Morgunblaðið - 19.10.2008, Side 8

Morgunblaðið - 19.10.2008, Side 8
8 FréttirCZXCZCZC MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Þ að er á brattann að sækja fyrir John McCain, forsetaframbjóðanda repú- blikana í kosningunum, sem haldnar verða í Bandaríkjunum 4. nóvember. En hann er þekktur fyrir að gefast ekki upp. Í fyrrasumar var búið að afskrifa hann, en honum tókst samt að tryggja sér tilnefningu flokks síns. Nú leggur hann í sína síðustu atlögu. Barak Obama, frambjóðandi demókrata, hefur haft minnst sjö prósentustiga forskot á McCain í tvær vikur. The New York Times segir Obama nú þegar kominn með nógu marga kjörmenn til að ná kjöri. Hann þarf 270 kjörmenn. Samkvæmt grein- ingu blaðsins er hann kominn með 277 kjörmenn og McCain 185. Blaðið kemst að þessu með því að telja saman þau ríki þar sem frambjóðendurnir eru annars vegar með trausta forustu eða kjós- endur hallast að þeim. Í Nevada, Colorado, Ohio, Norður-Karolínu og Flórída er of mjótt á munum til að hægt sé að spá. En það er hægt að vinna upp forskot. Það sýndi Ronald Reagan þegar hann sigraði Jimmy Carter 1980. Tíu dögum fyrir kosningarnar hafði Carter átta prósentustiga forskot. „Ef McCain sigrar mun hann hafa sett á svið stórkostlegasta og ólíklegasta pólitíska viðsnún- ing frá 1948 þegar Harry Truman sigraði,“ skrif- aði Karl Rove, fyrrverandi stjórnmálaráðunautur George W. Bush forseta, á fimmtudag. Það er því engin furða að Obama skuli hvetja stuðningsmenn sína til að líta ekki svo á að úrslitin séu ráðin. „Þeim ykkar sem eru í sigurvímu eða sjálfsörugg eða halda að þetta sé klárt nefni ég tvö orð: New Hampshire,“ sagði Obama á fjáröfl- unarfundi í New York og vísaði til þess þegar hann tapaði þar fyrir Hillary Clinton fyrir níu mánuðum og við tók kosningaslagurinn endalausi. Í slagtogi við hryðjuverkamenn Ætli McCain sér hins vegar að vinna upp for- skot Obamas þarf hann að endurskoða málflutn- ing sinn. Úr herbúðum hans hafa verið gerðar árásir á Obama. Í kappræðunum á miðvikudags- kvöld dró McCain fram kynni Obamas af Bill Ayers, sem á sínum tíma var dæmdur fyrir hryðjuverk, en er nú háskólaprófessor. Obama svaraði þessu með því að segja að hann hefði vissulega kynni af Ayers í gegnum nefnd- arsetu, en hann hefði verið átta ára þegar Ayers framdi ódæðisverk sín. Síðan mætti bæta því við að snerist málið um það hverja hann umgengist væru efnahagsráðgjafar sínir Paul Volcker, fyrr- verandi seðlabankastjóri, og Warren Buffett, sem hafði rækilega varað við fasteignabólunni í Bandaríkjunum og undimálslánunum. Sarah Palin, varaforsetaefni McCains, hefur verið sérstaklega iðin við að mjólka hryðjuverka- vinkilinn. Yfirlýsingar hennar um að Obama sé í slagtogi við hryðjuverkamenn („pallin’ with ter- rorists“) hafa vakið geðshræringu meðal stuðn- ingsmanna repúblikana og þess eru dæmi að hrópað hafi verið „drepið hann“ á kosningafund- um. McCain hefur nokkrum sinnum séð sig knúinn til að koma Obama til varnar og segja að hann sé „heiðvirður fjölskyldumaður“ sem hann eigi að- eins í pólitískri baráttu við. Fyrir slíkar varnir hefur McCain uppskorið baul hjá stuðnings- mönnum sínum. Ærleg viðbrögð McCains á kosningafundum bera því ef til vill vitni að innst inni eru árásirnar á Obama honum þvert um geð. Hann virðist hins vegar ekki ætla að láta deigan síga þótt sýnt sé að þessar aðferðir falli kjósendum ekki í geð. Þær eiga sinn þátt í því að kosningabarátta McCains virðist vera að fuðra upp, en fjármálakreppan er þó helsti skaðvaldurinn. Hvorugur þeirra nýtur reyndar mikils trausts kjósenda þegar kemur að því að leysa efnahagsvandann. Samkvæmt könn- un USA Today og Gallup telja 84% Bandaríkja- manna að ástandið í efnahagsmálum muni versna. 44% hafa trú á Obama í efnahagsmálum, 31% ber traust til McCains og Bush rekur lestina með 16%. Gerist ekkert óvænt fram að kosningum munu efnahagsmálin ráða úrslitum. Takist McCa- in ekki að sannfæra kjósendur um að hann geti glætt efnahagslífið dugar orðsporið um að aldrei megi afskrifa hann honum skammt. Reuters Síðasta atlaga McCains Kosningabarátta Johns McCains hefur fuðrað upp á báli neikvæðni í garð andstæðingsins, en efnahagsástandið er helsta hindrunin og hvílir eins og skuggi yfir framboði repúblikanans AP Eins og Britney Spears með höfuðverk Barack Obama ásamt „Jóa pípara“. John McCain gerði „Jóa pípara“ að lykilpersónu í kappræð- unum við Barack Obama á fimmtudag. Hann kvartaði undan því við Obama á kosningafundi í Ohio að stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki myndu skattarnir hans hækka samkvæmt tillögum fram- bjóðandans. „Jói pípari“ heitir í raun Samuel