Morgunblaðið - 19.10.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 19.10.2008, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Mánudagur 20. október kl. 11.45 Tækifæri fyrir jafnrétti á umbreytingatímum! Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi hjá ÓB-ráðgjöf, Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og framhaldsskólakennari í F.Su., og Helgi Árnason, skólastjóri í Rimaskóla, ræða á opnum fundi í Valhöll tækifæri fyrir jafnrétti á tímum efnahagslægðar. Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundinum og er Drífa Hjartardóttir, formaður Landsambands sjálfstæðiskvenna, fundarstjóri. Nánari upplýsingar um fundina og flokkstarfið má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515-1700. Tölum saman Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is YNGRI konur reykja hlutfallslega meira en karlar og virðast konur síður hætta að reykja. Þetta eru frumnið- urstöður rannsóknar Sigríðar Báru Fjalldal, deildarlæknis í námi í almennum lyflækningum á Landspítalanum, sem kynntar voru á heim- ilislæknaþingi á Grand hóteli Reykjavík í gær. Þeir sem eldri eru vilja síður hætta að reykja Rannsóknin leiddi einnig í ljós að fólk eldra en 59 ára virðist síður hafa áhuga á að hætta að reykja. Þá skammast það sín síður fyrir reyk- ingar sínar en af þeim sem skamm- ast sín eru konur í meirihluta. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að karlar séu líklegri til að vera stórreyk- ingamenn en konur og að reykingamenn séu líklegri til að hafa að baki styttri skólagöngu en hinir reyklausu. Í erindi Sigríðar Báru var því velt upp hvort hugsanlega þyrfti kynbundna nálgun í forvörnum og reykleysismeðferð vegna ólíkra reykingavenja og hug- arfars karla og kvenna. Hún segir að næst taki við að kanna hví eldra fólk hafi ekki áhuga á að hætta að reykja. Sama hlutfall karla og kvenna prófað Alls tóku 755 Íslendingar, 40 ára og eldri og búsettir á höfuðborgarsvæðinu, þátt í könnuninni en hún sýndi m.a. að sama hlutfall karla og kvenna, eða 61%, hafði reykt einhvern tíma um ævina. Notast var við staðlaða spurningalista um reykingar, einkenni frá öndunarfærum, lífsstíl, heilsufar og lífsgæði. Viðhorf til reykinga voru könnuð með sérstökum spurningum. Konur hætta síður FRÉTTASKÝRING Eftir Láru Ómarsdóttur lom@mbl.is LÖG um skil lóðarhafa á lóðum til sveitarfélaganna og endurgreiðslu gatnagerðargjalda munu setja strik í reikninginn hjá sveitarfélögum landsins nú þegar erfiðlega gengur fyrir byggingarfyrirtæki að fjár- magna framkvæmdir sínar. Sam- kvæmt lögunum þurfa sveit- arfélögin að endurgreiða lóðir að fullu ásamt verðbótum þegar þeim er skilað. Sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu eru verst sett vegna þessa og þurfa sum þeirra að draga úr framkvæmdum til að mæta þessum kostnaði en önnur koma til með að fá lán hjá Lána- sjóði sveitarfélaganna til að brúa bilið. Endurskoða þarf lögin Kópavogsbær er eitt þeirra sveit- arfélaga sem þurfa að fá lán hjá lánasjóðnum en kostnaður bæj- arfélagsins vegna innskila á lóðum er á bilinu fjórir til fimm milljarðar. Um 30-40 prósentum þeirra lóða sem bæjarfélagið úthlutaði á síð- asta ári hefur verið skilað inn en á þeim hefði mátt reisa 7-800 íbúðir. „Það þarf að endurskoða lögin,“ segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. Gunnar segir lögin barn síns tíma. „Í það minnsta þarf að setja stífari reglur um uppbygg- ingarhraða nú eða þá að lóðarhafar verða að taka eitthvað á sig, enda kannski ósanngjarnt að sveit- arfélögin beri allan kostnaðinn.