Morgunblaðið - 10.10.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 33
✝ Snorri Sigfússonfæddist á Ak-
ureyri 8. nóvember
1920. Hann lést að-
faranótt 26. sept-
ember síðastliðins.
Foreldrar hans voru
Ólöf Guðmunds-
dóttir, f. 19.10. 1894,
d. 17.1. 1981, og Sig-
fús Baldvinsson, f.
24.9. 1893, d. 3.6.
1969. Systur Snorra
voru Guðlaug, f. 3.1.
1923, d. 18.7. 1991,
maki Indriði Sig-
mundsson, og Guðrún, f. 21.8. 1924,
maki Jóhannes Magnússon, f. 20.5.
1925, d. 27.8. 2007.
Snorri kvæntist árið 1941 fyrri
konu sinni Sigrúnu Bárðardóttur,
f. 28.10. 1920, d. 12.5. 2002, þau
skildu. Börn Sigrúnar og Snorra
eru. 1) Ásgerður, f. 22.3. 1942,
maki Ingvi Svavar Þórðarson, f.
12.4. 1941. Börn þeirra eru Sigfús
Baldvin, maki Laufey Gísladóttir,
þau eiga tvær dætur. Þórey Björk,
f. 27.10. 1966, d. 15.5. 1999. Ásdís
Ólöf, f. 10.12. 1968, d. 13.12. 1994.
Fanney Sigrún, maki Halldór Jó-
hannsson, þau eiga þrjú börn og
Halldór á tvö börn frá fyrri sam-
búð. 2) Ólöf, f. 15.10. 1943, d. 4.3.
2001, maki Halldór Gunnarsson, f.
26.6. 1943. Börn þeirra Snorri Már,
hann á eina dóttur, Gunnar, hann á
einn son, Sigrún Katrín, maki Þór
Fanndal, þau eiga fjórar dætur, Ár-
mann Freyr, f. 27.8. 1972, d. 27.12.
1972, Ólafur Bragi, maki Anna
Halldórsdóttir, hann á þrjá syni, og
Aðalgeir, hann á tvö börn. 3) Guð-
laug, f. 24.4. 1946, fyrrverandi
maki Daníel Dagsson, f. 16.4. 1945.
Seinni kona Snorra
var Rósa Jóna Sum-
arliðadóttir, f. 25.9.
1917, d. 28.6. 1969.
Rósa átti tvö börn af
fyrra hjónabandi,
Hróðnýju Vilhelmínu
Valdimarsdóttur,
maki Hallur Jóhann-
esson, þau eiga fimm
börn, og Val Björn
Valdimarsson, maki
Úlfhildur Jónasdóttir,
þau eignuðust sjö
börn. Sonur Rósu og
Snorra er Brynjólfur,
f. 7.2. 1950, maki Jóhanna Svein-
fríður Júlíusdóttir, f. 24.9. 1950,
börn þeirra eru Pollý Rósa, maki
Vilhjálmur Kristjánsson, þau eiga
fjögur börn, Jóhannes Sumarliði,
Júlía Matthildur, maki Sigfús Stef-
ánsson, þau eiga þrjú börn, Brynj-
ólfur Snorri, maki Magnea Jens-
dóttir, þau eiga fjögur börn, Einar
Kristinn, maki Inga Björk Svav-
arsdóttir, þau eiga tvö börn, og
Bjarki Freyr.
Snorri fór snemma að salta síld,
saltaði meðal annars síld á Tang-
anum á Akureyri, á Siglufirði,
Húsavík og Eskifirði. Hann gerði
út skip og seldi fisk til Englands á
stríðsárunum. Seinna vann hann
við bókhald eða til 74 ára aldurs.
Snorri dvaldi síðustu árin á
Kjarnalundi á Akureyri og hafði
hann orð á því að þar liði honum
vel og að gott væri að dvelja þar.
Snorri dvaldi síðustu dagana á
Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Ak-
ureyri.
Snorri verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Mig langar að minnast hér í
nokkrum orðum Snorra Sigfússon-
ar. Nú um stundir þegar sumri hall-
ar og laufin falla af trjánum kallar
hinn hæsti höfuðsmiður Snorra til
sín að loknu dagsverki. Haustdagar
við Eyjafjörð búa þeim sem við
fjörðinn búa einstakan frið. Þannig
var einnig um brottför Snorra af
þessari jörð.