Jo- seph Worzelbacher og við núverandi kring- umstæður myndu skattar hans lækka. Reyndar hefur komið í ljós að hann skuldar skatta. Wor- zelbacher er ekki sáttur við hina óvæntu fjöl- miðlaathygli og segir að sér líði „eins og Britney Spears með höfuðverk“. Lokaspretturinn John McCain keppist nú við að saxa á forskot Baracks Obamas, annars vegar með áherslu á efnahags- mál, hins vegar með per- sónulegum árásum. SARAH Palin hefur markað spor í söguna. Hún er fyrsta konan í fram- boði til varaforseta fyrir repúblik- anaflokkinn, en sú staðreynd fellur nú í skuggann af ákveðnum vana, sem hún hefur komið sér upp. Kon- an blikkar. Hún blikkar við flest tækifæri, jafnt þegar hún heilsar stuðnings- mönnum sínum sem þegar hún etur kappi við varaforsetaefni demó- krata í sjónvarpskappræðum. Dagblaðið Los Angeles Times fjallaði um þennan sið Palin á dög- unum. Blaðið sagði að líkaði fólki við Palin tæki það blikkinu vel. Ef því væri illa við hana styrktist sú tilfinning. Og svo eru allir hinir, sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Blikkandi Palin ruglar fólk í ríminu Hin kon- unglega breska póst- þjónusta heiðraði í vik- unni minn- ingu sex kvenskör- unga með útgáfu jafnmargra frí- merkja. Barbara Castle (1910-2002), Claudia Jones (1915-1964), Eleanor Rathbone (1872-1946), Marie Sto- pes (1880-1958) og systurnar Eliza- beth Garrett Anderson (1836-1917) og Millicent Garrett Fawcett (1847- 1929) börðust allar fyrir bættum kjörum og réttindum kvenna og vitna frímerkin um það málefni sem hver og ein lét sig mestu varða og gat sér helst orð fyrir. Allar götur frá því fyrsta frí- merkið í heiminum kom út í Bret- landi árið 1840 hefur verið hefð fyr- ir því að mynd af ríkjandi þjóðhöfðinga prýði þau. Kvenskör- ungamerkin eru þar engin und- antekning, því agnarsmá vanga- mynd af Elísabetu drottningu er efst í hægra horninu. Frímerkilegar konur Brezki rithöfundurinn John le Carré fæddist 19. október 1931. Þegar bók hans um njósnarann sem kom inn úr kuldanum kom út var James Bond ímynd breskra njósnara; raffínerað kvennagull með ráð og tækni undir hverju rifi. Þekktasti njósnari le Carré, George Smiley, hefur hins vegar ekki útlit- ið með sér og hvorki fötin né fram- komuna. Meðan fátt vefst fyrir Bond er Smiley uppfullur af sið- ferðilegum vangaveltum. John le Carré er höfundarnafn David John Moore Cornwell sem hann tók sér þar sem hann var starfsmaður brezku leyniþjónust- unnar, þegar fyrstu bækurnar komu út, og gat þess vegna ekki skrifað undir eigin nafni. Hann hefur skrifað 21 skáldsögu. Á þessum degi … Í hverri kosningabaráttu eru marg- ar aukapersónur. Ein af þeim, sem hafa sett mark sitt á forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum, er Andy Martin. Sagan um að Barack Obama sé múslími hefur verið líf- seig þótt henni hafi margoft verið vísað á bug og ljóst sé að hann er kristinnar trúar. Hún er svo lífseig að samkvæmt könnun, sem gerð var í ágúst, telja jafnmargir að hann sé múslími og segja að hann sé mótmælendatrúar. Upphafið að þessum fullyrð- ingum má rekja til Martins, sem ár- ið 2004 sendi frá sér „frétta- tilkynningu“ með ýmsum ásökunum, en þó einkum að hann hefði reynt að leyna múslímskri fortíð sinni, jafnvel til að gera Ísr- aelum skráveifu. Martin segist vera óháður dálka- höfundur, en hann á sér langan fer- il og hefur verið sérlega iðinn við að fara dómstólaleiðina til að fá sitt fram og kallaði eitt sinn dóm- ara „spilltan, slímugan gyðing, sem er þekktur að lygum og þjófn- aði líkt og algengt er um fólk af hans kynþætti“. Eitt sinn reyndi hann meira að segja að hafa af- skipti af forræðisdeilu dómara, sem dæmdi gegn honum. Hann hefir lagt fram hundruð ef ekki þúsundir stefna og áfrýj- unardómstóll í Atlanta sagði 1993 að þær væru „grimmilegt og skil- virkt vopn gegn óvinum hans“ og hann hefði „lengi misnotað banda- rískt réttarkerfi“. Martin komst í sviðsljósið fyrir alvöru þegar hann kom fram í þætti, sem var unninn eins og heimildarmynd, á sjónvarpsstöð- inni Fox og hélt því fram án þess að því væri andmælt að Obama hefði hlotið þjálfun til að gera byltingu og spyrti hann við Fidel Castro og Hugo Chavez. Martin hefur á 30 árum margoft boðið sig fram, þar af tvisvar til forseta, en aldrei haft erindi sem erfiði. Hann hefur ekki eignast marga vini á þessari vegferð, en er þekktur fyrir krassandi málflutn- ing, þótt staðreyndirnar liggi iðu- lega á milli hluta. Hin lífseiga lygi um laumumúslímann Obama Uppsprettan Andy Martin neitar ekki að „rannsóknir“ sínar hafi haft áhrif á sögusagnir um Obama. VIKUSPEGILL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.