“ Lóðarhafar hafa þrjú ár til að hefja framkvæmdir og geta hvenær sem er á þeim tíma skilað lóðunum. „Sumum þessara lóða sem eru að koma inn núna var úthlutað árið 2005,“ segir Birgir. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tekur í sama streng og Gunnar: „Það þarf að skoða þessi lög, þá að- allega þessar miklu skyldur sveitar- félaganna og þá hvort það væri ekki eðlilegt að þau fengju að halda eftir einhverju umsýslugjaldi því þau hafa lagt mikinn kostnað í þetta.“ Lánasjóður sveitarfélaganna hef- ur heimild til að lána 15 milljarða í formi skuldabréfa það sem eftir lif- ir árs. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þurfa sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu að endurgreiða 10 milljarða vegna lóðaskila. Einhver sveitarfélög hyggjast þó draga úr fram- kvæmdum og önnur þurfa ekki á láni að halda. Dregið úr framkvæmdum Reykjavíkurborg mun eitthvað draga úr framkvæmdum til að mæta þeim kostnaði sem fellur á borgina vegna endurgreiðslu á lóð- um. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og framkvæmda- og eignaráðs borgarinnar, segir að verið sé að skoða hvernig borgin komi út úr þeim fjárhagsvanda sem nú steðjar að öllu samfélaginu. Það sé gert í fullri samvinnu við minni- hlutann í borginni. Langflestar lóðir í Mosfellsbæ eru í einkaeigu. Þar hefur aðeins einni íbúðarlóð verið skilað til bæj- arins og örfáum atvinnulóðum. Lögunum verður að breyta  Lög um endurgreiðslu gatnagerðar- gjalda koma illa við sveitarfélögin  Skyldur sveitarfélaganna of miklar Í HNOTSKURN »Lánasjóður íslenskrasveitarfélaga hefur heim- ild til að lána 15 milljarða króna til sveitarfélaganna það sem eftir lifir árs. »Bakreikningur sveitarfé-laganna á höfuðborgar- svæðinu vegna gatnagerðar- gjalda er um 10 milljarðar. »Samband íslenskra sveit-arfélaga vill að lögum um endurgreiðsluna verði breytt og að sveitarfélögin fái að halda eftir umsýslugjaldi. LEIT að lausum flugsætum frá Bretlandi til Ís- lands hefur auk- ist um 400% á vefsíðunni Sky- scanner síðasta mánuðinn, að því er fram kemur á ferðafréttavefsíð- unni Traveldailynews.com. Fréttir af falli krónunnar og efnahags- ástandi Íslands eru sagðar hafa leitt til þessa mikla áhuga, sömu- leiðis sé allt uppihald á Íslandi ódýrara fyrir ferðalanga. Mikill áhugi á flugi til Íslands FLJÚGANDI hálka var á Suður- landi í gærmorgun. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi höfnuðu þrír bílar utanvegar um morguninn. Einn bíll valt á veginum við Kot- strönd, annar fór út af á Bisk- upstungnabraut og sá þriðji í Þrengslunum. Þá fór bíll út af og valt í Mosfellsdalnum, sömuleiðis vegna hálku. Engin meiðsl urðu á fólki en bílarnir munu vera mikið skemmdir. jmv@mbl.is Fjórir bílar út af vegna hálku SJÖTÍU prósent kjósenda vilja að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent sem unnin var fyrir hóp áhugafólks um Evrópumál innan Framsóknarflokksins. Meirihluti innan allra flokka er því hlynntur. Aðeins 17,5% eru andvíg þessari leið. Tæp 50% hlynnt aðild að ESB Niðurstaða spurningarinnar um hvort viðkomandi væri hlynntur að- ild að ESB eða ekki var afgerandi önnur en þegar spurt var um þjóð- aratkvæðagreiðslu. Tæp 50% eru hlynnt aðild Íslands að ESB en 27% andvíg, að því er segir í frétt Fréttablaðsins í gær. Um 