Morgunblaðið - 19.10.2008, Side 23

Morgunblaðið - 19.10.2008, Side 23
Viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarf • Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi umsækjenda um Eyrarrósina 2009 • Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, 1.500.000 kr. og verðlaunagrip til eignar • Viðurkenningin verður afhent í ársbyrjun 2009 á Bessastöðum • Verkefnið sem hlýtur viðurkenninguna fær sérstaka kynningu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2009 • Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú HÉR MEÐ ER AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM UM EYRARRÓSINA 2009 Lýsing á verkefninu Lögð skal fram greinagóð lýsing á verkefninu; umfangi þess, sögu og markmiðum. Tíma- og verkáætlun Gerð skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu verkefnisins og áformum á árinu 2009. Skilyrði er að verkefninu hafi nú þegar verið hleypt af stokkunum. Upplýsingar um aðstandendur Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem að verkefninu standa og grein gerð fyrir þeirra þætti í því. Fjárhagsáætlun Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári. Uppgjör ársins 2007 fylgi umsókn. • Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar verður hún ekki tekin til greina • Umsækjendur geta verið m.a. stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð • Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2008 og verður öllum umsóknum svarað • Viðurkenningin verður veitt í ársbyrjun 2009 • Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar „Eyrarrósin“ UMSÓKNUM SKAL FYLGJA: Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík í síma 561 2444, johanna@artfest.is www.listahatid.is Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt er árlega einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni. Fyrstu Eyrarrósina, árið 2005, hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði; 2006 féll hún í skaut LungA, Listahátíðar ungs fólks á Austurlandi; Eyrarrósina 2007 hlaut Strandagaldur á Hólmavík og á þessu ári kom hún í hlut hinnar ísfirsku Rokkhátíðar alþýðunnar; Aldrei fór ég suður. AP AP Rykiel Parísar- dömur Alpahúfan er ekta Sonia. Listrænar mæðgur Nathalie og Sonia Rykiel þakka fyrir sig að afmælissýn- ingunni lokinni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Forsetakona Systurnar Kate og Laura Mul- leavy hjá Rodarte auglýstu Obama í afmælisgjöfinni. Eftir að Sonia og dóttir hennar Nathalie þökkuðu fyrir sig að sýningunni lokinni greip dóttirin hljóð- nemann og tilkynnti: „Afmælisveisla án óvænts uppátækis er ekkert afmæli. Þú ert búin að veita tískuheiminum innblástur í 40 ár, hérna færð þú svolítið til baka. Til hamingju með afmælið, mamma!“ Þá stigu fram fleiri en 30 fyrirsætur í fötum í anda Soniu Rykiel, hönnuðum af mörgum af þekktustu nöfnum tískuheimsins um þessar mundir. Óvænt afmælisgjöf Prjónakona Jean Paul Gaultier minnti á prjónarætur hinnar rauð- hærðu Soniu. Ofurkona Hönnun bandaríska geml- ingsins Jeremy Scott fyrir af- mæli Soniu Rykiel. Íslendingar ættu að þekkja til frönsku prjónadrottningarinnar en fatnaður frá tískuhúsi Soniu Rykiel hefur feng- ist hérlendis í Kronkron við Vitastíg. Fylgihlutirnir eru ekki síður glæsilegir en nokkurt úrval af þeim er að finna í Kisunni við Laugaveg. Meðfylgjandi eru nokkur dæmi um fylgihluti frá toppi til táar sem eru hentugir í vetur. Franskir fylgihlutir Stígvél Háglans og loð fer vel saman en þessi eru áreiðanlega hlý. Hlýtt sett Prjónahúfa og vettlingar í stíl fyrir veturinn. Veski Fyrir peninga, kort og fleira smálegt. Háglans í stíl Soniu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.