Snorri bjó yfir miklum sálarfriði.
Mér er minnistætt síðasta skiptið
sem ég kom á hans fund skömmu
fyrir andlát hans. Rödd hans var
brostin og hinn válegi sjúkdómur
hafði tekið sinn toll. Það leyndi sér
þó ekki að hinn innri styrkur Snorra
var óhaggaður, hann var fullkom-
lega sáttur við örlög sín. Hugurinn
kyrr og friður geislaði frá honum.
Þegar ég kvaddi hann þá var hand-
takið þétt og lagði hann vinstri
höndina yfir þá hægri og gerði á
þann hátt handtakið innilegra. Ég
var þess fullviss að Snorri væri að
kveðja mig í síðasta sinn sem og var.
Það leitaði á hug minn á hvern hátt
Njáll hefur tekið örlögum sínum á
Bergþórshvoli í þeim hildarleik sem
þar átti sér stað. Að minnsta kosti
varð mér hugsað til Njáls á þessu
augnabliki; yfirvegun og styrkur
manns gegn örlögum sem bíða og
ekki verða umflúin. Snorri bar í
hjarta sér heita trú á Jesú Krist en
var ekki fjölorður um sín hugðar-
efni, þaðan af síður um trú sína.
Kristur kemur ekki í mætti eða með
hávaða eða yfirgangi til mannsins.
Hann kom sem lítið barn fætt af
konu fjarri heimili sínu, hann kemur
í veikleika og hógværð til mannsins.
Þannig var og um trúarvissu
Snorra, hógværð og lítillæti með
hlýju fasi.
Þetta ljóð M.J. á vel við um per-
sónuleika Snorra og daglega hætti.
Ó, faðir, gjör mig styrkan staf
að styðja hvern sem þarf,
uns allt það pund, sem Guð mér gaf,
ég gef sem bróðurarf.
Ó, faðir, gjör mig sigursálm,
eitt signað trúarlag,
sem afli blæs í brotinn hálm
og breytir nótt í dag.
Snorri fór snemma að salta síld,
saltaði meðal annars síld á Tang-
anum á Akureyri á Siglufirði, Húsa-
vík og Eskifirði. Hann gerði út skip
og seldi fisk til Englands á stríðs-
árunum. Seinna vann hann við bók-
hald eða til 74 ára aldurs. Snorri
dvaldi síðustu árin að Kjarnalundi á
Akureyri en síðustu dagana á
Hjúkrunarheimilinu Hlíð. Mér er
það minnisstætt er ég á haustdög-
um kom að sjúkrabeði Snorra, ný-
kominn austan af fjörðum af síld-
veiðum. Hýrnaði yfir Snorra við að
heyra að þarna væri síldveiðimaður
á ferðinni og kom blik í augu hans.
Snorri var á árum áður ásamt föður
sínum síldarverkandi á Siglufirði og
ráku þeir feðgar saman síldarplön
þar. Minntist hann oft á þann góða
tíma. Snorri var áhugamaður um
skip og útgerð. Þegar síðan síld-
arárin voru rifjuð upp með síldar-
ævintýrinu á Siglufirði þá mætti
Snorri þar og upplifði gamla tíma.
Það hefur verið engu líkt fyrir
Snorra að koma þarna og rifja upp
slagkraftinn, þann dug og þor sem
einkenndi þann liðna tíma. Snorri
kom á þessa hátíð margoft og átti
þar góðar stundir.
Snorri var dulur á tilfinningar
sínar og ekki margorður. Snorri
hnýtti krossa, trúartákn sem hann
gaf af kærleika og hlýju og fóru þeir
víða. Kross sem Snorri hnýtti hafði
ég yfir koju minni til sjós og var
mikill sómi að.
Vilhjálmur G. Kristjánsson
og fjölskylda.
Okkur langar að senda afa okkar
Snorra Sigfússyni kveðju.
Hann er reyndar langafi okkar.
