Morgunblaðið - 10.10.2008, Page 14

Morgunblaðið - 10.10.2008, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG hef miklar áhyggjur af þróun- inni,“ segir Ronald, tölvunarfræð- ingur frá Filippseyjum, sem búið hefur og starfað á Íslandi sl. átta ár. Hann starfar m.a. fyrir bróður sinn sem rekur netfyrirtæki sitt frá London. „Bróðir minn millifærði laun til mín og systur minnar, sem einnig býr hérlendis, 1. október sl., að utan inn á bankareikning systur minnar í Landsbankanum, en greiðslan hefur enn ekki skilað sér,“ segir Ronald og óttast að hann geti ekki greitt af húsnæðislánum sínum í þessum mánuði. „Ég átti von á um 180 þús. kr. sem ég þarf að nota til þess að greiða af íbúðarlánum nú í október,“ segir Ronald, en hann keypti sér 111 fm íbúð í Reykjavík fyrir ári fyrir um 21,5 milljónir króna. „Ég átti ekk- ert upp í útborgun en fékk 90% lán frá Spron og þau 10% sem upp á vantaði frá Landsbankanum,“ segir Ronald og tekur fram að greiðslu- byrði þessara lána hafi um síðustu mánaðamót verið í kringum 120 þús. kr. Raunar hefur Ronald ekki búið í íbúðinni heldur framleigt hana síð- an hann keypti hana til þess að hafa efni á því að greiða af íbúðinni. Sjálfur leigir Ronald sér húsnæði sem kostar um 80 þúsund krónur á mánuði. „Fjölskyldan sem leigði íbúðina mína hafði ekki tök á að greiða leiguna síðustu mánaðamót, þar sem verktakafyrirtækið þar sem fjölskyldufaðirinn vann er far- ið á hausinn,“ segir Ronald. silja@mbl.is Féð kom ekki Óttast að geta ekki greitt af íbúðarláni Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is EFTIR að stóru bankarnir þrír hafa fallið hver á fætur öðrum velta marg- ir fyrir sér framtíð annarra fjármála- fyrirtækja, eins og tryggingafélag- anna. Eigendur flestra þeirra hafa orðið fyrir skakkaföllum í banka- kreppunni en stjórnendur trygginga- félaganna, sem rætt var við í gær, sögðu þau óháð sínum eigendum og væru sjálfstætt rekin. Fram hefur komið að aðaleigandi Tryggingamiðstöðvarinnar, Stoðir, áður FL Group, er í greiðslustöðvun. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að þótt eigandi félagsins hafi tapað fjármunum þá standi Trygg- ingamiðstöðin sterkt. Um það leyti sem Stoðir fóru í greiðslustöðvun hafi TM fært peningalegar eignir sínar að mestu leyti yfir í ríkistryggða papp- íra, til að baktryggja sig. Þetta eigi þó ekki við um allar eignir TM. „Engar líkur eru á að TM fari eitthvað, nema þá að ríkið verði gjaldþrota.“ Sala á NEMI kemur til greina Tryggingamiðstöðin er eina ís- lenska tryggingafélagið sem lætur meta lánshæfi sitt. Standard&Poor’s lækkaði í gær lánshæfiseinkunn fyr- irtækisins, í ljósi afdrifa Stoða, úr BBB í BB. Sigurður segir að þetta hafi engin áhrif á starfsemi TM á Ís- landi, en geti mögulega haft áhrif á starfsemi dótturfélagsins í Noregi, NEMI. Mögulega geti NEMI misst einhverja viðskiptavini erlendis, þó að erfitt sé að meta það núna, en Sig- urður segir Norðmenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna tíðindanna af íslensku bönkunum. NEMI hefur aðallega tryggt skipafélög og fleiri fyrirtæki. Aðspurður segir Sigurður það geta komið vel til greina að TM selji norska félagið. Sjóvá í nýrri stöðu Sjóvá-Almennar er alfarið í eigu Milestone, fjárfestingafélags Karls Wernerssonar, sem var meðal stórra hluthafa í Glitni. Þór Sigfússon, for- stjóri Sjóvár, segir viðskiptavini fé- lagsins ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af sínum tryggingum. Líkt og önnur tryggingafélög sé Sjóvá sjálfstætt rekið félag. „Hjá Sjóvá erum við að kynna nið- urstöður í tryggingastarfsemi okkar þar sem samsett hlutfall er 102 og stefnt að 100 fyrir allt árið. Það þýðir með öðrum orðum að iðgjöld og tjón eru í jafnvægi. Þetta er ný staða frá því sem áður var. Fyrir um þremur árum var samsetta hlutfallið yfir 120 sem þýðir að þar sem nú er jafnvægi hafi þá verið tap upp á um tvo millj- arða.“ Þór segir veruleg umskipti því hafa orðið á tryggingarekstrinum á síð- ustu árum. „Við tókum þá ákvörðun fyrir þremur árum að við gætum ekki reitt okkur á fjárfestingatekjur félagsins heldur þyrfti tryggingastarfsemin sjálf að standa undir sér. Við tíma- settum þetta ágætlega og uppskerum nú árangur. Þetta þýðir að við stönd- um núna mun keikari frammi fyrir erfiðu ástandi en ella,“ segir Þór en bætir við að fjárfestingastarfsemi fé- lagsins skili tapi á árinu. Sjóvá hafi ekki átt hlutabréf í bönkunum eða umtalsverð bankabréf. Aðrar eignir hér á landi hafi lækkað í verði. „Fé- lagið hefur vel dreift eignasafn með eignum bæði hér og erlendis.