Morgunblaðið - 19.10.2008, Page 36

Morgunblaðið - 19.10.2008, Page 36
36 Samfélagið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is V ið Íslendingar hreykj- um okkur oft af háu menntunarstigi þjóð- arinnar. Teljum okkur vera þjóða best upp- lýsta og lausa við fordóma. En er það svo? Á móti bókvitinu vegur lega landsins sem gerir það að verkum að framandi fólk hefur ekki sest hér að í ríkum mæli fyrr en hin allra síðustu ár. Heimurinn smækk- ar hratt og örugglega og frelsið, sú ljúfa skepna, hefur haft þær afleið- ingar að fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað jafnt og þétt á Íslandi. Hvernig höfum við tekið á móti þessu fólki? Er það aufúsugestir eða slettirekur? Og umfram allt, hvernig hafa börnin okkar tekið á móti því? Búa þau ekki að betri fræðslu og víðsýni en nokkur kyn- slóð á undan þeim? Sigmar Egill Baldursson, nemi í 9. bekk Fellaskóla, og Eva Brá Ax- elsdóttir, nemi í 10. bekk Öldusels- skóla, eru sammála um að fordóma sé að finna hjá íslenskum ungmenn- um og að þeir beinist einkum og sér í lagi gegn útlendingum búsettum á Íslandi. „Væru til aðferðir til að þurrka út fordóma væri búið að gera það nú þegar. Það er ljóst að maðurinn ræður ekki við það verk- efni. Hér heima eru fordómarnir mismiklir eins og unglingarnir eru margir. Mest beinast þeir gegn Pól- verjum enda eru þeir langfjölmenn- asti innflytjendahópurinn. Litháar fá líka að finna fyrir því,“ segir Eva Brá og bætir við að birting- armyndin sé fyrst og fremst sú að talað sé niður til þessa fólks og litið niður á það. Ástandið betra en í fyrra Hafsteinn Vilhelmsson, starfs- maður í félagsmiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti, tekur í sama streng. „Maður verður talsvert var við for- dóma hjá unglingunum og þeir beinast fyrst og fremst gegn út- lendingum, aðallega Pólverjum. Mér fannst þetta vera talsvert vandamál í fyrra og hittifyrra en það er eins og þetta sé aðeins að lagast núna. Kannski vegna þess að krakkarnir eru byrjaðir að venjast því að hér sé fjölmennur hópur Pól- verja. Auðvitað er svartur sauður í öllu fé en ég held að flestir séu farnir að gera sér grein fyrir því að útlendingar sem setjast hér að séu ekkert verri en við sem fyrir erum.“ Hann segir ungmenni, eins og eldra fólk raunar líka, hafa tilhneig- ingu til að alhæfa. „Auðvitað hafa erlendir afbrotamenn hér á landi komið óorði á heildina en það er ekki eins og við Íslendingar eigum ekki okkar afbrotamenn líka. Þarna er ábyrgð fjölmiðla mikil en þeir tala sýknt og heilagt um að „maður af erlendu bergi brotinn“ hafi gert þetta og gert hitt. Það elur á for- dómum. Ég hef líka heyrt unglings- stelpur tala um að Pólverjar séu alltaf að horfa á sig í strætó og draga af því þá ályktun að allir Pól- verjar séu perrar.“ Upphrópanir og ókurteisi Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, hallast að því að hérlendis sé yfirleitt ekki um alvar- lega fordóma að ræða enda birtist þeir fyrst og fremst í upphrópunum og almennri ókurteisi. „Það er verst þegar krakkar fá útrás fyrir for- dóma í skólanum. Það getur leitt til eineltis og haft vondar afleiðingar.“ Eva Brá og Sigmar segja for- dóma fara í taugarnar á sér en fátt sé til ráða. „Þekki ég krakkana sem eru að stríða Pólverjunum tala ég við þá en þekki ég þá ekki hefur það enga þýðingu. Gerir kannski bara illt verra,“ segir Sigmar. Þau segja fordómana hafa þær afleiðingar að erlendu nemendurnir eigi erfitt með að laga sig að ís- lenskum aðstæðum. „Þeim finnst þeir ekki tilheyra hópnum. Ekki eiga sama rétt og við hin,“ segir Eva Brá. „Okkur Íslendingum þyk- ir það sjálfsagt mál en ætlumst svo til þess að fá sjálf algjöran frið til að aðlagast nýjum aðstæðum er- lendis.