Hann afi hafði mikinn áhuga á hin-
um ýmsu málum og voru íþróttir
þar á meðal. Afi var mikill áhuga-
maður um skákíþróttina og tefldi
hann m.a með Taflfélagi Akureyrar
og vann hann til verðlauna sem slík-
ur. Afi var líka mikill áhugamaður
um knattspyrnu og spilaði hann fót-
bolta með íþróttafélaginu Þór. Sem
síðan átti vísan stuðning hans. Eins
var hann áhugamaður um ensku
knattspyrnuna og var West-Ham
hans lið. Afi hafði feikilega gaman af
að spila og var hann mikill bridge-
spilari og sótti spilakvöld meðan
heilsan leyfði. Eins hafði hann gam-
an af að spila keilu. Afi var líka mik-
ill áhugamaður um kvikmyndir og
starfaði lengi við Nýja bíó á Ak-
ureyri. Hann fylgdist vel með því
sem var að gerast í þjóðfélaginu og
hafði gaman af að ræða um hin
ýmsu mál.
Við kveðjum þig, afi, með hlýju og
kærleik, far þú í friði. Kveðja,
barnabarnabörnin.
Elsku afi. Þó að samverustundir
okkar hafi ekki verið margar um
mína ævi þá voru þær góðar. Mín
fyrsta minning um þig var þegar við
fjölskyldan ferðuðumst sjö saman
vestan að og alla leið norður í land.
Þú bjóst þá á Gránufélagsgötunni
og bauðst okkur upp á niðursoðnar
apríkósur með ís en mér eru sér-
staklega minnisstæðir konfektmol-
arnir sem þú sóttir inn í skáp. Þeir
voru farnir að „héla“ svolítið eins og
við systkinin fífluðumst með en að-
eins var farið að slá í þá. Þú varst
nefnilega meira fyrir neftóbakið en
molana. Ferðirnar norður í land
voru ekkert margar þegar ég var að
alast upp en seinna lá leið mín í
Skagafjörðinn þar sem ég kynntist
líka neftóbakinu. Einn góðan vetr-
ardag bankaði ég upp á hjá þér á
Gránufélagsgötunni og þar hafði
tíminn staðið kyrr, ekkert hafði
breyst í minningunni. „Héluðu“ kon-
fektmolarnir voru á sínum stað og
þá var glott út í annað á milli þess
sem við tókum saman í nefið. Eftir
þessa heimsókn hitti ég þig af og til
eða heyrði í þér símleiðis en það var
alveg sama hvað árin liðu, alltaf var
jafn skemmtilegt að tala við þig. Þú
virtist aldrei ætla að verða gamall.
Ég sakna þess að leiðir okkar
lágu ekki oftar saman í gegnum tíð-
ina en ég á ævinlega eftir að minn-
ast þessara fáu og góðu stunda með
þér og gleðinni þinni yfir að fá allar
stelpurnar hennar Ólu í heimsókn.
Þessar stelpur vita að nú eruð þið
tvö sameinuð í kringum okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kveðja
Sigrún Katrín og fjölskylda.
Snorri Sigfússon
Þegar hann vaknar
sest hann upp við dogg
og horfir út um
gluggann. Mildir haustlitirnir renna
saman í ávölu túninu og mynda um-
gjörð um kirkjuna. Hann hafði komið
seint um kvöldið áður með stúlkunni
hans Grétars, stóra bróður. Um hana
hafði verið pískrað í hornum og hann
var að kynnast henni. Bróðir hans var
í námi úti í Ameríku og hún hafði boð-
ið honum að koma með sér í heimsókn
til foreldra sinna á eitthvert Hvals-
nes. Rúmið var dregið fram, nokkrir
appelsínukassar settir fyrir ofan það
og svo samanbrotin teppi ofan á.
Hann hafði sofnað í rúminu fyrir ofan
þessa stúlku sem honum þótt allt í
einu svo óendanlega vænt um. Hún
var orðin órjúfanlega ein af litlu fjöl-
skyldunni hans og áður en varði var
hún flutt inn á þau og bjó með bróður
hans í kjallaraherbergi.
Guðlaug Gísladóttir
✝ Guðlaug Gísla-dóttir fæddist í
Reykjavík 22. nóv-
ember 1935. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð að kvöldi
23. september síð-
astliðins.
