Morgunblaðið - 19.10.2008, Page 39

Morgunblaðið - 19.10.2008, Page 39
39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 STAÐBUNDIÐ lýðræði er þýðing á enska hugtakinu Lo- cal Democracy og vís- ar sérstaklega til sveitarstjórnarstigsins og þess verklags að íbúar eigi skilgreinda aðkomu að ákvarð- anatöku, umfram það að kjósa á fjögurra ára fresti. Ef horft er á þá stöðu sem nú ríkir í ís- lensku þjóðfélagi og í hinum vestræna heimi, er ljóst að þau kerfi sem við höfum skapað til stjórnunar og skipulags í samfélaginu riða til falls. Staðan kallar á breytingar á því hvernig við iðkum lýðræðið. Undanfarin átta ár hefur greinar- höfundur starfað við þátttöku al- mennings m.a. við íbúaþing í á þriðja tug sveitarfélaga. Mörg slík íbúaþing hafa skilað góðum árangri, til hefur orðið framtíðarsýn og stundum hefur viðkomandi sam- félag komist upp úr hjólförum. Hins vegar hafa íbúaþingin almennt ekki stuðlað að virkari þátttöku íbúa til lengri tíma. Víða um heim er þró- unin í átt að virkari þátttöku. Sem dæmi má nefna nýtt leiðbein- ingarrit Alþjóðabank- ans um réttindi og þátttöku íbúa í verk- efnum sem bankinn styður. Bresk stjórn- völd hafa markað stefnu um þátttöku íbúa á sveitar- stjórnarstiginu undir yfirskriftinni Samfélög við stjórnvölinn – al- vöru fólk, alvöru völd. Með netinu er hægt að ná til hluta almennings en það eitt og sér er ekki nóg. Á borgaraþingi í Ástralíu munu með samspili fundar og nets um 3000 íbúar fjalla um spurn- inguna Hvernig gætum við styrkt stjórnkerfið okkar fyrir fólkið? Þátttaka almennings og hags- munaaðila skilar árangri í skóla- málum, heilbrigðismálum og um- hverfismálum og er Kanada þar mjög framarlega. Hér á landi má auk íbúaþinga, nefna verkefni Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála um íbúa- lýðræði, útvarpsþætti um framtíð lýðræðis og aukna áherslu nokkurra sveitarfélaga á samvinnu við íbúa. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því stóra verkefni að endur- skoða framtíð okkar og gildi. Víða í þjóðfélaginu er verið að taka ákvarðanir sem varða margvíslega hagsmuni, einstaklinga og samfélög. Ef kallað verður eftir aðkomu hags- munaaðila og almennings skiptir máli hvernig að því er staðið. Liggja þarf fyrir hvaða svigrúm er til að taka mið af samræðunni, hvað er búið að ákveða og hvað ekki. Einnig hversu mikil áhrif eða völd almenningi eru gefin í ferlinu. Eftir á er greint frá hvernig tekið var mið af skilaboðunum. Ef haldnir eru opnir fundir er hugað að samheng- inu, fyrirkomulagi fundar og eft- irfylgni. Gagnlegt er að skoða grunngildi og siðareglur alþjóðlegra fagsamtaka um þátttöku almenn- ings, International Association for Public Participation, IAP2, sem sýna hvað gott þátttökuferli þarf að uppfylla. Framundan eru krefjandi og um leið spennandi tímar, þar sem við höfum tækifæri til að skapa nýja framtíð. Framtíð þar sem íbúar og hagsmunaaðilar fá raunverulegt tækifæri til að vera virkir þátttak- endur í ákvarðanatöku og gang- verki samfélagsins. Evrópsk vika um staðbundið lýð- ræði var í fyrsta sinn haldin á þessu ári, vikuna í kringum 15. október sl. Íbúalýðræði Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrif- ar um gildi þess að íbúar komi að ákvarðanatöku sem varðar