“ Þau segja erlenda nemendur sem tala íslensku standa mun betur að vígi. „Þegar krakkar koma hingað frá Austur-Evrópu tala þeir yf- irleitt ekki ensku, hvað þá ís- lensku. Þetta gerir öll sam- skipti erfiðari. En þegar krakkarnir fara að skilja og læra íslenskuna standa þeir strax betur að vígi. Betri ís- lenskukennsla fyrir útlend- inga er algjört lykilatriði,“ seg- ir Eva Brá og Sigmar bætir við að skynsamlegast væri að láta erlenda nemendur sleppa öllum öðrum tím- um en íslensku meðan þeir eru að ná tökum á tungumálinu. Hafsteinn tekur undir þetta. Hann var ættleiddur frá Srí Lanka sem ungbarn og er dökkur á hörund en kveðst eigi að síður aldrei hafa upplifað fordóma eða óþægindi af neinu tagi. „Þar skiptir tungumálið mestu máli. Ég tala reiprennandi íslensku og fell því sjálfkrafa inn í hópinn. Það er enginn að velta því fyrir sér að ég líti öðruvísi út,“ segir Hafsteinn sem man aldrei eftir neinum leiðindum en það helgast kannski líka af því að hann hefur kunnað að svara fyrir sig. „Ég var einhvern tíma kallaður „svertingi“ á leikskóla og brást við með því að spyrja viðkomandi barn hvort það þekkti ekki litina. Ég væri „brúningi“. Svona svör urðu til þess að börnin sáu að það var ekk- ert gaman að stríða mér.“ Pólskir nemendur eru fjölmennir í Fellaskóla og segir Sigmar ís- lensku krakkana gjarnan gera grín að þeim og herma eftir þeim. Kenn- ararnir skakki leikinn þegar þeir sjá til en um leið og þeir snúi sér undan haldi ónotin áfram. „Inngrip kennaranna virkar ekki. Æskulýðs- starfið er mun markvissara. Við fáum miklu betri fræðslu í fé- lagsmiðstöðinni en í skólanum,“ segir Sigmar en hann sækir að staðaldri Miðberg. Lífsleikni er fag sem hefur haslað sér völl í námskrá grunnskólanna hin síðari ár og Eva Brá og Sigmar segja að þeir tímar séu kjörinn vettvangur fyrir um- ræðu og fræðslu um fordóma. „Skólakerfið þarf að taka sig á í þessum efnum,“ segir Eva. Hafsteinn staðfestir að mikil áhersla sé lögð á fordómafræðslu í félagsmiðstöðvum ÍTR, bæði fyrir unglingana og starfsmenn. „Við höfum ekki síður gott af þessu en krakkarnir enda er enginn maður fordómalaus. Það er sjálfsagt að við spyrjum spurninga hér í fé- lagsmiðstöðvunum en þegar upp er staðið hvílir ábyrgðin fyrst og síð- ast á herðum foreldranna. Þeir verða að gefa sér tíma til að ræða þessi mál við börnin sín. Hvar læra þau?“ Eva Brá mælir þó ekki með því að foreldrar komi heim einn daginn og segi í boðunartón: „Jæja, nú þurfum við að setjast niður og ræða fordóma!“ Mun skynsamlegra sé að hreyfa reglulega við umræðuefninu á jafningjagrundvelli og láta boð- skapinn smám saman mjatlast inn. Einar Skúlason segir höf- uðábyrgðina líka liggja hjá for- eldrum. Það sé þeirra skylda að sporna við fordómum. Hann hefur reynt þetta á eigin skinni. „Sonur minn kom til mín einn daginn í fyrra og sagðist halda að hann væri orðinn nasisti. Hann var ellefu ára. Mér krossbrá og spurði hvort hann vissi hvað það væri. Hann var ekki viss en hélt að það þýddi að vera á móti útlendingum. Það var á honum að skilja að honum litist ekki á hversu margir útlendingar væru sestir hér að. Þegar við fórum að ræða málið kom í ljós að hann hafði heyrt þetta sjónarmið í kringum sig, bæði í félagahópnum og skól- anum, auk þess sem hann er aðeins farinn að fylgjast með fjölmiðlum. Það er eins og neikvæðu at- hugasemdirnar og fréttirnar sitji frekar eftir og ég held að foreldrar þurfi að vera á varðbergi. Börn eru Morgunblaðið/Frikki Fordómur er andúð eða óbeit sem ekki styðst við reynslu, rök eða þekkingu. Er slík afstaða ekki tímaskekkja á Íslandi árið 2008, einkum meðal ungmenna sem hafa greiðan aðgang að víðsýni og umburð- arlyndi foreldra sinna og uppfræðara? Sigmar Egill Baldursson, Hafsteinn Vilhelmsson, Einar Skúlason og Frosti Jónsson eru sammála um að fordóma sé að finna meðal íslenskra ungmenna. Þeir virðast einkum beinast gegn útlendingum búsettum á Íslandi. Samkynhneigðir verða ekki í ríkum mæli var- ir við þá og kvenfyrirlitning virðist á undanhaldi. Fordómar bitna aðallega á útlendingum búsettum á Íslandi Pabbi, ég held að ég sé

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.