Útför Guðlaugar
fór fram frá Hvals-
neskirkju 4. okt. sl.
Þegar hann kom nið-
ur voru þar fyrir Gísli
faðir hennar, boginn
og svo undarlega hvít-
ur, alltaf eitthvað að
bauka. Þarna var Guð-
rún mamma hennar,
hlý, góð og nærgætin
við þennan 8 ára snáða
sem var í fyrsta skipti
á ævinni aleinn kominn
til einhvers fólks sem
hann þekkti ekki neitt
áður. Og hann frændi.
Það var nú kapítuli út
af fyrir sig. Puttarnir á
honum voru hver um sig á við stóru-
tær á öðrum karlmönnum, samt spil-
aði hann á harmóníum í kirkjunni. Yf-
ir honum hvíldi einhver stóísk ró sem
snart drenginn mjög.
Allmargar ferðirnar átti ég eftir að
fara með þeim Grétari og Gullu á
heimaslóðir hennar á næstu árum og í
minningunni. 54 árum seinna finnst
mér að þarna hafi tíminn liðið með
allt öðrum hraða en annars staðar.
Ári seinna var komið lítið barn.
Fyrir mig, „örverpið“, var þetta eins
og eignast systur. Á fyrsta ári litlu
frænku minnar bjó ég hjá þeim Grét-
ari og Gullu í heilt sumar. Ég fékk að
skipta á þessari litlu frænku minni
sem mér fannst alltaf vera svo þæg
og góð. Svo allt í einu var komin önn-
ur lítil stelpa. Þá voru þau flutt og
mér fannst hún alltaf vera grenjandi.
Þessi litla fjölskylda var órjúfanlegur
þáttur í öllu okkar lífi og seinna meir
bættust tvær aðrar dætur í hópinn.
Það var grínast með það að hann stóri
bróðir minn kynni ekki nema eina að-
ferð við að búa til börn.
Í minningunni þá hugsa ég til þess
hversu náið samband var milli
mömmu minnar og Gullu. Hún var
meistari veislugjörðanna og þegar ég
fermdist sá hún alein um veitingar
fyrir 100 manna veislu. Eftir að
mamma dó tóku þau Grétar og Gulla
við forystuhlutverkinu í fjölskyldunni
og fjölskylduboðin fóru fram á þeirra
heimili.
Fyrir þá sem eftir sitja er það sárt
að sjá eftir ættingja sem leggur
ótímabært af stað í það ferðalag sem
við eigum öll eftir að fara í og hún
fjarlægðist okkur hægt og rólega. Þá
sýndi sig best það trygglyndi og sú
ást sem bróðir minn bar til konu sinn-
ar. Eftir að hún fór í Sunnuhlíð fór
hann nær undantekningarlaust á
kvöldin og var hjá henni þar til hún
sofnaði. Við þessar aðstæður hafa líka
dæturnar og þeirra fjölskyldur sýnt
hversu sterk þau öll eru. Ég held að
varla sé hægt að finna eins mikla
samheldni og umhyggju og þau öll
sýndu henni Gullu og með því end-
urguldu þau það sem hún gaf alltaf
öllum öðrum.
Að leiðarlokum kveð ég með þakk-
læti. Far þú í friði. Bróður mínum,
dætrunum og fjölskyldum þeirra
votta ég mína dýpstu samúð.
Smári Ólason.
