Morgunblaðið - 19.10.2008, Side 24

Morgunblaðið - 19.10.2008, Side 24
24 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Dellukarlar Bilun sem ekkert er til við nema einn bíll í viðbót; bræðurnir Jóhann og Ársæll Árnasynir. – Eruð þið að vestan? „Vestan? Nei. Af hverju?“ – Þú talar um púka. Ég hélt að sú barnagæla væri bundin við Vestfirði, einkum Ísafjörð.“ „Það veit ég ekkert um. En við er- um ekki að vestan. Við bara tölum svona.“ – Bíll sem búið er að gera fimm sinnum upp. Það er nú varla neitt eftir af upprunanum. „Biddu fyrir þér. Hann er alveg einsog hann var. En satt að segja eru það bara sætin, ein felga og svona metersbútur í afturbrettinu sem voru í honum upphaflega. Annað er endurnýjað. En hann er alltaf sami bíllinn!“ Bara þrír vírar frammí Jóhann lærði bifvélavirkjun. „Ég er bara lærður fúskari,“ segir Ár- sæll. „Hann lærði að redda sér sjálf- ur og varð góður í því,“ segir Jóhann. „Ég er beztur í þeim sem eru bara með þrjá víra frammí,“ segir Ársæll. „Ég geri ekkert með þessa nýju bíla, þeir eru alltof flóknir fyrir mig. Ef þeir bila er ekki um annað að ræða en hringja og láta draga þá á verk- stæði. Þeir koma ekkert inn í skúr hjá mér.“ Hudson 1947 kom til Ársæls sem brotajárn, en hann gerði bílinn upp og nú vekur hann jafnan eftirtekt fyrir glæsileika. „Ég gaf Árna Páli hann í vöggugjöf og hann svo sínum strák, Ársæli Aðalsteini. Hudsoninn er eini bíllinn sem hef- ur farið í allar þrjár hringferðir Einn bíl enn Annað líf Þessi ryðgaða tótt varð sjúkrabíll í Djöflaeyjunni. Margsmíðaður Hudson 1947 kom til Ársæls sem brotajárn og nú hefur hann gert bílinn upp þrisvar sinnum. Morgunblaðið/Golli Á hlaðinu í Hraunteigi í Elliðaárdal stendur bíll við bíl. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þeir eru engir ung- lingar lengur. „Ekki frekar en við,“ segja þeir bræður Ársæll og Jóhann Árnasynir og hlæja með. Morgunblaðið/Golli Ársæll Aðalsteinn Árnason er fimm ára stoltur eigandi Hud- son 1947, sem hann fékk í vöggugjöf frá föður sínum, Árna Páli Ársælssyni, sem fékk hann í vöggugjöf frá föður sínum, Ársæli Árnasyni. Afinn fékk bílinn gefins þar sem hann beið eftir brotajárnsskipi og hefur gert hann þrisvar sinnum upp. Fornbílaklúbbsins um landið; 1987, ’97 og 2007. Annars er ekkert gaman að vera á honum lengur. Vegirnir eru ekki nógu slæmir fyrir hann. Hann var svo undurljúfur á ónýtum vegi. Þegar ferðafélagarnir grétu úr sér augun yfir bílunum sínum geystist ég áfram með bros á vör.“ Í svartholið með afa Núverandi eigandi Hudsonsins er fimm ára. „Þær höfðu einhverjar áhyggjur af því á leikskólanum að drengurinn væri ekki í góðum fé- lagsskap hjá afa sínum,“ segir Ársæll og hlær við. „Hann var að segja frá því að hann hefði farið með afa í svartholið en það er hús á Árbæj- arsafni, sem Fornbílaklúbburinn hef- ur. Við köllum það Svartholið af því að það er svart á litinn. Svo fannst þeim taka stein- inn úr þegar drengurinn sagði að hann hefði verið í bíl með afa og hann keyrt út í sjó. En þá vorum við á láðs- og lagarbílnum hans Jóa svo drengurinn sagði satt, þótt enginn vildi trúa honum.“ Þeir eru auðvitað í Fornbílaklúbbn- um. „Já, já. Hann Ársæll Aðalsteinn kallar hann druslubílaklúbbinn og hann gengur undir því nafninu hér heima við. Fornbílaklúbburinn var stofnaður 19. maí 1977 og við erum auðvitað þar um borð.“ „Ég gengst svo sem ekkert upp í því að eiga fornbíl,“ segir Ársæll. „Þetta eru bara bílar fyrir mér. Sum- ir tala um þá sem menning- arverðmæti. Ekki ég. Ég á bíla til að nota þá. Hér áður fyrr vorkenndi fólk manni alveg óskaplega að vera á þessu en svo breyttist þetta og það varð fínt að eiga gamlan bíl og nú eru menn að flaðra upp um mann út af þessum druslum.“ – Þykir honum vænna um einn bíl en annan? „Það veit ég ekkert um. Það hlýtur þá að vera Oldsmobilinn, sem ég hef átt síðan ’64.“ En hvað með púkann? Liggur hann í bílum einsog pabbinn? „Nei,“ svarar Árni Páll. „ Ég bara keyri. Og ef eitthvað bilar keyri ég heim í skúr til pabba.“ „Hann er alinn upp í og í kringum þessa bíla,“ segir Jóhann. „Ég vandist því smábarn eins og Ársæll minn seinna að vera á öðru vísi bílum en allir aðrir. Það er dálítið flott tilfinning, þegar maður er búinn að læra að meta hana.“ Þetta er bara bíladella Við höfum meðfram samtalinu skoðað albúm með myndum af bíla- flota þeirra bræðra. „Við erum eig- inlega fornbílasafn, þegar þessu er Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is É g held að fyrsti bíllinn hafi komið til mín af því að ég þurfti að komast milli staða svona um það bil,“ segir Ársæll. „Það var rúnturinn,“ segir Jóhann.“ „Já rúnturinn,“ segir Ársæll. „Þá voru partí ekki í heimahúsum. Við fórum á rúntinn. Það var félagsleg nauðsyn að hafa ráð á bíl eða ein- hverju í þá áttina. Og svo fórum við á sveitaball. Ferð á sveitaball kostaði legu undir bílnum í viku á eftir svo hann yrði ferðafær aftur. Það var nauðsynlegt að eiga einn ökufæran og annan til að gera upp.“ „Svo stóð það á endum að þegar annar var búinn þá var hinn tilbú- inn,“ segir Jóhann. „Og þannig gekk þetta bíl af bíl.“ Gerður upp fimm sinnum „Ég fékk prófið 1962 og eignaðist þá fyrsta bílinn minn,“ segir Ársæll. „Árið 1964 eignaðist ég Oldsmobile 1956 og ég á hann enn, hef gert hann fimm sinnum upp. Hann er bezti bíll sem ég hef keyrt. Ég fæ bara ekki að hafa hann neitt lengur fyrir púk- anum.“ Undir það tekur púkinn, sonur Ár- sæls, Árni Páll. „Ég lærði á splunku- nýjan Benz þegar ég tók prófið ’97. Þá skildi ég af hverju pabbi var svona hrifinn af Oldsmónum. Benz- inn var drusla í samanburði við hann.“ HUDSON Í VÖGGUGJÖF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.