“ Nægt fé hjá Verði Vörður tryggingafélag er að 50% hluta í eigu SP Fjármögnunar, dótt- urfélags Landsbankans sáluga, og Landsbankinn og Byr sparisjóður skipta með sér öðrum eignarhlutum. Öllum er kunnugt um örlög Lands- bankans en Guðmundur Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri Varðar, segir félagið hafa nægilegt rekstrarfé og lausafé inni á bankareikningum. Innstreymi standi undir rekstrinum, en vissulega sé óvissa um eigur fé- lagsins í verðbréfum. „Við vitum ekki frekar en almenn- ingur og fyrirtæki hvernig þær eigur verða gerðar upp þegar upp verður staðið,“ segir Guðmundur, sem hefur verið í sambandi við Fjármálaeft- irlitið, FME, og gert því grein fyrir stöðu Varðar. Hefur áhrif á allt Vátryggingafélag Íslands, VÍS, er að fullu í eigu Exista, sem átti stóran hlut í Kaupþingi og hefur orðið að losa sig við erlendar eignir eins og Sampo og Storebrand. Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, segir félagið standa sterkum fótum og við- skipti muni ganga eðlilega fyrir sig. Reksturinn hafi gengið ágætlega á árinu. Verst sé að verða vitni að því áfalli sem yfir þjóðina gengur. „Starfsemi VÍS er fyrst og fremst hér á landi en auðvitað hefur svona ástand áhrif á allt,“ segir Guðmundur Örn en mælir ekki með því við fólk að það segi upp sínum tryggingum við núverandi aðstæður. Tryggingarnar í lagi  Stjórnendur tryggingafélaganna segja þau standa traustum fótum þrátt fyrir fjármálaskelli eigendanna og verðlækkun á eignum  Lækkað lánshæfismat TM                   ! "  #    $%&  '(  )  %'(  '( (*   ) '(    +# ! , '( (*        -.         / #                     Guðmundur Jóhann Jónsson Þór Sigfússon Guðmundur Örn Gunnarsson Sigurður Viðarsson „VIÐ reynum að horfa björtum augum til framtíðar. Við verðum að gera það því ég er ólétt og þá þýðir ekkert annað en að vera já- kvæður,“ segir Paulina Jalsha, sem kom ásamt eiginmanni sínum, Prvemet, til Íslands í febr- úar sl. „Við erum hraust og bæði í vinnu, þannig að þetta á allt saman örugglega eftir að blessast,“ segir Paulina sem hefur unnið við ræstingar og á gistiheimili síðan hún kom til landsins, en Prvemet vann fyrst í byggingarbransanum en vinnur nú sem kokkur á veitingahúsi. Aðspurð segist Paulina enn sem komið er ekki finna fyrir miklum þrengingum í þjóðfélag- inu, enda séu enn til vörur í búðum og lífið virðist halda áfram sinn vanagang þrátt fyrir fréttir af versnandi efnahagslífi. Spurð hvers vegna Ísland hafi orðið fyrir valinu á sínum tíma segir Paulina að þau hjón hafi langað til þess að geta búið saman, en Prvemet hafði um tíma búið og starfað í Bretlandi meðan Paulina kláraði háskólanám sitt í Póllandi. „Við höfðum þannig verið aðskilin um nokkurn tíma og fannst tími til kominn að geta verið saman aftur,“ segir Paulina. silja@mbl.is Horfum björtum augum til framtíðar Pólskt par búsett hérlendis segist enn sem komið er ekki finna fyrir miklum þrengingum í þjóðfélaginu Morgunblaðið/Golli Jákvæð Paulina Jalsha kom hingað í febrúar. FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur lagt fram frumvarp á Al- þingi þar sem lagt er til að stöður Seðlabankastjóra verði ávallt aug- lýstar opinberlega. Markmiðið er að þeirra sögn að faglega verði staðið að ráðningu Seðlabanka- stjóra og að hæfniskröfur séu há- skólamenntun og reynsla og þekk- ing á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. Ákvarðanir rökstuddar Í frumvarpinu er líka kveðið á um að þegar ákvörðun um hækkun eða lækkun stýrivaxta er tekin á fundi bankastjórnar Seðlabankans skuli birta fundargerðina opinber- lega og um leið sé gerð grein fyrir forsendum ákvörðunarinnar og þeim markmiðum sem eigi að nást. halla@mbl.is Faglegan Seðlabanka Bankakreppan SIGRÍÐUR Ingi- björg Ingadóttir hefur sagt sig úr bankaráði Seðla- bankans. Hún biður þjóðina af- sökunar á því að hafa ekki axlað ábyrgð sína fyrr. Sigríður segir í yfirlýsingu að hún telji að alvar- leg mistök hafi verið gerð í hagstjórn Íslands og stjórn fjármálakerfisins. Seðlabankinn beri mikla ábyrgð á þeim mistökum. Hún telur mikil- vægt að sátt ríki um stjórn Seðla- bankans. Til að svo verði þurfi að skipta um bankastjórnina. Hún hvet- ur bankastjórana Davíð Oddsson, Eirík Guðnason og Ingimund Frið- riksson, til að axla sína ábyrgð á mis- tökunum og segja af sér nú þegar. Segir sig úr bankaráði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.