Morgunblaðið - 10.10.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 39
MENNING
Hann er höfundur upplifana,sögur hans fjalla oft ummanninn einan með nátt-
úrunni. Og hann er heimsrithöf-
undur, það er mjög sterkur al-
þjóðablær yfir verkum hans. Hann
er ekki týpískur Parísarrithöf-
undur. Hann tekur siðferðislega af-
stöðu með hinum fátæku og undir-
okuðu,“ segir Torfi H. Tulinius
prófessor í frönsku um franska rit-
höfundinn Jean-Marie Gustave Le
Clézio sem hlaut bókmenntaverð-
laun Nóbels í gær.
Í umsögn sænsku akademíunnar
segir að Le Clézio sé „höfundur
nýjunga, ljóðrænna ævintýra og
skynræns algleymis, rannsakandi
mannkyns handan og neðan við
ríkjandi siðmenningu“.
Verðlaunin nema tíu milljónum
sænskra króna. Le Clézio sagðist í
samtali við sænska ríkisútvarpið í
gær vera hrærður yfir viðurkenn-
ingunni og að sér hefði verið sýnd-
ur mikill heiður.
Le Clézio er af bretónskum ætt-
um, fæddur 1940. Hann hefur bæði
franskt og breskt ríkisfang en lítur
á Máritíus, þar sem foreldrar hans
eiga rætur, sem upprunaland sitt.
Le Clézio er af Frökkum talinn
einn af fremstu rithöfundum þjóð-
arinnar og hann höfðar augljóslega
einnig til sænsku akademíunnar.
Það þarf svo sem ekki að koma á
óvart, akademían hefur löngum
verið hrifin af alþjóðlega og sið-
ferðilega þenkjandi höfundum.
Le Clézio hefur skrifað skáldsög-
ur, ritgerðir og bækur fyrir börn.
Hann er afkastamikill, nýtur mik-
illar virðingar í heimalandinu en er
ekki áberandi í spjallþáttum fjöl-
miðla eins og títt er um þarlenda
höfunda.
„Hann vekur meðal annars at-
hygli og hrifningu í Frakklandi fyr-
ir að hafa ferðast mikið um heim-
inn,“ segir Torfi, „hann er að vissu
leyti utangarðsmaður þrátt fyrir að
njóta mikillar virðingar.“
Eiginkona Le Clézio er marokk-
ósk og eiga þau heimili í Nýju-
Mexíkó, Nice og á Máritíus.
Le Clézio sló í gegn með sinnifyrstu bók, Proces-Verbal
(Skýrslan) árið 1973 en þá var hann
23 ára. Hann hafði verið sískrifandi
frá því hann var sjö ára og líkist
Halldóri Laxness að því leyti, segir
Torfi, að hann lifir í gegnum skrift-
ir. Proces-Verbal var tilrauna-
kennd bók sem vakti mikla athygli.
„Hann tilheyrir kynslóðinni sem
kemur í kjölfar nýsöguhöfundanna,
eins og Robbe-Grillet,“ segir Torfi.
Í umsögn akademíunnar sænsku
segir að sem ungur rithöfundur
hafi hann verið „særingamaður
sem reyndi að lyfta orðum upp yfir
hið hversdagslega mál og ljá þeim
aftur mátt til þess að lýsa veru-
leikanum“.
Hann hélt áfram að gera til-
raunir með form allt fram á níunda
áratuginn þegar hann skipti um
stefnu. Annars vegar tók hann til
við að þýða rit frá framandi menn-
ingarsvæðum svo sem Indlandi og
eftir indíána Suður-Ameríku. Hins
vegar skrifaði hann sögur sem ger-
ast gjarnan í þriðja heiminum og
eru félagslega meðvitaðar. Ein
þeirra gerist raunar á Íslandi og
heitir Fjall hins lifandi guðs.
„Af þessari sögu má ráða að Le
Clézio hefur komið til Íslands,“
segir Torfi. „Sagan fjallar um
dreng sem er að hjóla einhvers
staðar í námunda við Þingvelli.
Hann gengur á fjall og finnur þar
ungan dreng sem er hinn lifandi
guð.“
Le Clézio hefur skrifað meira enfjörutíu bækur en tólf þeirra
hafa verið þýddar á ensku. Í nýj-
ustu verkum sínum hefur hann lagt
meiri áherslu á að rannsaka veröld
æskunnar og sögu eigin fjölskyldu.
Að sögn akademíunnar eru helstu
umfjöllunarefni hans nú um stundir
minnið, útlegðin, enduruppgötvun
æskunnar og menningarleg átök.
Nýjasta skáldsaga Le Clézio kom
út fyrir tæpri viku, og fjallar um
hungur. Það er þroskasaga ungrar
konu á fyrri hluta 20. aldar.
Höfundur upplifana
AF LISTUM
Þröstur Helgason
» Le Clézio er af Frökkum talinn einn af fremsturithöfundum þjóðarinnar og hann höfðar aug-
ljóslega einnig til sænsku akademíunnar. Það þarf
svo sem ekki að koma á óvart, akademían hefur
löngum verið hrifin af alþjóðlega og siðferðilega
þenkjandi höfundum.
Le Clézio Í nýjustu verkum sínum hefur hann lagt meiri áherslu á að rann-
saka veröld æskunnar og sögu eigin fjölskyldu.
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Nú er rétti tíminn til að fjárfesta í myndlist
Karl Kvaran
Dieter Roth
Verkin eru til sýnis:
föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17,
sunnudag kl. 12–17 og mánudag 10–17
verður haldið mánudagskvöldið 13. október í
Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Uppboðið hefst kl. 18.
