffi og áframhaldandi spjall. Málþingið er öllum opið. Þau sem vilja taka þátt í sameiginlegri máltíð í upphafi, vinsamlega látið vita í netfangið: kvennakirkjan@kvennakirkjan.is eða í síma 551 3934. „Hún er vinkona mín“ Kvenmynd Guðs og áhrif hennar á sjálfsmynd kvenna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.