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
1 9 4 1 6 0 7 6 2 5 0 7 5 3 4 2 0 7 4 3 7 0 0 5 5 7 5 3 6 2 5 1 2 7 2 9 5 6
9 6 5 1 6 2 0 8 2 5 3 0 6 3 4 5 7 0 4 4 2 0 3 5 6 0 1 3 6 3 3 9 6 7 3 0 0 1
1 0 2 8 1 6 6 2 0 2 5 6 1 3 3 4 6 0 5 4 4 8 0 5 5 7 0 2 6 6 3 4 6 4 7 3 4 5 5
1 3 1 3 1 8 0 0 7 2 6 0 4 9 3 5 5 1 7 4 5 6 0 0 5 7 1 7 2 6 3 7 2 9 7 3 7 8 8
1 4 0 0 1 8 6 2 9 2 6 1 2 6 3 6 9 3 5 4 5 6 7 8 5 7 3 7 5 6 4 1 3 9 7 4 0 6 2
1 5 4 7 1 8 8 4 8 2 6 1 5 2 3 7 2 4 8 4 6 4 4 6 5 7 8 5 4 6 4 1 8 1 7 4 1 7 8
1 9 0 0 1 8 9 5 6 2 6 2 5 2 3 7 4 2 6 4 6 5 7 3 5 8 1 3 3 6 4 2 5 9 7 4 2 7 3
2 0 2 9 1 9 4 1 0 2 6 3 1 9 3 7 7 8 7 4 6 8 6 6 5 8 3 8 5 6 5 2 0 3 7 4 6 2 8
2 2 5 9 1 9 7 3 6 2 6 7 6 8 3 7 8 3 8 4 7 0 6 5 5 8 6 3 6 6 5 3 8 8 7 4 8 0 0
2 3 6 1 2 0 0 9 9 2 6 9 3 5 3 8 2 1 4 4 7 5 1 8 5 9 0 1 3 6 5 4 4 4 7 5 0 9 7
4 8 9 9 2 0 2 0 9 2 6 9 4 6 3 8 6 6 5 4 7 6 5 8 5 9 0 9 0 6 5 6 4 0 7 5 2 3 7
5 5 0 4 2 0 5 4 6 2 7 5 9 5 3 9 7 1 8 4 7 6 8 5 5 9 2 1 5 6 5 7 9 5 7 5 5 2 3
5 6 7 5 2 0 6 6 5 2 7 8 9 8 3 9 7 2 6 4 8 2 7 8 5 9 4 4 1 6 5 8 6 0 7 5 6 9 7
7 6 1 4 2 0 8 0 2 2 8 1 4 3 3 9 7 8 3 4 8 7 9 5 5 9 5 2 8 6 6 4 1 2 7 5 8 4 8
7 8 0 2 2 0 8 2 5 2 8 1 7 6 4 0 0 3 5 4 9 3 9 1 5 9 6 2 2 6 6 6 7 8 7 6 0 7 1
8 7 3 9 2 0 9 1 5 2 8 4 1 5 4 0 2 1 9 4 9 6 7 9 5 9 8 3 6 6 6 9 0 4 7 6 1 0 1
9 0 6 5 2 1 0 1 8 2 8 9 7 5 4 0 3 9 5 5 0 5 0 9 5 9 8 4 8 6 7 2 7 8 7 6 5 2 1
9 2 8 4 2 1 2 6 6 2 9 2 0 1 4 0 5 5 7 5 0 9 7 7 5 9 9 3 8 6 7 6 8 5 7 6 9 2 5
9 8 3 6 2 1 3 5 7 2 9 2 5 7 4 0 9 0 9 5 1 1 4 9 5 9 9 8 1 6 7 7 4 1 7 7 2 0 5
1 0 3 7 2 2 1 4 7 2 2 9 3 4 7 4 1 0 9 8 5 1 2 1 4 6 0 0 4 1 6 8 8 0 6 7 7 4 5 8
1 0 4 7 7 2 2 0 1 5 2 9 5 1 3 4 1 2 5 3 5 1 7 6 9 6 0 0 8 0 6 9 0 2 8 7 7 6 1 8
1 0 6 8 0 2 2 2 0 7 2 9 6 3 1 4 1 3 4 5 5 1 8 2 5 6 0 5 1 8 6 9 7 5 7 7 7 8 1 6
1 1 6 6 8 2 2 2 9 0 3 0 6 2 0 4 1 3 9 0 5 2 1 6 7 6 0 5 2 6 6 9 8 8 2 7 7 8 9 3
1 2 3 7 7 2 2 7 7 1 3 0 6 2 3 4 1 7 6 9 5 2 2 3 6 6 0 7 5 2 6 9 9 7 8 7 8 2 8 7
1 2 9 4 4 2 3 1 6 2 3 1 3 8 0 4 1 9 3 7 5 2 4 1 0 6 0 7 6 8 7 0 6 5 8 7 9 8 2 2
