Morgunblaðið - 19.10.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 19.10.2008, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Fæddist 1. júní 1984. Hann gekk í Hlíða- skóla og Mennta- skólann við Hamrahlíð. Hann er nýtekinn við starfi fram- kvæmdastjóra FTT, Félags tón- skálda og texta- höfunda. Hann er söngvari, laga- smiður og gít- arleikari í hljóm- sveitinni Sprengjuhöllinni, sem vakti mikla athygli fyrir plötu sína, Tímarnir okkar. Ný plata frá sveitinni er væntanleg um mánaðamótin og hefur hún fengið nafnið Bestu kveðjur. ungur þegar hann var í kvöldfréttunum; ég man vel eftir honum á Aðalstöðinni en eiginlega ekkert í sjón- varpsfréttunum. Eitt sem maður vandist samt var að fólk úti á götu vissi hver pabbi væri, mér fannst það bara eðlilegt enda þekkti ég ekkert annað. Listmálari í hjáverkum Svo er hann líka list- málari, hann gerir svolítið mikið af því að mála. Hann byrjaði á því aftur fyrir nokkrum árum en þetta var eitthvað sem hann stundaði þegar hann var ungur. Þeg- ar ég flutti út, en ég var síð- astur í röðinni af okkur systkinum til þess, tók hann herbergið mitt og breytti því í lista- mannastúdíó! Þetta eru mest- allt landslags- myndir. Hann er eng- inn íþróttamað- ur, segist eitt- hvað vera að fylgjast með fótbolta en veit ekki neitt hvað er í gangi! Hann er ekki þessi úti- vistar- og líkamsræktartýpa. Reyndar er hann að þykjast vera eitthvað í golfi þessa dagana. Hljómsveitaræfingar heima í stofu Hann hefur mótað mig að ýmsu leyti. Til dæmis það að hann hafi verið tónlistarmaður og getað sagt sögur af því. Margir fjölskylduvinir eru tónlistarmenn sem hefur ábyggilega haft áhrif á það að ég ákvað að verða tónlistarmaður. Ríó tríó var stundum með hljómsveit- aræfingar heima í stofu og þá fékk maður tækifæri að sitja og fylgjast með, sjá Gunna Þórðar spila eitt- hvað rosalegt! Við erum mjög nánir og miklir félagar. Ég var að vinna hjá Orku- veitunni í tvö ár og er eiginlega bara nýhættur þar. Þá hittumst við á hverjum degi og ég fékk tækifæri til að kynnast honum í nýju um- hverfi. Hann er duglegur að hvetja mann áfram og tekur jákvætt í allt sem maður er að gera. Hann styð- ur virkilega vel við bakið á mér. ingarun@mbl.is skemmtilegur SNORRI HELGASON Morgunblaðið/Brynjar Gauti Alltaf til í að grínast mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.