83% kjósenda Samfylkingar vilja að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu og 78% Vinstri grænna. Tæp 70% framsóknar- manna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu en rétt rúmlega helmingur þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, væri kosið í dag. Meirihlutinn vill viðræður við ESB Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FUNDUR Landsbankans í júlí í sumar þar sem kynnt var skýrsla bresku hagfræðinganna Willems H. Buit- ers og Anne Si- bert um íslenska bankakerfið var enginn venjuleg- ur morgunverðarfundur á vegum bankans, að sögn Gylfa Zoëga, pró- fessors við Háskóla Íslands, en hann var einn fundarmanna. Haft var eftir Sigmundi Sigurgeirssyni, ráðgjafa Árna M. Mathiesen fjármálaráð- herra, í Morgunblaðinu á fimmtu- dag, að hann hefði litið á fundarboðið sem sambærilegt við mörg önnur morgunverðarfundarboð bankans. Á fundinum var hópur manna, m.a. fulltrúar Seðlabankans og viðskipta- ráðuneytisins. Gylfi segir að niður- staða fundarins hafi verið sú að ógn- vænlegar blikur væru á lofti. „Það er miður að stjórnvöld hafi, að því er virðist, ekki hlustað á þessa og aðra sem vöruðu við því sem gerast kynni. Það var ekki tilviljun að okkar fjár- málakerfi fór sérstaklega illa út úr þeirri heimskreppu sem nú geisar,“ segir Gylfi. Berskjaldaðir fyrir áhlaupi Í fyrirlestri Buiters og Sibert í sumar hafi komið fram að þótt hér væri að flestu leyti fyrirmyndarþjóð- félag þá væri stærð bankakerfisins mikið vandamál vegna þess að ís- lensku bankarnir væru „berskjald- aðir fyrir bankaáhlaupi, þ.e.a.s. því að lokað væri fyrir lánalínur frá er- lendum viðskiptabönkum“, segir Gylfi. Ísland hefði þá kosti að ganga í Evrópusambandið svo bankarnir gætu starfað í skjóli Evrópska seðla- bankans, eða flytja úr landi. Fram hafi komið að til skamms tíma þyrfti ríkið hins vegar að leita leiða til þess að afla gjaldeyris til að verja bankana ef lánalínur lokuðust. „Þau nefndu í því sambandi að ríkið gæti veðsett orkulindir landsins og þjóðnýtt bankana; að það gæti notað eignir lífeyrissjóðanna og þjóðnýtt þá; að það gæti hugsanlega fengið gjaldeyrisskiptasamning við seðla- banka Bandaríkjanna; eða að það gæti leitað til Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins,“ segir Gylfi. Af máli Buiters og Sibert hafi mátt ráða að sú hætta væri yfirvof- andi að lokun lánalína myndi koma bönkunum í greiðsluþrot og að seðla- bankinn og ríkisstjórn væru ekki undirbúin til þess að bjarga þeim frá falli. „Sá tónn sem kom fram í fyr- irlestrinum endurspeglast í heiti ný- legrar ritgerðar Buiters í Financial Times, „Iceland’s bank defaults: lessons of a death foretold“, og skrif- um hans eftir heimsóknina þar sem hann spáir því að okkar bankar verði með þeim fyrstu sem falli í Evrópu,“ segir Gylfi. Hann bendir á að ekki sé „of seint að leita eftir áliti og samvinnu þeirra sem best til þekkja og leysa þau vandamál sem steðja að þjóðfélagi okkar í samvinnu við alþjóðastofn- anir og vinveitt ríki“. Útreið Íslands engin tilviljun Í HNOTSKURN »Buiter og Sibert eru sér-fræðingar í peningamála- hagfræði. »Buiter hefur m.a. setið ívaxtaákvörðunarnefnd Englandsbanka og Sibert í skuggavaxtaákvörðunarnefnd Íhaldsflokksins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gylfi Zoëga  Breskir sérfræðingar lögðu til að þjóðnýta mætti banka og lífeyrissjóði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.