hagsmuni þeirra Sigurborg Kr. Hannesdóttir » Við Íslend- ingar stönd- um frammi fyrir því stóra verk- efni að endur- skoða framtíð okkar og gildi. Höfundur er ráðgjafi hjá ILDI og hefur sérhæft sig í þátttöku almenn- ings. ÍSLAND, já takk! hefur fengið þveröfuga merkingu. Erlendar vinaþjóðir segja ein- faldlega: Ísland, nei takk! Nú stöndum við andspænis þeirri stað- reynd að hafa farið óvarlega í fjármálum og ég segi við, þar sem við kusum þessa óstjórn yf- ir okkar í síðustu kosningum. Aga- leysið endurspeglast alls staðar, jafnt í sinni smæstu mynd sem stærstu, sbr. sundrung heimila, agaleysi nem- enda og nú óráðsía „nýríkra“ banka- manna og ráðamanna. Og svo er eins og engu sé treystandi, ekki einu sinni því sem heyrist í fjölmiðlum – fólk er róað niður með því að segja því að sparifé þess sé tryggt, þrátt fyrir tak- markaða úttektarheimild við- skiptavina bankanna. En svo kemur í ljós að svo er ekki. Ég ætla að deila með ykkur, lesendur góðir, einni sögu sem er sönn, ísköld staðreynd … Amma mín, 76 ára ekkja til 10 ára, stendur núna andspænis því að vera búin að tapa sparnaði sínum til 7 ára. Þessi dásemdarkona missti eig- inmann sinn og verald- legar eigur á svipuðum tíma. Allt í einu stóð hún uppi ein og eign- arlaus. Og blessaður afi minn féll frá án þess að takast að bjarga mál- unum, eins og sagt er. En hann dó með reisn því að mannorð hans var óflekkað. Gott og vel. Amma mín þurfti að sníða sér stakk eftir vexti; fara í lítið leiguhúsnæði á veg- um hins opinbera og lifa á ellilífeyri einum saman. En hún byrjaði að spara, leggja til hliðar 5 þúsund krón- ur á mánuði. Síðan var það starfs- maður Landsbankans sem benti henni á betri ávöxtunarleið, leið sem kallaðist peningabréf. Starfsmaður þuldi upp, símleiðis, alla kosti þess – en „gleymdi“ að greina frá því hvað gæti gerst ef illa færi. Slíkt var ekki tekið með í reikninginn, enda átti landið að vera í bullandi uppsiglingu og góðærið allsráðandi. Blessuð amma mín féllst á „markaðsátak“ Landsbankans í algjöru grandaleysi og stofnaði slíkan reikning. Og mun- ið: Henni var aldrei sagt hvað gæti gerst ef illa færi. Síðan liðu 7 ár og þegar hún ætlaði að taka út af þessum reikningi sínum til að greiða fyrir tannaðgerð og brú- arsmíð var búið að „frysta“ reikning- inn og óvíst hvort hún fengi þessar krónur nokkurn tímann aftur, krónur sem hún var búin að leggja til hliðar af einskærri nýtni og sparsemi. Um er að ræða rúmar 600 þúsund krónur. Síðan fer þjóðfélagið á hvolf eftir margra ára peningafyllirí og þessir saklausu, heiðvirðu borgarar þurfa að gjalda þess. Er slíkt réttlátt? Nei. Nú vil ég hvetja alla Íslendinga til að taka höndum saman og standa vörð um rétt sinn. Og hvernig gerum við það? Jú, með því að virkja lýðræðið. Ekki sitja heima og segja innra með ykkur að ykkar atkvæði skipti engu máli. Ykkar atkvæði og samstaða skiptir öllu máli. Hingað og ekki lengra. Stöndum saman, öll sem eitt! Virkjum lýðræðið Magnea Ólafz skrif- ar um sparifé aldr- aðrar konu » Amma mín, 76 ára ekkja til 10 ára, stendur núna and- spænis því að vera búin að tapa sparnaði sínum til 7 ára. Magnea Ólafz Höfundur er kennari. Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i LÁLAND - ALLT ENDURNÝJAÐ Einstaklega glæsilegt einbýli á einni hæð við Láland í Fossvoginum. Húsið er staðsett innst í botnlanga á stórri hornlóð og hefur nýlega verið endurnýjað á mjög fallegan og fágaðan hátt. Lóðin er gróin með stórri timb- urverönd og heitum potti. Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar, gólfefni eru eikarp- arket og flísar, allt rafmagn er endurnýjað, lagnir endurnýjaðar auk þess sem hitastýrt gólfhitakerfi var sett í húsið. V. 101 m. 4222 NORÐURBAKKI 23-25 - VIÐ SJÓINN Glæsileg fullbúnar 3ja og 4ra herbergja íbúð- ir við sjávarsíðuna. Húsið stendur fremst á Norðurbakkanum í Hafnarfirði með óskert útsýni á sjóndeildarhringinn og hafflötinn til suðurs og vesturs Íbúðir í húsinu njóta því besta útsýnis af Norðurbakkanum og sólar- lagið blasir við úr stofugluggunum. 577 LANGALÍNA 27-29 - TIL AFHENDINGAR STRAX Glæsilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Ein- stök samsetning áræðinna hugmynda og klassískrar hönnunar. Skýrar útlínur og hag- nýt hönnun sem höfðar til allra skilningarvita. Þ.G. Verk hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og velja aðeins það besta þegar kemur að innréttingum í Löngulínu 27-29 í Garða- bæ. 7486 BRÖNDUKVÍSL - EINBÝLI Á 1. HÆÐ Mjög fallegt og mikið endurnýjað einlyft 233 fm einbýlishús með innbyggðum bíl- skúr í Kvíslunum í Árbænum. Eignin skipt- ist í forstofu, snyrtingu, hol, stofu, betri stofu, eldhús, geymslu, baðherbergi og fjögur herbergi. Garðurinn er afgirtur með hárri girðingu og nýrri timbur verönd.. Eignin virðist í góðu ástandi að utan er ný- lega máluð. V. 69,0 m. 4214 ÁLFAHEIÐI - GLÆSILEGT ÚTSÝNI Mjög vel staðsett 3ja herbergja 82,0 fm íbúð á 2. hæð innst í lokaðri botnlangagötu - glæsilegt útsýni, stutt í skóla og aðra þjón- ustu. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, borðstofu, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Flott íbúð þar sem stut er í skóla, íþróttahús, kirkju og þ.h. - gott leiksvæði er fyrir aftan húsið V. 22,0 m. 4223 BLÓMVANGUR - NÝLEGA STANDSETT Nýlega standsett 143,3 fm einbýlishús ásamt 40 fm bílskúr samtals 183 fm í rót- grónu hverfi við Blómvang í Hafnarfirði. Húsið var tekið í gegn að utan fyrir ca 3 ár- um, þar á meðal þak málað og gluggar og póstar endurnýjaðir sem og þakkantur og húsið málað. Falleg lóð sem er ræktuð en eftir á að ganga frá bílaplani fyrir framan bílskúr. 4195 OKKAR METNAÐUR – ÞINN HAGUR Ísak V. Jóhannsson, sölustjóri 822 5588 Agnar Agnarsson, lögg. fasteignasali 820 1002 Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali 821 4400 Við Ísak, Agnar, Hrafnhildur og Sigurberg höfum sameinað krafta okkar hjá HB FASTEIGNUM OG STÓRHÚS, Bæjarlind 4, Kópavogi. Við veitum persónulega og góða þjónustu auk mikillar reynslu og þekkingar á sviði fasteignaviðskipta. SKRÁÐU EIGN ÞÍNA HJÁ OKKUR ENGINN KOSTNAÐUR NEMA VIÐ SELJUM Óskum eftir umsóknum frá reynsluríkum sölumönnum fasteigna. Við bjóðum upp á fyrsta flokks húsnæði og vinnu með frábæru fólki með áratuga reynslu. Miklir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk, há söluþóknun í boði. Áhugasamir vinsamlegast sendið umóknir til : storhus@storhus.is. Bæjarlind 4 • 201 Kópavogi • sími 534 2000 Sigurberg Guðjónsson, hdl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.