1 3 4 0 9 2 3 5 4 2 3 1 8 9 7 4 2 2 2 6 5 2 8 3 5 6 0 8 4 5 7 0 7 1 9 7 9 9 8 5
1 4 4 8 3 2 4 0 8 7 3 2 2 2 4 4 2 4 2 7 5 3 6 8 3 6 1 4 3 0 7 0 8 4 2
1 4 7 5 0 2 4 2 5 4 3 2 2 3 5 4 2 6 9 4 5 4 3 0 7 6 1 4 9 3 7 1 7 0 5
1 5 2 5 6 2 4 7 2 7 3 2 7 7 7 4 2 6 9 7 5 5 0 8 7 6 1 5 1 5 7 2 1 8 5
1 5 6 3 0 2 4 7 7 3 3 2 9 0 7 4 3 0 2 6 5 5 3 3 6 6 1 7 9 9 7 2 3 9 3
1 5 7 5 5 2 4 9 2 5 3 2 9 4 9 4 3 1 3 6 5 5 5 5 1 6 1 8 5 8 7 2 8 6 3
1 5 8 4 9 2 4 9 2 6 3 3 4 8 5 4 3 6 6 2 5 5 7 4 8 6 2 3 2 4 7 2 8 9 7
Næstu útdrættir fara fram 16. október, 23. október & 30. október 2008
Heimasíða á Interneti: www.das.is
V i n n i n g a s k r á
23. útdráttur 9. október 2008
Mercedes Benz
+ 5.600.000 kr. (tvöfaldur)
3 0 7 0 5
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
3 1 3 2 2 3 3 9 0 3 5 6 2 9 7 7 8 7 6 6
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
7210 14998 33268 48808 63763 69260
12091 26772 47640 52916 64662 69279
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
1 8 5 5 1 1 6 6 2 2 2 9 8 7 2 8 6 1 6 4 2 7 3 2 5 4 2 3 5 6 3 6 1 8 7 2 0 0 2
3 6 3 3 1 2 0 8 5 2 3 1 9 0 2 9 3 7 2 4 3 0 4 5 5 5 0 1 6 6 5 0 5 3 7 2 7 5 2
4 0 8 7 1 3 8 9 5 2 3 3 0 5 3 2 4 5 7 4 3 8 2 3 5 6 4 1 8 6 5 4 0 0 7 4 1 1 9
4 2 9 7 1 4 7 7 3 2 3 3 4 0 3 3 8 6 7 4 4 7 8 6 5 6 7 8 8 6 6 1 4 2 7 5 5 0 1
4 4 4 7 1 6 4 1 3 2 4 2 7 0 3 4 0 0 7 4 4 9 8 4 5 8 2 2 1 6 6 3 6 0 7 5 8 0 0
5 4 2 9 1 7 6 9 2 2 4 3 4 8 3 5 9 3 8 4 5 7 8 3 5 8 9 8 5 6 7 5 7 4 7 7 2 4 2
8 1 5 6 1 7 7 4 9 2 5 6 0 3 3 6 8 5 6 4 6 0 1 8 5 9 1 5 6 6 7 9 4 8 7 7 3 3 9
8 3 5 3 1 7 7 6 2 2 5 8 9 7 3 6 9 4 2 4 7 7 0 5 6 0 0 4 4 6 8 4 6 8 7 7 7 7 0
8 8 9 0 1 7 8 1 6 2 7 1 7 3 3 7 7 2 2 5 0 3 1 7 6 0 5 6 6 6 9 4 0 8 7 9 7 0 8
9 3 9 9 1 9 3 6 5 2 7 5 2 1 3 9 0 4 6 5 1 8 8 4 6 1 4 4 5 6 9 6 6 4
1 0 0 8 5 2 0 4 3 2 2 8 0 4 4 4 0 1 1 5 5 2 0 0 6 6 1 9 9 7 7 0 8 6 0
1 0 0 9 2 2 0 4 5 1 2 8 4 1 9 4 0 6 4 6 5 2 9 5 1 6 2 4 9 2 7 1 2 8 2
1 0 6 2 8 2 1 4 2 1 2 8 4 8 8 4 2 6 3 1 5 3 9 0 4 6 2 5 9 7 7 1 5 7 0