Á uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna.
Listmunauppboð
LÍFIÐ getur stundum virst fremur
beiskur kaleikur. Ég býst við að
heiti á nýrri bók eftir Bjarna Bern-
harð, Kaleikur, vísi til þess. Bókin
er ævisaga sögð í þriðju persónu,
þar sem neyslu- og sjúkdómssaga
aðalpersónunnar er rakin í knöpp-
um texta, lýsandi upplausn eigin
sjálfs í heimi óstöðvandi fíknar, of-
skynjana og geðveiki. Öll sagan
stefnir að einum punkti, örlagarík-
um viðburði í lífi höfundar, sem er í
raun endapunktur neyslusögu
hans.
Þetta er játningabók og áfalla-
saga sem túlkar tilvistarlega nauð.
Viðleitnin er öll í þá átt að afhjúpa,
sundurgreina og
skilja. Þess
vegna er eins og
tilvistarlegur dofi
sé yfir lýsingum
sögunnar. Valið á
3.p. sjónarhorni
leiðir til þess að
annað sjálf skoð-
ar lífið en upp-
lifði atburðina.
Mér finnst þetta í senn styrkur
verksins og veikleiki. Styrkleiki af
því að það er greinandi og frásögn-
in hröð en veikleiki af því að upp-
gjörið er fyrst og fremst hlutlægt
og hlaðið almennum sannindum í
stað þess að vera sérstakt og kafa
ofan í tilfinningar. Mér finnst raun-
ar höfundur hafa tekið betur á
þessu efni í ljóðum sínum.
Beiskur kaleikur
Skafti Þ. Halldórsson
BÆKUR
Ævisaga
Bjarni Bernharð, Ego-útgáfan 2008, 105
bls.
Kaleikur
Bjarni Bernharður
SAGA ástarinnar er önnur skáld-
saga bandaríska spútnikrithöfund-
arins Nicole Krauss (f. 1974). Bók-
in, sem sagan snýst um, heitir því
kléna nafni Saga ástarinnar og
þegar hún skýtur upp kolli í lífi
persónanna veldur hún svo sann-
arlega straumhvörfum. Persón-
urnar eru allar frekar sérlundaðar,
þær tengjast óvænt og óafvitandi á
marga vegu og koma sér í að-
stæður sem eru oft ansi neyð-
arlegar. Lásasmiðurinn Leo
Gursky er pólskur gyðingur sem
flúði til Bandaríkjanna í heims-
styrjöldinni síðari. Hann missti af
ástinni sinni þegar hann var ungur
og kvæntist þess vegna aldrei,
hann er orðinn gamall, hjartveikur
og einmana og óttast að falla í
gleymsku. Hann segist ekki vilja
„deyja á degi sem hefur liðið án
þess að nokkur hafi tekið eftir
mér“ (10). Gróteskar lýsingar á
hrörnun hans, elli og vandræða-
gangi eru grátbroslegar. Alma Sin-
ger er fjórtán ára unglingstötur
sem skrifar dagbók og fjallar þar
m.a. um látinn föður sinn og leit að
vonbiðli handa móður sinni sem
dregur hana inn í leit að nöfnu
sinni Ölmu sem er glataða ástin
hans Gurskys. Lýsingar á vand-
ræðagangi Ölmu og Misha vinar
hennar og sambandi hennar við
léttgeggjaðan litla bróður eru
frumlegar og skemmtilegar. Móðir
Ölmu syrgir mann sinn og þýðir
Sögu ástarinnar fyrir dularfullan
bókmennta-
áhugamann sem
hefur óvænta
tengingu við aðr-
ar persónur.
Lásasmiðurinn
Gursky er að
skrifa bók og
hafði áður gert
handrit að skáld-
sögu þegar hann
var ungur en hélt að það væri glat-
að. En handrit hverfa ekki. Vinur
hans frá Póllandi, furðufuglinn
Litvinoff, varðveitti það á við-
sjárverðum tímum, þýddi það úr
jiddísku yfir á spænsku og fékk
bókina útgefna undir eigin nafni í
þeirri trú að Gursky væri dauður.
Víða eru skemmtilegar pælingar
um hvað verður um bækur sem
skrifaðar eru, hver les þær og
hvaða áhrif þær hafa. Sums staðar
birtast hástemmdir kaflar úr Sögu
ástarinnar sem fjalla t.d. um ástir
engla og fyrirbæri eins og orð og
tilfinningar áður en siðferði, vani
og hefðir sliguðu þau og gerðu þau
innantóm.
Bókin snýst um sorg, missi og
einsemd auk ástarinnar og pælinga
um skáldskap, tilgang og hlutverk
bókmennta. Sagan er í mörgum
lögum, persónurnar eru sjálfar
textasmiðir og tengjast hver ann-
arri í gegnum bækur. Allt er þetta
frekar póstmódernískt, stundum
aðeins yfirdrifið og tilgerðarlegt.
Þýðingin er ágæt en á stundum
skín enskan fullmikið í gegn auk
nokkurra mál- og stafsetning-
arvillna sem góður yfirlesari hefði
útrýmt. En það að bók geti hreyft
við fólki og jafnvel breytt lífi þess
er gleðiboðskapur.
Að breyta lífi fólks
BÆKUR
Skáldsaga
Eftir Nicole Krauss. Þýðandi: Kristrún
Heiða Hauksdóttir
Titill á frummáli: The History of Love
Saga ástarinnar
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Nicole Krauss